Morgunblaðið - 09.08.1979, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 09.08.1979, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 1979 Eyjólfur J. Eyfells listmálari - Minning í dag verður til moldar borinn Eyjólfur J. Eyfells, listmálari. Hann var fæddur 6. júní, 1886, að Seljalandsseli, Vestur-Eyjafjalla- hreppi í Rangárvallasýslu. Foreldrar hans voru Jón Sigurðsson, bóndi og Guðríður Eyjólfsdóttir. Sex vikna gamall fluttist hann með móður sinni að Súluholti í Flóa, þar sem hann ólst upp að mestu leyti, en var eitt ár í Seljalandsseli, þá 8 ára gamall. Hann byrjaði að teikna áður en hann lærði að draga til stafs. Móðir hans gaf honum stílabók, sem hann átti að skrifa sínu fyrstu stafi í, en áður en honum tókst að skrifa einn staf var hver síða undirlögð fyrir teikningar. Þá var hann 5 ára gamall. í Flóanum átti hann sína æsku og unglingsár og eignaðist þar marga vini, enda batt hann æfilanga tryggð við Flóann og íbúa hans. Stundaði hann alla almenna sveitavinnu og síðar sjó- róðra, þar til hann 22 ára að aldri flutti til Reykjavíikur. Fór hann þar í teikninám hjá Stefáni Eiríkssyni myndskera. Árið 1914 ákvað Eyjólfur að gera málara- listina að sínu æfistarfi. Á þeim tíma var það ekki árennilegt ungum manni að leggja út á þá braut. Af flestum var það talið algert feigðarflan. Fyrstu sýningu sína hélt hann í KFUM:húsinu í Reykjavík árið 1919. Árið 1923 heldur hann til Dresden í Þýskalandi og er þar eitt ár á lista-akademíu hjá prófessor E.O. Simonsen-Castelli, sem var mjög vel þekktur, sérstak- lega sem portrait málari, og var honum falið að mála mynd af páfanum á sínum tíma. Til gamans má geta þess að eftir lát Castellis kom það stundum fyrir að pensillinn var eins og sleginn úr hendi Eyjólfs. Á miðils- fundi hjá Hafsteini kom það fram, að hér var að verki gamli kennari hans Castelli, sem sagðist fylgjast með honum. Eyjólfur hlaut í vöggugjöf dul- ræna hæfileika, sem hann lagði rækt við á fullorðins aldri. Hann var alla tíð einlægur spíritisti, var berdreyminn og efaðist ekki um framhaldslíf, enda taldi hann sig muna glefsur úr fyrri jarðvistum. í þessari jarðvist taldi hann sig hafa stigið það skref til fulls að losna við þann leiða löst mann- kynsins, ágirndina. Ýmsir töldu að hann seldi vek sín allof lágu verði. Hann svaraði því til, að ef guð hefði gefið sér listgáfu, hefði hann ekki leyfi til að selja hana, en vinnuna og efnið mætti hann selja. Þannig stillti hann ávallt verði verka sinna í hóf, svo sem flestir gætu eignast þau. Ég er nafuralisti, sagði Eyjólfur, og hefi aldrei verið annað í málaralist- inni. Mér var kennt að segja rétt frá og gæti þess vel að hafa myndirnar hverju sinni eins og raunveru leikinn er. Það hefnir sín alltaf að fara ekki rétt með. Ég virði þó verk margra abstrakt málara og álít að sum verk þeirra eigi líf í framtíðinni. Margt af þessu eru þó loftbólur og springa ekki einusinni með hvelli. Á sínum langa starfsaldri hélt Eyjólfur margar sýningar á verk- um sínum. Það sem háði honum oft með sýningarhald var, að verk hans seldust oft jafnóðum og þau voru fullgerð og jafnvel áður en þau voru orðin þurr. Árið 1936 hélt Eyjólfur mál- verkasýningu í Brook Street Art Gallery í London. Um þessa sýn- ingu voru lofsamleg ummæli í „Studio" og „The Observer". List- dómarinn segir að fáir myndu gera sér í hugarlund að það táknræna landslag, sem Leonardo da Vinci hefur valið sér sem bakgrunn fyrir „Monu Lísu“, myndi koma fra á nútíma lista- verkum og heldur síðan áfram. En áreiðanlega voru margar af lands- lagsmyndum þeim, er Eyjólfur Eyfells sýndi í Brook Street Gallery, sem komu manni til að hugsa, að þessi sextándu aldar málari hefði séð ísland í draumi. Samt sem áður málar Eyfells þessar myndir af föðurlandi sínu að því er virðist, ótruflaður af endurminningum um Leonardo. Með fullum og föstum norrænum pensiltökum málar hann þessar dularfullu auðnir föðurlands síns og með því að forðast ótímabærar áherzlur tekst honum að láta þær verka skýrt og lifandi á áhorfend- ur. Til gamans má einnig geta þess, að árið 1930 var haldin opinber myndlistarsýning í Listamanna- skálanum. Var þá gengið fram hjá nokkrum þekktum listamönnum, þar á meðal Eyjólfi. Þeir vildu ekki sætta sig við það og varð það úr að þeir komu upp sýningu í Landakoti. Konungi var sýnd syn- ingin í Listamannaskálanum, en ekkert minnst á sýningu hinna útskúfuðu. Konungur frétti þó af henni og fór svo, að hann keypti þar eina mynd og var hún eftir Eyjólf. Árið 1921 kvæntist Eyjólfur Ingibjörgu Einarsdóttur, prests í Reykholti Pálssonar. Éignuðust þau fjögur börn, Einar, Jóhann, Kristínu og Elínu. Bjuggu þau allan sinn búskap að Skólavörðu- stíg 4, þar sem Ingibjörg rak hannyrðaverzlunina Baldursbrá ásamt stöllu sinni Krístínu M. Jónsdóttur. Mörg hin síðustu ár hafði Eyjólfur málverkastofu í rishæð Austurbæjarskólans. Komu þar stundum saman nokkrir vinir hans að loknum vinnudegi. Var þá gjarnan dreypt á líkjörstári og rætt um allt milli himins og jarðar, og var Eyjólfur sem oftar hrókur alls fagnaðar. Var hann einkar laginn við að koma á skemmtilegri stemmningu. Urðu þá stundum til smáljóð og vísur eins og t.d. Lenin hafa erfid ár afl úr kögglum skorið þetta Ijúfa líkjör tár léttir manni HporiÖ. í skjóli meistarans Á loftinu í skólanum á lista- maður hetma Hann leikur sér að penslum og skapar dýrleg undur. Dagsins striti og erjum gott er þar að gleyma Geistleg heimsins vandamil leysast þar ísundur. Sælt er þar að bóa. sem lista- gyðjan gfstlr Gáfumenn og spekingar leysa allan vanda Og snillingurinn Eyfeils. leikur sfnar listir Með logagylltum tofrastaf, allt glæðir ferskum anda. Við kveðjum í dag þennan aldna heiðursmann, sem í mörg ár setti svip á bæinn. Var hann elskaður og virtur af öllum sem til hans þekktu. Drottinn varðveiti minningu hans. Magnús B. Pálsson. Eyjólfur J. Eyfells listmálari hefur nú kvatt þennan heim. Fáum auðnast jafn löng og farsæl ævi sem Eyjólfi. Eyjólfur var alinn upp við mik- inn skort og erfið kjör, en hann var það stórhuga að hann lét ekki fjötra örbirgðarinnar hefta sinn framgang. Hann naut lítillar menntunar í skóla sem barn, en bætti sér það fyllilega upp með sjálfsmenntun sem aldrei lauk. Þeir sem kynntust Eyjólfi fundu að allar hans skoðanir voru ákveðnar og djúpt grundaðar. Hann hafði fastmótað lífsviðhorf sem fyrst og fremst var byggt á mannkærleik og sannleiksást. Hann var sannkristinn maður. Ekki vildi hann þó binda sig við bókstafinn, heldur var hann ávallt leitandi í hugsun sinni. Eftir að hafa kynnt sér ýtarlega hin ýmsu trúarbrögð heimsins var það ætíð Hljómsveit Finns Eydals á ferð um landið Hljómsveit Finns Eydals, sem að jafnaði skemmtir dans- glöðum gestum Sjálfstæðishúss- ins á Akureyri, er nú í sumarleyfi og hyggst leggja land undir fót og skemmta fólki víða á landsbyggðinni. Hljómsveitin mun um næstu helgi koma við á Austurlandi og halda síðan til Suðurlands. Hljóm- sveitina skipa: Finnur Eydal, Gunnar Gunnarsson, Eiríkur Höskuldsson, Jón Sigurðsson og söngvarar eru Helena Eyjólfsdótt- ir og óli ólafsson. Einnig mun Ingimar Eydal koma fram sem gestur á dansleikjunum. Norðurlandamót St Georgs- gilda haldið hér 1980 ST. Georgsgildin á íslandi héldu landsþing í Reykjavík laugardag- inn 28. aprfl s.l. Reykjavfkurgild- ið sá um framkvæmd þess. Gildin á íslandi eru 5, Akraness, Akur- eyrar; Hafnarfjarðar; Keflavikur og Reykjavíkurgildi. Mörg mál voru rædd á þinginu, en hvað mest var rætt um Norð- urlandamót St. Georgsgilda sem haldið verður hér á landi sumarið 1980. Mikill undirbúningur er þeg- ar hafinn, enda búist við fjölda gesta. Stjórn landsgildisins var öll endurkjörin og er Hrefna Tynes landsgildismeistari. Um 30 gild- ismeðlimir frá Islandi munu sitja heimsþing St. Georgsgilda sem haldið verður í Bergen nú í sumar. Fulltrúar af íslands hálfu verða Björn Stefánsson frá Keflavík, Hrefna Tynes, Garðar Fenger og Nína ísberg frá Reykjavík. Einnig hefur Björn Stefánsson nýlega verið í Danmörku á þingi með gildismeisturum Norður- landa. Hann er nú í kjöri til ^lþjóðastjórnar gildanna. Ný kynslóð í sænskum skáldskap SVÍAR eru nú farnir að velta fyrir sér hvernig skáldskapur níunda áratugar muni verða. Ljóst er að hin pólitíska bylgja sem einkcnndi sjötta og áttunda áratug er ekki lengur fyrir hendi. Skáldin eru að vísu áhuga- söm um ýmsa pólitíska þætti daglegs lífs eins og til dæmis umhverfisvernd. En allt bendir til þess að stefnubreytingar sé að vænta, ekki síst í ljóðlist. Vanda- mál fjöldans víkja fyrir einka- heimi skáldsins, einstaklingur- inn er aftur orðinn verðugt yrkis- efni. f stað pólitfskrar samkennd- ar er kominn frjáls leikur hug- ans og jafnvel afstaða sem mætti kalia rómantfska. Kannski er um að ræða afturhvarf til sjötta áratugar, en lfklegast er þó að skáldskapurinn hafi fundið það jafnvægi milli hinna ólfku stefna og strauma sem vænlegt er til sköpunar minnisstæðra listaverka. Fyrir nokkrum árum sætti eitt helsta skáld Svía, Tomas Tran- strömer, nokkurri gagnrýni. Hann var sakaður um að taka ekki afstöðu, vera of lokaður inni í þröngum ljóðheimi. Ung skáld n i líta aftur á móti á Tranströmer sem lærimeistara. Meira að segja náttúrulýrik Harry Martinsons virðist hafa haft gildi fyrir ung skáld. Bergmál frá þessum skáld- um heyrist víða í ljóðum nýrrar kynslóðar. Fjölbreytni í skáldskap er ákaf- lega veigamikil. Þótt skáldin eigi margt sameiginlegt er nauðsyn- legt að þau tjái sig hvert á sinn hátt. Meðal þeirra ljóðabóka sem vakið hafa hvað mesta athygli í Svíþjóð að undanförnu er Dikter knng Sandro della Quercias liv (útg. Wahlström & Widstrand, Bðkmenntlr eftir JÓHANN HJÁLMARSSON 1979) eftir Miklas Rádström. Skáldið kallar bókina reyndar skáldsögu. Sandro della Quercia, málari og skáld, var uppi í Flórens 1406—1492. Hann dreymdi um að ná langt í list sinni, en metnaður- inn var meiri en getan, að sögn Rádströms, hann náði aldrei tak- marki sínu. Niklas Rádström minnir á að sagnfræði er ekki nákvæmlega fylgt í bókinni. Rauður þráður er ást Sandros á önnu di Urbino. Hún gekk í klaustur árið 1427. Viðbrögð Sandros urðu hatur á Guði, þeim sem rændi hann önnu. í bókinni kveðst hann vilja keppa við Guð, verða meiri en hann. Sandro fremur sjálfsmorð. Bók- inni lýkur á þessum orðum: Þrjá daga hélt heimurinn niðri í sér andanum uns Guð reis upp frá dauðum og við hlið hans Sandro della Quercia Ekki reiddist Guð Sandro þvi að guðir elska þann sem vill gerða guðum líkur vita vel að það er til einskis. Meðal þeirra kafla bókarinnar sem eftirtekt vekja er lýsing skáldsins á sjö málverkum sem Sandro hugðist mála. Draumurim um að vera eitthvað sem aldrei verður annað en draumur eu, kennir líf Sandros frá upphaf Sjálfsmorðið er eina svarið vi<‘ þ- að draumurinn gat ekki ræst. í staðinn fyrir að velja sér einhvern afreksmann endurreisn- arinnar að yrkisefni eins og mörg Niklas Rádström

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.