Morgunblaðið - 01.07.1979, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 01.07.1979, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. JÚLÍ1979 41 okkar sjálfra snerti, þá hafði okkur láðst af skiljanlegum ástæðum að taka með okkur kjól- föt, sem voru óhjákvæmileg í veizlunni miklu, því að við fyrstu kynni tókust ástir með Sigfúsi og öllum, sem hann komst í augsýn við og ekki kom til annars en að hann kæmi með mér á stúdenta- fagnaðinn mikla. Fjölskylda henn- ar tók að sér að útvega okkur kjólföt, og svo komum við á tilsettum tíma á heimili hennar til að máta. Við Sigfús erum af sinn hvorri líkamsstærðinni, svo að margs þurfti að gæta, þegar safn- að var saman kjólfötum til mátun- ar. En þetta tókst með slíkum ágætum, að öll mál voru leyst með glans nema eitt. Það voru engir skór nógu litlir á Sigfús. Loks leystist sá vandi á heimilinu með því, að hann færi í skónum hans Karls Jóhanns, 12 ára bróður Hennar. Og hafi nokkur maður í veizlunni miklu verið maður fyrir sína skó, þá var það Sigfús Halldórsson. Sigfús spilaði og söng Hátíðin fór fram með hinum mesta glæsibrag, en það fer ekki á milli mála, að við Sigfús vorum aðal hátíðarbrigðin og þóttum fuðulegastir fugla. Enda frá fjar- lægum slóðum og vorum óspart spurðir að því, hvernig menn færu að því að lifa á íslandi. Ég hélt þarna þrumandi ræðubull um ís- land, minntist á Matthías og Runeberg og Svein Dúfu, sem mér í barnaskóla hefði óspart verið líkt við og vakti almenna vorkunn og samúð. Sigfús sagðist ýmist hafa tárast eða hlegið að þessari ógleymanlegu ræðu, sem hann man lítið úr en þeim mun betur undirtektirnar, enda virtust allir fegnir þegar ég fór úr ræðustóln- um. Aftur á móti gleymi ég aldrei þeirri undrun og kátínu, sem Sigfús vakti, er hann settist við píanóið og spilaði og söng, eftir að ég hafði kynnt hann. Sú athygli, sem allt þetta vakti, varð til þess, að okkur var boðið til svo margra samkoma og fagnaða, að hvert kvöld var upptekið lengi á eftir, unz við sögðum, að nóg væri komið, enda tókum við ekkert fyrir að mæta neins staðar. En þess ber fyrst að geta á þessum degi, þegar þetta er ritað í Hels- ingfors 17. júní 1979, að Sigfús spilaði og söng í finnska útvarpið, og því var útvarpað 17. júní 1947. Þeir íslendingar, sem það heyrðu, voru stoltir af framlagi finnska útvarpsins á þjóðhátíðardegi okk- ar, en það var fyrst og fremst fólgið í söng Sigfúsar, og eitt af því, sem ég ætla að kanna hér í Helsingfors, er það hvort finnska útvarpið eigi enn upptökuna. Einnig ætla ég að fá ljósrit af viðtölum, sem við okkur voru höfð í Hufvudstadsbladet. „Það var gaman að heyra rödd yðar“ Við komum hingað í gærmorg- un, og þá var laugardagur, svo að hinn virki hluti vikunnar er allur eftir. Þó verður þjóðhátíðardags- hátíð Islands í Helsingfors frestað til morguns, mánudags, vegna þess að á sunnudögum eru menn út úr bænum, sagði mér Juuranti, aðalræðismaður, sem býður okkur til sín hinn átjánda í tilefni hins sautjánda júní. Kannski verður eitthvað frá því að segja í næstu grein. En að lokum er rétt að skýra frá því, að við Sigfús erum hér aftur af sérstöku tilefni. Ég hafði þýtt og samið nokkur bréf á sænsku fyrir þá, sem voru að sækja um styrk úr sjóði, sem heitir Menn- ingarsjóðurinn Ísland-Finnland, og þá datt mér í hug sísona, að við Sigfús gætum alveg eins sótt um menningarstyrk vegna samskipta landanna eins og hverjir aðrir. Ég hringdi í Sigfús, hann kom og skrifaði undir og hér erum við núna. Við erum staðráðnir í því að leg;gja okkar skerf af mörkum til eflingar menningarlegum sam- skiptum íslands og Finnlands. Að minnsta kosti því sem nemur 2000 finnskum mörkum á mann. Þess vegna skrifa ég þessar greinar, og þess vegna teiknar Sigfús myndir þeim til skrauts. Og því valdi hann að teikna minnismerki Sibeliusar, að meðal annars merkilegs, sem gerðist í för okkar hingað 1947, var að ég átti samtal við sjálfan Sibelius í síma, og við töluðum saman um íslenzkar fornbók- menntir og fleira og ég tók við kveðjum til íslendinga, sem ég skilaði í blaðagrein. Að lokum sagði hann setningu, sem enn hljómar mér í eyrum, þótt ég hafi aldrei tekið hana bókstaflega: „Det var roligt att höra Er röst“ — Það var gaman að heyra rödd yðar. Sveinn Ásgeirsson. Það er viðurkennd staðreynd að Bandaríkjamenn framleiða kælitæki í hæsta gæðaflokkí. Með vandláta kaupendur í huga bjóðum við pví núna ameríska PHILCO kæliskápa í mörgum stærðum og litum. Hér fara saman fallegt útlit og haganlegar innréttingar ásamt vandaðri hönnun sem tryggir mikla endingu. PHILCO kæliskáparnir eru pví gæddir öllum peim kostum sem prýða fyrsta flokks kæliskápa. Sjón er sögu ríkari — komið í verzlanir okkar og kynnist af eigin raun amerísku PHILCO kæliskápunum. PHILCO FYRIR VANDLÁTA heimilistæki sf HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTÚN 8 — 15655 Fundir með ráóherrum Alþýðubandalagsins Ráöherrar Alþýðubandalagsins heimsækja á næstunni nokkra staöi og gangast fyrir almennum fundum sem allir hefjast kl. 20.30. Hjörleifur Guttormsson um Grundarfjörður, fimmtudagur 5. júlí Þorlákshöfn, miövikudagur 11. júlí Vopnafjöröur, Mikligaröur, miövikudagur 4. júli Reyöarfjörður, Félagslundur, fimmtudagur 5. júlí málefni á verksviöi hvers ráöherra og hagsmuni byggöarlaganna. Hjörleifur Guttormsson, Ragnar Arnalds Svavar Gestsson. Sauöárkrókur, Safnahúsiö, þriöjudagur 3. júlí Akureyri, Sjálfstæöishúsiö, miövikudagur 4. jútí Á fundunum veröur einkum fjallaö Fundirnir eru öllum opnir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.