Morgunblaðið - 09.08.1979, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 1979
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 1979
23
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og skrifstofur
Auglýsingar
Afgreiósla
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guómundsson.
Björn Jóhannsson.
Baldvin Jónsson
Aöalstræti 6, sími 10100.
Aðaistræti 6, sími 22480.
Sími 83033
Áskriftargjald 3500.00 kr. á mánuöi innanlands.
í lausasölu 180 kr. eintakiö.
Gengisföll og
kjaraskerðing
Grundvöllur nýrrar efnahagsstefnu hefur verið lagður
og mun duga, ef vel er á haldið“, hefur Þjóðviljinn
eftir Lúðvík Jósepssyni í fyrirsögn 1. september fyrir ári.
Þar er hann kallaður „arkitekt“ stjórnarinnar og tilefni
viðtalsins virðist vera það, að óánægju hafi gætt innan
Alþýðubandalagsins vegna þátttöku í ríkisstjórn, sem
„hefur í málefnasamningi sínum engin þau stórverkefni,
sem líkleg eru til að hafa varanleg áhrif á framþróun mála,
a.m.k. í bili“, eins og ritstjóri Þjóðviljans kemst að orði.
í viðtalinu leggur Lúðvík Jósepsson áherzlu á, að stórmál
ríkisstjórnarinnar séu tvö: Að uppfylla fyrirheitið um
„samningana í gildi“ og sjá svo um, að launafólki verði „það
almennt deginum ljósara, að það er hægt að ráða fram úr
árvissum efnahagsvandræðum þjóðarinnar án þess að það
komi niður á kjörum almennings."
Nú er það að vísu rétt, að aðildarfélög Alþýðusambands
íslands hafa haft hægt um sig, síðan ríkisstjórnin var
mynduð. En ekki er það því að þakka, að ekki hafi verið
krukkað í kjarasamninga eða að kaupmáttur sólstöðusamn-
inganna hafi verið látinn taka gildi. Þvert á móti hefur
veröbótavísitalan verið skert æ ofan í æ, þannig að þar
stendur ekki steinn yfir steini. Umsamin grunnkaupshækk-
un hefur verið afnumin með lögum og gerðardómur settur á
sjómenn eftir tveggja mánaða verkfall, sem ríkisstjórnin
braut að lokum á bak aftur með tilstyrk vinnuveitenda. Þá
hafa skattahækkanir orðið verulegar á launafólki, en gengið
verið að falla ýmist í stökkum eða jafnt og þétt, þannig að
t.d. sterlingspund er nú um 80% dýrara fyrir ferðamenn en
á fyrsta degi ríkisstjórnarinnar. Meðan á öllu þessu gengur
situr stjórn Alþýðusambandsins með hendur í skauti og
bíður þess sem verða vill, — en boðaðar hafa verið enn
frekari skattahækkanir og að gengið sé áfram á fallanda
fæti. Ef hægt er að tala um „afrek“ Alþýðubandalagsins í;
málefnum launþega getur það ekki verið annað en þetta eitt
að sitja svo á verkalýðshreyfingunni í landinu, að allir eru
löngu búnir aö gleyma því, að hún sé til.
Lúðvík Jósepsson mat stöðuna svo fyrir ári, að „15%
gengislækkun en lækkun á vöruverði á móti“ væri állt og
sumt sem gera þyrfti, til þess að jafnvægi næðist í atvinnu-
og efnahagsmálum. Og í ljósi reynslunnar verður ekki
dregið í efa, að ástand atvinnuveganna var miklu betra við
stjórnarskiptin en menn vildu þá vera láta. Það sést bezt af
skattskránum núna og þeim miklu álögum, sem síðan hafa
bótalaust verið á þá lagðar. En í þessu ljósi verða mistök
Alþýðubandalagsins og ríkisstjórnarinnar líka þeim mun
meiri og áþreifanlegri, — einkum þó, ef það er jafnframt
haft í huga, að framundan er enn frekari kjaraskerðing í
kjölfar þeirra þrenginga og stöðnunar, sem þegar er farið að
gæta í atvinnurekstrinum. Og ekki geta þeir Alþýðubanda-
lagsmenn huggað sig við það, að þeim hafi betur tekizt í
öðrum málum en þeim tveim, sem Lúðvík Jósepsson lagði
mesta áherzlu á. Eftir ráðherra Alþýðubandalagsins liggur
bókstaflega ekki neitt, sem munað verður eftir af því að það
hafi horft til þjóðþrifa.
Fyrir tæpu ári sagði Lúðvík Jósepsson, að grundvöllur
nýrrar efnahagsstefnu hefði verið lagður og myndi duga, ef
vel yrði á haldið. Þegar hann lítur nú yfir farinn veg
ríkisstjórnarinnar, er ekki kyn þótt honum þyki lítið til
koma. — Norðfirðingar hafa áður lifað af vonda ráðherra og
vonda ríkisstjórn, segir hann. Og víst er þess að vænta, að
þeir séu drjúgum fleiri en hinir, sem þar eru sömu skoðunar.
Hægt miðar á Hafréttarráðstefnunni;
350 mílna landgrunn nýt-
ur yfirgnæfandi fylgis
„MÁLUM miðar hægt hérna á
Hafráttarráöstefnunni þessa vik-
una“, sagði Eyjólfur Konráð Jóns-
son við Morgunblaðið í gær. Von-
andi er þó eitthvað að gerjast
þannig að árangur náist næstu
vikur, „fslenzka ákvæðið“ er enn f
uppkastinu og önnur gömul bar-
áttumál að fullu tryggð að mati
Hans G. Andersen. Nú er rætt um
ytri mörk landgrunnsins og hall-
ast menn að 350 mflum.
í viðtali Morgunblaðsins í gær
segir hann:
„Þessi fundur ráðstefnunnar
stendur yfir frá 16. júlí til 24.
ágúst. Umræður eru miðaðar við
endurskoðaðan texta uppkastsins
sem gerður var á grundvelli um-
ræðnanna í Genf s.l. vor. í því
uppkasti er ennþá miðað við, að
strandríki ákveði sjálft hámarks-
afla og getu sína til að hagnýta
hann, en að umframmagni verði
ráðstafað til annarra með sérstök-
um samningum, sem meðal annars
heimila gjaldtöku.
Rétt er að taka fram, að sérstök
ákvæði eru um réttindi landluktra
og landfræðilegra afskipta ríkja til
að veiða innan efnahagslögsögu
annarra, en „íslenska ákvæðið"
sem ákveður að slík réttindi taki
ekki til ríkja sem byggja afkomu
sína á fiskveiðúm stendur óbreytt,
þ.e. 71. grein.
Stór kafli uppkastsins fjallar
um alþjóða hafsbotnssvæðið, þar á
meðal fyrirkomulag Alþjóða hafs-
botnsstofnunarinnar og vinnslu
auðæfa af hafsbotni á því svæði.
Þar sem ljóst var að mestur
ágreiningur var um þessi mál, var
ákveðið að fyrri helmingur þessa
fundar fjallaði fyrst og fremst um
þau.“
Hver hefur þá árangurinn orð-
ið?
„Daglegir fundir hafa verið
haldnir í undirnefndum, sem allar
sendinefndir eiga aðgang að og
mest athygli hefur beinst að skip-
um ráðs stofnunarinnar og at-
kvæðamagni þar. Svo og að ýmsum
fjármálaatriðum í sambandi við
reksturinn, þ.ám miðlun tækni-
þekkingar iðnþróuðu ríkjanna til
þróunarlandanna.
Islenzka sendinefndin hefur
ætíð leitast við að vera sáttaaðili í
þessum málum, ekki sízt vegna
þess, að heildarsamkomulag fæst
ekki fyrr enn. þessi mál eru leyst.
Ljóst er að samkomulag í þessum
efnum getur ennþá dregist og mun
ekki nást á þessum fundi.
Enda þótt alþjóðahafsbotnsmál-
ið hafi haft forgang á þessum
fundi, sem eðlilegt er, hafa umræð-
ur farið fram um önnur málefni,
eftir því sem tími hefur unnist til.
Aðallega er þar um að ræða ytri
mörk landgrunnsins, reglur um
skiptingu svæða milli landa og
Iokaákvæði sáttmálans varðandi
undirritun, fullgildingu, breyting-
ar og fyrirvara. Gert er ráð fyrir,
að í umræðunum um ytri mörk
landgrunnsins verði m.a. fjallað
um neðansjávarhryggi sem ekki
náðist samkomulag um í Genf.
Sovétmenn höfðu fyrst lagt til,
að réttur strandríkis ætti ekki að
ná til slíkra hryggja, sem hefði t.d.
þýtt, að um 150 mílur af Reykja-
neshrygg hefðu fallið utan lögsögu
íslands. En á Genfarfundinum
urðu Rússar við tilmælum íslend-
inga um breytingar á tillögu sinni
og ættu 350 mílna mörkin, sem
þeir nú fylgja ásamt ýmsum öðr-
um, að tryggja hagsmuni íslands á
þessu svæði.
Vonast er til að öll þessi mál
liggi ljósar fyrir áður en þessum
Rætt við Hans
G. Andersen
sendiherra
fundi í New York lýkur og að
undirritun sáttmálans geti farið
fram seint á næsta ári. Og enn sem
fyrr er það fyrst og fremst alþjóða
hafsbotnssvæðið sem allt stendur
Hvað gerist þá ef ekkert sam-
komulag verður?
„Auðvitað væri æskilegt ef hægt
væri að ganga frá þessu mjög
bráðlega, en hvað sem því líður eru
lög sem tryggja hagsmuni okkar á
flestum sviðum. Þá liggur ekkert
annað fyrir, en að framfylgja
þeim.“
Hvað þá um ytri mörkin?
„Reykjaneshrygg höfum við áð-
ur rætt um, en um ytri mörk
landgrunnsins að öðru leyti, eru
nokkuð ákveðnar reglur þegar í
uppkastinu, sem hafa yfirgnæf-
andi fylgi og hægt er að styðjast
við, ef á þarf að halda. Varðandi
afmörkun milli landa er í rauninni
sama að segja og hafa verður í
huga að í uppkastinu er gert ráð
fyrir, að hlutaðeigandi ríki semji
um mörkin sín á milli. Hins vegar
eru gefnar leiðbeiningar um það, á
hverju slíkir samningar skuli
byggjast, þar sem tekið sé tillit til
sérstakra aðstæðna. Slíkar samn-
mgaviðræður þurfa ekki að bíða
gerð hafréttarsáttmála."
Hefur þú rætt við Norðmenn
um deilu Norðmanna og íslend-
inga?
„Eins og við vitum hafa farið
fram viðræður milli íslenzkra og
norskra ráðherra um þessi mál.
Jens Evensen er formaður norsku
nefndarinnar hér og þessi mál
hafa auðvitað borist í tal, en okkur
hefur ekki verið falið að semja um
málið," sagði Hans G. Andersen að
lokum.
Mikilvægt að auka
skilning og samstarf
Thyness er hér staddur á
vegum íslensku þingmanna-
nefndarinnar innan Þing-
mannasambands Atlantshafs-
bandalagsins. Hann mun
dvelja hér fram á sunnudag
og meðal annars ræða við
Benedikt Gröndal utanríkis-
ráðherra, hitta að máli full-
trúa í öryggismálanefnd
Alþingis og þingmenn sem
þátt hafa tekið í þingmanna-
sambandi Atlantshafsbanda-
lagsins. Þá mun hann nota
tímann og skoða sig um,
skreppa norður í land og fara
til Þingvalla svo nokkuð sé
nefnt.
Thyness sagði að það væri
mjög jnikilvægt fyrir þing-
Norður-Atlantshafssvæðisins,
og hvert er að þínu mati
hlutverk ríkja eins og íslands
og Noregs í vörnum þessa
svæðis?
Viðhorfin í öryggis- og varn-
armálum Norður-Evrópu-
landa hafa að sjálfsögðu
breyst á liðnum árum. Þar ber
fyrst að minnast þess að á
síðustu 10—15 árum hefur átt
sér stað mikil flotauppbygg-
ing Sovétríkjanna, sem gerir
það að verkum að þau eru nú
eitt öflugasta sjóveldi heims.
Þetta hefur vitaskuld í för
með sér aukið mikilvægi
Norður-Evrópuríkja fyrir
varnir Atlantshafsbandalags-
ins. Þessi breyting krefst og
annarrar áherzlu í varnar-
málum en áður, fram að þessu
Noreg. Allt kafbáta- og flug-
eftirlit á þessu svæði fer fram
frá Keflavík og stöðvum í
Noregi og Skotlandi.
Þjónar hvorki hagsmunum
íslendinga né Norðmanna
ef samkomulag næst ekki
Hvað viltu segja um deilu
Islendinga og Norðmanna um
Jan Mayen? Álítur þú að
deilan geti leitt til erfiðleika í
sambúðinni innan Atlants-
hafsbandalagsins?
Ég er sannfærður um að
ríkisstjórnir þessara vina-
ríkja muni ekki láta þetta
deilumál verða til þess að
spilla sambúðinni milli þeirra.
Ég get ekki ímyndað mér ríki
sem eru nátengdari hvort
öðru en ísland og Noregur. Ef
Ellen og Paul Thyness.
Ljósm. Ó1.K.M.
Norski þingmaðurinn Paul Thyness:
..Þingmannasamband Atlantshafsbandalagsins hefur
nokkra sérstöðu í samanburði við hliðstæð fjölþjóðasam-
bönd þingmanna. Það var stofnað af þingmönnum
aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins fyrir 25 árum og
var ástæðan fyrst og fremst sú, að mönnum fannst tími
til kominn að þingmenn létu meira til sín taka á
alþjóðavettvangi. Á þeim tíma var það einkum talið mál
ríkisstjórna að skipta sér af utanríkismálum og raunar
varnarmálum einnig, þingin ættu að hafa þar sem
minnst afskipti. Þetta hefur breyst og nú þykir sjálfsagt
að þingmenn skipti sér af utanríkismálum og hafi sínar
eigin skoðanir og upplýsingamiðlun um þau efni í stað
þess að vera algerlega háðir stjórnum sínum. En til þess
þurfa þeir sambönd og samstarf við þingmenn annarra
aðildarríkja í samtökum eins og Atlantshafsbandalag-
inu. Það voru fyrst og fremst þessi sjónarmið sem lágu að
baki stofnunar þingmannasambandsins og gróskan í
starfi þess hefur verið mun meiri en til dæmis í samstarfi
þingmanna innan Evrópuráðsins“, sagði Paul Thyness,
forseti Þingmannasambands Atlantshafsbandalagsins í
samtali við Morgunblaðið í gær. Paul Thyness er
þingmaður norska Hægri-flokksins og hefur átt sæti á
Stórþinginu síðán 1965. Hann er sérfræðingur í öryggis-
og varnarmálum.
An samvinnu fæst
ekki lausn á
Jan-Mayen málinu
menn að ferðast og hitta
starfsbræður sína í öðrum
löndum. Kynnast sjónarmið-
um þeirra milliliðalaust og
setja sig inn í hugmyndir
þeirra og viðhorf. Stundum
væri erfitt að gera sér grein
fyrir hve lítið menn vissu um
vandamál þau sem aðrir ættu
við að glíma og eitt mikilvæg-
asta hlutverk þingmannasam-
bandsins væri að auka sam-
skiptin og þannig skilninginn
milli þingmanna hinna ýmsu
landa.
Aukið mikilvægi íslands
og Noregs fyrir varnir
Atlantshafsbandalagsins
Er að vænta breytinga í
öryggis- og varnarmálum
hefur ætíð verið talið ómögu-
legt að árás á Noreg kæmi úr
Norðri. Hernaðarlegt mikil-
vægi ríkja eins og Islands og
Noregs einnig hefur stórauk-
ist með tilkomu eldflauga á
jörðu niðri. Þróunin hefur
leitt til vaxandi áherslu
beggja risaveldanna á aukinn
hernaðarlegan slagkraft af
sjó. I því sambandi má minna
á Polaris kafbáta bandaríkja-
manna og Deltakafbáta Sov-
étmanna. Allt þetta stóreykur
hernaðarlega jafnt sem her-
fræðilega þýðingu landa eins
og íslands og Noregs.
Keflavíkurstöðin gegnir
ákaflega mikilvægu hlutverki
fyrir varnir þessa svæðis og er
sérstaklega mikilvæg fyrir
við náum ekki samkomulagi
þá hljóta stjórnmálamenn
okkar að vera óhæfir. En
vitaskuld er þetta erfitt mál.
Þau mál sem þarna þarf að
leysa eru ný af nálínni. Engin
venja hefur skapast við úr-
lausn slíkra mála. Það er því
mikið um óþekktar stærðir í
þessu dæmi. En ég er samt
sannfærður um að Norðmenn
muni ganga eins lagt og
mögulegt er í þeim tilgangi að
ná samkomulagi við íslend-
inga. Þá efast ég ekki um að
Islendingar skilji að án sam-
vinnu við Norðmenn fæst eng-
in lausn á þessu máli og að
það þjónaði hvorki hagsmun-
um Islendinga né Norðmanna
ef það gerðist.
Asólfur Pálsson bóndi að Asólfsstöðum:
„Ráðskonunni brá
og skellti hurðinni
samstundis aftur”
Ásólfur Pálsson hress í bragði í hlaði Búrfellsvirkjunar.
Ljósm. Rax og Baldur Sveinsson.
Ásólfur Pálsson bóndi að Ás-
ólfsstöðum hefur komið nokkuð
við sögu norsku flugsveitarinnar
sem hér var á stríðsárunum.
Flugvélina, sem fórst í Þjórsá og
nú er verið að bjarga. rak niður
ána og steytti á eyri skammt frá
bæ hans. Flugmennirnir komu að
bænum f hinu versta veðri, kaldir
og hraktir og skaut Ásólfur yfir
þá skjólhúsi. Þegar þessir atburðir
áttu sér stað hafði hann á ný hafið
búskap. en Ásólfur hefur búið á
Ásólfsstöðum, með hléum, í hart-
nær þrjátfu ár.
Mbl. kom að máli við Ásólf og
innti hann eftir hinum þrjátíu og
sex ára gömlu atburðum.
„Þetta átti sér stað á sumardag-
inn fyrsta árið 1943“, sagði Ásólfur.
„Á þessum árum var það nokkuð
algengt að við hér til sveita yrðum
nokkuð varir við stríðið, því hér
flugu oft flugvélar yfir og einnig
höfðum við tal af hermönnum.
Þann 21. apríl, sumardaginn fyrsta
árið 1943, var hægviðri, en dimmt
yfir og gekk á með dimmum éljum.
Ég taldi mig hafa heyrt í flugvél í
grenndinni og kom hljóðið úr ýms-
um áttum, en það þarf þó ekki að
hafa verið flugvélin sem nú er í
ánni. Síðan var það nálægt miðjum
degi, að mig minnir, að ég stóð úti
við stofugluggann og horfði niður
túnið. Þá sá ég grilla í tvo menn á
túninu, um 100—200 metra frá
bænum. Ég áttaði mig ekki alls-
kostar á þessu, en hugaði þó ekki
nánar að því. Skömmu síðar var
barið að dyrum. Ég fór þó ekki
sjálfur til dyranna, heldur fór
stúlka sem var ráðskona hjá mér á
þessum tíma, fram og hugaði að
komumönnum. Sá hún þá tvo menn
standa fyrir dyrum og, voru þeir
holdvotir að sjá, þrekaðir nokkuð og
annar meira að segja á sokkaleist-
unum. Henni brá mikið við þessa
sýn að hún skellti hurðinni sam-
stundis aftur. Fljótlega var þó
opnað aftur og hitti ég þá fyrst
Bulukin, flugmann vélarinnar og
Leif Rustad loftskeytamann. Sögðu
þeir mér síðan sögu sína. Eftir að
þeim hafði hlekkst á í ánni, svöml-
uðu þeir á land og ætluðu þeir að
ganga til Reykjavíkur, enda vissú
þeir ekki hvar þeir voru staddir.
Fyrsta mannvirkið sem þeir rákust
á á leið sinni var hlið á skógrækt-
argirðingu þeirri sem liggur á milli
Ásólfsstaða og Skriðufells. Ákváðu
þeir félagar að fylgja girðingunni
og töldu þeir sig með því móti
komast til mannabústaða. Þeir
fylgdu girðingunni nokkurn spöl og
gengu í gegnum runna og kjarr-
gróður sem þarna er. Eins og ég
sagði áður var þarna vont veður,
dimm él og skyggni mjög lítið. Með
því að fylgja skógræktargirðing-
unni gengu þeir óafvitandi nær
Ásólfsstöðum, og þeir nálguðust
bæinn, sveigðu þeir til allrar ham-
ingju af hinni upprunalegu stefnu
sinni og stefndu beint á bæjarhús-
in. Ekki veit ég hvað olli þessari
stefnubreytingu þeirra en hitt er
víst að ekki sáu þeir bæinn, því svo
dimmt var élið og er ómögulegt að
segja hvað hefur gripið í taumana
og orðið þess valdandi að þeir
sveigðu af hinni upþrunalegu leið.
Þetta hefur verið algerlega óafvit-
andi. Að sögn Bulukins sáu þeir
félagar ekki bæinn fyrr en örfáum
metrum áður en þeir komu að
honum, en ég sá þá hins vegar í
100—200 metra fjarlægð. Þykir mér
líklegt að bæjarhúsin hafi sést illa í
hríðinni, enda voru þau hvítmáluð,“
sagði Ásólfur.
„Þegar ég kom til dyra fékk ég að
heyra alla sólarsöguna, eins og áður
sagði. Ég áttaði mig strax á aðstæð-
unum, og fengu þeir báðir hlý föt og
ullarnærföt hið næsta sér. Man ég
það að Bulukin fékk sparifötin mín
til að vera í. Síðan hlynntum við að
þeim eftir mætti. Það fyrsta sem
Bulukin þó gerði eftir að í hús var
komið var að þreifa inn á sig og dró
hann þar fram seðlaveski. Taldi ég
víst að hann væri að huga að
peningum sínum, en svo var þó
ekki. Úr veskinu tók hann mynd af
konu með ungabarn í fanginu.
Sagði hann að þetta væri kona sín
og sonur, en soninn hafði hann
aldrei séð því hann var innan við
árs gamall. Bulukin sagði mér að
þessi mynd væri sá hlutur sem
hann vildi síst missa. Myndin var
síðan þurrkuð og komst hún
óskemmd úr þessu ævintýri. Þeir
félagar sváfu síðan af nóttina, en
daginn eftir fórum við á hestum
niður að Árnesi, en þar voru þeir
sóttir af hernum," sagði Ásólfur.
„Vélin hefur verið í ánni síðan þetta
óhapp átti sér stað. Hún stóð upp úr
að nokkru leyti í nokkur ár en síðan
hefur áin grafið undan henni og
hún horfið með öllu. Vélin er
nokkurnveginn á sama stað og hún
var þegar hún strandaði í ánni, hún
hefur aðeins færst eilítið neðar.“
— Hvernig líst þér á þessar
aðgerðir?
„Upphaflega var ég svartsýnn á
að þetta tækist, en eftir að ég hef
horft á framkvæmdirnar hefur
skoðun mín breyst. Nú er ég frekar
bjartsýnn og er það helst vegna
þess hve allir eru ósérplægnir og
hlífa sér í engu til að þetta nái fram
að ganga, að því er mér virðist. Mín
reynsla er sú að mönnum geti tekist
svo til allt, aðeins ef viljinn er fyrir
hendi, en hann virðast mér þessir
menn hafa,“ sagði Ásólfur Pálsson
að lokum.
- «j-
Ásólfur Pálsson bóndi á Ásólfsstöðum, Bulukin flugmaður norsku
flugvélarinnar og Ragnar J. Ragnarsson leiðangursstjóri ræðast við.
Þess má geta að þeir Bulukin og Ásólfur hittust þarna í fyrsta skipti
eftir 36 ára aðskilnað.