Morgunblaðið - 21.06.1979, Síða 32

Morgunblaðið - 21.06.1979, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 1979 Það er auðvitað enginn kjallari undir húsinu! BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Eítir óheppilegt útspil náði vörnin sér á strik á skemmtileg- an hátt í spilinu hér að neðan. Suður gaf, Norður-suður á hættu. Norður S. 862 H. G8 T. ÁK42 L. K963 Vestur Austur S. D1054 S. 97 H. K742 H. 10953 T. D9 T. 8763 L. 1085 L. ÁDG COSPER Vona bara að ekkert alvarlegt sé að drengnum, en hann á eitthvað erfitt um andardráttinn! Suður Kristnihald und- ir rádstjórn Ég vil þakka sjónvarpinu fyrir mjög athyglisverða mynd, sem sýnd var 12. júní s.l. um kristni- hald í Rússlandi. Ég vona að þetta hafi vakið marga til alvarlegrar íhugunar um þessi mál. Þarna kom margt greinilega fram, sem furðulítið hefir verið rætt í fjöl- miðlum þó talað hafi verið um „andófsmenn". Hversu margir þjást og líða í fangelsum og þrælkunarbúðum aðeins vegna þess, að þeir trúa á Jesúm og vilja fylgja honum. En það eitt er af stjórnvöldum talinn vera einn helsti glæpur gegn þjóðfélaginu, svo foreldrum er jafnvel stranglega bannað að uppfræða börn sín í kristinni trú. Eiga slíkir foreldrar á hættu að börnin verði tekin frá þeim fyrir fullt og allt og þau alin upp á pólitískri stofnun eða a.m.k. gert Þessir hringdu . . . • Lögum ber að hlíta Maður, sem ekki vill láta nafns síns getið, hringdi og sagði: Sem gamall sjómaður vissi ég erfitt fyrir í barnaskóla og um framhaldsmenntun er þá alls ekki að ræða. Biblían er fyrirlitin bók af stjórnvöldum og því ekki leyfð útgáfa hennar nema afar tak- markað. Sitja margir í fangelsi fyrir að hafa með leynd prentað Biblíuna eða hluta af henni og dreift út á meðal fólks, sem þrátt fyrir allt hungrar og þyrstir eftir orði Guðs. Ferðafólk fær ekki að hafa Biblíu með sér inn í landið til að gefa vinum sínum. Hefir slíkt kostað fangelsi fyrir marga. Er þar skemmst að minnast hinna 3 ungu Svía, sem handteknir voru fyrir rúmu ári og talað var um í heimsfréttum. I þessari mynd voru m.a. viðtöl við nokkra leiðtoga frjálsra safn- aða, sem þó eru ekki leyfðir í Rússlandi en verða að starfa með alltaf, að þegar á reyndi myndu farmenn hlíta lögum, jafnvel þótt þau væru sett af mönnum, sem sjálfir hvöttu til lögbrota, af því að þeir töldu það pólitískum frama sínum til framdráttar. En ég verð að láta í ljós vonbrigði mín yfir því að ríkisstjórnin skyldi ekki láta þá fá 3% grunnkaups- hækkunina strax. Það er óverj- andi með öllu og raunar hrein ögrun við sjómannastéttina. • Morgunblaðs- borðinn íþróttaunnandi hringdi til Velvakanda og hafði þetta að segja: Fjárframlög ríkisins til íþróttastarfsemi hafa aldrei verið S. ÁKG3 H. ÁD6 T. G105 L. 742 Norður og suður voru á meðal þeirra fjölmörgu, sem nota veika grandopnun í öllum stöðum. Suður opnaði því á einu grandi, 13—15 punkta. Og norður þóttist þá viss um að félagi hans ætti meir en lágmark úr því hann notaði þessa opnun á hættunni og hækkaði strax í þrjú grönd. Vestur spilaði út spaðafjarka, átta nía og gosi. Sagnhafi fór beint í tígulinn, spilaði gosanum, drottning og kóngur. Síðan spilaði hann lágu laufi frá borðinu, gosi og austur spilaði spaða, sem suður tók með ás, spilaði aftur laufi, kóngur og ás. Og í þetta sinn spilaði austur hjarta. Suður gat þá unnið spilið með því að taka á ásinn og fríspila þrettánda laufið. En hann valdi að láta lágt og vestur fékk á kónginn. Og enn sótti vörnin spaðann. Vestur spilaði drottningunni en þá lét austur laufdrottninguna í slag- inn og þá var sagnhafi skyndilega kominn í vonlausa stöðu. Hann tók á spaðakónginn og reyndi laufið enn einu sinni. En nú var nían í vestur orðin hæsta spil og spaðaslagurinn varð fimmti slag- ur varnarinnar. Hverfi skelfingarinnar Eftir Ellen og Bent Hendel Jóhanna Kristjónsdóttir snéri á íslenzku ] 69 um ofan í buxurnar og hafði vitaskuld ekki séð fyrir þá atburðarás sem síðan varð. — Hvar hafið þér haldið yður? spurði lögregiuforinginn Bo eftir að stúlkan hafði verið leidd á braut. — Ég hef verið í alian dag í gestaherberginu, upplýsti hann. — Þegar Caja kom læddist ég út um gluggan og fylgdist með því utan af tröppupallinum hvað var að gerast inni í stof- unni. — Grunuðuð þér ungu stúlk- una um græsku? — Já, svaraöi Bo — og ég gerði mér grein fyrir því að kona mín myndi vera í Iffshættu ef grunur minn reyndist réttur. Þess vegna ákvað ég að flýta mér heim eftir að ljós hafði runnið upp fyrir mér. — Það var sem sagt á flóttanum sem grunsemdir yðar vöknuðu. Hann kinkaði kolli. Sagði svo hikandi. — Ég blygðast mín fyrir að segja það, en ég var satt að segja logandi hræddur um að konan mín hefði drepið konurnar tvær . . . — Þrjár, leiðrétti leiðrétti lögregluforinginn. — Þegar ég flúði vissi ég ekki að Solvej hefði einnig verið drepin, sagði Bo. — Ég hafði enga hugmynd um hvað var að gerast í húsinu hennar. Aftur á móti hafði ég komið auga á Torp læðast um í garðinum hjá Lesbesystrunum. Hann er nefnilega gluggagægir. — Það hefðuð þér átt að vera löngu búnir að segja lögre^l- unni. Bo yppti öxlum. — f rauninni kom það máiinu ekkert við. Þessi veik- leiki Torps er alkunnur hér og er í samræmi við annað í hans karakter. Jacobsen muldraði eitthvað svo sagði hann: — Það er kvenmaður í Kaupmannahöfn sem er með reikning á yður. — Ho, hreytti Bo út úr áer, en bætti svo við alvarlegur. — Var þetta nokkuð alvarlegt? — Nei, þér eruð enginn maður í svona, Elmer, það er augljóst. — Er það ná nokkuð fleira? spurði Bo og reis á fætur. Hann er þegar kominn með hugmynd að nýrri sakamálasögu. 20. kafli Lífið í hverfinu heldur áfram. Það er komið nýtt fólk í hús Solvej Lange, elskuleg ung hjón með hund, sem hcfur vingast við Cora. Steen Torp er hetja hverfisins. Hann baðar sig upp úr því að hafa verið á staðnum þegar morðinginn var afhjúpaður. Allir sýna honum umburðarlyndi og láta eins og ekkert sé. Ekkjumaðurinn eftir fyrsta morðið gat ekki haldist við í hverfinu og flutti. Aftur á móti býr Finn Christensen á sínum stað og dóttir hans er á daginn hjá frú Villumsen. Hin vinalega og mikils metna barnapía hverfisins, Caja, er á geðveikrahæli í rannsókn. Faðir hennar hefur selt búðina sína og fluttur með Rigmor konu sinni á brott. í hornhúsinu á Bakkabæjarvegi og Beykivegi hafa einnig orðið eigendaskipti. • Bo Elmcr, hinn þekkti rithöfundur, hefur nú um hríð búið um sig á gistiheimili í Kaupmannahöfn. Kona hans og sonur eru flutt inn til Silkiborgar, þar sem þau búa í rúmgóðri notalegri íbúð. Frú Elmer hefur reyndar tekið upp fyrra nafn sitt. En að öðru leyti gengur svo lífið sinn gang í Bakkabæjarhverfinu... ENDIR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.