Morgunblaðið - 09.08.1979, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 1979 ,
19
glytta í nýtt met eftir fyrri sprett
í 250 m skeiði, en þá hljóp Skjóni
frá Móeiðarhvoli á 22.3 sek.
keppnislaust. Þar sem menn voru
orðnir „metþyrstir" var ákveðið að
leyfa aukasprett til þess að slá
metið. Þá stökk Skjóni upp og
hleypti knapinn, Albert Jónsson,
þá undir Fannar en það dugði ekki
til, en tíminn var 22.6 sek.
Seinni daginn tókst betur til, en
þá hljóp Skjóni vegalengdina á
21.6 sek. sem er 0.6 sek. undir
gildandi meti. Höfðu menn á orði
að slíkan og þvílíkan sprett hefðu
þeir aldrei séð. Mikill fögnuður
greip um sig meðal áhorfenda sem
og starfsmanna og mikið klappað.
Eigandi Skjóna er Helgi Val-
mundsson en knapi eins og áður
sagði Albert Jónsson. Annar í
skeiðinu varð svo Villingur Harð-
ar G. Albertssonar og knapi á
honum var Trausti Þ. Guðmunds-
son. Þriðji varð svo Fannar Harð-
ar G. Albertssonar, en knapi á
honum var Sigurbjörn Bárðarson.
Þessir tveir hestar hlupu báðir á
22.7 sek. en þeir kepptu um annað
sætið og hljóp Villingur þá á 22.4
sek. sem er hans besti tími til
þessa en Fannar stökk upp. Það er
sjálfsagt ár og dagar síðan Fannar
hefur hlotið þriðju verðlaun ef
hann hefur þá nokkurn tíma
skipað það sæti áður.
inn á sunnudag. Hlutskarpastur
varð Stjarni frá Litla-Vatnshorni,
eigandi Ómar Jóhannsson, en
knapi Valdimar Kristinsson, náði
hann tímanum 1.45.8 mín. Annar
varð Kóngur, eigandi og knapi
Jóhannes Jóhannesson, hann
hljóp á 1.53.8 mín. Það má geta
þess að þetta er sami Kóngur og
keppti í 350 m stökki og fyrrver-
andi íslandsmethafi í 250 m fola-
hlaupi. Má það kallast gott að vera
með hest samtímis í brokki og
stökki, þar sem erfitt gæti reynst
að ræsa stökkhest í brokkkeppni. í
þriðja sæti varð svo Ægir, eigandi
og knapi Ingimar Pálsson. Hljóp
hann vegalengdina á 1.59.4 mín.
Sennilega hefur knapinn á fyrsta
hesti í brokkinu dauðskammast
sín við verðlaunaafhendingu, inn-
an um alla nýju íslandsmethafana
sem þar voru.
Aukasprettur í
300 m stökki
Leyfður var aukasprettur í 300
m stökki svo hægt væri að fá
Islandsmet í þeirri grein líka.
Reiknað var með að Glóa myndi
slá metið, sem hún og gerði en hún
varð bara ekki fyrst. Léttfeti, sá
sem varð annar í folahlaupi, skaut
hlaupadrottningunni ref fyrir rass
og var einu sekúndubroti á undan
í mark. Þriðji hestur varð svo
Glotti. knapi og eigandi Jónas Sigurjónsson, stóó efstur í B-flokki
gæðinga.
í 150 m skeiði var sett íslands-
met og var þar að verki Gustur
Reynis Aðalsteinssonar. Náði
hann tímanum 15.0 sek. Að vísu
hefur náðst betri tími í þessari
vegalengd en það var Garpur
Harðar G. Albertssonar, hljóp
hann vegalengdina á 14.8 sek.
Þessi tími hefur ekki verið stað-
festur sem íslandsmet, þar sem
ekki var búið að samþykkja reglur
um þessa keppnisgrein þegar
Garpur náði þessum tíma.
Annar varð Trausti, eigandi og
knapi Ámundi Sigurðsson, og í
þriðja sæti varð Lyfting, eigandi
og knapi Ingimar Ingimarsson.
Þessi hross hlupu á sama tíma,
16.0 sek., og kepptu þau um annað
sætið og varð Trausti þar hlut-
skarpari.
Brokkkeppni í öldudal
Brokkið var eina keppnisgreinin
þar sem ekki var slegið íslands-
met. Segja má að brokkið hafi
verið í öldudal í sumar. Ekki hafa
náðst verulega góðir tímar. Þeir
brokkarar sem hvað mest hafa
verið í sviðsljósinu á undanförn-
um árum hafa lítið eða ekki tekið
þátt í keppnum í sumar. En hvað
um það, þá var brokkkeppnin á
Vindheimamelum hálf bragðdauf.
Sex hestar voru skráðir til leiks og
mættu aðeins tveir í seinni sprett-
Kóngur og hljóp hann einnig
undir gildandi Íslandsmetstíma,
en það er 21.3 sek. og á það Nös frá
Urriðavatni. En tímarnir urðu
sem hér segir: Léttfeti 20.8 sek.,
Glóa 20.9 sek. og Kóngur 21.2 sek.
Yfir ein milljón
í peningaverðlaun
Það verður ekki af Skagfirðing-
um skafið, að víst kunna þeir að
halda hestamót betur en aðrir.
Virðist allt gert til þess að ná
góðum árangri og ekkert til þess
sparað. Mikil vinna var t.d. lögð í
að valta völlinn. Einnig er reynt
að laða að bestu hlaupahross
landsins með háum peningaverð-
launum og má geta þess, að á
þessu móti var greidd yfir 1
milljón í peningaverðlaun og er þá
ótalinn kostnaður við verðlauna-
peningakaup. Það virðist sem sé
að Skagfirðingar leggi allt í söl-
urnar til þess eins að halda góð
mót.
Einn hestamaður úr Skagafirði
sagði að nú yrðu þeir sennilega að
láta bjóða upp stóðhestahúsið á
Vindheimamelum til þess að end-
ar nái saman. En sem kunnugt er
veita Skagfirðingar vegleg met-
verðlaun.
Að lokum vil ég þakka Léttfeta-
og Stígandamönnum fyrir frábært
GARÐ
SLATTUVELAR
Það er leikur einn að
slá grasflötinn með INÍórlett
4
Nú fyrirliggjandi margargerðir
á hagstæðum verðum.
Lágmúla 5, sími 81 555, Reykj
Af hverju VE
ASEA mótorar eru sterkir og
endingargóðir.
ASEA mótorar þola erfiðar
aðstæður.
ASEA mótorar eru 15—20% létt-
ari en mótorar úr steyptu járni.
ASEA mótorar hafa rúmgóð
tengibox. i
ASEA mótorar ganga hljóðlegaA
ASEA mótorar eru einangraðir j'
skv. ströngustu kröfum. I
ASEA mótorar hafa hitaþol skv.\.
ströngustu kröfum. \
ASEA mótorar uppfylla ströng-
ustu þéttleikakröfur.
Nítíuogfimm ára reynsla ASEA j
tryggir góða endingu.
M.a. þessvegna verður ASEA
fyrir valinu.
Eigum ávallt fyrirliggjandi í
birgðageymslum okkar ASEA
mótora 0.18 kW — 15 kW.
ASEA gírmótora frá 0.18 kW —
1.5 kW.
Ujj-3
Aðrar stærðir afgreiddar með
stuttum fyrirvara frá birgða-
geymslum ASEA.
Veitum viðskiptavinum okkar
tækniþjónustu.
.Æ'S^Íng^ asss??i
104 ReyKfavlk