Morgunblaðið - 21.06.1979, Síða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ1979
J
Hann er ekki hár í loftinu sá sem er aö taka við boðhlaupskeflinu f landshlaupi FRÍ, á Mjóafjarðarvegi í Fagradal. En hann skilaði sfnum
áfanga með miklum sóma eins og allir hlaupararnir hingað til. Ljósm. Jóhann
Landshlaup FRÍ til
Akureyrar í kvöld
Allir of
gamlir!
UPP kom mciri háttar
hneykslismál í Perú eigi alls
fyrir löngu. Unglingalands-
lið Perú hafnaði í 6. sæti af 8
möguiegum í keppni Suð-
ur-Ameríkuþjóða. Fimmta
sætið hefði nægt þeim til að
taka þátt í Panama-bikarn-
um svokallaða.
í fimmta sætinu var iands-
lið Chilc, en lið þeirra var
dæmt úr leik þegar upp
komst, að margir leikmanna
liðsins voru of gamlir til að
vera gjaldgengir með ungl-
ingalandsliði. Perú og
Kólombía áttu þá að leika
um fimmta sætið, en Kólom-
bía þurfti ekki að hafa fyrir
því að leika. því að þegar á
hólminn var komið, reynd-
ust 5 leikmanna Perú-liðsins
vera of gamlir og voru þeir
ásamt þjálfaranum teknir
höndum af lögregiu og varp-
að í steininn. Eru slíkar
kúnstir litnar alvarlegum
augum í Perú. Forseti knatt-
spyrnusambands Perú og
embættismenn, sem sáu um
að gefa út fæðingarVottorð-
in, fengu sömu meöferð og
gista nú rimlaklefa.
Hundsbit
olli tapi
MIKILVÆGUR leikur í
toppbaráttu belgfsku deild-
arkcppninnar, milli Latem
og llaeing Tounai, átti senn
að hefjast, ieikmenn voru að
liðka sig þegar einn æfinga-
knattanna barst inn í nær-
liggjandi garð. Markvörður
Racing og besti maður liðs-
ins hugðist sækja hann, er
varöhundur, sem leynst
hafði bak við runna, réðst á
hann og beit af honum fing-
ur. Racing þurfti nauðsyn-
lega að vinna þennan lcik,
en með kornungan. óreynd-
an og ekkert sérstaklega
snjallan varamarkvörð tap-
aði liðið 0-4!
Edström til
PSV á ný
SÆNSKI knattspyrnumað-
urinn góðkunni Ralf Ed-
ström mun að öllum Ifkind-
um gera samning við holl-
enska stórliðið PSV Eind-
hoven fyrir komandi kepp-
nistfmabil. Edström var
leikmaður með liðinu á ár-
unum 1973-77 og gerði
stormandi lukku. Síðan hef-
ur hann leikið með IFK
Bautáborg, en samningur
hans við félag það rennur út
á næstunni.
Golf
NÆSTKOMANDI laugar-
dag, þ. 23. júní, verður
haldiö á Garðavelli á Akra-
nesi ’opið kvennamót í golfi,
sem kennt er við Akraprjón.
Ræst verður út frá kl. 11.00
og leiknar 18 holur.
Prjónastofan Akraprjón
hcfur af mikilli rausn gefið
glæsilegar prjónafifkur í 1.,
2. og 3. verðlaun með og án
forgjafar. Þetta er fyrsta
kvennakeppni, sem Golf-
klúbburinn Leynir heldur.
UM KL. 1.15 í nótt sem leið voru
hlauparar að koma með boð-
hlaupskeflið í lnadshlaupi FRÍ að
Grímsstöðum. Landshlaupið hef-
ur gengið afarvel fyrir sig, og
hvarvetna úti á landsbyggðinni
er fylgst með því af miklum
áhuga, og sem flestir vilja fá að
taka þátt f hlaupinu. Heldur
hefur þurft að hægja á hlaupur-
unum til þess að verða ekki langt
á undan fyrirfram ákveðinni
tfmaáætlun.
Sem dæmi um áhuga fólks má
nefna að er Steinþór bóndi á Lóni
í Hvammssveit sá til hlaupar-
anna, var hann að vinna úti á
túni en lét sig ekki muna um að
fara strax til móts við þá og tók
við keflinu og hljóp sinn sprett,
og fylgdi hundurinn á eftir hon-
um allan tfmann. Á Lónsheiði
skokkaði hreindýr lengi vel utan
vegar að vísu en svo til samhliða
hlaupurunum er farið var yfir
Lónsheiði, en þar var glaða sól-
skin er hlaupið var.
Almennt hafa fleiri hlaupið en
búist var við, og þá gjarnan styttri
vegalengd en 1000 m. Til dæmis
hlupu á Stöðvarfirði um 40 ung-
lingar í gegn um sitt svæði. í
Öræfasveit hlupu 25 manns alls
um 70 km og skiluðu því mjög vel
af sér, en fátítt er að ekki fleiri
þurfi að hlaupa svo langa vega-
lengd í boðhlaupinu. Þá hljóp
helmingur allra íbúa í Suðursveit.
Að Egilsstöðum var komið um
kl. 12.30 í gærdag. Fjöldi manns
fylgdust með hlaupinu. Hrepps-
nefndarmenn tóku við keflinu á
kaupstúnsmörkunum og hlupu
með það inn í kauptúnið, en þar
tóku yngri félagar úr Hetti
íþróttafélagi staðarins við og
hlupu um það bil 30 mínútur
minnan kauptúnsins. Þá tóku
hreppsnefndarmenn við því aftur
og skiluðu því til félaga úr ÚÍA.
Halldór Sigurðsson sá er skar út
boðhlaupskeflið hljóp síðasta spöl-
inn úr suður Múlasýslu og afhenti
Gísla Sigurðssyni hreppstjóra í
Fellahreppi keflið á miðri Lagar-
fljótsbrú.
í upphafi stóð til að hlaupa um
Hólssand, en vegna ófærðar á
sandinum, sem mun vera eitt
drullusvað að sögn Þormóðar Ás-
valdssonar á Ökrum verður sú
breyting að hlaupið verður í Mý-
vatnssveitinni, og hlaupið lengst
innan héraðs. Hefur þetta vakið
mikla óánægju á Húsavík og víðar
í Norður-Þingeyjarsýslu. Þar sem
mikið og gott skipuleg hefði verið
unnið í sambandi við hlaupið og
allir beðið eftir því með mikilli
eftirvæntingu. En við þessu mun
ekkert vera hægt að gera.
Reiknað er með því að um kl.
19.00 í dag verði komið til
Akureyrar.
Halidór Sigurðsson sá er skar út boðhlaupskeflið, sem hlaupið er með,
skilar því af sér í hendur Gísla Helgasonar hreppstjóra Fellahrepps í
Norður Múlasýslu, á sýslumörkum suður og norður Múlasýslu.
-þr.
Amin ætlaði
að myrða
John John
Akii-Bua
HLAUPARINN kunni frá Uganda, John Akii Bua, komst í hann
krappan meðan mestu sviptingarnar áttu sér stað í Uganda rétt fyrir
fall Idi Amins. Akii-Bua kom fyrst í sviðsljósið á ólympíuleikunum í
Miinchen 1972, þegar hann vann gull í 400 mctra grindahlaupi. Árið
1976 í Montreai átti hann síðan því miður ekki þess kost að verja titil
sinn.
Akii-Bua var skrifstofustjóri á lögrcglustöð í Uganda, þar til að
Amin líkaði skyndilega illa við hann og gaf með það sama út
handtöku- og aftökuskipun. Kappinn greip þá til þess ráðs að flýja
ásamt fjölskyldu sinni til Kenya. Tókst þeim á ótrúlegan hátt að
smjúga f gegn um 8 vegatálma og fleiri svipaða glaðninga á leið sinni
til Kenya.
Ekki tók þar betra við. Yfirvöld í Kenya vildu nefnilega sem minnst
styggja Idi og félaga og sendu heilu rútufarmana af slóttafólki
rakleiðis til baka. Var það alger tilviljun að Akii-Bua var ekki í þeim
hópi. Þetta fólk kembdi ekki hærurnar þegar til Úganda var komið á
nýjan leik.
Nú býr Akii-Bua ásamt konu sinni og þrcmur börnum í smábæa
skammt frá Niirnberg í Vestur-Þýskalandi. Kappinn er aðeins 28 ára
og hefur fullan hug á að taka þátt í Moskvuleikunum 1980. Er hann
nú að velja úr fjölda tilboða sem hann hefur fengið frá ýmsum
félögum, sem ólm vilja hafa hann á sfnum snærum, enda írægur
maður.