Morgunblaðið - 21.06.1979, Qupperneq 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ1979
Frædslustarf Krabbameins-
félags Reykjavíkur:
Viðurkenningar til
reyklausra bekkja
þrefölduðust
Undanfarin þrjú skólaár hefur Krabbameinsfélag
Rykjavíkur staðið fyrir óvenju umfangsmiklu fræðslu-
starfi í skólum og hefur það farið sívaxandi. Sl. vetur
heimsóttu framkvæmdastjóri félagsins og fræðslufull-
trúi alls 94 grunnskóla í öllum fræðsluumdæmum og
fræddu nemendur um áhrif reykinga og reykingavarnir
og sýndu kvikmyndir.
Sérstök áherzla var lögð á þessa fræðslu í 6.,7. og 8.
bekk og segir í frétt frá Krabbameinsfélaginu að hún
hafi náð til fjögurra nemenda af hverjum fimm í þessum
bekkjum, til þriðjungs nemenda í 4. og 5. bekk og til
f jórðungs nemenda í 9. bekk. Samtals náði þessi þáttur
fræðsdustarfsins til um 15 þúsund nemenda á skólaár-
inu. í frétt Krabbameinsfélags Reykjavíkur segir m.a.
svo um þessa starfsemi:
Milli 40 og 50 skólar á höfuð-
borgarsvæðinu og víðar efndu
auk þess til skipulagðrar hóp-
vinnu nemenda í 6. bekk um áhrif
og afleiðingar reykinga. Var fyrst
og fremst stuðst við fræðsluefni
það sem Krabbameinsfélagið hef-
ur gefið út sérstaklega í þessu
skyni en jafnframt beittu nem-
endurnir eigin hugkvæmni í rík-
um mæli. Sýnishornum af vinnu-
brögðum þeirra og árangri hóp-
starfsins var brugðið upp á sýn-
ingunni „Svona gerum við“ hinn
30. apríl á Kjarvalsstöðum. Nem-
endur úr Hvassaleitisskóla lýstu
hópvinnunni í heild sinni, skýrðu
veggmyndir sem hóparnir teikn-
uðu og fluttu frumsaminn leik-
þátt. Nemendur úr Álftamýr-
arskóla, Vesturbæjarskóla og
Vogaskóla fluttu einnig frum-
samið efni, leikþætti, sögu og
vísur, og nemendur úr Æfinga-
skólanum lýstu niðurstöðum
kannana er þeir gerðu á
reykingavenjum nemenda í
Kennaraháskólanum og Stýri-
mannaskólanum og báru þær
saman. Dagskrá þessi þótti tak-
ast prýðilega.
Veigamikill þáttur í fræðslu-
starfi Krabbameinsfélags
Reykjavíkur í skólunum er útgáfa
blaðsins Takmarks. Blaðið flytur
fréttir af reykingavarnastarfi í
landinu, einkum fræðslustarfinu
í skólunum og árangri þess, auk
erlendra frétta og margs konar
annars fróðleiks um reykinga-
vandamálið. Fjögur tölublöð
komu út á skólaárinu, hið síðasta
í byrjun maí. Flytur það einkum
ýmislegt efni varðandi íþróttir,
W Iféttobféf 4itrv 4*Ubrigði»mól
Menntamálaráðherra:
Von um
verulegan
árangur
VEGGSPJALDA-
SAMKEPPNI?
AFREKSFOLKIÐ
• REYKIR EKKI
m.a. lýsa nokkrir landsþekktir
íþróttamenn afstöðu sinni til
reykinga. Að meðtalinni sérút-
gáfu Takmarks, litabókarblöðum
handa 8 og 9 ára börnum, fóru
meira en 106 þúsund eintök af
blaðinu í skólana á tímabilinu.
Krabbameinsfélag Reykjavíkur
veitti nú í annað sinn viðurkenn-
ingar til reyklausra bekkja í
grunnskólum. Hlutu 166 sjöttu
bekkir þessa viðurkenningu, 69
sjöundu bekkir, 30 áttundu bekk-
ir og 8 níundu bekkir eða samtals
273 en það eru 30% af öllum
6.-9. bekkjum í skólum landsins.
Hafði fjöldi viðurkenninga til
reyklausra bekkja þrefaldast frá
fyrra ári. Vitað er að fjölmargir
bekkir að auki stóðu mjög nærri
því að geta fengið viðurkenningu
en hún er því aðeins veitt að
enginn í bekknum reyki.
Fyrirhugað er að reykinga-
varnastarfið í skólunum haldi
áfram með svipuðu sniði næsta
vetur ef nægur stuðningur fæst
af hálfu ríkis og sveitarfélaga.
------oo UU---------
Tilbúið undir tréverk
Vorum aö fá til sölu eitt stigahús sem er jaröhæö og tvær hæöir aö Jöklaseli 1 í Breiðholti II. íbúöirnar
seljast tilbúnar undir tréverk og málningu, en sameign hússins fullgerö þ.e. máluö, teppalögö o.fl. Lóö
afh. meö steyptum gangstígum og grasi. Malbikuö bílastæöi. íbúöirnar afhendast í okt. 1980 en
sameign fjórum mánuöum síöar.
Tvær 2ja herb. 61.1 fm á 1. og 2. hæö Verö: 16.2 millj.
Ein 2ja herb. 70.4 fm á jaröhæö Verö: 18.2 millj.
Ein 3ja herb. 93.1 fm á jaröhæö Verö: 23.6 millj.
Þeasi íbúö hefur sér inngang og lóö og er endaíbúð.
Fjórar 3ja—4ra herb. á 2. og 3. hæö rúml. 90 fm. Verð: 23.6
millj.
Ath. fast verö á íbúöunum.
Allar íbúöirnar hafa þvottaherb. í íbúöinni og 3ja herb. íbúöirnar einnig búr innaf eldhúsi.
— Traustur byggingaraöili: Birgir R. Gunnarsson s/f.
— Teikn: Kjartan Sveinsson tæknifræöingur.
Seljandi bíöur eftir láni frá Húsn.m.stofnun og mismunin má greiöa á 18 mánuðum.
Allar nánari uppl., teikn., afrit af verklýsingu o.fl.
liggur frammi á skrifstofu okkar.
Fasteignaþjónustan
Austurstræti 17, s. 26600.
Kári F. Guðbrandsson,
Þorsteinn Steingrímsson,
Ragnar Tómasson hdl.
Verkamað-
ur er átta
tíma að
vinnasér
fyrir Vodka-
flösku
ÞAÐ TEKUR verkamann á
fjórða taxta Dagsbrúnar, eftir
fjögurra ára starf, sex
klukkutíma að vinna fyrir
einni brennivínsflösku. Flask-
an af íslensku brennivíni kost-
ar þannig eftir síðustu hækk-
un 7000 krónur, en verka-
mannslaunin eru 1150 krónur
á tímann miðað við fyrsta júní
s.I. Verkamannslaun hafa
hækkað um 31% frá fyrsta
júní árið 1978, en þá voru þau
samkvæmt sama Dagsbrúnar-
taxta 878 krónur á timann.
Brennivinsflaskan hefur
aftur hækkað úr 4200 krónum
í YUUu á naíua tilíia éött tllTt
66.6%. Verkamaður er því
tæpum einum og hálfum tíma
lengur að vinna sér inn fyrir
einni flösku af islensku
brennivíni í ár miðað við sama
tíma í fyrra.
Ef tekjð er dæmi af dýrari
víntegundum er verkamaður
átta tíma að vinna sér inn fyrir
flösku af algengu vodka sem
kostar 9200 krónur. Sú vínteg-
und hefur hækkað úr 5500
krónum á sama tíma í fyrra,
eða um 67.3% og þá var hann
sex klukkustundir og fimmtán
mínútur að vinna fyrir slíkri
flösku.
Sé miðað við algenga tegund
af viskíi, sem kostar 9800 krón-
ur flaskan, er verkamaður nú
átta og hálfan tíma að vinna
fyrir flöskunni. Á sama tíma í
fyrra kostaði slík flaska 5900
krónur og hefur því hækkað
um 66% á þessu ári. Þá var
verkamaður sex klukkutíma og
42 mínútur að vinna sér inn
fyrir viskíflöskunni.
Félagsmála-
námskeið í
Hveragerði
Hveragerði í júní.
SJÁLFSTÆÐISFÉLAGIÐ Ingólf-
ur í Hveragerði gekkst nýlega
fyrir félagsmálanámskeiði og var
öllum heimil þátttaka. Námskeið-
ið sóttu 12 manns, konur og
karlar.
Stjórnendur voru Fríða Proppé
sem kenndi ræðumennsku og Árni
Sigfússon sem kenndi fundar-
stjórn og fundarsköp.
Stjórn Ingólfs kvað nemend-
úrna mjög ánægða með námskeið-
ið, sem hefði verið bæði fróðlegt
og skemmtilegt. Hefur stjórnin
mikinn áhuga á að halda fleiri
slík.
— Sigrún