Morgunblaðið - 09.08.1979, Page 7

Morgunblaðið - 09.08.1979, Page 7
 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 1979 7 —1—■ 1 ■ — ur velur til frásagnar, og fá tækifæri til Þroskandi og söng á 1. maí við Hin heilbrigða vinnufælni Einn af stefnuvitum sósíalismans á íslandi, Gestur Guömundsson, ritar „af íslenzkum slóð- um í Kaupmannahöfn" í sunnudagsblað Þjóðvilj- ans. Þar segir frá 200 íslendingum í námi og „nokkrum púsundum í vinnu“. Það, sem höfund- frásagnarmátinn er íhug- unarefni. Fyrst gerir hann grein fyrir Því, hvers kon- ar fólk festi rætur í Dan- mörku, p. á m. „fólk, sem ekki treður alfaraveg, s.s. hómósexúalistar, ... Þreytt á fordómum og Þorpsmóral landans". Síðan víkur hann að lífs- háttum íslendinga í Kaupmannahöfn, sem „eru oft litnir hornauga". „Sérstaklega Þykir Það fólk fordæmanlegt, sem vinnur óreglulega en Þiggur framfæri sitt í lengri eða skemmri tíma af atvinnuleysisbótum eða „sósíal“,“ segir höf- undur. Síðan segir hann: „Sósíalistar hljóta hins vegar aö leggja annað mat á vinnufælni... Vinnufælni er aö mínu mati afar heilbrigð við- brögð við sjúku samfélagi... Auðvalds- Þjóöfélagið býður upp á iðju, en peim mun fleiri til að eyðileggja sig á sálu og líkama... En megin- Þorri íslenzku „sósíal“ist- anna í Kaupmannahöfn fæst við einhverja skap- andi iðju... Það fólk tek- ur undir með Kristjaníu- búum og Kristjáni Pétri: „Rokk er betra en fúl tæm djobb,“ vinnur óreglulega og leyfir sér af og til Þá ósvinnu aö fylta flokk atvinnuleysíngja." Félagslíf íslendinga Lokaorð í kaflanum um félagslíf íslendinga hljóö- ar svo: „Er Þá ógetið sönghóp- anna tveggja, „falska kórsins" sem hefur æft mikið en lítið komiö fram, og „rauðu söngsveitar- ínnar" sem æföi í vetur ágætar undirtektir marg- mennis. 1. maí kom líka fram annar sönghópur, oftast rauður og sjaldn- ast falskur, rokksveitin Kamarorghestar, sem tryllt hafa hug landans Þrívegis á síðustu mánuðum. Frá henni veröur sagt í viötali sem birtist í næsta Sunnu- dagsblaði.1* Ekki skal hér lagt mat á réttmæti Þessarar dæmafáu fréttafrásagnar — né fréttamat sósíalist- ans, sem satt aö segja er lítilla sanda og lítilla sæva. En einhvern tíma var sagt aö frásögn lýsti oft betur Þeim er frá segir en hinum sem af er sagt. íslenzkur sósíalismi heldur sjálfsagt reisn sinni og menningarflugi með annan eins stefnu- vita í forskriftum Þjóðvilj- ans. Hyndlistarhorn Pennans er listaukandi Mikið af nýjum vörum, m.a. karton-blokkir allskonar. Struý, olíulitir, penslar. Komdu við í Pennanum Hallarmúla 2 og skoðaðu úrvalið í myndlistar- og teiknivörum. Hallarmúla 2 simi 83211. Málarar — Málarar Við Brekkubyggð í Garðabæ er íbúðaval h.f. að byggja eftirtaliö húsnæði: 1. 57 stk. 2ja—-3ja herbergja íbúöir (í eins og 2ja hæöa húsum). 2. 28 keðjuhús 143 m2 (á einni hæö). 3. 58 bílskúra. Nú þegar óskast máluö húsin nr. 1—21 og bílskúrar aö utan og sameign innanhúss, sem tilheyrir þessum íbúöum. /Eskilegt er að semja viö sama aöila um aö mála öll ofantalin hús. Teikningar og verklýsing afhendist á skrif- stofu félagsins, Kambsvegi 32, Rvk. kl. 16—18 í dag. Sigurður Pálsson. OKEYPIS Viö bjóöum meö öllum okkar myndatökum ókeypis litmynd í sams konar stærð og stúlkan heldur á, stæröinni 28x36 cm. Hægt er aö fá myndina upplímda á striga eöa á tréplatta aö viðbættum kostnaöi. Fjölbreytt úrval myndaramma. barna&fjölskyldu Ijðsmyndir AUSTURSTRÆTÍ 6SÍMI12644

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.