Morgunblaðið - 21.06.1979, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ1979
21
Útgerðarfélög verða kraf-
in um að fylgja samningum
Frá fundi farmanna í Sjómannafélagi Reykjavíkur í gærkvöldi.
(Ljósm. Emilía).
Farmenn í Sjómannafélagi Reykjavíkur:
Mótmæla afskiptum stjórn-
valda af kjarasamningum
Á FUNDI í stjórn og samninga-
nefnd Sjómannafélags Reykja-
víkur í gærmorgun var eftirfar-
andi samþykkt:
„Stjórn Sjómannafélags
Reykjavíkur og samninganefnd
mótmælir harðlega bráðabirgða-
lögum ríkisstjórnarinnar um
stöðvun verkfalls á farskipum.
Jafnframt lýsir stjórnin yfir furðu
sinni á einróma stuðningi ríkis-
stjórnarflokkanna við þessa að-
gerð þrátt fyrir fyrri yfirlýsinga
og baráttumál er þeir komust í þá
aðstöðu að geta sett slík lög.
Vegna þessarar lagasetningar
Ilötn. 19. júní.
FJÁRHAGSÁÆTLUN fyrir
Hafnarhrepp hefur verið lögð
fram og eru heildartekjur áætlað-
ar 400 milljónir króna. Helstu
tekjuliðir eru útsvör, aðstöðugjöld
og fasteignaskattur 320 milljónir
en helstu gjaldaliðir eru verklegar
framkvæmdir 173 milljónir, ýmis
vill stjórn félagsins og samninga-
nefnd taka fram eftirfarandi:
Strax og ljóst var að Vinnuveit-
endasamband íslands myndi
hrekja Sjómannafélag Reykja-
víkur til verkfallsaðgerða með
ótímabæru verkbanni sínu á
undirmenn farskipa, sem hvorki
höfðu boðað til verkfalls né lagt
fram kröfur um breytingar á
kjarasamningum, gerði stjórn
Sjómannafélags Reykjavíkur sér
grein fyrir því, að til lagasetn-
ingar kynni að koma vegna yfir-
standandi verkfalls yfirmanna og
samstöðu vinnuveitenda og ríkis-
lögboðin gjöld 40 milljónir, heii-
brigðis-, félags- og menntamál 40
milljónir, kostnaður við sveitar-
stjórn 29 milljónir og ýmis útgjöld
65 milljónir. Tekjur og gjöid hafn-
arsjóðs eru áætlaðar 76 milljónir
og vatnsveitu hreppsins 58
milljónir.
— Gunnar.
stjórnar í launastefnumálum. Þá
strax lýsti stjórn félagsins því yfir
að hún myndi aldrei mæla með
öðru en slíkum lögum sem öðrum
yrði hlýtt.
Það gerir stjórn og samninga-
nefnd Sjómannafélagsins einnig
nú þrátt fyrir bann ríkisstjórnar-
innar og stuðningsflokka hennar
við löglega boðuðu verkfalli.
Deilu félagsins við útgerðar-
menn er þó ekki lokið.
Nú þegar verður sú krafa gerð á
útgerðirnar að lögbundnum sam-
ningum verði hlýtt af þeirra hendi
ekki síður. Því verður sú krafa
gerð á hendur Eimskipafélags
Islands að það fylgi landslögum og
tryggi að þau séu ekki brotin á
trúnaðarmönnum félagsins.
Öll útgerðarfélögin verða krafin
um að fylgja lögboðnum samning-
um við mannaráðningar, for-
gangsrétt í skipsrúm og fjölda
undirmanna í áhöfn auk vinnu-
tímaskyldu.
Bendir stjórn og samninganefnd
Sjómannafélags Reykjavíkur t.d. á
að hásetar eru ekki skyldir til að
vinna yfirvinnu við losun og lest-
un í erlendri höfn þegar.sjóvökur
eru ekki staðnar.
Vegna ákvörðunar yfirmanna
um að neita að vinna yfirvinnu á
heimahafnarsvæði lýsir stjórn
Sjómannafélags Reykjavíkur því
yfir að félagsmenn þess munu ekki
vinna þennan tíma og á þessu
svæði við skipsstörf nema ábyrgur
yfirmaður skipsins sé til staðar
við vinnustjórn."
EFTIRFARANDI samþykkt var
gerð á fundi farmanna í Sjómanna-
félagi Reykjavíkur í gærkvöldi:
„Fundur farmanna í Sjómannafé-
lagi Reykjavíkur haldinn í Lindarbæ
20.06.79 samþykkir að taka undir
harðorð mótmæli stjórnar- og samn-
inganefndar Sjómannafélags
Reykjavíkur vegna ákvörðunar
ríkisstjórnarinnar og stuðnings-
flokka hennar um áframhaldandi
afskipti þeirra af kjarasamningum
launþega og vinnuveitenda.
Fundurinn mótmælir harðlega að
ríkisstjórnin verði við kröfum lang-
stærsta, best búna og ríkasta skipa-
félagsins um stórhækkun farm-
gjalda á sama tíma og þeir telja
sjálfsagt að neita farmönnum um
iaunabætur til að bera hluta þeirrar
stórvaxandi kaupmáttarrýrnunar
sem allir finna fyrir.
Ef ríkisstjórnin verður við þessari
ósk er um vísvitandi verðbólguað-
gerð að ræða sem hún verður þá að
bera fulla ábyrgð á.
Fundurinn felur stjórn og starfs-
mönnum sínum að vinna ítarlega
skýrslu um laun, vinnutíma, fjar-
vistir, álag, ábvrgð, naúðsyn verk-
kunnáttu, auk slysahættu í starfi og
flokkunar tryggingarfélaga á þeirri
áhættu. Skal skýrsla þessi send
kjaradómi þeim sem skipaður verður
samkvæmt bráðabirgðarlögum og
sömu aðilar jafnframt vera reiðu-
búnir til að flytja mál farmanna
munnlega við dómendur svo sem 1.
gr. laganna segir.
Þá samþykkir fundurinn að þegar
dómsniðurstaða liggur fyrir þann 31.
ágúst skuli stjórn og starfsmenn
senda hana ásamt efnislegu mati
sínu á niðurstöðunni til félags-
manna. Þetta ásamt viljayfirlýsingu
félagsntanna um uppsögn á úrskurði
kjaradóms skal liggja fyrir eigi siðar
en 30. nóv. n.k. eða þegar lög þessi
leyfa uppsögn."
Boðsmót TR:
Róbert sigurvegari
BOÐSMÓTI Taflfélags Reykjavíkur i skák lauk í gærkvöldi. Þátttakend-
ur voru um 40 talsins og var þeim skipt í tvo riðla. Þegar ólokið var
síðustu umferðinni hafði Róbert Harðarson TR þegar tryggt sér sigur,
hafði unnið allar sínar skákir, 6 að tölu. Róbert er núverandi
unglingameistari íslands í skák.
Fjárhagsáætlun
lögð fram á Höfn
Eru
þeir að
fá 'ann
-> ■
■
Hoplaxar?
Ónafngreindur og reiður stang-
veiðimaður setti sig í samband við
þáttinn í gær og sagði farir sínar
ekki sléttar. Hann var nýkominn
úr Miðfjarðará, en til þessa hafa
borist góðar fréttir af veiði þar og
hún sögð betri en annars staðar
gerist. Samkvæmt þeim tölum sem
birst hafa hefur veiðin verið betri
en á sama tíma í fyrra og er áin þá
sú eina á landinu sem getur af því
státað á þessu kalda vori.
Viðmælandi þáttarins hafði hins
vegar aðra sögu að segja, en hann
sagði mjög stóra prósentu af laxin-
um, sem á land hefur komið, vera
hoplax, eða niðurgöngulax sem
leitar til sjávar eftir veturinn.
Hann sagði, að lítið sæist af
göngulaxi í ánni, hins vegar lædd-
ust ýmsar helstu veiðiklærnar með
veggjum með veiði sína. Sem dæmi
sagði hann einn veiðistað hafa
gefið 12 laxa á skömmum tíma,
alla á spón. Nokkru síðar hefði
hann komið á viðkomandi stað og
þá hefði þar ekkert sést nema
hoplax og hefði hann dregið einn á
land til að sannfæra sjálfan sig.
Fleiri hoplaxa dró viðmælandi
þáttarins, en sá lítið af göngufiski
og sagði hann heimamenn ekkert
vilja um þetta ræða.
Það hefur frést, að óvenjumikið
hafi verið af hoplaxi á ferðinni í
byrjun veiðitíma víða um land, t.d.
í Elliðaánum og Laxá í Aðaldal.
Venjulega eru fiskar þessir farnir
til sjávar áður en veiðitíminn
hefst, en einhverra hluta vegna eru
þeir víða seinna á ferðinni en áður.
Þokkalegt í Laxá
í Leirársveit
Veiði hófst í Laxá í Leirársveit
þann 15. þessa mánaðar og í gær
voru komnir 18 laxar á land, 6 í
gær, 4 á mánudag, einn á sunnu-
dag, 2 á laugardaginn og 5 fyrsta
daginn. Áin hefur verið skollituð
og vatnsmikil, en töluvert hefur
sést af laxi undir Laxfossi, en lítið
þar fyrir ofan. Þetta hefur til
þessa verið mjög vænn lax, frá 7
pundum og upp í 15 pund.
PARTNER ER VÖRUMERKI
FYRIR VANDAÐAN
OG ÞÆGILEGAN FATNAÐ