Morgunblaðið - 21.06.1979, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 1979
17
Gagnrýni á
flugDC-10
WaHhington, 20. júní AP
SAMBAND farþega bandarískra flugfélaga sagði í dag,
að sú ákvörðun evrópskra yfirvalda að leyfa aftur flug
flestra DC-10 flugvéla í Evrópu væri óábyrg ráðstöfun
sem ætti sér enga hliðstæðu í sögu flugsins“.
Samtökin segja að daglega komi
fram upplýsingar sem styöji
ákvarðanir dómsyfirvalda um
kyrrsetningu DC-10 flotans. Ekk-
ert hafi komið fram sem hrekji
rök sambandsins sem ákvarðanir
dómstóla og bandarísku flugmála-
stjórnarinnar hvíli á.
Jafnframt segir einn æðsti yfir-
maður McDonnell-flugvélaverk-
smiðjanna, að DC-10 sé sem fyrr
„stórkostleg flugvél" og að ekkert
bendi til smíðagalla á vélinni.
John Brizendine, yfirmaður
Douglas-deildar fyrirtækisins,
segir að þess vegna eigi tafarlaust
að leyfa aftur flug DC-10 flugvéla
um allan heim.
Hann sagði í vitnaleiðslum í
flugmálanefnd fulltrúadeildarinn-
ar að nýleg gagnrýni á DC-10 væri
að miklu leyti fjarstæðuken'nd og
jafnvel óábyrg af þeirri einföldu
ástæðu að enginn fótur væri fyrir
henni.
Danir án bíls
einn dagí viku
Kaupmannahöfn. 20. júní. AP. verður lagt fram á þingi á
DANIR verða að skilja bíla sína morgun og verður að lögum fyrir
eftir heima einn dag í viku til mánaðamót.
þess að gera ríkisstjórninni Opinber samgöngutæki verða
kleift að spara orku og draga undanþegin aukasköttum og
úr geigvænlegum greiðsluhalla. ferðum þeirra verður ekki fækk-
Frumvarp ríkisstjórnarinnar að.
Þetta gerðist
1971 — Alþjóðadómstóllinn í
Haag úrskurðar stjórn Suður-
Afríku í Suðvestur-Afríku ólög-
lega.
1963 — Páll páfi VI kosinn —
Frakkar draga Atlantshafsflota
sinn út úr Nato.
1945 — Japanir gefast upp á
Okinawa.
1942 — Rommel tekur Tobruk
og Bretar hörfa.
1919 — Þýzka flotanum sökkt í
Scapa-flóa.
1916 — Átök Bandaríkjamanna
og Mexíkana við Carrizal,
Mexíkó.
1915 — Búaher De Wets gefst
upp eftir uppreisn í Bloem-
fontein.
1898 — Fyrstu bandarísku her-
mennirnir sækja á land á Kúbu.
1887 — Fimmtíu ára stjórnar-
afmælis • Viktoríu drottningar
minnzt — Bretar innlima Zulu-
land.
1813 — Orrustan um Vittoria:
Wellington gersigrar Frakka og
Jósef Bonaparte flýr frá Spáni
til Frakkiands.
1798 — Sigur Lakes lávarðar á
Vinegar Hill og uppreisn Ira
lýkur með innreið hans í Wex-
ford.
1788 — Bandaríska stjórnar-
skráin tekur gildi með staðfest-
ingu níunda ríkisins, New
Hampshire.
1661 — Kardis-friður Rússa og
Svía: Norðurlandastríði lýkur og
Rússar afsala sér tilkalli til
Lífiands.
Afmæli. Leo páfi IX (1002—
1054) — Rockwell Kent, banda-
rískur listmálari (1882—1971) —
Jean-Paul Sartre, franskur rit-
höfundur (1905 — —) — Jane
Russel, bandarísk leikkona
(1921----) — Francoise Sagan,
franskur rithöfundur (1935 --)
Andlát. Játvarður III Eng-
iandskonungur 1377 — John
Smith, landnemi, 1631 — Nikolai
Rimsky-Korsakov, tónskáld,
1908.
Innlent. Jörundur Jörundsson
kemur til Reykjavíkur með
„Margaret and Anne" 1809 —
Olíubruninn mikli á Battaríinu
1901 — Tryggvi Þórhallsson
myndar stjórn eftir kosningar
1931 - „Súðin" fer tii Hong
Kong í síðustu ferð sína undir
íslenzkum fána 1951 — Sigur-
björn Einarsson vígður biskup
1959 — f. Jón Helgason biskup
1866.
Orð dagsins. Sagan endurtekur
sig; sagnfræðingar endurtaka
hver annan — Philip Guedalla,
enskur sagnfræðingur (1889—
1944).
Klofningur
Salisbury, 20. júnf. AP.
ÁTTA þingmenn flokks Abel
Muzorewa forsætisráðherra í
Rhódesfu sögðu sig úr þing-
flokknum í dag og er þetta þriðji
klofningurinn sem hefur orðið í
liði stuðningsmanna nýju
stjórnarinnar.
Klofningnum stjórnaði James
Chikerema, fyrsti varaforseti
flokks Muzorewa biskups, og
hann hélt því fram, að flokkur-
inn bældi niður alla gagnrýni á
Muzorewa.
Vegna klofningsins hefur
Muzorewa ekki lengur meirihluta
á þingi, sem er skipað 100 þing-
í Rhódesíu
mönnum, en hann hafði áður
tveggja þingsæta meirihluta. Nú
leikur mikil vafi á því hvort
„þjóðeiningarstjórn" biskupsins
geti haldizt við völd.
Uppreisnarmennirnir boðuðu
stofnun nýs stjórnmálaflokks,
Lýðræðisflokks Zimbabwe.
í París sagði þingmaður brezka
Ihaldsflokksins, að stjórn frú
Margaret Thatchers mundi viður-
kenna nýju stjórnina í Rhódesíu
fyrir haustið. Hann sagði einnig
að Bretar væru hlynntir því að
viðskiptabanninu á Rhódesíu yrði
aflétt eins fljótt og auðið væri.
Frá Húsavík.
Algjört aflaleysi á heimamiðum
Norður- og Austurlandsbáta
Aflabrögð á heimamiðum
báta bæði Norðanlands og
Austanlands hafa verið
með fádæmum slök að und-
anförnu og má segja að
um algjörlega dauðan sjó
sé að ræða. Netabátar hafa
fengið allt niður í 100 kg í
róðri og 1 tonn hefur verið
algengt. Skakbátar hafa
fengið allt niður í einn
fisk í róðri. Vegna þessa
aflaleysis hafa margir bát-
ar legið í landi í ýmsum
verstöðvum á Norður og
Austurlandi.
Hrísey
Afli Hríseyjarbáta hefur verið
óvenju lélegur að undanförnu og
hafa trillukarlar fengið allt niður
í einn til tvo þorska, sagði Árni
Tryggvason leikari í samtali við
Morgunblaðið, en hann rær við
Hrísey á sumrum. Sagði Árni að
það væri orðið slæmt þegar menn
þyrftu að vera rífast um það hvor
þorskurinn væri stærri. Einn og
einn hefur þó fundið bleyðu þar
sem sæmilegur afli hefur gefist.
Siglufjörður
Björn Þór Haraldsson í Siglu-
firði sagði að afli hjá heimabátum
væri hreint enginn um þessar
mundir. Kvað hann þetta mjög
óvenjulegt á þessum árstíma og
réru bátar lítið vegna þessa. Línu-
bátur hefur til dæmis ekki verið
látinn hefja veiðar vegna aflaleys-
isins. Björn Þór kvað sjómenn
kenna köldum sjó og átuleysi um
ástandið. Kvaðst hann hafa verið
á Hólmavík fyrir skömmu og hefði
sama ástand verið þar, netabát-
arnir væru með 500—600 kg í
netin í róðri.
Þórshöfn
Jóhann Jónsson forstjóri
hraðfrystihússins á Þórshöfn kvað
aigjört aflaleysi hafa verið síðustu
vikuna, en þá datt aflinn skyndi-
lega allt niður í 100 kg í róðri.
Þetta skeði eftir að nær allur
Norðurlands- og Austfjarðaflot-
inn kom á miðin hingað þar sem
afla gaf um skeið, sagði Jóhann,
nú róa menn ekki einu sinni í
þessari ördeyðu. 5 bátar af 6 hafa
hætt, en trillurnar eru rétt að
byrja að róa, án árangurs þó.
Þetta er svona á nær öllum
heimamiðum báta á Austur og
Norðurlandi, sagði Jóhann.
Húsavík
Snorri Jónsson hjá Fiskiðju-
samlagi Húsavíkur kvað afla
óvenju lítinn þar eins og víðar um
þessar mundir. Helzt kvað hann
afla á línuna, en hins vegar væri
skortur á beitu og það væri því
fátt til bjargar . Kvað Snorri það í
rauninni furðulegt að ekki væri til
loðna í beitu hjá þessari loðnu-
veiðiþjóð. Kvað Snorri stærri bát-
ana vera á netum, en þá minni á
handfærum og línu og þeir sem
reyndu að vera með línuna beittu
öllum fjandanum.
Akureyri
Afli smábáta frá Akureyri hef-
ur hins vegar verið ágætur að
undanförnu, en þeir hafa sótt
skammt út Eyjafjörð í ágætis
þorsk og hefur aflinn verið óvenji'
góður í vor og sumar samkvæmt
upplýsingum Vilhelms Þorsteins-
sonar hjá Útgerðarfélagi Akur-
eyrar. Þá kvað Vilhelm togara
Útgerðarfélagsins hafa aflað vel
að undanförnu, eða 200—300 tonn
í túr.
Kaþólski söfnuðurinn
fái Hamragarða og
hús Vilhjálms Þórs
Þegar byggingaráform
kaþólska safnaðarins í Landakoti
komu fyrst til umræðu, kom fram
sú tillaga í íbúasamtökum Vestur-
bæjar, að Reykjavíkurborg hefði
forgöngu um að kaþólski söfnuð-
urinn eignaðist hús Vilhjálms
Þórs fyrir biskupsbústað og
Hamragarða fyrir prestahús og
gistiheimili. Þetta var fyrir síð-
ustu borgarstjórnarkosningar og
kom tillagan fram á fundi í íbúa-
samtökunum, sem Ólafur B. Thors
sótti fyrir hönd þáverandi meiri-
hluta borgarstjórnar.
Tillöguna bar fram Pétur Péturs-
son og samkvæmt upplýsingum
hans kvað hann tillöguna leysa
húsnæðisvandamál safnaðarins,
sem hann sem gamall nemandi í
Landakotsskóla ann alls hins bezta.
„Betri skóla hef ég ekki gengið í, ef
frá er talið félagsmálanámskeiðið
við Gúttó 9. nóvember 1932,“ sagði
Pétur og bætti við að þessi lausn
kæmi í veg fyrir að hróflað yrði á
nokkurn hátt við Landakotstúni,
sem væri eins og vin í malbikinu.
Pétur sagði að Landakotstún og
næsta umhverfi væri sögufrægt í
garðræktarsögu Reykjavíkur. Á
tímum danskra yfirráða gerðu
dönsk stjórnvöld margar heiðarleg-
ar tilraunir til þess að kenna
íslendingum garðrækt, en þeir voru
tómlátir í þeim efnum. Góðar
undirtektir fengu þeir þó á einum
stað. Það var hjá Margréti Andreu
Knudsen, er bjó í Landakoti með
fríðan barnahóp. Er hún m.a. kunn
frá heimsóknum Jónasar Hallgrím-
sonar á heimili hennar í Landakoti.
Þá gekk hann á bláum frakka með
gylta hnappa og orti ástarljóð á
dönsku til einnar dótturinnar. Á
þessu ári voru liðin 200 ár frá
fæðingu Margrétar Andreu. Hún
lifði 20 ár í hjónabandi og 20 ár í
ekkjudómi og í skjölum Þjóðskjala-
safnsins og víðar má sjá ljóst vitni
um garðræktaráhuga hennar, því
að hún er eini borgari Reykjavíkur,
er telur sig lifa af garðrækt og
veitir fjölmennu heimili forstöðu.
Enn í dag búa fjölmargir niðjar
hennar í grennd við Landakotstún.
Má þar nefna frú Ingibjörgu Thors,
Gísla Sigurbjörnsson, Jón Hall-
dórsson söngstjóra, Ágústu Péturs-
dóttur teiknara og fleiri mætti
telja.
Samband íslenzkra samvinnu-
félaga á margra kosta völ í borgar-
landinu, sagði Pétur Pétursson og
tillaga þessi er á engan hátt borin
fram til þess að hnekkja orðstír
mætra manna eins og Vilhjálms
Þórs og Jónasar Jónssonar, cn þeir
hafa þó engin söguleg tengsl við
Landakotstúnið.