Morgunblaðið - 09.08.1979, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 1979
33
missti móður sína þegar hann var
taeplega 7 ára gamall. Mun móður-
missirinn hafa haft djúp og mikil
áhrif á hinn unga og viðkvæma
svein og ekki er mér grunlaust um
að til þeirra megi rekja ýmsa
þætti í skapgerð hans síðar. Helgi
varð stúdent frá M.A. 1942, en að
loknu stúdentsprófi lagði hann
stund á lögfræði við Háskóla
íslands og lauk fyrra hluta prófi í
þeirri grein, en hætti þá námi og
gerðist starfsmaður Almennra
Trygginga hf., fyrst sem fulltrúi
en síðar deildarstjóri. Hjá þessu
fyrirtæki vann hann tæplega 14
ár, en 1961 tók hann sig upp og
fluttist vestur að Djúpi á ný,
keypti Æðey og bjó þar síðan til
æviloka við mikla rausn og batn-
andi efnahag. Æðey hefur um
langan aldur verið víðfrægur
rausnargarður og í engu setti hún
niður eftir að Helgi tók þar við.
Þangað þótti öllum gott að koma
og það var mjög að skapi Helga að
taka á móti gestum og veita þeim
konunglega. I því sem öðru voru
þau Guðrún og hann samstillt.
Mörgum fannst í mikið ráðizt
þegar Helgi sagði upp góðri stöðu í
Reykjavík og réðst í búskap,
efnalítill með vaxandi fjölskyldu.
En allt fór það vel, Æðey er
vildisjörð og þar undi Helgi sér vel
með sinni ágætu konu og mann-
vænlegum börnum.
Kona Helga var Guðrún Lárus-
dóttir frá Æðey. Voru þau gefin
saman 1948. Þau eignuðust 6 börn
en þau eru:
Jónas, bóndi í Æðey, Þórarinn,
búsettur á Akranesi, Guðmundur
Lárus kennari, búsettur á Akur-
eyri, Einar, húsasmiður í Reykja-
vík, Guðjón og Kristín Guðrún,
sem bæði eru enn búsett í Æðey.
Öll eru börnin væn og líkleg til
allra góðra hluta eins og þau eiga
kyn til í báðar ættir, en Guðrún
móðir þeirra á sammerkt bónda
sínum í því að vera mikil mann-
kostamanneskja eins og það Æð-
eyjarfólk yfirleitt er.
Helgi Þórarinsson unni fegurð-
inni í íslenzkri náttúru, enda
mikill náttúruverndarmaður.
Hann hataði alls konar ljótleika
og aumingjaskap, hvar, hvernig og
hvenær sem hann birtist og í
hvaða mynd. Hann var áhugamað-
ur um samtök burtfluttra Djúp-
manna og gaf Félagi Djúpmanna
stórgjöf fyrir tveimur árum til
þess að hlúa að landi félagsins við
Djúp.
I öllu var hann mikillar gerðar.
Helgi var með hæstu mönnum og
vörpulegur á velli, hlýr og elsku-
legur í allri framkomu og frænd-
rækinn. í engu var hann meðal-
maður.
Ég kveð nú þennan vin minn og
frænda og þakka honum liðna tíð,
langa ævi og margar sólskins-
stundir. Á milli okkar var ávallt
mikil vinátta, hún upphófst þegar
við vorum báðir ungir við Djúp
vestur og á hana bar aldrei
skugga.
Mér finnst einhvern veginn að
veröldin sé miklu snauðari að
Helga gengnum.
Eg endurtek samúðarkveðju
mína og okkar hjónanna til Guð-
rúnar og barnanna 6, svo og allra
vina og ættingja Helga.
Við syrgjum öll Helga og sökn-
um hans, en mest var þó um vert
að hafa þekkt hann langa ævi,
þess vegna erum við þakklát í
sorginni.
Friðfinnur ólafsson.
Tuttugu og sjö ár er langur tími
í mannsævinni, en allan þann
tíma hlotnaðist mér að njóta
vináttu og velvildar Helga Þórar-
inssonar. Á hvaða hátt get ég með
þessum fáu línum látið í ljós
virðingu mína fyrir honum? Ef til
vill er best að reyna að gefa
lýsingu á Helga eins og ég kynnt-
ist honum, lýsingu sem ég vona að
allir muni strax þekkja.
Hann var mjög hávaxinn, þrek-
inn um herðar og var mjög vel að
manni. Ætíð var hann ólgandi af
lífi og skopskyn hans var ríkt. Að
því er ég best veit, var hann
tryggur vinum sínum, óeigingjarn,
mjög örlátur og sannur, eins
traustur og björgin á Vestfjörð-
um, þessum hrjúfa landshluta,
sem hann þekkti svo vel og unni
svo mjög. Er það að furða, að
slíkur maður skyldi eignast svo
marga vini? Eins og við orðum það
í Englandi: „Að eignast vini er að
vera vinur“ og Helgi var fyrst og
fremst vinmargur. Það vottar sá
mikli fjöldi, sem heimsótti Æðey,
eyjuna grænu, og naut þar í ríkum
mæli gestrisni hans og Guðrúnar,
konu hans, svo og allrar fjölskyld-
unnar.
Það, að hann skyldi árið 1961
yfirgefa þægindi höfuðborgarinn-
ar ásamt fjölskyldu sinni í því
skyni að setjast að við hið svala
Djúp, er nægur vitnisburður um
skapgerð hans og áræði. Meðal
áhugamála hans var náttúra
landsins, dýrin, fuglarnir, blómin,
og fjöllin, sem blöstu við frá
heimili hans. Mér hefur oft verið
sagt, að nú á dögum séu þeir fáir,
sem myndu vilja leggja á sig það
erfiði og þá áhættu, sem stundum
fylgir því að búa í þessum lands-
hluta. Helgi naut vissulega þessa
lífs og gaf sig allan því á vald. Ég
tók fullan þátt í öllum þessum
hugðarefnum hans og það auðgaði
samvistir okkar.
Einu sinni, þegar við vorum
saman á heimili mínu í Surrey,
talaði ég við hann um fallegu trén
okkar og í hugsunarleysi orðaði
ég, að stundum hlyti hann að óska
þess, að slík tré gætu verið hluti af
umhverfi hans í Æðey. „Nei, alls
ekki", svaraði hann strax, „ef
þannig væri myndi útsýnið spill-
ast til okkar tignarlegu fjalla og
litadýrðarinnar í þeim.“ Honum
voru heimaslóðirnar mjög kærar.
Helgi mun verða mér minnis-
stæður allt til æviloka. Hvíli hann
í friði.
Stanley Cerely.
+
Sonur okkar, unnusti og bróðir
ÁRNI SVEINSSON
Nesgötu 27, Neskaupstaö
lést í Borgarspítalanum 4. ágúst. Jarörförin fer fram frá
Noröfjaröarkirkju laugardaginn 1. ágúst.
Guðrún Arnadóttir, Sveinn H. Sveinsson,
Dóra Gerður Stefánsdóttir,
Sigurlaug Sveinsdóttir,
Oddur Þór Sveinsson,
Ásrún Björg Sveinsdóttir,
Sveinn Bjarni Sveinsson,
Laufey Þóra Sveinsdóttir.
Móöir okkar
ADALHEIDUR ÁSMUNDSDÓTTIR
Barónstíg 30,
lést aö morgni 5. ágúst.
Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 10. ágúst kl.
13.30.
Unnur Ólafsdóttir
Ásta Jónsdóttir Karitas Jónsdóttir.
Eiginmaöur minn,
FINNBOGI S. JÓNASSON,
forstööumaður,
Kristneshæli,
varö bráökvaddur aö heimili okkar 6. ágúst.
Helga Svanlaugsdóttir.
+
Maöurinn minn
PÁLL KOLBEINS,
Túngötu 31,
andaöist á Sjúkrahúsi Húsavíkur þriöjudaginn 7. ágúst.
Laufey Kolbeins.
+
Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóöir og amma,
JÓHANNA ÞORVALDSDÓTTIR,
Hjarðarhaga 28, Reykjavík
andaöist aö kvöldi þriöjudagsins 7. ágúst í Borgarspítalanum í
Reykjavík.
Gunnar Sígurðsson,
Sigurður Atli Gunnarsson,
María Gunnarsdóttir, Sasvar Jónsson,
Jón Gunnar Sævarsson, Ásmundur Sævarsson.
+
Hjartans þakkir fyrir samúö og vinarhug sem okkur var sýndur viö
fráfall og útför,
ÞORUNNAR LOVÍSU SIGURÐARDÓTTUR
frá Skuld, Vestmannaeyjum
Guö blessi ykkur öll
Guöni Grímsson,
Sigurður Guðnason,
Laufey Siguröardóttir,
Lovísa Siguröardóttir,
Lilja Ársælsdóttir,
Guöni Sigurösson.
Systkinin frá Skuld og aörir vandamenn.
+ Útför móöur okkar ODDNYJAR ÁRNADÓTTUR fyrrverandi Ijósmóöur Esjubergi fer fram frá Brautarholtskirkju, laugardaginn 11. ágúst kl. 2 e.h. Sigríöur Gisladóttir, BergÞóra Gísladóttir.
+ Elsku drengurinn minn SIGURJÓN MAGNÚSSON lést 30. júlí. Jaröarförin hefur farið fram. Fyrir hönd systkina, barna, barnabarna og annarra vandamanna Guórún Guöjónsdóttir.
Faöir minn JÓHANN VIGFUSSON járnsmiöur veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju, föstudaginn 10. ágúst kl. 3. Blóm vinsamlegast afþökkuö. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Krabbameinsfélagiö. Fyrir hönd vandamanna, Ólafur 1. Jóhannsson.
+ Útför fööur okkar, tengdaföður og afa SIGURGEIRS ALBERTSSONAR trésmiös sem lést 5. ágúst, fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 10. ágúst kl. 13.30. Sigmundur Sigurgeirsson Ásdís Sigurðardóttir Jóhanna M. Jóhannesdóttir Arnpór Ingólfsson oq barnabörn
+ Útför móöur okkar, SIGURBJARGAR M. HANSEN, frá Blikastööum fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 10. ágúst kl. 16.30. Jarðsett veröur á Lágafelli. Jóna og Nils Hansen
+ Þökkum innilega auösýnda samúð og vinarhug viö andlát og jaröarför sonar okkar og bróöur HAFSTEINS ÓMARS BRAGASONAR, Kambahrauni 26, Hverageröi, Jóhanna Einarsdóttir, Bragi Guömundsson, Margrét Bragadóttir, Hafdís Bragadóttir.
+ Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö viö andlát og útför fööur okkar ÞÓRARINS GUDMUNDSSONAR fiðluleikara Þuríöur Þórarinsdóttir ívar Þórarinsson.
+ Þökkum innilega öllum, sem sýndu samúö og hlýhug viö andlát og jaröarför HALLDÓRS B. JÓNSSONAR, fyrrv. útgerðarmanns, á Akranesi. Sérstakar þakkir sendum viö starfsfólki Hrafnistu í Reykjavík, fyrir frábæra umhyggju honum veitta. Helena Halldórsdóttir, Þorsteinn Steinsson, Emilía Petrea Árnadóttir, Guttormur Jónsson, Helena Guttormsdóttir, Lárus Bjarni Guttormsson.
+ Faöir okkar, tengdafaöir og afi KOLBEINN ÍVARSSON, bakarameistari, lést í Landakotsspítala 7. ágúst. Þóra Kolbeinsdóttir, Ivar Kolbeinsson, Jóhanna Kolbeinsdóttir Ingi Ólafsson, Ingibjörg Kolbeinsdóttir, Sigursteinn Hersveinssori Ingibjörg Júlíusdóttir, Samúel Ólafsson.