Morgunblaðið - 09.08.1979, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.08.1979, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 1979 Ingimar Sigurðsson deildarstjóri: Matvæli - eftirlit Á undanförnum vikum hafa átt sér stað miklar umræður um mat- væli og eftirlit með þeim. Slíkar umræður hljóta að vera af hinu góða svo framarlega sem ekki er fjallað um slík mál af vankunnáttu og ekki eru hafðar í frammi hreinar rangfærslur. Þeir, sem að þessum málum hafa starfað, vita að mjög erfiðlega hefur reynst að beisla almenning til virkr- ar þátttöku í þessum málum, ef undan eru skilin Neytendasamtökin, sem á margan hátt hafa unnið hér merkilegt starf, sérstakleg ef tekið er tillit til möguleika þeirra sam- taka til afskipta af málum sem þessum, en samtök neytenda eru hér veik miðað við hliðstæð samtök erlendis, enda gilda engin lög um slíka starfsemi hér á landi. Það er helst að almenningur láti sig þessi mál varða, éf eitthvað sérstakt kemur fyrir, eins og nú eftir að Neytendasamtökin hafa hirt niður- stoður kannana á vissu lagmeti. Að öðru jöfnu varðar almenning lítið um þessi mál og má það furðu sæta þar sem hér er um að ræða höfuð hollustumál þjóðarinnar, sem snert- ir hvcrn einasta mann. Kkki var ætlunin að fjalla um þessa hluti sérstaklega hér, en því er þeirra getið, að eflaust er hér að leita skýringanna á vankunnáttu, ekki bara almennings á þessum málum, heldur og margra þeirra, sem starfa að slíkum málum hér á landi, bæði beint og óbeint. Það sem fær mig til þess að drepa niður penna á þessum vettvangi er fyrst og fremst sá mikli misskiln- ingur, sem fram hefur komið um það, hverjum beri að annast eftirlit með matvælum, hvaða reglur gildi um matvælaframleiðslu og dreif- ingu þeirra, hver séu afskipti ríkis- valdsins og hvað ríkisvaldið hefur gert. Um heilbrigðis- og hollustueft- irlit almennt gilda lög nr. 12/1969 um hollustuhætti og heilbrigðiseft- irlit. Hvað snertir matvæli gilda ennfremur lög nr. 24/1936 um eftir- lit með matvælum og öðrum neyslu- og nauðsynjavörum og auk þess lög nr. 85/1968 um eiturefni og hættu- leg efni. Fyrstu lög, sem sett voru um matvæli almennt, voru lög nr. 24/1936, sem áður eru nefnd og eru mörg ákvæði þeirra í gildi enn í dag. í 7. gr. 1. málsgr. þeirra laga segir: „Almennt eftirlit með framkvæmd laga þessara hafa lögreglustjórar, hver á sínum stað, með aðstoð héraðslækna, heilbrigðisnefnda og tollvörslumanna." í síðustu máisgr. þessarar sömu greinar segir: „Ráð- herra er hcimiit að ákveða nánar í reglugerö um tilhögun eftirlitsins. I reglugerðinni má ákveða, hverjar aðferðir skuli viðhafa við rannsókn- ir á matvælum og öðrum neyslu- og nauðsynjavórum, til að sannreyna vörurnar. Kostnaður við eftirlitið greiðist úr rikissjóði. Heimilt skal þó með regiugerðarákvæði að leggja gjald á vörur þær, sem eftirlitinu eru háðar, til greiðsiu á þeim kostnaði, og skal það gjald miðað við verðmæti framleiðslunnar eða innflutnings." Einhverra hluta vegna láðist að fella niður þessi ákvæði við setningu laga nr. 12/1969 um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit. Það gefur auga leið að lögreglustjórar eru alisendis ófærir að leysa slík verk- efni af hendi, enda skortir þá sérkunnáttumenn til slíkra starfa. Hafa þeir reyndar ekki komið ná- lægt þessum málum á undanförnum áratugum nema ef grípa hefur þurft til lögregluaðgerða. Hinn raunveru- legi eftirlitsaðili er heilbrigðisnefnd viðkomandi sveitarfélags, sem nýtur þá aðstoðar heislugæslulæknis (áð- ur héraðslæknis) og annarra aðila, sem tök eru á. Kostnaður við mat- vælaeftirlit hefur ekki verið greidd- ur úr ríkissjóði nema að um hafi verið að ræða rannsóknir vegna matvælaeftirlitsins. Hið hefð- bundna eftirlit hefur verið í höndum heilbrigðisnefndanna og á kostnað sveitarfélaganna. Samkvæmt 1. gr. laga nr. 12/1969 um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit ber sveitar- félögum að annast heilbrigðiseftirlit hvert fyrir sig með þeim undantekn- ingum, sem sérlög kunna að kveða á um Slík sérlög eru að sönnu mörg og er einna getið hér að íraman. Auk þeirra má nefna, að heilbrigðis- yfirvöld hafa ekkert eftirlit nieð hoiiustu útfluttra sjávarafurða né útfluttra landbúnaðarafurða. Með yfirstjórn þeirra mála fara sjávar- útvegsráðuneytið og landbúnaðar- ráðuneytið. Varðandi setuliðssvæðið á Miðnesheiði fer utanríkisráðu- neytið með yfirstjórnina. Slík skipt- ing hefur að rnargra mati haft i för með sér misræmi og má segja að slíkt sé á engan hátt verjanlegt, nema til komi aukin samvinna nefndra aðila. Því miður hefur slík samvinna verið af skornum skammti og má reyndar segja að í vissum tilvikum komi lög í veg fyrir slikt. Þrátt fyrir ákvæði laga nr. 24/1936 um eftirlit lögreglustjóra með matvælum og greiðslu ríkisins á kostnaði við eftirlitið og deilur um gildi slíkra ákvæða með hliðsjón af síðar tilkomnum lögum, þ.e.a.s. lögum nr. 12/1969, hefur eftirlitið verið í höndum sveitarfélaga og á þeirra kostnað. Þannig hafa heil- brigðisnefndir, sem starfa eiga í hverju sveitarfélagi, annast slíkt. Þar sem heilbrigðisfulltrúar starfa annast þeir slíkt eftirlit í umboði heilbrigðisnefnda og hafa margir heilbrigðisfulltrúar hlotið nokkra menntun til slíks, þó mikið vanti á. Meö hliðsjón af framan- greindu verður varla annað sagt en tilvitnuð ákvæði 7. gr. laga nr. 24/1936 séu úr gildi fallin vegna notkunarleysis og annarrar fram- kvæmdar heldur en þar er gert ráð fyrir. Þannig hefur framkvæmd þessara mála verið í samræmi við lög nr. 12/1969 um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit, en samkvæmt þeim lögum ber ríkisvaldinu ekki að annast það sem kallað hefur verið frumheilbrigðiseftirlit, þ.á m. mat- vælaeftirlit. Á vegum ríkisins er starfrækt stofnun, er heitir Heilbrigðiseftirlit ríkisins. Hlutverk stofnunnarinnar er að hafa yfirumsjón með heil- brigðiseftirliti nú í landinu, þ.á m. matvælaeftirlitinu samkvæmt log- um nr. 12/1969, heilbrigðisreglugerð (nr. 45/1972) og þeim ákvæðum annarra laga ug reglna, er hoílustu- hætti varða og heiibrigöisnefnduin ber að sjá um framkvæmd á. sbr. nánar 4. mgr. 8. gr. laga nr. 12/1969. Með yfirumsjón er fyrst og fremst átt við það, að stofnunin fylgist með þvi hvernig heilbrigðisnefndir standi að heilbrigðiseftirliti, þ.á m. matvælaeftiriiti. Nauðsynleg fors- enda slíkrar yfirumsjónar hlýtur þá að vera leiðbeinandi starf fyrir heilbrigðisnefndirnar og fulltrúi þeirra tii þess að eftirlit sem þetta verði virkt. Gert er ráð fyrir því, að stofnunin geti gripið inn í þar sem heilbrigðis- nefndir sinna ekki skyldum sínum og hefur slíkt komið alloft fyrir, enda hafa sumar sveitarstjórnir skirrst við að kjósa heilbrigðis- nefndir þrátt fyrir skýr lagafyrir- mæli og ítrekaðar beiðnir Heil- brigðiseftirlits ríkisins þar um. Þannig hefur stofnúnin beinlínis þurft að taka að sér áðurneft frumeftirlit, ekki eingöngu með matvælum, heldur og annað heil- brigðiseftirlit. Þetta breytir þó á engan hátt þeirri meginreglu, sem er bundin í lögum nr. 12/1969 og jafnframt venju helguð, að sveitar- félögum beri að annast slíkt eftirlit. Ríkisvaldið hefur á hinn bóginn reynt að koma til móts við sveitar- félögin til þess að auðvelda þeim eftirlitið. Árið 1976 tóku til starfa Matvælarannsóknir ríkisins, sem frá 1977 starfa samkvæmt sérstök- um lögum (lög nr. 74/1977). Hér er um að ræða sjálfstæða stofnun sem hefur eigin forstöðumann. Hlutverk stofnunarinnar er m.a. að annast gerla- og efnafræðilegar rannsóknir á matvæium fyrir heilbrigðisnefnd- ir sveitarfélaganna. Eru þessar rannsóknir algjörlega á kostnað ríkisins. Auk þess hefur verið varið á undanförnum áratugum nokkurri upphæð til þess að st.anda undir matvælaeftirliti. Af eðlilegum ástæðum hefur þessi upphæð minnkað mikið hin síðari ár, eftir tilkomu Matvælarannsókna ríkis- ins. I dag eru efnafræðilegar rann- sóknir stofnunarinnar næstum orð- in tóm, þar sem fjárveitingar nafa ekki fengist tíi siiks. Aðrar opinber- ar rannsóknastofnanir hafa annast efnafræðilegar rannsóknir sam- kvæmt beiðni og í samvinnu við Matvælarannsóknir ríkisins, en slík verkefni eru algjor viðbótarverkefni þessara stofnana eins og skilja ber. Með hhðsjon af þeim tiðindum, sem öllum eru í fersku rninni, er vonandi að augu fjárveitingavaldsins opnist fyrir nauðsyn efnafræðirannsókna á vegum Matvælarannsókna ríkísins, en lög gera beinlínis ráð fyrir slíkum rannsóknum, en við ramman reip hefur verið að draga til þessa. Þótt ýmislegt sé hér ógert hefur það ekki við rök að styðjast, að ríkisvaldið hafi hér ekkert aðhafst á undanförnum árum eins og haldið hefur verið fram í fjölmiðlum. Heilbrigðisnefndir sveitarfélaganna hafa notfært sér þjónustu Matvæla- rannsókna ríkisins mjög mikið, Haraldur Asgeirsson: Ilaraldur Ásgeirsson. mannvirkjum. Algengast er að alkali-kísilskemmdir komi ekki fram í síe.vpu fyrr en nún er orðin tíu ára eða eldri. Framangreind skýrsla er fyrsta upinherun þess að alkali kísilefnahvörf séu hér alvarlegt vandamál í íbúðarhúsum. og því staðfesting á hinum illa grun. Víst er að pennar blaða, eins og aðrir íbúar þessa lands myndu lítið vita um orsakir skemmd- annna ef ekki hefðu notið niður- staðna Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins. Nánast eru engar aðferðir þekktar til þess að stöðva alkaii— kísilefnahvörf og engar þjóðir hafa við alveg hliðstæðan vanda Um steinsteypunefnd Vegna nokkurra ritsmíða sem birst hafa í blöðum að undanförnu og valdið gætu misskilningi les- enda og skert traust þeirra á störfum Steinsteypunefndar óskar Rannsóknastofnun byggingar- iðnaðarins að birta eftirfarandi greinargerð: Tilurð Stoinstcypunoíndar Að tillögu Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins setti Iðnaðarmálaráðherra árið 1967 á lagggirnar „Nefnd til að kanna þenslur og þar af leiðandi grotnun í steinsteypu". Farið var eftir dönsku forsniði og valdir í nefnd- ina menn frá helstu ábyrgðar- aðilum í byggingarstarfsemi í landinu. Nefndin leitaði til fjárveitinga- valdsins um stuðning við starf- semi sína árið 1967 og 1968 en varð ekki ágengt. Þá ákvað nefnd- in að halda áfram störfum sem sjálfstæður starfshópur, víkkaði starfsvið sitt, nefndi sig Steiri- ste.vpunefnd, og hefir skilgreint rannsóknir sínar og kostað þær ávallt síðan sjálf við Rannsókna- stofnun byggingariðnaðarins. Sórstaða íslands Störf nefndarinnar og rann- sóknir hafa þó beinst mest að alkaliefnahvörfum, enda ineiri upplýsingaþörf á þeim þætti steyputækninnar en öðrum. Sérstaða Islands í þessum mál- um er mikil. Orsök alkaliþenslu, sem stundum veldur grotnun í ste.vpu, er samspil mikils alkali- magns, virkra fylliefna og stöðugs raka í steypunni, en alla þrjá þættina þarf til. Hér á landi eru hráefni til sementsgerðar þess eðlis að íslenskt sement verður óhjákvæmilega alkaliríkt, fylliefni eru glerkend vegna ungrar jarð- myndunar og veðráttan er slag- viðrasamari hér en annars staðar þekkist. Rannsóknir okkar og vinnuplön hafa líka mótast af þessari sér- stöðu. Við höfum birt niðurstöður þeirra, einnig í erlendum fagtíma- ritum og t/rir fjölþjóðlegum vísindaráðstefnum. Þetta hefur vakið eftirtekt erlendra fræði- manna og þess vegna tókst svo til að margir virtustu vísindamenn á þessu sviði sóttu ráðstefnu hér 1975, en hún hafði mikil áhrif á þróun rannsókna okkar. Ástand útvosgja Skýrsla um rannsóknir á steypuskemmdum i íbúðarhúsum var gefin út um s.l. áramót. Þessi úttekt sýnir að alvarlegar skemmdir af völdum alkali-kísil- efnahvarfa koma nú fram í stein- steyptum íbúðarhúsum. Við hætt- unni var varað strax 1963, þegar mælingar fyrst sýndu að sum fylliefnin á Reykjavíkursvæðinu væru virk. Ekkert var þó aðhafst af hálfu byggingaryfirvalda, enda voru skemmdir af þessum sökum taldar ólíklegar í íbúðarhúsum og óþekktar í heiminum í slíkum að glíma. Þess vegna verðum við sjálf að leysa hann. Skinins vantar Það brennur á okkur nú að margmilljarðaverðmæti í íbúðar- eign okkar eru í hættu, en fyrsta staðfesting þess að alvarlegar skemmdir komi fram í íbúðarhús- um fékkst fyrir rúmum þrem árum. Ekki er heldur að undra þótt skemmdir raski sálarró þeirra sem fyrir þeim verða. Ljóst ætti því að vera að það er nauðsyn að auka rannsóknir á þessu sviði, og ættu a.m.k. tveir sérfræðingar að sinna þeim eingöngu. Pozzulanefni Ekkert Liparft Því reynir nú á hvort sama skilningsleysið muni ríkja hjá fjárveitingavaidinu og áður, og tillögur Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins þá skornar niður án tillits til verkefna. Ástandið er nú þannig að þó að stofnunin gcti rneð eigin tekjum staðið undir kostnaði við ráðn- ingu sérfræðings í þessum mál- um þá er henni óheimilt að gera það. Þetta er fásinna. Rannsóknir og ráðstaíanir Rannsóknastofnun byggingar- iðnaðarins lítur svo á að störf Steinsteypunefndar hafi orðið að afar miklu gagni við að byggja upp þekkingu á áhrifum alkali- efnahvarfa, og því hvernig hægt sé að draga úr skemmdum af þeirra völdum. Ýmsar ráðstafanir hafa líka verið gerðar til þess að hefta þennan skaðvald. Má þar t.d. fram telja beitingu varnaraðgerða í sambandi við stórframkvæmdir, eins og Þorlákshöfn og virkjan- irnar við Búrfell og Sigöldu. Jafn- fram má benda á það að rann- sóknirnar hafa leitt í Ijós afar jákvæð áhrif af blöndum pos- solanefna í sementið. Áhrif fín- malaðs líparíts og kísilryks á þenslu múrstrendinga er sýnt í eftirfarandi töflu, en til hliðsjónar eru kröfur nýútgefinnar bygg- ingarreglugerðar. Járnblendirykið eykur auk þess verulega styrk- leika sementsins, og því virðist kísilryksíblöndun nú hagkvæm- asta leiðin til þess að sneiða hjá hættunni. Því ber að fagna að rannsóknarniðurstöður voru fengnar, og sementsverksmiðjan raunar byrjuð á framleiðslu Múrstrendinifaþensla eftir ri 1. mán. 3. mán. 6. mán. 1 ár 2. ár 0 0.042 0.150 0.260 0.320 10 0.02B 0.049 0.090 0.150 • — 15 0.005 0.020 0.025 0.044 — 25 0.009 0.017 0.017 0.026 Kísilryk 5 0.011 0.021 0.028 0.062 — 7.5 0.002 0.017 0.023 0.035 — 10 0.02 0.012 0.014 0.021 Kröfur 0.050 0.100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.