Morgunblaðið - 21.06.1979, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ1979 25
Magnús L. Sveinsson
Eins og komið hefur fram fluttu
borgarfulltrúar Sj álfstæðisflokks-
ins nýverið tillögu um aukafjár-
veitingu vegna atvinnumála skóla-
fólks. Magnús L. Sveinsson (S)
hafði framsögu fyrir málinu á
fundi borgarstjórnar.
Skrifstofa
borgarstjórnar
Magnús sagði, að þegar búið
hefði verið að leggja fram þessa
tillögu á skrifstofu borgarstjóra
sl. þriðjudag hefðu meirihluta-
menn rokið til á borgarráðsfundi
og flutt tillögu um 118 milljón
króna fjárveitingu vegna sumar-
vinnu skólafólks. Fyrir þessar 118
milljónir væri hægt að ráða 100
manns, því efniskostnaður væri
talsverður. Magnús L. Sveinsson
minnti á, að Guðmundur Þ. Jóns-
son hefði látið þá skoðun í ljós, að
fjárhæðin myndi ekki duga.
Fækkun ráðninga
Þann 6. júní hefði 431 skólanemi
verið á atvinnuleysisskrá hjá
Ráðningarstofunni. Sama dag
hefðu 328 nemar verið ráðnir, en á
sama tíma í fyrra hefðu þeir verið
600. Þess vegna væri nú búið að
ráða 272 færri nú en í fyrra.
Þjóðviljinn hefði m.a. fjallað um
þetta 1. júní undir fyrirsögninni:
„Atvinnuhorfur skólafólks dapr-
ar“. „Atvinnurekendur halda að
sér höndum". Reykjavíkurborg
væri stærsti atvinnurekandinn og
þær tölur sem sýndu stöðuna nú
og í fyrra sýndu svo ekki yrði um
villst, að það væri rétt sem Þjóð-
viljinn segði a.m.k. hvað snerti
borgina, hún héldi að sér höndum
undir stjórn vinstri meirihluta
þar sem 272 færri hefðu verið
ráðnir í ár en í fyrra.
Ólafur B. Thors (S) kvaddi sér
hljóða á fundi borgarstjórnar 7.
júní vegna skipulagsmála. Hann
minnti í upphafi máls síns á, að
áður hefði hann vakið athygli á
meðferð þeirri sem samþykkt
aðalskipulags borgarinnar frá
apríl 1977 hefði fengið, því núver-
andi meirihluti hefði ekkert gert
til að fá skipulagið staðfest hjá
ríkinu. Ekki væri því annað fyrir-
sjáanlegt en skipulagsyfirvöld
ætluðu að kasta fyrir róða tals-
verðri vinnu og heykjast á að fá
Guðmundur Þ. Jónsson
Sérstakar
ráðstafanir
Það sem væri þó alvarlegast
væri, að ekki liti út fyrir, að úr
atvinnuhorfum skólafólks rættist
nema gripið yrði til sérstakra
aðgerða og út á það gengi tillaga
þeirra sjálfstæðismanna. Sam-
kvæmt upplýsingum í borgarráði
væri gert ráð fyrir, að 350—400
skólanemar yrðu ráðnir til borg-
arinnar í ár auk þeirra 100 sem
fyrr er getið. Á liðnum árum hefði
hins vegar verið ráðið sem hér
segir: 1976 848, 1977 798 og 1978
758. í þessum tölum væri allt
skólafólk sem ráðið hefði verið, en
sumt hefði horfið til annarrar
vinnu. Ráðningarnar nú væru
langt neðan við það sem verið
hefði. Auk þess væru mun fleiri en
skólafólkið eitt skráðir atvinnu-
lausir nú en í fyrra. Ekki liti út
fyrir, að atvinnureksturinn gæti
tekið á móti eins mörgum og áður.
Mikil óvissa ríkti í þjóðmálum.
Óvarlegt væri því að gera ráð fyrir
öðru en a.m.k. jafn margir myndu
leita til borgarinnar nú og á fyrri
árum. Hér væri því um stóralvar-
legt vandamál að ræða
Stefna
meirihlutans
Magnús L. Sveinsson minnti á,
að meirihlutinn hefði á stefnuskrá
sinni að treysta undirstöðuat-
skipulagið staðfest. A fundum
skipulagsnefndar 23. apríl og 7.
maí hefðu verið til umræðu breyt-
ingar á aðalskipulaginu frá 1962,
en í millitíðinni hefði eins og fyrr
segir verið samþykkt annað skipu-
lag.
Ólafur B. Thors sagðist furða
sig á slíkum vinnubrögðum því
með þessu væri verið að lítilsvirða
ákvarðanir borgarstjórnar, þ.e.
frá apríl 1977. Ólafur sagði, að
samþykktum ætti alls ekki að
stinga undir stól þegar nýir vald-
Ólaíur B. Thors
vinnuvegi í borginni. Stefna meiri-
hlutans hefði sérstaklega komið
fram í því að íþyngja atvinnu-
rekstri og hefðu aðgerðir borgar-
stjórnar sem ríkisstjórnar þegar
leitt til samdráttar, sem nú bitn-
aði m.a. á skólafólki. Magnús
sagði, að þegar samdráttur væri í
þjóðfélaginu væri mjög þýðingar-
mikið, að opinberir aðilar gripu
inn í og stæðu að framkvæmdum
til að koma í veg fyrir atvinnu-
leysi.
Atvinnuleysi skólafólks
fylgdu ýmis vandamál sem borg-
arfulltrúar vildu ábyggilega losna
við. Komið hefði fram, að fjárhag-
ur borgarinnar væri rýmri nú en
áður og einmitt þess vegna ætti að
vera svigrúm til aukafjárveiting-
ar.
Erfiðar
vinnudeilur
Guðmundur Þ. Jónsson (Abl)
sagði, að vinnudeilurnar hefðu
gert mjög erfitt fyrir. Á liðnum
árum hefði hinn almenni vinnu-
markaður tekið við talsverðum
fjölda. Þó þessi aukafjárveiting
hefði verið samþykkt þá væri
málunum ekki þar með lokið og
þeim yrði gefinn gaumur áfram.
Hann lagði til, að með tilliti til
þess yrði tillögu sjálfstæðismanna
vísað frá.
hafar kæmu heldur fara eftir því,
sem ætlast væri til, að skipulagið
yrði endurskoðað á fimm ára
fresti. Ólafur B. Thors bar síðan
fram þá ósk, að borgarráð gengi í
að fá staðfest aðalskipulagið frá
1977 hjá ríkinu.
Björgvin Guðmundsson (A)
sagði, að talsverður ágreiningur
hefði verið um málið, en hann
byggist við, að það yrði afgreitt
miög fljótlega. Ánnars staðar er
frekar sagt frá máli hans.
Kristján Benediktsson
Undarleg afstaða
Magnús L. Sveinsson sagði, að
afstaða meirihlutans væri undar-
leg ekki síst með tilliti til þess að
GÞJ hefði lýst yfir, að 118 milljón-
ir myndu ekki duga. Atvinnu-
ástand hefði ekki verið mjög
slæmt í fyrra og á síðustu árum,
en nú kynni að fara svo að ástand-
ið yrði mun verra og 118 milljónir
væru aðeins lausn á hluta vanda-
málsins.
Forgangur
Ólafur B. Thors (S) sagðist
telja, að þetta mál ætti að hafa
forgang því slæmt atvinnuástand
hjá skólafólki gæti haft alvarleg
áhrif á möguleika þess til skóla-
náms. Þess vegna væri rangt að
vísa tillögu sem þessari frá, því
hún yrði gott vegarnesti fyrir
borgarráð. Hlutur borgarinnar
ætti að vega þyngra á metunum í
erfiðu árferði.
Afskiptum
ekki lokið
Kristján Benediktsson (F)
sagði, að afskiptum borgarráðs
væri ekki lokið af þessu máli. Nú
ætti eftir að skoða þann hóp, sem
væri yngri en 16 ára og væri
atvinnulaus. Bæði þyrfti að finna
verkefni og útvega fjármagn. Ekki
væri neitt enn vitað um hugsan-
lega lausn á vinnudeilum, en ef
ekki leystist úr gæti ástandið
orðið alvarlegt, en borgarfulltrúar
sem aðrir yrðu að vona, að úr
rættist og þegar hjólin færu að
snúast á nýjan leik sköpuðust
atvinnutækifæri.
Engin samkeppni
Kristján Benediktsson minnti á,
að stefna borgarinnar hefði verið
að fara ekki í samkeppni við hinn
almenna vinnumarkað um vinnu-
afl skólafólks. Aðalatriðið væri, að
allir fengju eitthvað að gera.
Tillögu sjálfstæðismanna var síð-
an vísað frá með átta atkvæðum
gegn sjö.
Frá
borgar-
stjórn
Nefndar-
kosningar
Á fundi borgarstjórnar 7.
júní fóru fram kosningar í
hinar ýmsu nefndir borgarinn-
ar. Engar breytingar urðu á
nefndarskipan frá því sem
áður var.
Ankannaleg
vinnubrögð
Elín Pálmadóttir (S) gerði
að umtalsefni á síðasta fundi
borgarstjórnar mál skólastjóra
Ármúlaskóla. Hún sagði alla
málsmeðferð af hálfu borgar-
stjórnarmeirihlutans og ráðu-
neytis hina furðulegustu. Hann
hefði verið kallaður í mennta-
málaráðuneytið og honum til-
kynnt gegn hans mótmælum,
að starf hans hefði verið lagt
niður og hann mundi settur á
biðlaun. Um þetta hefði
fræðsluráði verið algerlega
ókunnugt. Hins vegar hefðu á
næstu dögum við umræddan
atburð verið lagðar fram um-
sóknir um stöðu forstöðu-
tnanns við skólann. Hún kvaðst
telja þessi vinnubrögð
ankannaleg og svona ákvarð-
anir væru umhugsunarefni
þegar gengið væri fram hjá
aðilum sem málið skipti veru-
lega eins og fræðsluráði.
Starf úti-
deildar ár-
angursríkt
segir Ólafur B. Thors
Útideildin í Reykjavík varð
mönnum umræðuefni á fundi
borgarstjórnar 7. júní. Var
m.a. rætt um hvort hún yrði
sett undir félagsmálaráð eða
æskulýðsráð og varð niðurstað-
an að setja hana undir
félagsmálaráð. ólafur B.
Thors (S) sagði á þessum
fundi, að samkvæmt upplýs-
ingum frá aðilum sem þekktu
þessi mál vel væri ijóst, að ein
öruggasta vörn landsins gegn
ávana- og fikniefnum væri
einmitt rekstur þessarar deild-
ar. Með því væri spyrnt við því
fótum að markaður fyrir þessi
efni skapaðist hér og þar með
minnkaði ásókn erlendra aðila
í þessa átt.
Davíð Oddson:
Fyrirætlan-
ir meirililut-
ans eru að
enguorðnar
Davíð Oddsson (S) sagði á
fundi borgarstjórnar. að stjórn
þessa meirihluta á borginni væri
með eindæntum. I vetur við gerð
fjárhagsáætlunar hefði verið
vegið að Mæðraheitnilinu.
Kleifarvegarheimilinu, Utideild
og ennfremur starfsemi veiði- og
fiskiræktarráðs. Nú heföi blaðið
hins vegar snúist við hjá vinstri
meirihlutanum því umræddar
stofnanir hefðu hlotið náð fyrir
augum hans a.m.k. að sinni því
hann hefði guggnað á fyrri fýrir-
ætlunum. Kristján Benediktsson
(F) sagði í tilefni af Útideildinni,
að starfsemi hennar hefði verið
komin í óefni og þanist út. Þess
vegna hefðu málin veriö tekin til
sérstakrar athugunar í vetur.
Guðrún Helgadóttir (Abl) tók í
sama streng.
MagnúsL. Sveinsson:
Alvarlegt atvinnu-
ástand hjá skólafóDd
ein af leiðing stef nu
bor gar st j ór nar meir i-
hlutans og ríkisstjórnar
Ólafur B. Thors:
jr
Akvarðanir borgar-
stjórnar eru lítilsvirtar