Morgunblaðið - 09.08.1979, Qupperneq 1
44 SÍÐUR
180. tbl. 66. árg. FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 1979 Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Forseti íraks fylgdist
með aftökum 21 manns
Bagdad. 8. ágúst. AP. Rcuter.
AFTÖKUR 21 manns íóru í dag
fram í írak en þeir voru í gær
dæmdir til dauða fyrir samsæri
gegn stjórninni. Saddam
Hussein, forseti íraks, var við-
staddur þegar mennirnir voru
teknir af lífi, af aftökusveit og
eftir aftökurnar ásakaði hann
Hanoi. 8. ÚKÚst — AP. Rcuter
NÍU manna nefnd fulltrúardeild-
arþingmanna frá Bandaríkjun-
um kom í dag til Hanoi í
sólarhrings heimsókn til að
kynna ser flóttamannavandamál-
ið. Skömmu fyrir komuna til
Ilanoi sagði formaður nefndar-
innar, Benjamin Rosentai, að
þeir vonuðust til að átta sig á
afstöðu Víetnama til flótta-
mannavandamálsins.
Móttakan í Hanoi var án allrar
viðhafnar og til þess var tekið
aðeins lágt settir embættismenn
tóku á móti bandaríksu þing-
mönnunum. Víetnamar neituðu
nefndinni um leyfi til að koma til
landsins á mánudag en í gær
skipti stjórnin í Hanoi um skoðun
og heimilaði þingmönnunum að
koma.
Víetnamar brugðust hart við
ummælum eins nefndarmanna
þar sem hann gagnrýndi Víet-
nama harðlega fyrir mannrétt-
indabrot, og ásakaði þá fyrir
ónefnd ríki fyrir að hafa staðið
að samsæristilraun gegn stjórn
landsins. „Fleiri en eitt rfki
studdu og stjórnuðu samsæris-
mönnunum. en uppskera þeirra
var rýr,“ sagði Hussein eftir
aftökurnar.
Miklar getgátur hafa verið uppi
verstu mannréttindabrot á þessari
öld. Ummæli hans voru talin
ástæða þess að Víetnamar aftur-
kölluðu leyfi nefndarinnar til að
koma til Hanoi.
um það hvaða þjóðir Hussein átti
við. Síðustu vikur hafa Sýrlend-
ingar einkum verið orðaðir við að
hafa staðið að samsæri gegn
stjórn landsins. Kalt hefur verið á
milli ríkjanna síðasta áratuginn
en í fyrra gerðu þjóðirnar með sér
samkomulag um sameiningu ríkj-
anna. Skýrt var frá aftökunum í
Eftir flóttamannaráðstefnu
Sameinuðu þjóðanna í Genf hefur
sem næst tekið fyrir straum
flóttafólks frá Víetnam.
Damaskus en í engu getið nánar
hverjar sakirnar hefðu verið.
Arabísk blöð hafa nefnt ýmsar
þjóðir, er eigi að hafa staðið að
baki samsærinu, þar á meðal
Egypta, Líbíumenn, Sýrlendinga,
írani og risaveldin Bandaríkin og
Sovétríkin.
Það var tíu manna dómstóll,
sem dæmdi mennina til dauða, og
einn til viðbótar að honum fjar-
stöddum en sá mun hafa komist
undan í júlí, skömmu áður en
stjórnin skýrði frá samsærinu.
Meðal þeirra sem voru teknir af
lífi var fyrrum varaforsætisráð-
herra landsins, Adnan Hussein, og
fimm úr hinu valdamikla bylt-
ingarráði landsins. Þá voru 33
dæmdir í eins til fimmtán ára
fangelsi en 13 voru sýknaðir.
Þúsundir manna fóru fagnandi
um götur Bagdad í dag vegna
aftakanna.
Nýr forseti
í Bólivíu
La Paz. 8. ágúst — AP. Rcuter.
WALTER Guevara Arze tók í
dag við forsetaembættinu í
Bolivíu eftir 15 ára stjórn hers-
ins. Guevara var kjörinn af þing-
inu á mánudag. Þúsundir manna
hylltu hinn nýja forseta landsins.
Það var David Padilla, hers-
höfðingi, sem setti Guevara í
embætti en hann stjornaði stjórn-
arbyltingu í nóvember síðastliðn-
um og hét þá að koma á lýðræði í
landinu. Guevara er forseti til
bráðabirgða. Hans meginverkefni
verður að undirbúa lýðræðislegar
kosningar á næsta ári. Honum
verður þá ekki heimilað að vera í
framboði til forseta.
Dœmdir í
þrœlkun
Moskvu. 8. ágúst — AP
TVEIR Sovétmenn af þýzku
bergi brotnir voru í gær
dæmdir í tveggja ára þrælk-
unarvinnu, að því er sovéski
andófsmaðurinn Andrei
Sakharov sagði í dag í
Moskvu. Sakharov sagði, að
ástæða dómsins hefði verið sú,
að þeir sóttu það stíft að fá að
flytja til V-Þýzkalands.
Þeir voru ásakaðir fyrir
„skrílslæti", að því er Sakharov
sagði. Þeim, ásamt 26 öðrum
þýzkættuðum Sovétmönnum
hafði verið boðið til aðalstöðva
kommúnistaflokksins í Kirgis í
Frunse til að ræða útflytjenda-
leyfi sér til handa. Þegar fólkið
kom til aðalstöðvanna hefðu
hermenn tekið það höndum.
Sex aðrir voru dæmdir til 10 til
15 daga fangelsis, að sögn
Sakharovs.
Fœreyjar:
Reyna að
vekja upp
gömlu
stjórnina
Frá fréttaritara Mbl.
í Færeyjum — 8. ájfúst.
FÓLKAFLOKKURINN í Fæi-
eyjum hefur boðið sósíal-
demókrötum þátttöku í nýrri
stjórn í Færeyjum. Sósíaldemó-
kratar munu svara tilboði
Fólkaflokksins á morgun.
Repúblikanar gáfu í gær upp
von um að geta myndað stjórn
þegar Heimstjórnarflokkurinn
hafnaði stjórnarmyndunarvið-
ræðum við þá.
Stjórnarkreppan í Færeyjum
hófst þegar sósíaldemókratar
sögðu sig úr stjórninni vegna
ósamkomulags við Fólkaflokk-
inn um stefnuna í efnahagsmál-
um.
Ef svar sósíaldemókrata verð-
ur jákvætt mun Fólkaflokkur-
inn bjóða repúblikönum til við-
ræðna til að fá þingmeirihluta.
Þessir þrír flokkar stóðu saman
að síðustu stjórn í Færeyjum.
Sovétmenn ásaka vestræn-
ar leyniþjönustur um morð
Moskvu, Bern. 8. ónúst. AP.
MÁLGAGN sovésku stjórnar-
innar, Izvestia, sagði að sovésk-
ur diplómat í Sviss hefði verið
„myrtur mcð köldu blóði“ og
sagði að Sovétmenn hefðu
ástæðu til að ætla að vestrænar
leyniþjónustur stæðu að baki
morðinu og að Svisslendingar
hefðu reynt að hylma yfir það.
Diplómatinn, Leonid
Panchenko, fannst látinn í bað-
keri í bænum Aarau i Sviss og
hafði verið skorið á púls hans.
Blaðið sagði að sovéskir læknar
hefðu fundið í blóði hans efnið
LSD, sem stundum er notað sem
„sannleikslyf", og væru sovéskir
læknar þess fullvissir að um
morð hefði verið að ræða. Blaðið
dró í efa að Sviss gæti verið
heppilegt land fyrir alþjóðlega
fundi og stofnanir ef ekki væri
hægt að tryggja öryggi erlendra
sendimanna.
Svissnesk yfirvöld hafa harð-
lega neitað þessari ásökun
Sovétmanna og talsmaður dóms-
málaráðuneytisins í Bern sagði
þessar ásakanir „hreina fjar-
stæðu“. Aðalsaksóknarinn í
Canton sagði að rannsókn á
dauða Panchenko væri lokið og
hann sagði, „að ekki væri nokkur
vafi á, að maðurinn hefði framið
sjálfsmorð". Hann sagði að skil-
ríki mannsins hefðu ekki fundist
fyrr en síðar á flugvellinum í
Zurich og þá hefði verið hægt að
bera kennsl á líkið.
Bandariskir þing-
menn nú í Hanoi