Morgunblaðið - 01.07.1979, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.07.1979, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. JÚLÍ 1979 51 Hæli fengið fyrir % flóttamannanna Gení, 28. júní, Reuter. POUL Hartling yfirmaður Flóttamannahjálpar S.Þ. skýrði frá því í kvöld að meira en 200 þúsund flótta Ritgerðasam- keppni á bamaári Genf, 29. júnf — Reuter NU ER barnaár og í tilefni þess munu Sameinuðu þjóðirnar gangast fyrir ritgerðasamkeppni barna í um 80 löndum. Valdar verða verðlaunaritgerðir frá hverju landi, alls fjórar frá hverju landi og verður verð- launahöfum stefnt til Nýju-Delhi þar sem þeir munu lesa upp ritgerðir sínar á ráðstefnu. Börn á aldrinum 12—16 ára taka þátt í þessari ritgerðasamkeppni. Verkefnin verða, „Tré fyrir hvert barn“, „Þriðji heimurinn", og „Heimurinn árið 2000 eins og þú ímyndar þér hann.“ Hug- myndin að baki ráðstefnunnar er, að þar geti börn sagt hug sinn um stöðu barnsins á sjálfu barnaárinu þannig að stjórn- málamenn geti betur áttað sig á þörfum barna í heiminum í dag. menn af um 300 þúsund frá Indókína sem eru í flóttamannabúðum í SA- Asíu hefðu fengið ákveðin fyrirheit um ný heimili á næstu tólf mánuðum. Hartling sagði að með þessum loforðum væri löndum í þessum heims hluta gefin trygging fyrir því að þau fengju raunhæfa aðstoð við að leysa marg slungið og viðamikið flótta mannavandamál í þessum heimshluta. Hartling fagnaði tilboði Carters um að helmingi fleiri flóttamenn frá SA- Asíu fengju að koma til Bandaríkjanna en áður og hann tilgreindi einnig tíu lönd sem hefðu lofað að taka á móti fleiri flótta mönnum á næstu mánuð- um, þar á meðal voru þrjú Norðurlandanna, Svíþjóð, Noregur og Danmörk. Mestacáíuhækkun OPECs frá 1973 Genf 28. júní. AP. SAMTÖK olíusölurlkja, OPEC, samþykktu í dag mestu olíu- verðshækkun síðan olíusölu- bann Araba var sett á 1973. Verðið hækkar úr 14.44 doliarar tunnan í 18 dollara og aðildarríki fá að bæta við auka- gjöldum sem nema allt að tveimur dollurum á tunnuna. Hámarksverð var ákveðið 23.50 dollarar tunnan að meðtöldum aukagjöldum þar sem meðal annars er tekið tillit til gæða olíunnar og fjarlægðar neyzlulanda. Nýja grunnverðið er 42% hærra en verðið var fyrir einu ári og tíu sinnum hærra en það var fyrir 20 árum þegar OPEC hóf verðlagningu. Verðið var 12.70 dollarar í fyrra og 1.80 dollarar fyrir 20 árum. Áhrifa verðhækkananna mun íkki gæta fyrr en eftir nokkrar i'ikur þegar olían sem verður seld á nýja verðinu kemur á markað. í Bandaríkjunum hækkar verðið á hverju galloni um fimm cent. Á Ítalíu mun verðhækkunin hafa í för með sér 3.6 milljarða dollara aukakostn- að nema Italir dragi úr orku- notkun. Kostnaður Austurríkis- manna á ári mun aukast um 545 milljónir dollara. í Frakklandi mun kostnaður af olíuflutningi aukast úr 12.3 milljörðum dollara á ári í 18.3 milljarða dollara. í Brussel var tilkynnt að Belgar hygðust draga úr orkunotkun um 10% fyrir 1985. Kostnaður Hollend- inga af olíuinnflutningi mun aukast um 16% á næsta ári. í Moskvu sagði flokksmálgagnið Pravda í dag að það væri skylda sérhvers borgara að spara orku. í Washington sagði Alfreð Khan, helzti ráðunautur Garters forseta í baráttunni gegn verðbólgunni, að olíuverðs- hækkunin mundi hafa hörmu- legar afleiðingar. En Ahmed Zaki Yamani, olíu- ráðherra Saudi-Arabíu, sagði að samdráttur yrði ekki í Banda- ríkjunum vegna olíuverðs- hækkunarinnar heldur vegna þeirra fjárhagsráðstafana sem Bandaríkjamenn hefðu , gert í fyrra. Hann sagði þó að sam- dráttar mundi gæta meira ef olíunotkun héldist mikil og sagði fréttamönnum: „Annað hvort dragið þið úr neyzlu af fúsum vilja eða út af samdrætti." Nýja verðið tekur gildi 1. júlí og gildir til áramóta. Saudi-Arabar munu að öllum líkindum einir þjóða selja olíuna á 18 dollara, en munu láta verðið virka aftur fyrir sig til 1. júní. Önnur ríki munu selja olíuna á 20 dollara og bæta ofan á auka- gjöldum. Paul Dessau látinn Berlín. 29. júní. AP. TÓNSKÁLDIÐ Paul Dessau sem starfaði í Bandaríkjunum með Berthold Brecht í seinni heimsstyrjöldinni, lézt að- fararnótt fimmtudags að því er austur-þýzka frétta- stofan ADN skýrði frá. Hann varð 84 ára gamall. Dessau samdi tónlist við ýmis fræg verk Brechts. Árið 1948 fluttist hann frá Banda- ríkjunum, en þangað hafði hann farið skömmu fyrir stríð, og settist að í Austur-Þýzka- landi. Hann varð varaforseti Listaakademíunnar árin 1959—62, og hann var og sæmdur ýmsum viðurkenning- um í mörgum löndum. Hann þótti í hópi merkustu samtíma tónskálda Þýzkalands og hefur samið tónverk við kvikmyndir, óperur, sinfóníur og kammer- músík, svo og baráttutónlist fyrir kommúnistaflokk Aust- ur-Þýzkalands. VITRETEX . ÞAÐERVITIÞVI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.