Morgunblaðið - 09.08.1979, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 1979
Finnast ekki bein
Peking-mannsins?
Toledo. Ohio. áKÚst. AP.
EINN íremsti manníræðingur Kína. dr. Wu Rukang, lét í ljós þá
skoðun sína á alþjóðlegu móti mannfræðinga víða að úr heiminum, að
ótrúlegt væri að úr þessu fyndust veraldlegar leifar Peking-mannsins
sem talinn er hafa verið einn af forfeðrum nútímamannsins.
Leifar Peking-mannsins fund-
ust fyrst árið 1927 á Choukouti-
en-héraðinu í norðurhluta Kína-
veldis, og vöktu þegar athygli
mannfræðinga um heim allan.
Beinin, sem voru af 40 einstakl-
ingum, voru afhent bandarískum
aðilum 5. desember 1941 og var
ætlunin að koma þeim fyrir í
öruggri geymslu í Bandaríkjunum.
Rétt fyrir umfangsmikla herflutn-
inga Japana til Kína voru beinin
send með flutningalest til hafnar-
borgarinnar Chin-wang Tao, en
þau hurfu sporlaust áður en þau
náðu að skipshlið, og hefur hvarf
þeirra orðið tilefni mikilla vanga-
veltna.
Árin 1959 og 1966 fundust frek-
ari leifar fornsögulegra manna á
sömu slóðum og leifar
Peking-mannsins fundust. Voru
það hauskúpa, tennur, hluti
kjálkabeins og fleiri brot, en dr.
Rukang sagði að þessi bein kæmu
ekki í stað beinanna sem hurfu.
Peking-maðurinn, sem var uppi
fyrir um einni milljón ára, var
veiðimaður er gerði frumstæð
verkfæri, og talið er að hann hafi
getað kveikt eld. Hann var með
sérkennilegt enni, öfluga kjálka og
stórar tennur. Heili
Peking-mannsins var örlítið
stærri en heili forvera hans, en
aftur á móti minni en heili
nútímamannsins.
BandaríF 3 amenn
snupra Israela
WaNhinKton. 8. ágúxt. AI’. Reuter.
BANDARÍKJAMENN hafa varað ísraelsmenn við því að
nota bandarísk vopn í Suður-Líbanon og segja, að ef því
verði haldið áfram, verði fhugað að hætta allri vopnasölu
til þeirra.
Cyrus Vance utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna skýrði
Bandaríkjaþingi frá þessari við-
vörun, sem send hafði verið til
ísraelsku ríkisstjórnarinnar. Þá
mun Carter forseti leggja á
þetta mjög þunga áherzlu þegar
hann hittir sendiherra ísraels að
máli í dag, að sögn fréttaskýr-
enda.
Þá er talið að Carter muni
reyna að koma samskiptum ríkj-
anna aftur í samt horf, en heldur
hefur andað köldu þeirra í mill-
um að undanförnu, sérstaklega
eftir að Dayan utanríkisráð-
herra Israels lýsti því yfir fyrir
skömmu að Bandaríkjamenn
væru orðnir leppar ýmissa
Arabaríkja til þess eins að
tryggja sér olíu hjá þeim.
Vance sagði í ræðu sinni í
þinginu að augljóst væri að
árásir ísraelsmanna á Suð-
ur-Líbanon 22. júií s.l. brytu í
bága við bandarísk lög, sem
kveða á um að ekki skuli nota
bandarísk vopn til þess konar
hervirkja. Hann sagði ennfrem-
ur að Bandaríkjamenn myndu
fylgjast mjög náið með fram-
vindu mála með þetta í huga.
81 - 56 - 86
Fulltrúi ungu kynalóöarinnar —„Miss Young lnternational“ var
kosin í Tokío á föstudag. Hún er írsk, Patricia Ward að nafni og í
fréttaskeytum segir að mál hennar séu 81-56-86.
Otíumengunin komin
að ströndum Texas
Brownsville. Texas, 8. áxust. AP Reuter.
Olían, sem streymir nú stjórn-
laust upp á yfirborð undan
ströndum Mexíkó og hefur valdið
meiri mengun heldur en dæmi
eru til um, hefur nú náð strönd-
um Texas eftir að hafa borist yfir
Mexíkóflóa. Margar helstu bað-
strendur Texasríkis munu því á
næstu dögum lokast af þessum
sökum.
Þúsundir tonna af olíu streyma
nú til strandar Texas án þess að
nokkuð verði við ráðið. Á þeim
stöðum sem olían hefur náð landi
er lífríki þegar í mikilli hættu og
berast fréttir af fugladauða víða.
Þar sem olían var mest mældist
þykkt hennar vera rúmlega 12
sentimetrar.
Harðast úti hefur hin fræga
baðstönd „Padre Island" orðið.
Þar hefur allri starfsemi fyrir
ferðamenn verið hætt og vinnu-
flokkar farnir að berjast gegn
menguninni.
í viðtali við Roger Meecham,
talsmann Haf- og umhverfismála-
ráðsins kom fram að sérfræðingar
telja möguleika á því að olían nái
því að berast til stranda Vest-
ur-Florida með sama áframhaldi,
og myndi valda ómældum skaða.
Meecham sagði ennfremur að
óvissuþættirnir væru nú mun
fleiri en áður.
Stjömur að myndast í risastórum skýj-
um sem fundizthafa í Vetrarbrautinni
Washinxíon, 8. áKÚst. AP.
STJÖRNUFRÆÐINGAR við fylkisháskólann í New
York-fylki og Massachusettsháskóla hafa fundið og
staðsctt um 5.000 risastór ský í Vetrarbrautinni er
innihalda gas- og efniseindir sem álitið er að þurfi til áður
en sól- og stjörnumyndanir geti hafizt. Vitneskja er fyrir
hendi um að stjörnur séu að myndast í sumum skýjanna.
Skýin eru hvert um sig stærri
en tjpkkrir aðrir efnismassar í
Vetrarbrautinni. Að efnismagni
koma næst skýjunum um 200
„stjörnudropar“, en það eru auð-
kenndar stjörnuþyrpingar sem
eru á braut yzt í Vetrarbraut-
inni. Dæmigert ský er á stærð
við 500.000 sólir, en sum þó á við.
eina milljón sólir. Flest skýj-
anna eru sjálfstæðar einingar en
sum skara þó annað. Talið er að í
skýjunum sé að finna um fimm
af hundraði alls fastaefnis Vetr-
arbrautarinnar, en 90 af hundr-
aði fastaefnisins er að finna í
stjörnum Vetrarbrautarinnar,
sem eru um 100 milljarðar tals-
ins.
Skýin eru á braut í hring-
mynduðu belti í 12.000—24.000
ljósára fjarlægð frá miðju Vetr-
arbrautarinnar, en sól jarðarbúa
er í 30.000 Ijósára fjarlægð frá
miðjunni. Alls er þvermál Vetr-
arbrautarinnar 100.000 ljósár.
Ljósár er sú vegalengd sem
ljósið fer á 365 dögum, en hraði
Ijóssins er um 300.000 kílómetr-
ar á sekúndu. Hvert skýjanna er
um 200 ljósár að þvermáli.
Af því efni sem er að finna í
skýjunum er mest um vetni. Auk
þess hefur tekist að greina frum-
eindir 40 annarra efna í þeim,
þ.á m. kolsýrings, ammóníaks,
alkóhóls og formaldehýðs. Skýin
varpa þó ekki frá sér ljósi og eru
ekki sjáanleg með berum augum
frá jörðu. Skýin eru um 100
milljón ára gömul, að sögn vís-
indamannanna.
Er stjörnufræðingarnir
kynntu niðurstöður sínar sögðu
þeir að líta yrði á þessi ský sem
óyggjandi hluta af Vetrarbraut-
inni vegna þyrigdar alls þess
gass og efniseinda sem í þeim
væri að finna. í þeim væru
einnig flest þau frumefni sem
væru í hverri annarri stjörnu, og
það væri þyngdarlögmálið sem
þjappaði efni hvers skýs saman.
Vísindamennirnir sögðu, að
lengi hefði verið fyrir hendi
vitneskja um fáeinar skýja-
myndanir í Vetrarbrautinni, en
hingað til hefði stærð þeirra og
fjöldi verið óþekktur.
Konur
fengu
aðsvif
Pietrcldina. Italíu. 8. áiíúst. AP.
KIRKJUGESTUM í Pietreldina á
Suður-Ítalíu brá heldur í brún í
dag og hrópuðu „kraftaverk,
kraftaverk", er höfuð likneskis
af Maríu mey tók að hreyfast.
Héldu hinir tryggustu að krafta-
verk væri að gerast og leið yfir
sumar kvennanna.
Kirkjuvörðurinn komst von
bráðar að því að þjófur hafði verið
á ferðinni í kirkjunni og stolið
eðalsteinum er flestir voru við
möttulinn við altarið. Er hann var
að burðast við að stela steinunum
þurfti hann að hreyfa líkneski
Maríu meyjar úr stað. Komst
þjófurinn undan með feng sinn, en
það voru tryggir safnaðarmenn er
gefið höfðu dýrgripina, sem verð-
lagðir voru á um 24,000 dollara
eða um 8,5 milljónir króna.
Hantöku-
skipun á
Mihajlov
fjarstaddan
Belgrad 7. ág. Reuter.
JÚGOSLAVNESK stjórnvöld
hafa gefið út handtökuskipun á
hendur Mihaslo Mihajlov, hinum
þekkta andófsmanni og rithöf-
undi. Hann er nú í Bandaríkjun-
um. Hann er sakaður um fjand-
samlegan áróður gegn júgó-
slavneska ríkinu. Erlendir
stjórnmálasérfræðingar segja
að túlka megi þetta sem viðvör-
un til Mihajlovs sem fór löglega
úr landi 1978, að snúa ekki
heim, svo fremi hann vilji kom-
ast hjá óþægindum.
Mihajlov var þrívegis í fangelsi
í Júgóslavíu fyrir bækur og grein-
ar um Júgóslavíu sem gefnar voru
út erlendis. Hann var látinn Iaus
úr haldi í nóvember 1977 eftir að
hafa afplánað helming af sjö ára
dómi.
Mihajlov er 46 ára gamall, hann
var tiltöluiega lítt þekktur
háskólakennari og greinahöfund-
ur unz hann var dæmdur í ntu
mánaða fangelsi 1965 fyrir að
skrifa bók sem bar titilinn „Mos-
cow Summer 1964“. Bókin var
bönnuð í Júgóslavíu, en útkoma
hennar vakti mikla reiði Sovét-
manna.
Mihajlov er eins og áður segir í
Bandaríkjunum. Hann hóf fyrir-
lestraferð sína í Vestur-Þýzka-
landi, hélt síðan til Frakklands,
Ítalíu og Bretlands áður en hann
hélt vestur um haf.
Hoan er
íKína
Túkýó. 8. átfúst, AP.
STAÐFEST var í Kfna í dag, að
Hoang Van Hoan leiðtogi þings-
ins í Víetnam væri nú kominn til
Kína. Hefði hann „sagt sig úr
sambandi við vfetnömsk stjórn-
völd er stunduðu pólitfskar of-
sóknir“.
Fréttastofan sagði, að Hoan
hefði verið ýtt til hliðar þar sem
hann hefði viljað vernda sjálf-
stæði Víetnams og tryggja frið við
Kína. Væri hann nú í góðu yfirlæti
í Kína og yndi hag sínum vel.
Stjórnvöld í Víetnam staðfestu
áður að Hoan hefði flúið til Kína.