Morgunblaðið - 09.08.1979, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 1979
11
Grein og
myndir:
Arni Johnsen
Ktukkutíma eftir klukkutíma hlupu hundarnir meö
sleðann í togi og hvergi gátum viö séö viömiðun til
átta. Allt var hvítt, hvítt og aftur hvítt. Það var mistur
yfir ísnum af og til, lumpulegt veöur og hundarnir
latir. „Það er pungt aö toga íslendinginn," sagöi
Kristoffer Heilmann sem var fylgdarmaður minn
Þessa veiðiferö út á ísinn. Viö ætluðum aö fara um
100 km út á ísinn fram hjá eyjum sem tróna Þarna upp
úr klakafeldinum á annarri eyjunni var 10 húsa byggö, en engin á hinni,
Northumberlandeyju. Viö sáum til héra uppi í fjalli, heyröum í hrafni,
en annaö líf var ekki greinanlegt. Þaö er undarlegt aö aka Þannig
klukkustundum saman eftir hafísnum, nístandi gaddur, ísinn um
50—100 cm á Þykkt og síðan mörg hundruð metra dýpi á hafsbotn.
Maöur setti sig í stellingu á sleöanum eins og maöur ætti eftir að sitja í
Þúsund ár og svo allt í einu Þegar kuldinn var farinn að bíta of
harkalega í gegn um ull og hvítabjarnarfeld pá reif maöur sig á fætur
og hljóp meö sleöanum Þangaö til líkamshitinn var aftur farinn aö
segja til sín. Þannig gekk Þetta hvaö eftir annað, dag eftir dag.
Á miöjum degi hittum viö nokkra veiöimenn sem voru að koma utan
frá ísröndinni á suðursvæði Thule. Þeir höföu veriö nokkrar vikur, en
veiöin var lítil. Aöalveiöitíminn var væntanlegur á næstu vikum. Viö
stöðvuðum sleöann og prímusinn góöi var dreginn fram, ís mulinn í
pott, kveikt undir og ekki leiö á löngu Þar til maður hélt á sjóöandi
heitri skipskönnu meö tei í. Volgran frá skipskönnunni var hitaveita
sem kom sér oft vel. Þaö var spjaltaö og velt vöngum yfir tebollanum
og síöan var ekki til setunnar boöiö, svipan á loft, hóaö á hundana og
sleðinn á 15—20 km ferð.
Það var liðið á kvöld Þegar við komumst noröur undir Northumber-
landeyju, Þ.e.a.s. viö vorum svona 20—30 km frá eyjunni. Viö fundum
okkur næturstaö úti á ísnum, tjölduðum yfir sleðann og hlóöum ís og
snjó aö hliðum og enn á ný söng prímusinn sín stórkostlegu tónverk
og gaf kærkominn hita sem var gulls ígildi parna úti í auöninni. Þá var
aö tjóðra hundana meö Því aö höggva raufar í ísinn, tvær raufar meö
15 sm millibili og Þegar búið var aö höggva liðlega handarlengd niður
var opnað á milli raufanna Þannig aö Það var komiö handfang á ísinn
og Það dugöi til Þess að festa alla hundana kyrfilega. Á meðan ísinn
bráönaði í pottinum gáfum viö hundunum grálúöu. Lúöunum var skipt
bróöurlega og hver fékk sitt, viö reyndar líka, pví frosin grálúöa hrá er
listafæöa.
Eftir snarl í tjaldinu var gengið til kojs. Við sváfum báöir á sleðanum,
til sitt hvorrar áttar alklæddir skinnklæöunum og veitti ekki af. Það var
auðvelt að festa blund.
Um miöja nótt vaknaði ég upp viö væl í ref, fór út og gætti að en kom
hvergi auga á lágfótu. Þegar ég kom aftur inn í tjaldiö haföi Kristoffer
lagt undir sig sleöann meö pví aö teygja úr sér í svefninum, svo ég
greip til hreindýraskinnsins, lagöi Það á ísinn og maöur var fljótur aö
sofna aftur viö hljómkviðu Þagnarinnar.
í næturstað. Farið með grálúðu handa hundunum.
Slegíð var af Þegar við hittum veiðimannahóp á heimleið.
í átt aö dauöum selnum.
Það var liðið á morgunn pegar við vöknuðum, sama mistrið lá yfir og
Það var ekki veiðilegt Því á Þessum slóöum kemur selurinn aðeins upp
um öndunarholurnar Þegar sólin skín. Það var Þó Þaó minnsta að
kanna málið og ekki leiö á löngu Þar til viö vorum komnir af stað. Viö
stefndum í átt til svæöis Þar sem miklir straumar eru í hafinu og ísinn
Því mjög Þunnur, en einmitt Þar eru flestar öndunarholurnar. Heppnin
var með okkur Þennan dag Því allt í einu brauzt sólin í gegn og nú var
ekkert aö gera nema bíöa. Vió vorum í um Þaö bil 400 m fjarlægð frá
öndunarholu Þegar selur vatt sér par upp og viö gáfum honum tíma til
Þess að koma sér fyrir í makindum. Kristoffer haföi engan sel skotiö
Þennan vetur og átti Því leik, ég var búinn aö skjóta nokkra síöustu
daga. Ég haföi Þjálfast nokkuö í aö stjórna sleöahundunum, en mér
gekk illa meö hunda Kristoffers, peir virtu aðeins einn húsbónda
jafnvel Þótt ég hefði svipuna í hendi mér og vald hennar. Þegar
veiðimaöurinn hafói skriöið um 200 metra í átt aö öndunarholunni Þar
sem selurinn lá, Þá spruttu hundarnir upp og tóku á rás Þótt ég
sveiflaöi svipunni yfir höfði peirra. Ég rétt náöi í sleðann og hékk aftan
í honum spöl áöur en ég komst á fætur og reyndi aó sporna viö. Þegar
viö fórum yfir litla rifu í ísnum náói ég spyrnu sem dugði, en Þaö stóö
ekki lengi, Því hundarnir eru sterkir og eftir nokkrar mínútur varö óg
aó gefast upp. Þetta voru 10 hundar og hver getur dregið á annaö
hundraö kíló. Örmagna náói ég aö henda mér á sleöann og varö aó láta
hundunum eftir að rása út á ísinn. Eftir drykklanga stund var ég aftur
tilbúinn í slaginn, og meö svipuna í hönd hljóp ég fram úr hundunum
og baröi pá niöur, tók síöan forystuhundinn og sneri honum við,
öskraöi af lífs og sálar kröftum á greyin og peir hundskuðust af stað í
rétta átt. Kristoffer haföi fylgst meö Þessu allan tímann og porði sig
ekki aó hreyfa af ótta viö að selurinn kynni aó styggjast og stinga sér.
En nú tók ekki betra viö. Hundarnir tóku strikiö beint á veiðimanninn
og létu ekki að stjórn og ég Þorði ekki að öskra af ótta viö aó styggja
selinn. Þetta reyndist rétt ákvöröun, pví hundarnir lögðu niður rófuna
Þegar Þeir komust að húsbónda sínum. Aftur stóö ég og sveiflaði
svipunni yfir höfói Þeirra og Kristoffer hélt áfram skriðinu út á ísinn.
Og svo kom aö pví aó færið var í lagi og skotið reiö af. Bráóin
haggaðist ekki á ísnum og nú vorum viö komnir í ham Því við vorum
svangir og hundarnir líka. Eftir göngu út á mjög punnan ís komst ég
loks í færi við sel og Þaö var auöveld bráð á stuttu færi. Skömmu síóar
sá ég Þriöja selinn handan viö ísmulning og ég varö aö skríóa nokkur
hundruð metra til Þess aö komast aó honum. Þegar nær kom sá ég aö
petta voru tvö dýr og bar pví vel í veiði. En Þegar ég átti nokkra metra
ófarna aó misfellu í ísnum sem ég ætlaöi að skjóta frá, dundi við skot
og selirnir hurfu á augabragói niöur um öndunarholuna. Kristoffer
haföi séð sel koma upp í lítilli vök og reyndi aó skjóta hann á sundi,
nær vonlaust og tókst ekki, en gat ekki setið á sér í hita
veiðimennskunnar. Fleiri seli sáum viö ekki pann daginn, enda búnir
aö veiða nóg fyrir okkur og okkar.
Og áfram var haldið á sleöanum, dagur aó kveldi, aukinn Þungi fyrir
hundana, en Þeim virtist líka lífiö vel. Aö toga er Þeirra mál, Þeirra líl
og vió tókum stefnu sem hallaöi aö landi. Langt í fjarska paut refur yfir
ísinn og hvarf á örskoti, en viö dóluöum hins vegar á pessari brynjuöu
skikkju noröursins. Veiöimenn á heimleiö.
I