Morgunblaðið - 24.06.1979, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 24.06.1979, Blaðsíða 13
Myndllst eftir BRAGA ÁSGEIRSSON seinni fór hann 1930), þá sextugur að aldri. Jóhannes Larsen var einna þekktastur hinna svonefndu Fjónverja (Fynboerne), og tvímælalaust þéirra fjölhæfastur. Hann var ágætur málari, grafíker og teiknari — brá fyrir sig vatnslitatækninni og gerði múrskreytingar. Fjónbúarnir gengu einkum út frá sannri og skrumlausri lýsingu náttúr- unnar og öllum fyrirbærum hennar á svipaðan hátt og Johannes V. Jensen í skáld- skap sínum. Hér var sem sagt hin einlæga og falslausa nátt- úrulýsing í fyrirrúmi og allar ýkjur svo og fegrun bannfærð. Það má segja að slíkir máli og teikni náttúruna út frá svip- uðum tilfinningum og koma fram í ljóði Jakobs Jóhanns Smára: „Á öllum tungum óm- ar vorsins mál/ um ást og gleði, dagsins heita ljóma/ og augnabliksins líf í hlíð og lautum./ Þær muna ei eftir liðnum, löngum þrautum./ Og mér fer eins — læt alla þessa hljóma/ í sælum draumi drekka mína sál. — Þannig er það öllu frem- ur hreinleikinn, djúp kennd og lotning fyrir náttúrunni, sem einkennir myndriss Jó- hannesar Larsen af söguslóð- um Njálu og Grettlu svo og öðrum rissum af íslenskri náttúru. Svo mjög lifir hann sig inn í aðstæður allar hverju sinni, að það er líkast sem hann teikni á svipaðan hátt og impressjónistarnir mál- uðu. MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JUNI1979 Einstæð sýning Mynd af Jóhannesi Larsen. Erlendir hafa gert stórum meira af því að láta mynd- skreyta útgáfur fornrita okk- ar en við sjálfir og þá einkum norrænir frændur voir. Þá hafa þeir kappkostað að vanda mjög val listamanna til að útfæra myndskreytingarn- ar og bækurnar sjálfar hafa að jafnaði verið úrvals hönn- un. Skilningur erlendra á gildi og mikilvægi lýsinga' forn- sagna hefur því verið réttari og meira í samræmi við upp- runann. Tenging sjónrænna atriða við hið sögulega svið og rás atburðanna. — Þannig eru okkur norskar myndskreyt- ingar við Heimskringlu meira í huga en íslenzkar sbr. sýn- ingu frumrissa slíkra mynda að Kjarvalsstöðum í apríl s.l. Ekki hefur okkur skort góða teiknara en hins vegar hafa þeir ekki fengið verðug verkefni og nægilega rúman tíma til að leysa þau. Við minnumst helst Grettlu og Njálu í vandaðri útgáfu Helgafells og ágætra teikn- inga þeirra Gunnlaugs Schev- ings, Snorra Arinbjarnar og Þorvaldar Skúlaspnar, — en þeir voru eðlilega allir meira og minna einmitt undir norskum og öðrum erlendum áhrifum við gerð myndanna. Framhald varð ekki á því stórmerka framtaki enda móttökurnar ekki sérlega uppörvandi, og því mótaðist hér ekki séríslenzkur stíll í mörgum tilbrigðum og hefur naumast gert ennþá. Að lýsa eina slíka bók getur verið margra ára verkefni ef vél á að fara. Skilningur á teikn- ingunni, hvort sem hún er í svart-hvítu eða með ívafi litar er mjög takmarkaður hér- lendis — einkum á vinnunni á bak við eina úrskerandi teikn- ingu. Til gamans skal þess getið, að tveir nafntogaðir franskir „karikatúristar" er fengu það verkefni að teikna mynd á forsíðu Þýska viku- blaðsins „Stern“, af nýkjörn- um forseta Sambandslýðveld- isins, — lágu yfir verkefninu í 5 sólarhringa samfleytt og skiptust á um svefn! Hér þætti slíkt sjálfsagt hálftíma vinna fyrir lipran teiknara. — Það er sök sér og sorgleg saga hvernig íslenzkir mynd- listarmenn hafa verið ræktað- ir fram að þessu á teiknisviði og vissulega hefur hér mikil menntun og hæfni farið í súginn fyrir vikið og úr því verður aldrei bætt. Óneitanlega væri t.d. mikill fengur að eiga heilu fornsög- urnar með myndarlegum lýs- ingum manna eins og Guð- mundar Thorsteinssonar (Muggs), Kjarvals, Jóns Eng- ilberts (t.d. í tréristu) o.fl. o.fl. — Ég rifja þetta allt upp vegna þess að fram yfir næstu mánaðamót getur að líta merkilegt og sérstætt erlent framlag til lýsinga fornsagna pkkar, ásamt fleiri rissum frá íslandi, í kjallarasal Norræna hússins. Er hér um að ræða 151 teikningu danans Jóhann- esar Larsen frá Kerteminde (1867—1961), sem var einn af mætustu myndlistarmönnum þarlendra um sína daga. Jó- hannes Larsen vildi raunar ekki láta teikniriss sín af söguslóðum Njálu og Grettlu nefnast myndskreytingu, heldur nefndust þetta ein- faldlega „Teikningar frá ís- landi“. Myndirnar eru tilorðnar út frá þeirri hugmynd Félagsins um útgáfu Islendingasagna, (Selskabet til Udgivelsen af islandske Sagaer) að senda á markaðinn nýja útgáfu í til- efni af Alþingishátíðinni 1930. Var rithöfundurinn Johannes V. Jensen (Nóbelsverðlaun 1944) ein af driffjöðrunum ásamt mörgum mætum mönnum dönskum svo og Gunnari Gunnarssyni skáldi. Gerð var ný þýðing er þótti frábær og er enn í fullu gildi. Það lýsir dönum vel, að þeir sendu til íslands þann lista- mann, sem þá var nafntogað- astur á sviði bókaskreytinga og lagði hann upp í fyrri „söguferð" sína árið 1927 (þá Mynd frá söguslóðum Grettlu. Ósjaldan virðist sem veðrið komi fram í myndunum og þær verða manni hugstæðari því lengur sem maður virðir þær fyrir sér. Hér sér maður einfaldleikans styrk, sigur látleikans yfir ýkjunum og allri hugsanlegri fegrun. Miklar sviptingar á mynd- fletinum voru Jóhannesi Larsen ekki að skapi og því er það skiljanlegt, að hann flétt- ar ekki söguefninu inn í myndir sínar — myndrænn skáldskapur var honum og fjarri. Þetta verður einmitt styrkur myndanna og sér- staða þeirra. Bókmálið lýsir pataldri og vígaferlum en myndrissin umhverfinu. — Það var mér mikið til- hlökkunarefni er ég vissi að von væri á þessum myndum til íslands því að ég hafði áður séð hluta þeirra í bokunum en aldrei áður séð frummyndirn- ar. Vissi að hér var um sérstæða teiknilist að ræða er íslenzkir gætu lært mikið af og skal þess sérstaklega getið, að hann notaði venjulegan penna og teiknipappír við gerð þessara mynda sinna. Ekki í sparnaðarskyni heldur vegna þess, að honum þótti það liggja beinast við. Hinum stóru nægir sá efniviður sem þeir hafa á milli handanna hverju sinni en meðalmenn- irnir leita eftir bestu verkfær- unum og fullkomnustu tækj- unum! Það mætti ætla að menn hópuðust á þessa sýningu og að Islenzka ríkið tryggði sér þessar myndir án tafar, sem eru falar á ótrúlega hagstæðu verði. En sannleikurinn er sá að aðsókn er í lágmarki og ekki er mér kunnugt um áhuga opinberra aðila á að festa sér myndirnar. Væri leitt ef að jafn merk sýning yrði fórnardýr þess sýningarleiða er virðist hrjá fjölmarga er áður voru fasta- gestir á allar meiriháttar sýn- ingar í höfuðborginni. Aðsókn á sýningar er í lágmarki og ýmsir virðast vinna markvisst að því að uppræta óþvingaðan áhuga almennings á sjónræn- um fyrirbærum með öllu. En óhætt er að hvetja alla, sem áhuga hafa fyrir mynd- list til að heimsækja þessa sýningu. Þeir eiga að gefa sér góðan tíma til að skoða mynd- irnar eins og menn eiga að gefa sér góðan tíma til að njóta alls þess sem fagurt er og hefur í sér varanlegt gildi. Um leið og ég þakka Nor- ræna húsinu fyrir hið merka framtak og lýk skrifi mínu, langar mig til að koma hér að nokkrum ljóðlínum úr penna Einars Benediktssonar, og mætti það vera orðtak sýning- arinnar: „Sólvín í gullskál, sem miklar og máttkar vorn anda!/ Málið nær hátt, þar sem steinarnir sjálfir tala./ Volduga ljóshöll — sem sáir ilmi og yl/ á andvökugesti norðlægra, dýrðlegra stranda. Bragi Ásgeirsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.