Morgunblaðið - 21.06.1979, Page 12

Morgunblaðið - 21.06.1979, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ1979 „MAÐUR VISSI AÐ HANN MRFN- AÐIST RLÓOS" HÆSTIRÉTTUR Brazilíu mun ákveða í dag hvort framselja beri til Þýskalands einn óhugnanlegasta sadista nasistatíma- bilsins. Þeir sem þraukuðu af hinar pólsku útrýmingarbúðir Gestapo á stríðsárunum, fullyrða að Gustav Wagner hafi gert langtum meira en „skyldu“ sína við stjórnun hópmorðanna sem fram fóru í Sobibor-búðunum, sem beinlínis voru reistar til að útrýma Gyðingum og öðrum „fjandmönnum“ Þriðja ríkisins. Fórnar- lömbunum, sem komust af, kemur saman um að Wagner hafi augljóslega notið óþokkaverkanna. Breska sjónvarpið sendi út viðtal við hann síðastliðinn mánudag. Hinn 68 ára gamli nasisti er æði þreytulegur að sjá. Hann kveðst ekki hafa borið „mikla ábyrgð“ á því sem fram fór í búðunum, þótt hann hafi óneitanlega vitað hvað fram fór. Að sögn vitna, sem fram komu í sama sjónvarpsþætti, var hann dæmigerður „engill dauðans". Einn orðaði það svona: „Hann fór ekki svo til hádegisverðar að hann hefði ekki fyrst murkað lífið úr tveimur til þremur gyð- ingurn." Annar hafði þetta að segja: „Ég sá til hans þar sem hann var að drepa feðga með axarskafti. Hann let höggin dynja á þeim og veinin í þessum mönnum voru eins og í helsærðum dýrum. Ég horfði á þetta með eigin augum, og það er ljóslifandi fyrir mér enn þann dag í dag, rétt eins og það hefði gerst í gær.“ Kona rifjar upp liðna tíð: „Hann birtist í bröggunum með þumalfingurna krækta í vasana í einkennistreyjunni. Maður vissi að hann þarfnaðist blóðs. Hann varð að komast í blóð rétt eins og ofdrykkjumaðurinn þráir áfengið." Önnur kona lýsir því þegar Wagner sá drenghnokka hirða sardínudós sem hann fann. Hann kallaði nærstadda fanga saman og lét þá mynda hálf- hring hjá sorphaugi í grenndinni og skaut drenginn síðan í augsýn þeirra. Að sögn annars vitnis þving- WAGNER — Feðgarnir vein uðu eins oghel- særð dýr aði hann fólk til að stökkva ofan í brunn. Þeir ósyndu drukknuðu en hinum drekkti hann með því að láta þungar járnfötur falla ofan á þá. Vitni horfðu líka á Wagner húðstrýkja fólk uns það gaf upp öndina, og í eitt skiptið gekk hann frá níu manneskjum með oddhvössum stjaka. Sjónvarpsviðtalið við Wagner var tekið á myndsegulband á geðsjúkrahúsi í námunda við höfuðborgina, Brasilíu. Tvö hundruð og fimmtíu þús- und manneskjum var slátrað í Sobibor-búðunum pólsku á að- eins fimmtán mánuðum. Ein- ungis 34 lifðu blóðbaðið af. SS-mennirnir urðu ákaflega færir í „starfi" sínu. Þetta gekk eins og á færibandi. Stundum liðu ekki nema tvær stundir frá því fólkið var rekið út úr gripa- vögnunum, sem fluttu það til búðanna og þar til búið var að aflífa það. Næturnar voru notað- ar til þess að sópa líkunum í fjöldagrafir. Það var eitt af skylduverkum Wagners að taka á móti nýjum föngum og ákveða hverjir væru brúklegir til þjónustustarfa í búðunum og til þess að flokka eigur þeirra sem ekki áttu að iifa. Hinir voru umsvifalaust reknir í gasklefana. Undir lok stríðsins jöfnuðu SS-böðlarnir búðirnar við jörðu og gróðursettu tré á svæðinu. Svo vel tókst þeim að leyna ummerkjum að Sovétmenn fóru þarna um í sókn sinni yfir Pólland án þess að hafa hug- mynd um hvað þar hafði gerst. Wagner segist hafa verið að- stoðarmaður Franz Stangl, yfir- manns búðanna, sem var hand- tekinn 1967, dæmdur til lífstíðar fangelsis og dó í fangavistinni. En eftirlifandi fórnarlömb segja að hinn lífseigi Wagner hafi verið „hinn raunverulegi drottn- ari“. I sjónvarpssamtalinu síðast- liðinn mánudag sagði han meðal annars: „Mér leið ekki sem best. Maður sá fólk aflífað, sem var í rauninni sárasaklaust. Það var ekki hægt að segja: Ég vil ekki koma nálægt þessu. Þeir hefðu skotið mann. Við vorum eið- svarnir. Við urðum að hlýða. Við vorum viðriðnir verkefni sem ríkið hafði skipulagt og sem var algjörlega leynilegt. Við vissum að það sem þarna fór fram var rangt. En hverju breytti það? Foringinn hafði lagt svo fyrir að þetta skyldi gert.“ Athuganir fréttamanna breska sjónvarpsins hafa leitt í ljós, að Wagner var orðinn eldheitur nasisti löngu áður en það þótti „fínt“ eða jafnvel „hentugt". Hann gekk í flokkinn árið 1931 og var rekinn frá Austurríki, þar sem hann var upprunninn, árið 1936 fyrir póli- tísk ofbeldisverk. Sem SS-for- ingi vann hann að undirbúningi hinnar svokölluðu „Hartheim"- áætlunar, þar sem lagður var grundvöllurinn að fangabúða- kerfi nasista í Póllandi. I fram- haldi af því var honum falið að reisa Sobibor-búðirnar. Þeim Stagl tókst að flýja í stríðslok og komast til Rómar, og þá til Sýrlands og enn seinna til Suður-Ameríku. Talið er full- víst að þeir hafi notið fyrir- greiðslu „Odessa-mannanna" sem svo hafa verið nefndir, en það var leynifélag nasista sem tókst að forða mörgum eftirlýst- um stríðsglæpamanninum frá því að falla í hendur banda- manna. Hann settist að í Brasilíu þar sem Simon Wiesenthal, nasista- veiðaranum heimskunna, tókst um síðir að grafa hann upp. Síðan hafa ríkisstjórnir Vestur- Þýskalands, Austurríkis, ísraels og Póllands reynt að fá hann framseldan, og reynir nú enn á það í dag með úrskurði hæsta- réttar hvort Brasilíumenn treysta sér til að halda áfram að skjóta skjólshúsi yfir böðulinn. IAN MATHER Agapo va amma var flutt nauðug á brott TVEIR fflefldir sovézkir lög- reglumenn draga hér á brott frá bandaríska sendiráðinu í Moskvu Antoniu Agapovu, sem oft hefur komið við sögu í fréttum síðustu ár. Agapova er sjötug að aldri og hún hefur reynt að fá leyfi til þess með ýmsum áberandi ráðum að flytjast til Svíþjóðar ásamt tengdadóttur og barnabarni. Þar býr Valentin sonur hennar og flýði hann til Svíþjóðar fyrir fjórum árum. Mynd þessari tókst að koma til AP-fréttastofunnar í gegnum vinafólk gömlu konunnar en nánast einstætt er að slíkar myndir náist í Sovétríkjunum og myndadeild TASS-fréttastofunn- ar neitaði síðan að senda myndina úr landi og varð henni komið þaðan eftir öðrum leiðum. Agapova hafði að þessu sinni haft uppi mótmæli við sendiráðið og borið spjald þar sem hún bað Carter Bandaríkjaforseta liðs. Carter var kynnt W allenber gmálið Vínarborg 19. júní. Rcuter. CARTER Bandaríkjaforseta var skýrt frá máli sænska diplómatsins Rauis Wallenbergs nokkru áður en hann hitti Leonid Brezhnev forseta Sovétríkjanna, en ekkert hefur vcrið um það sagt hvort Carter hafi vikið að Wallenbergmáiinu í samræðum þeirra. Hálfbróðir Rauls, Guy von Dardel, sem er eðlisfræðiprófessor í Genf, sagði frá því á blaðamannafundi að Jody Poweli, talsmaður Hvíta hússins, hcfði staðfest það við sig að Carter hefði kynnt sér málavöxtu. Wallenberg var sendur til Búda- pest í lok heimsstyrjaldarinnar síðari til að hjálpa ungverskum Gyðingum að komast undan nazist- um og hefur síðan verið eignaður heiðurinn af því að 20 þúsund komust undan því að vera sendir í fangabúðir. Sovétstjórnin hefur margsinnis skýrt sænsku stjórninni svo frá, að Wallenberg hafi látizt af hjartaslagi í Lubiankafangelsi árið 1947, en hann var handtekinn í þeim hluta Ungverjalands sem Rússar hernámu. Fjöldi manns hefur marg- sinnis fullyrt að hafa séð Wallen- berg eða heyrt af honum í sovézkum fangelsum löngu eftir að hann átti að hafa látizt eftir því sem sovézk stjórnvöld staðhæfa. 41 hval rak á land Fjórence, Oregon, 18. júní. AP. FJÖRUTÍU og cinn búrhval rak á land skammt frá borginni Flórence og drápust þcir allir þrátt fyrir ítrckaðar björgunartilraunir. Meðlimir Greenpeace-samtakanna reyndu að koma hvölunum aftur til sjávar en tókst ekki. Líffræðingar frá Oregon-há- skólanum tóku sýni úr hvölunum til að athuga hvort Um sýkingu væri að ræða. Sagði einn vísindamannanna að þetta væri með stærstu hvalrek- um sem orðið hefðu og því mikilvægt rannsóknarefni. Það er ekki óal- gengt að nokkra hvali reki á land um þessar slóðir en ekki slíkan fjölda sem þennan. Einn Greenpeacemann- anna taldi hvalina hafa vegið um 25 til 30 tonn hvern. Japanir smíða sér landgrunn Kobe. Japan — Reuter JAPANIR ráðgera að búa til „landgrunn“ úr járni í Japans- hafi, en landgrunnið á sfðan að nota tiil fiskiræktar. Á undanförnum þremur árum hafa tilraunir verið gerðar með landsgrunnslíkan, en nú stendur yfir smíði á 25 kflómetra löngu og 100 metra breiðu járnvirki, sem komið verður fyrir í Japans- hafi f október næstkomandi. Það er byggðastjórnin í Hyogo, sem stendur fyrir þessu verki, en gert er ráð fyrir að ríkisvaldið taki þátt í kostnaðinum, sem nemur 500 milljörðum yena, eða jafnvirði 800 milljarða íslenzkra króna. Tilgangurinn er ekki einungis sá að styrkja útgerð í byggðarlaginu, heldur og að renna nýjum stoðum undir skipasmíðaiðnaðinn þar, sem orðinn er aðkrepptur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.