Morgunblaðið - 21.06.1979, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 21.06.1979, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ1979 Sest flóttafólk frá Vietnam að á Islandi? RÍKISSTJÓRNIN mun væntanlega taka afstöðu til þess á fundi sínum í dag, hvort íslendingar eiga að veita viðtöku flóttafólki frá Víetnam sem Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna hefur beðið um hæli fyrir. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær. þá hefur skrifstofa flóttamannafulltrúa S.Þ., Pauls Hartlings, farið þess á Jeit við íslcndinga að þeir taki við fimmtfu flóttamönnum. Ails er talið að flóttafólkið sé um 300 þúsund talsins. Hefur verið lagt til að ísland taki við 50 flóttamönnum. Danmörk 1000 (þar eru þegar 250 flóttamenn frá Víetnam), Finnland taki við 100, Noregur 1000 og Svíþjóð 2000. Morgunblaðið leitaði í gær til ráðherra úr öllum stjórnarflokkum og fara svör Svavars Gestssonar og Steingríms Hermannssonar hér á eftir: Almenningur segi álit sitt á málinu — segir utanríkisráðherra og kveðst sjálfur vilja fá nánari upplýsingar áður en hann tekur afstöðu eða fólk af kínverskum ættum, sem Víetnamar hafa lagt nokkra áherslu á að flyttust úr landi. Á þessu stigi sagði ráðherrann ekki tímabært að taka ákvörðun um það hvaða fólk kæmi hingað til lands, fyrst yrði að taka ákvörðun um grundvallaratriði málsins; já eða nei. Viljum við taka við þessu fólki eða ekki. Einnig sagði ráð- herra að æskilegt væri að gera sér grein fyrir kostnaði við þetta, en hann yrði óhjákvæmilega mikill í byrjun. Eftir það yrði þá að semja við Flóttamannahjálpina um val á fólkinu, en íslendingar myndu vafalaust vilja fá að velja fólkið og láta það ganga undir læknisskoð- un. Benedikt Gröndal sagði að lokum, að hann gæti ekki sagt til um það hvenær ríkisstjórnin yrði tilbúin til að taka málið upp að nýju, en ljóst væri að málið væri í mikilli kreppu hjá Sameinuðu þjóðunum og ýmislegt væri að gerast. Svisslendingar hefðu til dæmis þegar svarað játandi og væru þeir búnir að auka sinn kvóta og ætla nú að taka 1000 manns á ári. Ljóst væri að málið þarfnaðist skjótrar ákvörðunar, enda væri bæði dýrt og óhemju kostnaöarsamt að hafa allt þetta fólk í flóttamannabúðum lengi. „ÞAÐ er ekkert nýtt af þessu máli að frétta, það hefur verið lagt fram í ríkisstjórninni og ráðherrar hafa það nú til athug- unar og íhugunar, en á þessu stigi er ekki unnt að segja til um hversu fljótt ákvörðun verður tekin", sagði Benedikt Gröndal utanrikisráðherra í samtali við Morgunblaðið síðdegis í gær, er hann var spurður um þá ósk Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna, að íslendingar taki við 50 flóttamönnum frá Víetnam. Benedikt sagði að skeyti um málið hefði fyrst komið í fyrrinótt, og hefðu ráðherrar strax fengið það til athugunar. Benedikt kvaðst hins vegar hafa sent þegar út fréttatilkynningu um málið, þar sem nauðsynlegt væri að almenn- ingi gæfist kostur á því að segja sína skoðun á því hvernig bregðast ætti við máli sem þessu. Utanrík- isráðherra sagðist ekki ætla að mynda sér neina skoðun á málinu fyrr en hann hefði í höndum ítarlegri upplýsingar um það. Utanríkisráðherra sagði, að sér skildist, að í þeim 300 þúsund manna hópi, sem raunar færi dagvaxandi, og væri á vegum Sameinuðu þjóðanna, væri fólk á öllum aldri og af öllu tagi. Senni- lega mikill hluti þess Kínverjar ----II , SKRIFSTOFA hai, K&rísteTKÍ iff “fi™'Sttí“hs raönnum otr h»im «7 f,étta- fyrirácinu4,rm **rM koDIið œÍiíraðpíuIUHanrrM-ÍSrá®uney‘inu aðkk°ðXV*rrði7hU^ndum| ráðstefna «« séJmk manna frá víoí < amá flðtta- | haðan búðum m F,6ttafólk trúans er n í , ^“amáiafull- fyrr er getið bflP ^®r8€m sannaarnt vLuíf í iagt til 50 flóttamðnnu' í'and t*ki við en þar eru " ú o2.anmðrk I00°- Víetnam j manns frá lOOOogSvíþjðð^,100’ Noree“r i*e^anekýk„£n?rtda,'Utanríkiaráð- atjórnarfundi má! á. ríkis- 'nni frá ráðuneySu. 8 1 frétt- Stjómin tekur afstöðu í dag — segir Svavar Gestsson „ÞAÐ veröur tekin afstaða til þessarar beiðnar á fundi ríkisstjórnarinnar í fyrramálið, og þá kemur það bara í ljós,“ sagði Svavar Gestsson viðskipta ráðherra í samtali við Morgunblaðið í gær, er hann var spurður álits á þeirri ósk Flóttamanna- hjálpar S.Þ. að íslending- ar taki við flóttafólki frá Vietnam. Svavar kvaðst ekki vilja segja sína persónulegu skoð- un á málinu, eðlilegra væri að það kæmi frá ríkisstjórn- inni í heild. Gene Wilder dansar hér tangó elskhugi*4. í kvikmyndinni „Heimsins mesti Keppt um það hver sé mesti elskhugi heims NÝJA bíó heíur haíið að sýna bandarísku gamanmyndina „Heimsins mesti elskhugi“ (The Worlds Greatest Lover). Framleiðandi, leikstjóri, höfundur kvikmyndahandrits og aðalleikari er Gene Wilder. Meðframleiðandi er Terence March og tónlist er eftir John Morris. Zitz forstjóri Regnboga-kvik- myndaveranna í Hollywood hefur um sig hóp jábræðra til þess að samþykkja allt sem hann segir. Myndin gerist árið 1926 þegar frægð Rudolfs Valentinos er í há- marki og fær Zitz þá hugmynd að auglýsa eftir manni sem gæti keppt við Valentino sem starfar hjá Para- mount-kvikmyndaverinu. Menn flykkjast í þúsundatali til Holly- wood til þess að fara í próftöku hjá Regnboganum og meðal þeirra er Rudy Hickmann sem er bakari í Milwaukee. Hann fer með Önnu konu sinni til Hollywood og segist þar heita Rudy Valentine. Rudy kemst í gegnum leikprófið og kemst í þriggja manna úrslit ert Anna lendir í ýmsum ævintýrum, kemst m.a. í náin kynni við Rudolf Valentino auk þess sem hún lendir um tíma í höndum lögreglunnar. Loks fara úrslitin fram í keppn- inni um það hver sé líkastur Rudolf Valentino, heimsins mesti elskhugi, og allt gengur eins og best verður á kosið. Með aðalhlutverk í myndinni, auk Wilders, fara Carol Kane, Dom DeLuise, Fritz Feld og Candice Azzara. Gæzluvarð- hald framlengt f FYRRAKVÖLD var íramlengt gæzluvarðhald ungs manns, sem setið hefur inni alllengi vegna rann- sóknar á umfangsmiklu fíkniefna- máli, sem fíkniefnadeild lögreglunn- ar í Reykjavík hefur nú til meðferð- ar. Var gæzluvarðhald mannsins fram- lengt um 20 daga. Tveir menn sitja nú inni vegna rannsóknar málsins en þeim þriðja var sleppt á mánudaginn, en hann hafði þá setið inni í 19 daga. Á afmæli föðursins í Stundarfriði, en sýningum fer brátt að ljúka. Síðustu sýningar á Stundarfriði LEIKRIT Guðmundar Steinsson- ar, Stundarfriður, sem Þjóðleik- húsið hefur sýnt í allt vor, hefur hlotið miklar vinsældir. Hefur ávallt verið sýnt fyrir fullu húsi og eru sýningar að nálgast 30. Leikári Þjóðleikhússins er nú að ljúka og verða síðustu 3 sýn- ingarnar á Stundarfriði um helg- ina, á föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld. Leikstjóri sýn- ingarinnar er Stefán Baldursson, leikmynd og búningar eru eftir Þórunni S. Þorgrímsdóttur. Með stærri hlutverk fara Kristbjörg Kjeld, Helgi Skúlason, Þorsteinn Ö. Stephensen, Guðbjörg Þor- bjarnardóttir, Guðrún Gísladóttir, Sigurður Sigurjónsson og Lilja Þorvaldsdóttir. Á borgarstjórnarfundi í dag munu fulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins leggja fram tillögu um áætlun til að efla útiveru í Reykjavík. I tillögunni segir m.a., „að með hækkandi olíuverði og auknum aksturskostnaði sé æ mikilvægara, að borgarbúar geti í frístundum sínum hitt fólk í nágrenni við Vitni vantar LÖGREGLAN í Kópavogi hefur beðið Mbl. að auglýsa eftir vitnum að árekstri og ákeyrslu þar í bæ. Föstudaginn 30. marz s.l. varð árekstur á mótum Nýbýlavegar og Skeljabrekku en þar rákust saman Cortina og Simca. Gerðist þetta um fjögurleytið um daginn. Vitað var að tvö vitni voru að árekstrinum og eru þau beðin að gefa sig fram. Þá er óskað eftir vitnum að ákeyrslu sem varð fyrir utan Hamraborg 1 í Kópavogi á tímabil- inu 13—13.50 föstudaginn 15. júní s.i. Ekið var á Citreoen-bifreið og vinstri hlið hennar skemmd. heimiii sín.“ Tilgangurinn á að vera aukning félagslegra samskipta Reykvíkinga, gera borgina líflegri og manneskjulegri og efla útivist í samvinnu við þau félög, sem hafa slík verkefni á stefnuskrá sinni. Ætlunin er að auðvelda almenningi að notfæra sér enn frekar þá aðstöðu til útivistar, sem Reykjavíkurborg og félagasamtök hafa komið upp. Tillaga siálfstæðismanna: Aukið líf í borg

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.