Morgunblaðið - 09.08.1979, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 1979
í síðustu viku fórum við
stutta gönguferð eftir vestri
barmi Almannagjár. í þetta
sinn skulum við ganga lengri
göngu og heimsækja eyðibýlin,
sem er að finna innan þjóð-
garðsgirðingarinnar. Einn ljóð-
ur er þó á og hann er sá, að
komast aftur að bflnum, þar
sem hann verður skilinn eftir.
En einhver lausn ætti þó að
finnast á þvi máli að göngu
lokinni eftir 3—4 klst.
Við hefjum gönguna við Sleða-
ás, en hann er sunnanundir
Ármannsfellinu. Þar eru tröppur
yfir þjóðgarðsgirðinguna, rétt
hjá hinni gömlu skilarétt Þing-
vallahrepps. Eftir að hafa skoð-
að þessa gömlu rétt, sem hlaðin
er úr hraungrýti og hefur nú
Þingvellir11
lokið hlutverki sínu, leggjum við
af stað eftir hinni fornu götu
heim að Hráuntúni. Skammt frá
réttinni er varða og vísar hún
okkur rétta leið að götuslóðan-
um. Þegar gatan er fundin er
ekki annað eftir en rölta eftir
henni gegnum hraunið og innan
stundar erum við komin að
rústunum af þessu býli, sem
fyrrum var iðandi af lífi og
starfi en er nú ekki annað en
minning. Hér er margt, sem
vitnar til hins liðna: Túngarður
úr hlöðnu grjóti, rústir bæjar-
og útihúsa, og svo vatnsbólið,
sem hefur verið suðvestanundir
húsveggnum. Eftir að við höfum
dvalið hér um stund, og reynt að
átta okkur á húsaskipan og
starfsháttum þeirra, sem hér
bjuggu, leggjum við aftur af stað
og stefnum í áttina að Skógar-
koti. Sunnarlega í túninu er skar
í túngarðinn og förum við í
gegnum það. Þá hittum við aftur
á götuna og henni fylgjum við
alla leið að Skógarkoti. Víðast er
götuslóðinn skýr, en þó er rétt að
fara að með gát, þegar farið er
yfir veginn, sem lagður var 1974,
svo við töpum ekki slóðinni
okkar. En þessi hraðbraut hætti
að gefa okkur örlítið umhugsun-
arefni. Við fetum eftir götuslóð-
um, sem feður okkar tróðu í
hartnær 11 aldir, en framhjá
þýtur kynslóð nútímans í glæsi-
vögnum vélaaldar, eftir vegi,
sem gerður var með nútímatækj-
um, án teljandi líkamlegs erfiðis.
En samt virðist hún ekki vera
ánægð með hlutskipti sitt.
Héðan frá þjóðveginum er
stutt heim að Skógarkoti. Þar
eru ummerkin mjög áþekk og í
Hrauntúni, en þó hefur stein-
steypan verið notuð hér við
byggingu íbúðarhússins. Við
skulum tylla okkur örlitla stund
á tóttarbrot og virða fyrir okkur
fjaliahringinn, sem umlykur
Þingvallasveitina og sést svo
skýrt og vel héðan. Nöfn fjall-
anna verða ekki nefnd, þau
finnast á kortinu, sem er ómiss-
andi í ferð eins og okkar.
Þjóðgarðurinn var stofnaður
með lögum árið 1928 og gengu
þau í gildi árið 1930. Fljótlega
eftir það var byggð lögð niður í
Hrauntúni og Skógarkoti.
Fyrrum lá leið þeirra, sem
riðu til Þingvalla og komu frá
Laugarvatni eða úr Grímsnesinu
hér fyrir neðan túnið í Skógar-
koti. Við getum því valið um
tvær leiðir. Farið til vinstri í
áttina að Vellankötlu í norðaust-
urhorni Þingvallavatns eða til
hægri í áttina að Almannagjá.
Um þessa fornu götu hefur
margt stórmennið lagt leið sína í
aldanna rás, en voldugastir
munu þó konungarnir Kristján
9. og Friðrik 8. hafa verið, því
þeir fóru hér um ríðandi á leið
austur að Gullfossi og Geysi, er
þeir heimsóttu ísland, Kristján
árið 1874 og Friðrik árið 1907.
Það var mikið um að vera á
Þingvöllum 6. ágúst 1874. Um
1000 manns höfðu safnast þar
saman til að halda þjóðhátíð.
Bjuggu þeir í tjöldum. Kristján
konungur hafði riðið austur að
Gullfossi og Geysi en átti að
koma að austan síðari hluta þess
dags. Með honum var margt
tiginna manna. Þegar fréttin um
að konungur væri stutt undan
barst til Þingvalla, stigu 12
mekterbændur á bak hestum
sínum og riðu í áttina að Skógar-
koti. Var Tryggvi Gunnarsson
síðar bankastjóri, foringi hóps-
ins. Hér, rétt fyrir utan túnið í
Skógarkoti mættu þeir konungi
og færðu honum hollustukveðjur
frá hátíðargestunum. Síðan riðu
þeir fyrir konungsfylkingunni til
baka á Þingvöll. Þá var ekkert
gistihús á Þingvöllum, svo kon-
ungurinn varð að gista í kirkj-
unni. Rúmri öld síðar fetum við
þessa sömuslóð, sem nú er grasi
gróin og geymir aðeins minningu
hins liðna.
„Sérstakt dá-
læti á íslandi”
„Þetta er í sjöunda skipti
sem viö komum til íslands.
Þegar viö komum hingað
Þá reynum við að stunda
göngur í óbyggðum,“
sögðu hjónin Kurt Jaksch
og kona hans Gertrude frá
Austurríki Þegar við hitt-
um Þau á förnum vegi.
„Að þessu sinni fórum
við í góðan göngutúr frá
Kálfafelli og aö Eldgíg við
rætur Vatnajökuls. Þetta er
31 kílómetra löng leið og
yfir bæöi fjöll og ár að fara.
Við vorum eina viku í ferö-
inni en þessa viku sáum við
engar aðrar mannverur.
Eina lífið sem á vegi okkar
varð var gróður, fuglar,
sauðfé og hestar."
Leiðin sem þau hjónin
lögöu aö baki liggur með-
fram Djúpá, sem á upptök
sín í Vatnajökli. Þau lögðu
upp frá Kálfafelli, gengu
síöan Rauðabergsheiði og
um Hrafnagjá. Síðan lá leið
þeirra gegnum Álftadal og
framhjá Langagili þar til
- segja austurrísk
hjón sem eru hér
í sjöunda skipti
þau komu aö Éldgíg við
rætur Vatnajökuls. Þau
hjón sögðust vera mikið
áhugafólk um útivist og
fjallgöngur, enda er Kurt
Jaksch jarðfræðingur að
mennt. Þau eru búsett í
Innsbruck í Austurríki en
ferðast víöa um lönd. Þau
sögöust þó hafa sérstakt
dálæti á íslandi af þeim
löndum sem þau heföu
heimsótt, því vegna nátt-
úrufegurðar og ósnortinnar
náttúru þá væri það eins
konar gósenland áhuga-
fólks um útivist.
Kurt og Gertrude Jaksch eru nú hér á Íslandí í sjöunda skipti,
og hafa nú nýlega gengiö frá Kálfafelli aö Eldgíg við rætur
Vatnajökuls. Ljósm. Mbl. Krlstlnn.
Svipmynd frá hádegisverðinum.
I JlP
Ólafur Kristjánsson flytur ávarp
eftir að hafa tekiö við gjöf
Bolvíkingafélagsins.
Gamlir Bolvíkingar á heimaslóð
Bolungarvík 6.8.1979
VIÐ Bolvíkingar fengum
skemmtilega heimsókn nú um
Verslunarmannahelgina því
hingað kom hópur gamalla Bol-
víkinga sem búsettir eru í
Reykjavík, alls 46 manns.
Það var Bolvíkingaféiagið í
Reykjavík sem stóð fyrir ferð-
inni. Bæjarstjórn Bolungarvíkur
bauð hópnum til hádegisverðar á
laugardag. Þar afhenti Hulda
Bertel Magnúsdóttir fararstjóri
hópsins, Olafi Kristjánssyni for-
seta bæjarstjórnar fánastöng að
gjöf frá Bolvíkingafélaginu til
Bolungarvíkurkaupstaðar. Að
hádegisverðinum loknum var
haldið til Skálavíkur, þar skoð-
aði hópurinn húsakynnin að
Minni-Bakka sem er sameign
Bolvíkingafélagsins, Verkalýðs-
félagsins og Kvenfélagsins, og
síðan var gengið um Skálavík
undir leiðsögn Jónasar Halldórs-
sonar fyrrum bóna í Skálavík.
Hópnum voru boðin ókeypis
afnot af Sundlaug Bolungarvík-
ur á sunnudagsmorguninn, en
eftir hádegi skoðaði hópurinn
ráðhúsið og síðan var gengið um
bæinn í fylgd Ólafs Kristjáns-
sonar og síðdegis á sunnudag var
farið að minnismerki Þuríðar
Sundafyllis. Þar sagði Benedikt
Þ. Benediktsson frá landnámi
Þuríðar í Bolungarvík.
Hópurinn hélt síðan til
Reykjavíkur að morgni mánu-
dagsins. — Gunnar.
Hópurínn ásamt nokkrum heimamönnum fyrir utan fálagsheimili Bolvíkinga. Ljósm. Gunnar