Morgunblaðið - 09.08.1979, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 09.08.1979, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 1979 15 Samnorræna fóstruráðið: „Tryggja þarf uppeldistimhverfi barna með skýrum og bindandi lögum og fjárveitingu” Ingimar Sigurðsson enda má segja að hún sé grundvöll- ur undir raunhæfu matvælaeftirliti. Þannig hefur Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkurborgar, sem starfar á vegum heilbrigðismálaráðs Reykja- víkur og í nánum tengslum við borgarlækni, nýtt sér þessa þjón- ustu mjög mikið og hið sama má segja um heilbrigðisnefndir Kópa- vogs og Hafnarfjarðar. Hins vegar hafa sumar heilbrigðisnefndir ekki séð ástæðu til þess að nýta sér þá möguleika, sem þarna hafa skapast til heilbrigðiseftirlits, og er þar komið að sama skilningsleysinu og vikið er að hér áður. Miklar sakir hafa verið bornar á framleiðendur matvæla í framhaldi af niðurstöðu Neytendasamtakanna á tilteknum lagmetisafurðum. Ekki ætla ég mér að bera í bætifláka fyrir þá á þessum vettvangi, til þess eru syndir þeirra margra of miklar. Ég vil hins vegar benda á, að ekki er eingöngu við framleiðendur að sak- ast. Eftir þeim upplýsingum, sem ég hefi fengið er víða pottur brotinn við geymslu á matvælum t.d. í verslunum. í slíkum tilvikum er ekki við framleiðendur að sakast hafi þeir á annað borð virt þær reglur, sem í gildi eru. Nýlega hafa fundist í verslunum niðurlagðar matvörur, sem framleiddar voru á árinu 1973 og kom slíkt greinilega fram. Talið er samkv. norskum heimildum, að hámarksgeymslutími niðursuðuvara sé um tvö ár. Varla getur nokkur kaupmaður vaðið í þeirri villu, að niðursuðuvörur geymist óendanlega. í umræddu tilviki er varla við framleiðandann að sakast. Hið sama má reyndar segja um það, ef í verslunum finnast kolryðgaðar niðursuðudósir, sem verið hafa þar í háa herrans tíð, eins og nýleg dæmi sanna. Varla dytti nokkrum í hug að sjóða niður í slíkar dósir, svo illt viljum við engum manni. Það sem skelfir mig einna mest í sambandi við þessi mál er ókunn- átta þeirra, sem eftir settum lögum og reglum eiga að starfa. Þannig er í Morgunblaðinu 6. júlí sl. haft eftir Birgi Þorvaldssyni hjá íslenskum sjávarréttum, að ekki þurfi nein sérstök skilríki til að hefja mat- vælaframleiðslu (niðurlagningu). Haft er eftir Birgi að hver sem er geti keypt sér dósir og byrjað að leggja í þær matvæli, fari hann að settum reglum. Hér er alrangt farið með staðreyndir. Samkvæmt reglu- gerð nr. 250/1976 um tilbúning og dreifingu matvæla og annarra neyslu- og nauðsynjavara, ber að afla leyfis til allrar matvælafram- leiðslu hjá viðkomandi heilbrigðis- nefnd eða þar sem slíku verður ekki viðkomið hjá Heilbrigðiseftirliti ríkisins, samanber 6. gr. reglugerð- ar nr. 101/1977 um breytingu á reglugerð nr. 250/1976. Hér er ekki um nýmæli að ræða í sjálfu sér þar sem ákvæði þessa efnis höfðu verið í reglugerð frá 1939, en þá var slíkt í höndum lögreglustjóra. Með hliðsjón af þessu þykir mér tilhlýðilegt að fara nokkrum orðum um setningu reglu- gerðar nr. 250/1976 og hvernig að henni var staðið: Reglugerð nr. 250/1976 var undir- rituð 31. maí það ár og öðlaðist gildi 1. mars 1977. Aðlögunartími var þannig óvenjulangur, eða um 9 mánuðir. Hafði reglugerðin verið send til umsagnar margra valin- kunnra aðila meðan á vinnslu henn- ar stóð, en reglugerðin var í vinnslu í rúm 2 ár. Reynt var að kynna hlutaðeigandi aðilum nýmæli reglu- gerðarinnar, sem voru mörg. Gaf heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytið, sem fer með yfirstjórn þess- ara mála, út nokkrar fréttatilkynn- ingar í þessum tilgangi, auk þess sem Heilbrigðiseftirlit ríkisins gerði sér far um að leiðbeina heilbrigðis- nefndum og framleiðendum. í febrúar-mánuði 1977, þ.e.a.s. rétt fyrir gildistöku reglugerðarinnar, hélt Heilbrigðiseftirlit ríkisins í samvinnu við ráðuneytið, námskeið um matvælaeftirlit, þar sem boðið var fulltrúum heilbrigðisnefnda og fulltrúum matvælaframleiðenda. Var námskeið þetta mjög vel undir- búið af hálfu Heilbrigðiseftirlits ríkisins og vel sótt af hálfu heil- brigðisefnda, en hið sama verður ekki sagt um framleiðendur. Aðeins sóttu námskeiðið fulltrúar stærstu matvælaframleiðenda og er mér ekki kunnugt um að þeir hafi, þá þeir hefðu til þess búnað, brotið gegn fyrirmælum reglugerðarinnar, allavega hvað snertir vörumerking- ar. Þannig eru allar fullyrðingar framleiðenda um ókunnugleika á settum reglum léttvægar. Geta þeir sér einum um slíkt kennt. því að ég held að mjög erfitt sé að standa betur að kynningu en gert var á sínum tíma, sérstaklega hvað snert- ir þá aðila, sem starfa að þessum málum beint. Það er ósk mín að framanritaður greinarstúfur varpi einhverju ljósi á þann frumskóg, sem hér hefur vaxið og menn hafa með rangfærslum og af ókunnugleika gert torfærari en efni standa til og þykir þó mörgum ófærðin mikil fyrir. Morgunblaðinu hefur borist eftr- farandi fréttatilkynning frá fóstru- ráðinu í tilefni af stjórnarfundi þess sem var haldinn í Reykjavík 5. júlí 8.1. „Alþjóðaár barnsins er að hálfu liðið. Það er skrifað, undirbúið og framkvæmt. Það er gott að börnin eru höfð í huga, þar sem þau hafa í svo mörgum tilfellum verið snið- gengin í þjóðfélagi okkar. Þetta ár getur gefið jákvæða reynslu þeim, sem fyrir alvöru hafa á einn eða annan hátt opnað dyr sínar fyrir börnin, þannig að áframhaldandi starfsemi þeirra kemur til með að taka tillit til þeirra yngstu í þjóðfél- aginu. Árangurinn af ári barnsins er jú, að bæta lífs og uppvaxtarskilyrði barna til frambúðar. Til eru börn í okkar norrænu iöndum, sem lenda utangarðs vegna sögulegs eða þjóðfélagslegs uppruna. Sú aukning í þjóðartekjum sem breytt hefur þjóðfélagi okkar úr fátæku þjóðfélagi í velferðarríki, hefur haft í för með sér, að bæði skipulagning á þjóðfélagi og stjórn- málalegt gildismat hefur miðast við hina starfandi aldurshópa. Þörfin hefur snúist um hreyfanlegt og fáanlegt vinnuafl. Aftur á móti hafa þeir aldurshópar sem taka ekki þátt í atvinnulífinu þ.e.a.s. börn og ung- menni verið allt of oft sett til hliðar í einhliða vanræktu þjóðfélagslegu umhverfi. Árekstrar milli ábyrgðar í starfi og skyldu við uppeldi, hafa aukist við það, hve algengt er að báðir foreldrar vinni utan heimilis. Nauðsynlegustu endurbætur á kjör- um barna miðast við breytingar á vinnuaðstæðum fyrir foreldra. Nú á dögum er ókeypis skólaganga sjálfsagður hlutur meðal norrænna barna. Við krefjumst þess að öll börn hafi möguleika á ókeypis dvö! á dagvistarheimili. En við viljum leggja áherslu á, að hvorki venjuleg- ar reglur fjölskyldunnar né dagvist- arheimili eða skóli, geta ein sér brúað bilið milli stétta þjóðfélagsins. Hinn þjóðfélagslegi arfur: tekjur foreldra, vinnuaðstaða vinnutími og umhverfi á vinnustað endurspeglast i þroskamöguleika barnsins. Við verðum öll og ekki minnst ábyrgir. stjórnmálamenn að gera okkur glögga grein fyrir þeim að- stæðum sem börn okkar alast upp við. Sá skilningur verður einnig að ná til þeirra staðreynda að iðnaðar- þjóðfélög hagnast á þróunarlöndun- um. Við berum ábyrgð á því, að börn í þróunarlöndunum njóta ekki al- mennra mannréttinda. Við verðum að miðla þessum skilningi til þeirra barna, sem við ölum upp, svo að þau öðlist vilja og þekkingu til þess að breyta eigin lífskjörum og annarra. Til að barnaárið missi ekki mark- mið sitt, er mikilvægt að það sé ekki eingöngu skipulögð tilfallandi störf fyrir börn okkar, heldur er mikil- vægara að umfangsríkar ákvarðanir séu teknar, er hafa varanleg áhrif á velferð og framtíðarþroska barna okkar. Það þarf að tryggja uppeldisum- hverfi barna með skýrum og bind- andi lögum og fjárveitingum til að gera þetta framkvæmanlegt." sements með innfluttu kísilryki nokkru áður en Járnblendiverk- smiðjan hóf störf. Lokaorð Á rúmlega 12 ára starfsferli hafa eðlilega orðið mikil manna- skipti í Steinsteypunefnd, — en maður hefir komið í manns stað, - m.a. Páll Ólafsson, fulltrúi Landsvirkjunar í stað Páls Flygenrings núverandi ráðu- neytisstjóra. Allir upphaflegu aðilanna eiga þó enn fulltrúa í nefndinni, en s.l. haust var sam- þykkt að bjóða Steypustöðvunum í Reykjavík og Björgun h.f. aðild, og Steinsteypufélag Islands hefir átt fulltrúa í nefndinni frá stofnun þess félags. Allar rannsóknir nefndarinnar eru framkvæmdar við Rannsókna- stofnun byggingariðnaðarins og stofnunin hefir stjórnað störfum hennar. Á s.l. ári kostuðu þessar rannsóknir 11,5 milljónir kr. en í ár er kostnaður áætlaður 16 millj- ónir kr. Greiðsluaðilar nefndarinnar hafa verið: Borgarverkfræðingur, Landsvirkjun, Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins, Sements- verksmiðjan, Vegamálastjóri og Vitamálastjóri. Við þennan lista bætast nú Steypustöðvarnar í Reykjavík og Björgun h.f. Dylgjur um falsanir og óvísindaleg vinnubrögð við Rann- sóknastofnun byggingaiðnaðarins og í Steinsteypunefnd eru ekki svars verðar. Þvert á móti er ástæða til að þakka aðilum Stein- steypunefndar einskæran áhuga og ósérdrægni í störfum að þess- um ábyrgðarmiklu rannsóknaverkefnum. Haraldur Ásgeirsson. Rit Rh um alkali kísil efnahvörf: Rit 12: AlkaliefnahreytinKar í steinsteypu - 1971 Rit 16: Symposium un alkali-aKKreKate reaction. Preventive measures — 1975 Rit 33: Steypuskrmmdir — ástandskönnun - 1979 Rh-lausblaA: Steypuskemmdir — 1978 Alkali-kfsil efnabreytinKar í steinsteypu. kröfur til fylliefna — 1979 TímaritaKreinar: Cement and Concrete Reserarch Vol 5 — 1975 Cement and Concrete Research Vol 9 — 1979 Tímarit VFÍ 2. hefti - 1978. • • Olvaður velti bíl UM sjöleytið á sunnudagsmorgun fann lögreglan í Keflavík bíl á hvolfi skammt frá afleggjaranum við Efri-Klöpp í Miðneshreppi. Enginn ökumaður var á staðnum þegar bíllinn fannst, en bíllinn hafði augsýnilega oltið nokkrar veltur. Lögreglan í Keflavík hóf þegar leit að ökumanninum sem fannst seinna um morguninn heill á húfi en talsvert ölvaður. Stórslas- aðist á vélhjóli TUTTUGU og tveggja ára gamall maður stórslasaðist á vélhjóli á Grindarvíkurvegi á mánudag. Hann ók vélhjólinu á töluverðum hraða frá afleggjaranum á Kefla- víkurvegi í átt til Grindavíkur og náði ekki beygju sem þar er á veginum með þeim afleiðingum að hann ók út af veginum, kollsteypt- ist og fór nokkrar veltur. Lögregl- an í Keflavík var kvödd á vettvang og flutti manninn á Slysadeild Borgarspítalans. Þetta er anaa J25 p Bíllinn sem vekur eftirtekt ekki bara verdsins vegna. Fiat 125P hefur vakiö athygli á íslandi m.a. vegna óvenju góðra aksturseiginleika,styrkleika og sparneytni (ca.10 I. per 100 km). Vélarstærö 85 ha hámarkshraöi 155 km. IÉ Innifalið í veröi er m.a. □ Kraftbremsur með diskum á öllum hjólum. □ Radialdekk □ Tvöföld framljós með stillingu □ Læst bensínlok □ Bakkljós □ Rautt Ijós í öllum hurðum. □ Teppalagöur □ Loftræstikerfi □ Öryggisgler □ Öryggisgler O 2ja hraða miðstöö □ Tau t sætum □ 2ja hraða rúðuþurrkur □ Rafmagnsrúðusprauta □ Hanzkahólf og hilla □ Kveikjari □ Litaöur baksýnisspegill O Verkfærataska O Gijábrennt lakk O Ljós í farangursgeymslu O 2ja hólfa karborator O Synkromeraður girkassi D Hituð afturrúöa O Hallanleg sætisbök O Höfuðpúðar O Ofl. ofl. Verö m/ryövörn [ 2.780.000 ! miðað viö gengi 7/8 '79 FÍAT EINKAUMBOÐ Á ÍSLANOI DAVÍÐ S/GUfíÐSSON hf. SlOUMÚLA 35. SfMI 85855

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.