Morgunblaðið - 09.08.1979, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 1979
Árekstur tveggja
togara á miðunum
TVEIR togarar rákust á þar sem
þeir voru aö veiðum úti íyrir
Norðurlandi síðdegis á þriðjudag.
Slys urðu ekki á mönnum, en
togararnir skemmdust nokkuð og
munu líklcga stöðvast í nokkra
daga vegna viðgerða.
Togararnir Haraldur Böðvarsson
frá Akranesi óg Sólberg frá Ólafs-
firði rákust saman þegar Sólbergið
varð að bakka, þar sem skipið hafði
fengið stórt hal. Var þoka á þessum
slóðum þegar atburðurinn gerðist.
Að sögn Sveins Sturlaugssonar
útgerðarstjóra Haraldar Böðvars-
sonar hf. á Akranesi hélt Haraldur
Böðvarsson áfram veiðum en er
væntanlegur til hafnar í dag. Er
nokkuð stór rifa á stefni skipsins
sem nær upp á hvalbak og sagði
hann Sólbergið hafa skemmst öllu
meira og orðið að halda til hafnar
strax.
Allt að hálfs mánað-
ar tafir á skipaferðum
vegna yfirvinnubanns
NOKKRAR TAFIR hafa orðið að
undanförnu á siglingum farskipa
til og frá landinu vegna yfir-
vinnubanns farmanna þar sem
aðeins er unnið við lestun og
losun á dagvinnutima, þ.e. milli
kl. 8 og 17. Hafa skip Eimskipa-
félagsins þannig þurft að liggja
allt að hálfan mánuð í höfn í
Reykjavík áður en vinna við
uppskipun hefur geta hafizt.
Samkvæmt upplýsingum sem
Mbl. fékk hjá flutningadeild
Eimskipafélagsins er þó unnið við
útskipun í leiguskip á vegum
félagsins á tímanum 17—22, en
einnig eru margir hafnarverka-
Mishátt
meðalveró
ÓLAFUR Jónsson GK 404 fékk 400
krónu meðalverð fyrir aflann, sem
skipið landaði í Hull í gær. Alls
landaði skipið 187 tonnum fyrir
samtals 75.3 milljónir. Þá seldi
Bergvíkin 117 tonn í Fleetwood í
gær fyrir 37.1 milljón. meðalverð
315 krónur.
Á mánudag landaði Steinunn SF
27 tonnum í Fleetwood fyrir 7.8
milljónir, meðalverð 294 krónur.
Höfrungur II seldi þá 47 tonn í
Fleetwood fyrir 9.1 milljón, meðal-
verð 190 krónur.
menn um þessar mundir í sumar-
fríi og hefur því vinna við höfnina
einnig gengið hægar af þeim
sökum. Sagði talsmaður flutn-
ingadeildar Eimskips að tekizt
hefði að halda áætlunarskipunum
á áætlun, en aðrar siglingaleiðir
hefðu farið nokkuð úr skorðum.
Vettvangsrann-
sókn á Holta-
vörðuheiði í gær
RANNSÓKN á láti Gunn-
laugs Melsted hljómlistar-
manns var fram haldið af
fullum krafti í gær.
Fóru menn frá Rannsókn-
arlögreglu ríkisins norður á
Holtavörðuheiði og gerðu at-
huganir á þeim stað, þar sem
kom á til ryskinga milli
Gunnlaugs heitins og félaga
hans, sem situr nú í gæslu-
varðhaldi. Eins og fram kom í
gær beinist rannsóknin að því
að upplýsa hvernig lát Gunn-
laugs bar að höndum og hvort
ryskingarnar kunni að hafa
átt þátt í því eða ekki, en það
atriði er ennþá óupplýst.
Páll Kolbeins látinn
PÁLL Kolbeins fyrrverandj aðal-
féhirðir Eimskipafélags íslands
lézt í gær á sjúkrahúsi Húsavikur
71 árs að aldri. Var hann fæddur að
Melstað í Vestur Húnavatnssýslu
14. maí 1908.
Páll Kolbeins stundaði nám við
verzlunarskóla í Danmörku eftir
próf frá Verzlunarskóla Islands og
síðan ensku- og þýzkunám í Bret-
landi og Þýzkalandi. Eftir ýmis
verzlunarstörf m.a. í Flatey, Súg-
andafirði og ísafirði varð hann
skrifstofustjóri prentsmiðjunnar
Eddu í nokkur ár og réðst árið 1944
sem aðalbókari Eimskipafélagsins.
tók hann þar við starfi aðalféhirðis
árið 1963. Þá gegndi Páli Kolbeins
fjölmörgum trúnarðarstörfum fyrir
bindindishreyfinguna. Eftirlifandi
kona hans er Laufey Kolbeins.
Guðjón Sigurðsson bakarameistari er hér annar frá vinstri
ásamt hluta starfsfólks síns.
brauðbúðinni í Sauðárkróksbakaríi
Ljósm. Stefán Pedersen.
Sauðárkróksbakarí opnað á ný
SAUÐÁRKRÓKSBAKARÍ hef-
ur nú hafið rekstur á ný eftir
brunann í aprílmánuði sl. en þá
eyðilögðust nær öll tæki og
áhöld fyrirtækisins, auk mikilla
skemmda sem urðu á húsnæði
þess. Vegna farmannaverkfalls-
ins tafðist mjög að bakaríið
gæti hafið starfsemi að nýju, en
ofna og vélar varð að fá erlend-
is frá.
Jafnframt endurnýjun á öllum
tækjakosti hafa farið fram
gagngerar endurbætur á hús-
næði fyrirtæklsins, vinnusal og
brauðbúð. Sauðárkróksbakarí er
með elztu fyrirtækjum á Sauðár-
króki, stofnað af Snæbirni
Sigurgeirssyni bakarameistara
sem fluttist hingað 1913. Núver-
andi eigendur þess eru hjónin
Ólína Björnsdóttir og Guðjón
Sigurðsson bakarameistari.
Kári.
Verkefnaskortur hjá
tveimur stærstu bor-
um Orkustofnunar
ENGIN verkefni eru ákveðin
fyrir stóra borinn Jötunn það
sem eftir er þessa árs og aðeins
eitt verkefni fyrir gufuborinn
Dofra, en þeir eru tveir stærstu
borar Jarðborana ríkisins. Sama
áhöfn er á þessum tækjum, um 20
manns, og sagði ísleifur Jónsson
forstöðumaður Jarðborana í gær
að ljóst væri að segja þyrfti upp
hluta mannskapsins í lok septem-
ber þegar verkefni væru þrotin,
en þau mál væru þó ekki endan-
lega ákveðin ennþá.
— Það er náttúrulega svolítið
öfugmæli að tala um nauðsynleg-
an orkusparnað á sama tíma og
tækin liggja verkefnalaus, sagði
ísleifur Jónsson. — Það er stað-
reynd að t.d. án borunar í Kröflu
fæst aldrei meira en þessi fáu
megawött úr virkjuninni, þetta er
nokkuð, sem menn verða að horf-
ast í augu við. Það er svolítið
ömurleg staðreynd að verða að
viðurkenna, að þegar fyrsta af-
borgun af stóra bornum Jötni
vérður greidd á þessu ári, þá eru
engin verkefni fyrirliggjandi fyrir
þetta tæki, sagði Isleifur, en Jöt-
unn kom til landsins árið 1975 og
byrjaði að bora í ársbyrjun 1976.
Jötunn var í sumar notaður til
að bora eina holu í Bjarnarflagi
fyrir Kísiliðjuna og þegar því var
lokið var honum lagt í geymslu
fyrir norðan. Borinn er tilbúinn í
næsta verkefni, en fleiri verkefni
eru ekki fyrir Jötunn það sem eftir
er ársins. Gufuborinn Dofri boraði
á Selfossi í apríl og maí, en hefur
síðan legið á Selfossi. Um miðjan
mánuðinn, að loknu sumarleyfi
bormanna, á að bora eina holu
fyrir Hitaveitu Suðurnesja í
Svartsengi, en að því loknu er
lokið verkefnum Dofra, sem
ákveðin hafa verið á árinu.
Borarnir Narfi og Glaumur eru
báðir í Eyjafirði og bora fyrir
Hitaveitu Akureyrar og verða
áfram þar enn um sinn. Útlit er
fyrir að næg verkefni séu fyrir þá
báða. Fimmti borinn er Ýmir, sem
er minnstur bora Jarðborana.
Hann hefur verið í verkefnum við
mælingar fyrir Jarðhitadeild
Orkustofnunar, en einnig fyrir
bændur og minni verkkaupendur.
Flugleidir:
Rádgera pílagrímaflug
í Nígeríu og Indónesíu
FLUGLEIÐIR eru um þessar
mundir að ræða við aðila í
Nígeríu og Indónesíu um píla-
grímaflug. Ilafði upphaflega
verið ráðgert að félagið annað-
ist flug með pílagríma frá
Nígeríu til Yeddah og notaði
til þess tvær þotur sínar af
gerðunum DC8 og DCIO. en nú
eru einnig uppi hugmyndir um
að fljúga milli Saudi Arabíu og
Indónesíu.
Sveinn Sæmundsson blaða-
fulltrúi Flugleiða tjáði Mbl. að nú
væri líklegt að félagið annast ekki
eins mikið flug fyrir Nígeríumenn
og upphaflega var ráðgert, en
myndi því fljúga milli Saudi
Arabíu og Indónesíu með DC10
þotu sinni. Sagði Sveinn að tvær
stofnanir í Nígeríu hefðu ha. i með
þessi pílagrímaflug að gera og
hefði verið haft samband við
annað flugfélag auk Flugleiða.
Hefði því orðið að ráði að skipta
fluginu milli félaganna tveggja og
myndu Flugleiðir nota DC8 þotu
sína í ferðum frá Nígeríu, en DC10
þotuna milli Saudi Arabíu og
Indónesíu. Sagði Sveinn hins veg-
ar að ekki væri endanlega gengið
frá þessum málum ennþá, en þau.
myndu skýrast þegar liði á mán-
pðinn.
200 mílna lögsaga Noregs við Jan Mayen:
Vil hvorki stað-
festa né neita
þessum fréttum
— segir utanríkisráðherra
— MÉR er það hulin ráðgáta hvaðan fréttir geta hafa
borizt frá fundi landhelgisnefndarinnar, en ég vil hins
vegar hvorki staðfesta að þær séu réttar né neita því.
sagði Benedikt Gröndal í samtali við Mbl. í gær er hann
var inntur eftir innihaldi hugmynda er hann lagði fram á
fundi landhelgisnefndarinnar á þriðjudagsmorgun. En í
fréttum Aftenposten greinir frá því að hugmyndir séu
uppi um að íslendingar viðurkenni 200 mílna, fiskveiði-
lögsögu Norðmanna við Jan Mayen gegn rétti til nýtingar
auðlinda innan þeirrar lögsögu.
Benedikt Gröndal kvaðst ekki hefði vakið mikla athygli í
á þessu stigi vilja tjá sig um
hugmyndir þær er hann hefði
kynnt fyrir ríkisstjórninni eftir
að hann hafði breytt þeim
nokkuð að afloknum fundi í
landhelgisnefnd. Sagði Bene-
dikt að Kjartan Jóhannsson
sjávarútvegsráðherra hefði í
gær haldið utan til viðræðna við
Eyvind Bolle sjávarútvegsráð-
herra Noregs.
Fréttaritari Mbl. í Osló sagði
í skeyti til blaðsins í gær að það
Reykjavík að norskt blað skyldi
hafa greint frá tillögum Bene-
dikts og sé talið að hann eigi í
erfiðleikum innan ríkisstjórn-
arinnar eftir að upplýsingarnar
síuðust út. Segir hann að tillög-
ur Benedikts hafi mætt and-
stöðu Alþýðubandalagsins og að
eftir að aðilar innan ríkis-
stjórnarinnar eða landhelgis-
nefndar hefði veitt utanaðkom-
andi upplýsingar um trúnað-
armál sé kominn upp ágreining-
ur innan ríkisstjórnarinnar.