Morgunblaðið - 21.06.1979, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ1979
27
Ekki er félags-
skapurinn góður
Á meðfylgjandi tölfu má sjá að 127 ríki sem taflan nær
til höfðu náð betri árangri við verðbólguna en við
íslendingar og er þá ekki miðað við eitt ár heldur
meðaltal áranna 1970 til 1976.
1. Chile .................................. 208,3%
2. Argentína ...............................100,6%
3. Uruguay................................. 65,9%
4. Laos .................................... 35,5%
5. Zaire ................................... 27,9%
6. Uganda................................... 27,7%
7. Norður-Yemen .......................... 27,1%
8. ísland 26,3%
9. Bangladesh 26,0%
10. ísrael 25,3%
(Efstu lönd af lista yfir 135 ríki.)
Helmild: The Economlst.
Haukur Bjömssoil framkvæmdastjóri FÍI:
Utlit fyrir langt fram=
leiðslustopp í sumar
Haukur Björnsson fram-
kvæmdastjóri Félags ísl. iðn-
rekenda sagði í viðtali við
Viðskiptasíðuna að iðnfyrir-
tæki væru nú byrjuð að stöðv-
ast vegna hráefnisskorts og
fyrirsjáanlegt að fleiri lok-
uðu á næstunni.
Einnig er rétt að benda á að
ekki kemst allt í sama farið
aftur um leið og farmanna-
verkfalli lýkur. Það mun taka
2—4 vikur að fá hráefni til
landsins eftir að skipin hefja
siglingar. Vegna þess ástands
sem skapast hefur, nýta all-
mörg fyrirtæki nú einungis
um helming afkastagetu
sinnar. Fyrir utan þessi
slæmu áhrif eiga nú mörg
útflutningsfyrirtæki það á
hættu að tapa mjög viðkvæm-
um mörkuðum, sagði Haukur
að lokum.
Verðbólgan:
ísland 87%, USA17%
Ncyzluvöruverðlag í Bandaríkjunum hækkaði um 17% á árunum
1977 og 1978 eða að meðaltali um 8,5% á þessum árum. Á sama
tímabili hækkaði almennt neyzluvöruverðlag hér á landi um 87%
1970-100
180
Danskur skipasmíðaiðnaður:
Markaðshlutdeildin
jókst þrátt fyrir 54%
fækkun starfsmanna
Á tfmabilinu 1. janúar 1975 til
1. apríl 1979 fækkaði starfsmönn-
um helztu skipasmfðastöðva f
Danmörku úr 19810 í 9150
manns. Þrátt fyrir þessa þróun,
eða e.t.v. vegna hennar, juku
Danir hlutdeild sfna á vestur-
evrópska skipamarkaðinum úr
6,1% í 6,6% á þessu tfmabili.
Er þetta ekki sízt athyglisvert
fyrir þá staðreynd að í flestum
löndum Vestur-Evrópu er skipa-
smíðaiðnaðurinn ríkisstyrktur í
dag, nema í Danmörku.
Gunnlaugur Olafs-
son — Kveðjuorð
Fæddur 10. nóvember 1919
Dáinn 3. júní 1979
Gulli vinur minn er dáinn. Það
tekur mann dálítinn tíma að átta
sig á því þegar það ber svo brátt
að, því þótt hann hafi átt við
vanheilsu að stríða undanfarin ár,
kom andlát hans okkur, sem til
hans þekktu, á óvart.
Atvikin höguðu því þannig, að
ég var á sjúkrahúsi þegar útför
hans var gerð, og gat ég því ekki
fylgt honum síðasta spölinn.
Kynni okkar voru allt frá því við
lékum okkur saman smástrákar á
Njálsgötunni, enda næstu ná-
grannar, og tókst með okkur
vinátta með mörg sameiginleg
áhugamál, sem hélst fram á full-
orðinsár. Og sú vinátta og kunn-
ingsskapur hélst eftir að við báðir
stofnuðum heimili, sem var um
svipað leyti, og eigum við hjónin
margar góðar minningar frá sam-
verustundum okkar með Maggý og
Gulla. Þegar fram liðu stundir tók
brauðstritið meiri tíma, og langur
vinnudagur hjá okkur báðum
leiddi af sér að fundum okkar bar
ekki eins oft saman og við hefðum
kosið. Alltaf hittumst við samt
öðru hvoru og rifjuðum upp gamla
daga, strákapör á Njálsgötunni og
ýmislegt fleira.
Gulli var mörgum mannkostum
búinn. Hann var heilsteyptur per-
sónuleiki, sannur félagi og vinur.
Áberandi í fari hans alla tíð var
drenglyndi, ósérhlífni og þessi
skemmtilega létta lund sem hreif
slla Scis kynntust nönum. ug
sannarlega var hann hrókur alls
fagnaðar á gleðistund í vinahópi.
Það hefir verið sagt, að sá sem
er barngóður sé góður maður.
Gulli var barngóður svo eftir var
tekið.
Á yngri árum stundaði hann
íþróttir töluvert m.a. knattspyrnu
með Knattspyrnufélaginu Fram
og var alltaf mikill fylgismaður
Fram. Þá skaraði hann fram úr í
hlaupum og sundi. Sérstaklega var
hann frábær sundmaður sem kom
vel í ljós þegar hann var í Héraðs-
skólanum á Laugarvatni. Keppti
hann þar við marga góða sund-
menn og sýndi það sig þá, að hann
hefði náð langt að minnsta kosti í
sundi ef hann hefði ekki orðið
fyrir meiðslum í hné, sem varð til
þess að hann varð að hætta
íþróttaiðkunum. Var það skaði því
hann hafði hið rétta keppnisskap,
lagði sig allan fram og hlífði sér
aldrei. Hann var alla tíð áhuga-
maður um skák og tefldi mjög vel.
Einnig var hann góður bridgespil-
ari. Um það bera vott allir þeir
verðlaunagripir sem hann hefir
hlotið í spilakeppnum í bridge. Á
tímabili stundaði Gulli laxveiðar
töluvert. Naut hann þess mjög að
vera úti í náttúrunni við góða
laxveiðiá.
Gulli var víðlesinn og margfróð-
ur og hafði góðan smekk á bókum.
Snemma bar á því hve íslensk ljóð
voru honum hugleikin. Á yngri
árum okkar keyptum við á tíma-
bili eina ljóðabók á mánuði. Var
hann fljótur að velja úr þau ljóð
sem gripu hug hans og læra þau.
Kunni hann mikið af ljóðum og
stökum. í íslendingasögunum var
hann og vel heima og vitnaði oft í
þær.
Nú þegar leiðir skilja er ég
þakklátur fyrir að hafa átt
vináttu hans. Hann skilur eftir sig
djúp spor í hugum okkar sem
þekktum hann.
Hans létta lund og glaðværð
gerði það að verkum að frá honum
fór fólk glaðara en það kom.
Við hjónin sendum þér, Maggý-
mín, börnum ykkar, tengdabörn-
um og barnabörnum okkar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Friðþjófur Björnsson
CITROÉN^
GLÆSILEIKI
ÞÆGINDI -
CITROÉNA ER ÁVALLT Á UNDAN
Fáir bílar hata vakiö jafn mikla athygli og CITROEN CX, þegar
hann leit dagsins Ijós. Þetta er lúxusbíll í sérflokki og gerður fyrir
þá, sem gera mestar kröfur til aksturseiginleika, þæginda og
fegurðar.
CITROEN CX er fáanlegur í tveim gerðum, sem 5 manna fólksbíll
eða stationbíll, sem hægt er að bæta í 3 aukasætum og er hann þá
fyrir 8 manns.
Talið við sölumenn okkar um verð og hina hagkvæmu greiðsluskilmála.
Örfáum bílum óráðstafað, til afgreiðslu strax.
G/obus?
J
LAGMULI 5. SIMI81555
!