Morgunblaðið - 21.06.1979, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ1979
33
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
0100KL. 10—11
FRÁ MÁNUDEGI
leynd, t.d. George Vins, sem nú
hefir verið látinn laus úr langri
fangavist og er kominn vestur um
haf með fjölskyldu sinni í skiptum
fyrir rússneskan njósnara sem var
þar í haldi. Er vonandi að bókin
um George Vins eigi eftir að koma
út á íslensku eins og svo mörgum
öðrum málum. Þarna voru líka
myndir frá guðsþjónustum þessa
fólks og mátti sjá þar tilbeiðslu
þess og lotningu fyrir almáttugum
guði. Fjöldi fólks stóð úti í einu af
fljótum Rússlands og tók þar
biblíulega skírn í hlýðni við Frels-
ara sinn, sem bauð að „Þannig
ber oss að fullnægja öllu réttlæti“
(Matt. 3:15). Biblían greinir ekki
frá öðru en að þeir sem trúðu voru
skírðir og þá niðurdýfingarskirn,
sem táknar greftrun hins gamla
manns.e Kól. 2:12. og Róm. 6:4.
„En Filipus lauk upp munni sínum
og tók til á ritning þessari og
boðaði honum fagnaðarerindið um
Jesúm. En er þeir fóru áfram
veginn, komu þeir að vatni nokkru
og hirðmaðurinn segir: Sjá, hér er
vatn, hvað hamlar mér að skírast?
En Filipus sagði: Ef þú trúir af
öllu hjarta er það heimilt. En
hann svaraði og sagði: Eg trúi að
Jesús Kristur sé guðssonurinn.
Og hann lét vagninn standa við.
Og þeir stigu báðir niður í
vatnið, Filipus og hirðmaðurinn,
og hann skírði hann.“ Post 8:35—
38. Einnig Post. 2:35—42 og Mark.
16:16.
Af minni eigin reynslu í gegnum
sjómannastarfið um áratuga skeið
hefi ég oft orðið vitni að því
hvernig einhvers konar valda-
menn hafa komið í veg fyrir að
rússneskir sjómenn eða verkafólk
hafi fengið að njóta guðs orðs, sem
það með gleði og þakklæti hafði
tekið á móti frá mér, eða þá að ég
hafði verið hindraður í að ná
sambandi við það. Þannig er
frjálsræðið þar í reynd.
Guð gefi að stjórnendur Ráð-
stjórnarríkjanna sjái að sér í tíma
og leyfi fólki óhindrað og frjálst
að tilbiðja þann Guð sem, „svo
elskaði heiminn að hann gaf son
sinn eingetinn til þess að hver,
sem á hann trúir, glatist ekki
heldur hafi eilíft líf.“ Jóh. 3:16.
Sigfús B. Valdimarsson.
Hlaup og laxveiðar
Kæri Velvakandi
Óneitanlega tók borgarstjór-
inn sig vel út í landsboðhlaupinu
17. júní, ekki síður en sá, er við
keflinu tók, Úlfar Þórðarson
læknir. Manni þykir alltaf huggu-
legt, þegar broddborgararnir gera
að gamni sínu og eru með, eins og
hvunndagsfólkið.
En eftir á að hyggja: Fyrir
skömmu var sá siður aflagður, að
borgarstjórinn veiddi fyrsta lax-
inn úr Elliðaánum, heldur var
Sigurjón Pétursson kominn í hans
stað. Sigurjón flutti líka ræðuna á
Austurvelli, þegar jólatréð var
afhent og er yfirleitt búinn að ýta
borgarstjóranum til hliðar, þegar
eitthvað „fínt“ er á dagskrá, enda
nýbúinn að fá forsetalaunin sín
hækkuð af því að hann hefur svo
mikið að gera við að stjórna
borginni og er svo önnum kafinn í
veizlum.
En borgarstjórinn var rétt góð-
ur til að hlaupa fyrsta sprettinn í
boðhlaupinu. Forseti borgar-
stjórnar hafði engan áhuga á að
blanda sér í það.
Maður úr Vesturbænum.
^iKARNABÆR
Þúfærð nóg að
gera hjá okkur
Viö erum aö opna nýja, glæsilega saumastofu og erum aö
leita aö góöu fólki til aö hjálpa okkur aö reka hana, helst vönu
saumaskap, erum ekki á móti því aö kenna fólki meö áhuga
fyrir starfinu. Mjög góö vinnuskilyröi. Gott kaup (bónus). Þarf
aö byrja strax eöa um miðjan ágúst.
Upplýsingar hjá verkstjóra í síma 28155 eöa á saumastof-
unni aö Laugavegi 59,4. hæð.
^KARNABÆR
Þakka innilega auösýnda vinsemd í tilefni 60
ára afmælis míns 15. júní sl.
Sighvatur Bjarnason
Keilufelli 17.
Þakkir
rýrari en núna. Iþróttafélögin
verða því að hafa öll spjót úti til
að afla sér fjár, eins og t.d.
búningar knattspyrnumanna bera
með sér.
Þátttakendur í landshlaupi
Frjálsíþróttasambandsins eru
með borða merktan Morgunblað-
inu, af því að báðir aðilar töldu sér
hag af viðskiptunum. Það er allt
og sumt.
Nú á að reyna að gera þetta mál
pólitískt. Hvað sem um það má
segja, virðist blasa við, að það
auðveldar ekki fjáröflun íþrótta-
félaganna í framtíðinni.
SKÁK
Umsjón:
Margeir Pétursson
Á alþjóðlegu skákmóti í Sofia í
Búlgaríu fyrir skömmu kom þessi
staða upp í skák þeirra Minevs,
Búlgaríu, sem hafði hvítt og átti
leik, og Ioakimidesar, Grikklandi.
14. Ra5! og svartur gafst upp, því
að drottning hans er fönguð. Röð
efstu manna á mótinu varð þessi:
1. Plachetka, Tékkóslóvakíu 10 v.
af 13 mögulegum. 2. Hazai,
Ungverjalandi 9'/2 v. 3. Radulov,
Búlgaríu 8'/2 v. 4.-5. Búlgararnir
Padevsky og Georgiev 7'/2 v. 6.
Minev 7 v.
HÖGNI HREKKVÍSI
P/fo íÆ c&piTHo pyen rr að
áPjefFA * Wyp/L /"
Mínar innilegustu þakklr votta ég öllum: fjölskylduliöi, félögum
og einstaklingum sem unnu aö því, aö gjöra mér glaðan
sjötugsafmælisdaginn 5. júní meö: hjálpsemi, gjöfum, heim-
sóknum, skeytum, bréfum og símtölum.
Séuö allir vel þess vísir vinir, aö mín var ánægjan.
Lífsins herra og lukkudísir launi fyrir gamlingjann.
Ingpór Sigurbjörnsson
Kambsvegi 3 R.
19. JUNI
er kominn út.
Fjölskyldan
í brennidepli.
Blaöiö fæst í bóka-
verzlunum og á
blaösölustööum.
Kvenréttindafélag
íslands.
MANNI OG KONNA
Gætið vel að, þar sem börn eru að leik.