Morgunblaðið - 21.06.1979, Page 19

Morgunblaðið - 21.06.1979, Page 19
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 1979 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 1979 19 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsaon. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guómundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson Ritstjórn og skrifstofur Aöalstrnti 6, sími 10100. Auglýsingar Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla Sími 83033 Áskriftargjald 3000.00 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 150 kr. eintakió. Menn eru að vakna í olíumálunum Greinilegt er, að hin harða gagnrýni Morgunblaðsins á sofandahátt ríkisstjórnarinnar í olíumálunum er farin að bera nokkurn árangur. Þannig hefur Benedikt Gröndal utanríkisráðherra nú vaknað til skilnings á eðli olíuvand- ans, eins og fram kemur í fréttatilkynningu, þar sem skýrt er frá að hann hafi tekið upp viðræður um olíukaup við Knud Frydenlund utanríkisráðherra Norðmanna. Mun Benedikt leggja þetta mál fyrir ríkisstjórn íslands. Vissulega ber að fagna þessu frumkvæði utanríkisráð- herra, en á hinn bóginn getur Svavar Gestsson viðskipta- ráðherra ekki leynt óánægju sinni, eins og fram kemur í þessum ummælum hans í blaðaviðtali: „Það er ekki frétt, þó ráðherra ræði við ráðherra, en það er frétt ef eitthvað kemur út úr því.“ Svavar bætir því svo við, að þetta sé engin lausn á þeim vanda, sem við blasi í augnablikinu. I Tímanum í gær kemur einnig fram, að sjónarmið Morgunblaðsins eru að verða ofan á. í forystugrein er haft orð á því, að ekki sé „óeðlilegt að fara fram á endurskoðun á verðgrundvellinum. Viöræður um það mætti hefja fljót- lega“, segir þar og leynir sér ekki gagnrýnistónninn yfir svefnhöfgi ríkisstjórnarinnar varðandi olíumálin. Vitaskuld er kjarni þessa máls sá, að Jslendingar þurfa ekki meiri olíu en svo, að það ætti að vera leikur einn að útvega hana á heimsmarkaðsverði. Við eigum að nýta okkur kosti hins frjálsa markaðskerfis. Við eigum að nýta okkur kosti hins frjálsa markaðskerfis, en ekki gerast þrælar braskmarkaðarins í Rotterdam. Þótt viðmiðun við hann hafi verið okkur hagstæð um hríð, er óverjandi að sætta sig við hana, eins og nú er komið. Þess vegna ríður á því, að forystan í olíumálunum verði falin mönnum, sem hafa djörfung til þess að halda fast á hagsmunum íslendinga en láta ekki annarleg sjónarmið ráða ferðinni. „Ekki frétt, þó ráðherra ræði við ráðherra” Svavar Gestsson hitti óviljandi naglann á höfuöið, þegar hann sagði, að það væri ekki frétt þó ráðherra ræddi við ráðherra. Hins vegar væri það frétt, ef eitthvað kæmi út úr því. En þessi ummæli áttu ekki við viðræður utanríkis- ráðherranna, heldur ríkisstjórn Islands. Þannig er það t.d. fyrir löngu hætt að vera fréttnæmt, þótt ráðherranefnd í efnahagsmálum hittist og menn eru líka hættir að lesa það, sem frá henni kemur. Dæmigert um hringlandahátt ríkisstjórnarinnar er afstaðan til bráðabirgðalaganna í farmannadeilunni. Magnús Magnússon er búinn að stagla á því í 8 vikur, að ríkisvaldið verði að grípa inn í, en þingflokkur Alþýðu- flokksins hefur jafnan sagt, að slíkt komi ekki til greina. Ráðherrar Alþýðubandalagsins hafa ekki mátt heyra það nefnt, að slík bráðabirgðalög yrðu sett, en nú telja þeir þaö höfuðnauðsyn, þótt ekkert hafi í rauninni breytzt, frá því að farmannaverkfallið hófst. Þá hefur Steingrímur Her- mannsson af og til haft orð á því, að ríkisstjórnin væri búin að bíða allt of lengi með aðgerðir, en forsætisráðherra hefur jafnan svarað um hæl, að ekkert slíkt væri í „farvatninu“. Þessi upprifjun sýnir í rauninni ekkert annað en það, að óvenju málglaðir menn hafa valizt í ráöherrastóla að þessu sinni, en ekki að sama skapi orðvarir. Þessi er m.a. orsök þess, hversu farmannaverkfalliö dróst á langinn, — til ómælanlegs tjóns fyrir íslenzku þjóðina. EFTIR að ríkisstjórnin leysti verkfall farmanna að hluta til með útgáfu bráðabirgðalaganna hafa farskipin sem óðast verið að láta úr höfn, enda hafði verkfallið staðið í nærfellt átta vikur. Ljóst er að bæði farmenn og skipafélög hafa orðið fyrir miklu fjárhagslegu tjóni, tjóni sem mun taka langan tíma að vinna upp aftur verði það þá nokkru sinni gert. En farmannadeilunni er raunverulega ekki lokið. Þegar er bráðabirgðalög- in höfðu verið gefin út ákváðu farmenn á fjölmennum fundi sínum að mótmæla „þrælalögunum“ með yfirvinnubanni, og forystumönnum þeirra var falið að boða verkfall þegar er bráðabirgðalögin féllu úr gildi, eða um áramót. Ljóst er því að áætlanir farskipanna munu ekki komast í samt lag á næstunni, að minnsta kosti ekki á meðan á yfirvinnubanni stendur. — Til að afla nánari upplýsinga um þessi mál sneri Morgunblaðið sér í gær til forsvarsmanna nokkurra skipafélaga og fara svör þeirra hér á eftir. „Hundruð millj. tap” —segir Omar Jóhannsson hjá skipadeild SIS „YFIRVINNUBANN yfirmanna mun án efa raska ferðum skipa okkar sem eru í föstum áætlunarferðum milli Islands og hafna erlendis, en bannið mun hins vegar hafa mjög lítil áhrif á ferðir skipanna hér á ströndinni, þar sem það nær aðeins til heimahafna og hafna við Faxaflóa,“ sagði Ómar Jóhannsson hjá skipadeild Sambands íslenskra samvinnufélaga í sam- tali við Mbl. í gær. „Ég get að sjálfsögðu ekki sagt um það á þessari stundu hversu víðtæk áhrif bannið hefur eða hvaða aðgerðum við munum beita til að mæta því, en það er alveg ljóst að við munum beita öllum til- tækum ráöum til þess að áætlanir raskist sem allra minnst," sagði Ómar enn- fremur. Aðspurður sagði Ómar, að það gæti allt eins farið í það, að breyta þyrfti áætlun ákveðinna skipa verulega í samræmi við verulega auk- inn losunartíma hér, sem kæmi þá að sjálfsögðu niður á ákveðnum höfnum erlend- is. Ómar sagði að ákveðnar hafnir erlendis myndu ekki njóta neins forgangs um flutninga þó svo að mjög mikið af vörum væri farið að hlaðast upp eftir átta vikna langt verkfall, hins vegar yrði reynt eftir mætti að veita ákveðnum vöruflokkum forgang, vegna mikils þrýst- ings þar að lútandi. Hins vegar væri alveg ljóst, að ekki yrði hægt að taka nema brot af þeim vörum sem lægju í erlendum höfnum í fyrstu umferð, en öll skip félagsins eru á förum í dag til útlanda, nema Skaftafellið sem er á leið til landsins frá Bandaríkjunum. „Það er alveg ljóst að þetta langa verkfall hefur í för með sér hundruðu milljóna króna tap, en um nákvæma tölu er ekki hægt að fullyrða á þessari stundu,“ sagði Óm- ar Jóhannsson að síðustu. Beint tap Haf- skips er um 200 millj. kr „ÞAÐ ER alveg ljóst að áhrif átta vikna verkfalls eru geysilega mikil, og við áætlum að tap okkar, beint tap, ég á þar ekki við tekjutap, sé liðlega tvö hundruð milljónir króna,“ sagði Ragnar Kjartansson framkvæmdastjóri Hafskips h.f. í samtali við Morgunblaðið í gær. Ragnar sagði, að nú þegar sigl- ingar skipa félagsins hæfust að nýju yrði reynt að láta vörur til iðnaðar, matvörur og ýmsar árs- tíðabundnar vörur hafa forgang. Sagði hann að skip Hafskips hefðu að mestu verið losuð, þannig að þau hefðu ekki veðið með fullar lestar þar til farmannadeilan leystist. Nú fyrst í stað væri því um það að ræða að lesta skipin og gera þau feröbúin með þá vöru sem er tilbúin til útflutnings. Ragnar Kjartansson sagði að, enn væri ekki unnt að segja til um hver áhrif yfirvinnubannsins yrðu, ekki í smáatriðum. Ljóst væri þó að gera þyrfti ýmsar ráðstafanir til að draga úr áhrif- um þess. En ljóst væri að yfir- vinnubannið ylli mikilli röskun á áætlun skipanna, og áður en varði yrði að leysa ýmsan vanda með fleiri leiguskipum. Yfirvinnubann- ið yrði því til þess að ekki yrðu unnt að koma áætlun skipanna í sama horf og fyrir verkfall. Úti- lokað yrði að halda sömu áætlun og jafn tíðum skipakomum á hinar ýmsu hafnir og var fyrir verkfall. Sagði Ragnar að nú væri unnið að því að gera uppkast að því hvernig einn „meðalmánuður“ kæmi út, sjá til hvernig frávikin yrðu, „en ljóst er að til að byrja með verða frávikin mjög mikil vegna þess að nú ryðjast skipin úr höfn og koma í einni kös til baka aftur," sagði Ragnar að lokum, „getan í landi er ekki nema takmörkuð, svo ekki sé talað um þegar álagið vex skyndi- lega eins og verður þegar skipin koma heim á ný.“ ■ ' ' 'V': .' Yfirvinnubann farmanna á vinnu við skipin í landi bitnar meðal annars á hafnarverkamönnum, sem ekki fá að vinna yfirvinnu á meðan yfirvinnubanni farmanna stendur. Hér sést hópur verkamanna við Reykjavíkurhöfn í gærdag, eftir að farmenn höfðu stöðvað vinnu við skipin. „ V andamálin verða tekin fyrir frá degi til dags” „YFIRVINNUBANN yfirmanna á farskipum mun vafalaust hafa veruleg áhrif á allar áætlanir okkar á næstunni,“ sagði Valtýr Hákonarson skrifstofustjóri Eimskipafélags íslands í samtali við Mbl. í gær. „Ég get hins vegar ekki sagt um það á þessari stundu hvort yfirhöfuð verður hægt að halda uppi fyrri áætlun- um okkar, sem hafa miðast við mjög skjóta lestun og losun í höfn hér.“ — segir Valtýr Hákonarson skrifstofu- stjóri Eimskips „Við munum taka á þessum vandamálum frá degi til dags, enda höfum við ekki getað mynd- að okkur neina heildarskoðun á því hvernig hægt er að leysa málin. Skipin munu hvert af öðru verða losuð og lestuð hér og send inn á sínar gömlu áætlanir eftir því sem röð þeirra segir til um og það mun ekki verða um neinn forgang að ræða hvað varðar vörur eða hafnir erlendis. Það verða allir að bíða síns tíma. Ég á fastlega von á því að fyrstu skipin geti siglt héðan á morgun til hafna erlendis og þannig koll af kolli, þannig að þegar fyrstu skipin koma hingað aftur verði lokið við að losa og lesta þau síðustu sem legið hafa hér í verkfallinu,“ sagði Valtýr ennfremur. Aðspurður sagðist Valtýr ekki vilja nefna neinar tölur um fjárhagslegt tjón félagsins vegna verkfallsins en það lægi í augum uppi að það er verulegt, það tæki nokkurn tíma að reikna það dæmi til enda. Hafnarverkamenn ganga frá borði í gær, eftir að farmenn höfðu stöðvað vinnu við lestun og losun skipa í samræmi við yfirvinnubannið. Guðmundur HaHvarðsson um lausn farmannaverkfallsins: Afskipti stjómvalda m jög af hinu illa GUÐMUNDUR Hallvarðsson for- maður Sjómannafélags Reykja- víkur hefur beðið Morgunblaðið að birta eftirfarandi athugasemd: Af gefnu tilefni vegna ummæla sem eftir mér eru höfð í Morgun- blaðinu um að góð lausn hafi fengist á kjaradeiiu farmanna með bráðabirgðalögum ríkis- stjornarinnar vil ég taka eftirfar- andi fram: Meginatriðið í fyrrnefndu við- tali er að ég tel ráðstafanir ríkis- stjórnar hverra flokka sem þar eru, mjög af hinu illa þegar þeir grípa inn í kjaradeilur almennt og ekki hvað síst farmannadeiluna. En það höfðu ýmsir ráðherrar ríkisstjórnarinnar gert með óábyrgu tali sínu við upphaf far- mannaverkfallsins og þar með gefið útgerðarmönnum byr með sinni einstrengingslegu og nei- kvæðu afstöðu til krafna far- manna um bætt kaup og kjör. Með ofangreint í huga var það staðreynd að deilan var komin í algjöran hnút og engin lausn framundan þar sem hugmyndir ríkisstjórnarinnar og vinnuveit- enda í kaup og kjaramálum féllu saman sem flís í rass. En í upphafi skal endir skoðað- ur og verður því ekki neitað að ákvæði 2. gr. c.liðar bráðabirgðar- laga ríkisstjórnar er sem vonar- neisti í þessu iðulausa lagamyrkri. I herrans mörg ár hafa forsvars- menn Sjómannafélags Reykjavik- ur reynt árandurslaust að ná fram í kjarasamningum þess veiga- miklu atriði vegna sérstöðu sjó- mannsins sem fylgir fjarvistum að heiman. Að síðustu skal þess getið að sá orðrómur sem á kreik kom og er enn við lýði um að samninganefnd Sjómannafélags Reykjavíkur hafi verið tilbúin til þess að skrifa undir margumrædd 3% ef yfir- menn fengju þau ekki er algjör- lega úr lausu lofti gripin og væri fróðlegt að fá frekari skýringar á fullyrðingum þessum frá þeim forsvarsmanni F.F.S.Í. er svo mælti á á morgunfundi yfirmanna sem haldinn var í Sgtúni. Guömundur Hallvarðsson form. Sjómannaf. Rvíkur. Bragi Ásgeirsson sýnir í anddyri Norræna hússins I ANDDYRI Norræna hússins stendur nú yfir sýning á teikn- ingum Braga Ásgeirssonar við kvæðabálk Jóns Helgasonar, Áfanga. Verður hún opin fram í næsta mánuð daglega kl. 9—19. I frétt frá Norræna húsinu segir að teikningarnar við Áfanga séu þannig tilkomnar að sumarið 1955 hafi Ragnar Jóns- son bókaútgefandi komið að máli við Braga og spurt hann hyort hann gæti myndskreytt kvæða- bálkinn. Vann hann að mynd- skreytingunni næstu tvö árin og voru nokkrar myndanna kynntar árið 1957, en þær hafa ekki allar verið sýndar fyrr en nú. Hinn þrítugasta júní n.k. verður Jón Helgason áttræður og ákvað Erik Sönderholm í tilefni þess að bjóða Braga að sýna myndir þessar í anddyri Norræna húss- ins. Eru þær alls 19 og valdi Bragi eina mynd fyrir hvert hinna 11 kvæða og er myndaröð- in ekki til sölu, en stöku mynd- irnar eru það hins vegar. Bragi Ásgeirsson sýnir um þessar mundir teikningar í and- dyri Norræna hússins við kvæði Jóns Helgasonar, Áfanga. 30 erlend f iski- skip vid veiðar í landhelginni ÞRJÁTÍU erlend fiskiskip eru nú við veiðar hér við land og af þeim eru Færeyingar í miklum meirihluta. en alls eru nú hér 25 færeysk fiskiskip af ýmsum stærðum og gerðum. Við landið eru nú. samkvæmt upplýsingum Landhelgisgæzlunnar, 1 belgískur togari. 6 fa>reyskir togarar, 1 færeyskt skip á kolmunnaveiðum, 4 norskir línuveiðarar. 9 færcyskir línuveiðarar, 9 færeyski Færeysku togararnir sex hafa undanfarna daga verið við veiðar djúpt undan landinu, nánast við miðlínuna milli íslands og Fær- eyja. Þar munu þeir hafa fengið góðan þorskafla á þessum tíma, en það er afar sjaldgæft að íslenzk skip séu þarna við þorskveiðar. Línuveiðararnir norsku og fær- eysku hafa einkum lagt lóð sín fyrir lúðu og afiað allvel. í gær fóru varðskipsmenn um borð í norska handfærabátar. bátinn Harhaug M-20 H og hafði hann þá fengið 18 tonn af lúðu á jafn mörgum dögum og 7 tonn af keilu og löngu. Lúðan er öll fryst um borð, en annar afli saltaður. það er Kronborgin frá Þórshöfn, sem frá og nteð gærdeginum hefur leyfi til kolmunnaveiða fyrir Aust- urlandi. Islenzku skipin, sem í sumar ætla á kolmunnaveiðar, fara væntanlega ekki af stað fyrr en uni mánaðamót.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.