Morgunblaðið - 09.08.1979, Síða 34

Morgunblaðið - 09.08.1979, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 1979 Olafur A. Guðmunds- son — Minningarorð Ólafur A. Guðmundsson út- gerðarmaður frá Eyri í Strandar- sýslu er látinn. Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju í dag. Ólafur var fæddur 8. maí 1891 og rúmlega 88 ára gamall, er hann lést við leiðarlok þessa lífs. Á uppvaxtarárum hans í Strandarsýslu var barnafræðsla, hvað þá önnur menntun af skorn- um skammti, en hann braut sér leið á unga aldri úr heimabyggð og komst til náms í Verzlunarskóla íslands. Þaðan brautskráðist hann árið 1913. Framhaldsnám stund- aði hann i Englandi. Eftir það lá leiðin á braut athafnalífs og framkvæmda. í hafnarfirði voru fyrstu spor hans á því sviði. Hann kynntist þar í atvinnu- og embættisstétt, mæt- um Hafnfirðingum, sem urðu síð- ar góðir vinir Ólafs, því að þeir báru óskorað traust til hins unga athafnamanns, og vildu allt fyrir hann gera. I upphafi fyrri styrjaldar 1914 var stofnað hlutafélag að áeggjan Ólafs og voru þátttakendur allt ungir menn og bjartsýnir. Meðal þeirra voru Þórður Edilonsson, þá héraðslæknir í Hafnarfirði, Guð- mundur Hróbjartsson, járnsmið- ur, Salamon Heiðar bókari hjá Ágústi Flygenring, Magnús Magnússon, kenndur við Skuld í Hafnarfirði og fleiri. Hlutafélag þetta réðist í að kaupa mótorbát þó lítil peninga- ráð væru fyrir hendi hjá flestum þeirra. Magnús í Skuld var ráðinn skipstjóri og Ólafur fram- kvæmdarstjóri. Útgerðin gekk vel þó erfiðir tímar væru á þessum styrjaldarárum. Mótorbáturinn hét Venus, 20 smálestir. Venusarmönnum bár- ust fregnir 1917 að til sölu á Ingólfsfirði í Strandasýslu væri síldarbryggja, salt og tómar tunn- ur, en síldarvertíð var á næsta leiti. Allt þetta átti að kosta 20 þúsund krónur. Venusarmenn voru sem fyrr ekki fjársterkir á þessum tíma. Stjórnarformaður félagsins, Þórður Edilonsson, var hvetjandi aukinna athafna þeirra félaga og í hópinn bættist Oddur ívarsson póstmeistari í Hafnar- firði. Það var samkomulag þeirra félaga að fela Ólafi A. Guðmunds- syni að fara á fund bankastjóra íslandsbanka og freistast að selja víxil til kaupa á mannvirkjunum á Ingólfsfirði. Þangað skundaði Ólafur á reið- hjóli frá Hafnarfirði til Reykja- víkur. Hitti þar fyrir dyravörð bankans, Friðrik Ólafsson, afa skáksnillings okkar íslendinga og forseta FIDE. Þar var honum vísað til viðtals við bankastjórana Tofte, hinn danska og Hannesar Hafstein. Tofte tók beiðni Ólafs þunglega en Hannes Hafstein þagði á meðan. Síðan varð honum að orði: „ungum mönnum verðum við að hjálpa". Þannig leystist málið og kaupin voru gerð. Rak Ólafur síðan um árabil síldarsöltun á Ingólfsfirði og síðan verið umsvifamikill athafnamaður fyrir norðan og sunnanlands. Verður það ekki rakið nánar hér. í Reykjavík hefir hann búið undanfarna áratugi og fengist við verzlunar- og iðnaðarrekstur. Stofnaði m.a. Efnalaug Vestur- bæjar h.f. Ólafur A. Guðmundsson var broshýr og glaðlegur í viðmót, ljúfmenni hið mesta, stálminnug- ur og reifur í frásögnum og minnt- ist þá liðinna daga með sáttfýsi og þakklæti til samferðamanna sinna. Hann var kvæntur Gunnhildi Árnadóttur, hinni ágætustu konu, er bjó þeim hjónum hlýtt og aðlaðandi heimili að Vesturgötu 53, hér í borg. Ólafur á nú vonandi eftir að hitta sína gömlu Venusarfélaga og verður þá fagnaðarfundur. Minning um góðan mann mun lifa, í hugum þeirra er Ólaf þekktu og ekki síst meðal eiginkonu og annarra ástvina, en þeim sendi ég samúðarkveðjur. Adolf Björnsson. I gamalli grænlenzkri þjóðsögu segir, að í hvert skipti sem einhver yfirgefur þennan heim, tendrist ný stjarna á himinhvolfinu. Ein slík stjarna kviknaði 1. ágúst s.l. Ólafur A. Guðmundsson hvarf sjónum okkar í þeirri mynd, sem við þekktum hann. Ég, sem þetta skrifa, hitti Ólaf fyrst, þegar ég kom heim að utan sem kona Valtýs Péturssonar. Valtýr hafði oft minnzt á gamla fólkið, fósturforeldra sína, en um borð í Gullfoss og tilveru mína kom fólk, sem hafði engan aldur — og þó; það var eldra, reyndara, vitrara og ólíkt skemmtilegra en ég. Daníelshús, eins og heimili Ólafs og Gunnhildar var oft kallað í vinahópi, varð mitt annað heim- ili, staður, þar sem oft var margt manna, mikið skrafað og venju- lega glatt á hjalla. Það hús var eins konar konsúlat Stranda- manna vegna húsbóndans, en einnig samkomustaður ungra og aidraðra úr ýmsum áttum. Þar þekktust ekki táningar frá tíræð- um, þar höfðu menn vafalaust lesið eitthvað um kynslóðabilið, en skildu það ekki, trúðu ekki á það. Þar var alltaf gott að koma, hvort sem var í vímu eða vandræðum, í vinafagnað eða til að leita ráða. Hjónin vorii samhent um að veita öllum — jafnvel þeim hávaðasöm- ustu, rausgjörnustu og þaulsetn- ustu — einhverja úrlausn. Ólafur hafði verið mikill fram- kvæmdamaður, stundum ríkur, stundum blásnauður. Það ástand fylgdi gjarnan framkvæmda- mönnum á hans yngri árum, þegar ríkið hljóp ekki undir bagga með útgerðinni og menn töpuðu ef til vill öllu sínu á einni lélegri vertíð. Þetta tímabil í lífi hans þekkti ég ekki, en vildi gjarnan vita meira um. Sá Ólafur, sem ég þekkti, hafði látið af því að tefla á tvær hættur og tímarnir breyttir. Hann var orðinn — var kannske alltaf — haldreiði og hjálparhella fjöl- skyldunnar, heillar sveitar og fjölda vina. Einn son átti hann af eigin blóði, en hóp sona og dætra af ástúð og eigin vilja. Ólafur var með afbrigðum bón- góður og hjálpfús maður, sem vildi hvers manns vandræði leysa og skilningsbetri í þeim efnum en margir aðrir, því að ýmislegt þekkti hann af eigin raun. Hann var trúmaður mikill og orðheldinn einstaklega. Ólafs orðum máttu allir trúa. Það var honum svo eðlislægt, að ekkert hefði þar um breytt. Hann var ljúfur maður, einhver ljúfasti maður, sem ég hef kynnzt, með rúm á heimili og í hjarta fyrir ótrúlegum fjölda ungra og aldinna, sem nú horfa á eftir honum og kvíða 1. desember, sem alltaf var hátíðisdagur á Vesturgötu 53, giftingardagur Ólafs og Gunnhildar Árnadóttur. Gunnhildur hefur hins vegar allt- af átt það gott samband við sitt fólk, lífs og liðið, að ef til vill hefur hún engu að kvíða. Eitt er víst: Sé til annað líf, hefur Ólafur engu að kvíða. Ég vona það verði stjörnubjart 1. desember. Herdís Vigfúsdóttir. Guðrún Pálína Páls- dóttir — Minning Fædd 17. apríl 1891. Dáin 31. júlí 1979. Mig langar með fáum orðum að minnast föðursystur minnar Guðrúnar Pálsdóttur, Gunnu eins og hún var alltaf kölluð. Hún var fædd í Galtárholti, Rangárvallahreppi. Foreldrar hennar voru Páll Pálsspn og Guð- rún Guðmundsdóttir. I foreldra- húsum var hún framyfir tvítugs- aldur, þá fór hún til Stokkseyrar og var hjá foreldrum mínum í nokkur ár. Þótt ég væri þá barn að aldri, gleymi ég aldrei hennar miklu góðvild og ummönnun fyrir mér og mínum, enda veit ég að hún gleymist seint þeim sem kynntust henni. Gunna hafði sérstaka skapgerð, sást aldrei skipta skapi, var alltaf glöð og innileg við alla, og það var engin uppgerð, þetta var henni eðlilegt. Gunna var ákaflega barngóð og þó hún ætti ekkert barn sjálf í orðsins merkingu má segja að hún ætti samt mörg börn. Börnin hændust að henni, þau kunnu að meta hlýjuna og gleðina í fari hennar. Gunna las mikið og var ljóðelsk, og kunni mikið af ljóðum og söngur var henni yndi. Hún gerði aldrei kröfur til annarra, hún hugsaði ekki um hvað þessi eða hinn gæti fyrir sig gert, heldur hvað hún gæti gert fyrir aðra. Hún var aldrei heilsuhraust, hún fékk magasár á yngri árum og bjó að því alla ævi. í kringum 1925 fór hún svo til Vestmannaeyja, og réðist fljótlega sem vinnukona til Guðmundar Böðvarssonar og Sig- urbjargar Sigurðardóttur, Há- steinsvegi 8. Við þessa fjölskyldu tók hún svo mikilli tryggð að hún var hjá henni þar til 1973 þegar gosið hófst í Eyjum. Þá fór hún til skyldfólks síns austur á Rangar- völlum en fljótlega fór hún svo á Dvalarheimili aldraðra í Hvera- gerði og var þar til hún veiktist í maí í vor. í Hveragerði leið henni vel og var þar glöð og kát eins og ætíð. Síðustu orðin sem hún sagði við mig voru „viltu skila kveðju minni að Ási í Hveragerði" og ég geri það hér með. Að endingu innilegt þakklæti til hennar fyrir allt frá mér og minni fjölskyldu, og ég læt þessar ljóð- línur fylgja eftir Davíð Stefáns- son: Hún (er aö engu óð er öllum mönnum góö og vinnur verk «ín hljóð Humir skrifa í öskuna öll HÍn beztu IjóÖ. Sigrún Guðmundsdóttir, Hlíðartungu, Ölfusi. Guðrún Þórarinsdótt- ir Nielsen — Kaup- mannahöfh —Mrnnrng Þann 10. júlí s.l. dó í Kaup- mannahöfn Guðrún Þórarins- dóttir, oftast kölluð Gauja Nielsen. Hún hafði búið þar í borg í hálfa öld og vantaði fjóra daga upp á að ná 73ja ára aldri. Hún var fædd 14. júlí 1906 í Þórarins- bæ við Holtsgötu í Reykjavík, yngst af sex systkinum. Móðir hennar var Ingigerðúr Jónsdóttir, en faðir hennar Þórarinn Jónsson. Hann var góður smiður, en eins og stundum vill verða fór ekki saman hjá honum listfengi og fjármála- vit. Gauja var ekki nema fárra ára, þegar Þórarinsbær, sem hann sjálfur hafði smíðað, var narraður af honum í fjárhættuspili. Mót- mæli eiginkonu hans máttu sín einskis gagnvart lagabókstafnum, sem veik var réttarstaða kvenna á þeim tímum. Þessi atburður varð til þess að þau hjón slitu sam- vistum, en vinfengi hélst milli þeirra meðan bæði lifðu. Ingigerður leigði eftir það með börn sín í Brennu við Bergstaða- stræti 13, hjá systur sinni Guðríði og manni hennar, Jónasi stein- smið. (Þeirra börn voru Helgi, ævinlega kenndur við Brennu, kunnur fyrir áhuga sinn á ferða- málum, og Ragnheiður, kona Árna frá Múla). Ingigerður vann í fjölda mörg ár fyrir sér með hreingerningum í Kvennaskólanum og kjötbúð Tómasar. Sjálfsagt hefur það ekki verið ofborgað, enda var Gauja aðeins 13 ára, þegar hún fór út á vinnumarkaðinn. Þá var konfekt- verslun í miðbænum, fagurlega skreytt með stórum spegli og miklum blúndum og þar afgreiddi Gauja öll sín táningsár. Eigandinn hét Magnús og minnt- ist Gauja hans með mikilli hlýju. Ilminn af sælgætinu lagði út á götu og þetta var vinsæll staður. Unga fólkið kom og keypti sér súkkulaðimola og skimaði eftir ástinni sinni. Afgreiðslustúlkan þekkti margt leyndarmálið. En hugurinn stóð til stærri ævintýra og rúmlega tvítug sigldi hún á eigin kostnað til Kaup- mannahafnar. Þar sótti hún um afgreiðslustarf í skóverslun Hectors, sem lengi stóð við Strikið og gerir kannske enn. Kreppan var farin að segja til sín. Um starfið sótti fjöldi umsækjenda. En Gauja var valin. Hún þakkaði það því, að sem íslendingur hefði hún verið miklu hressari og ófeimnari en dönsku stúlkurnar. Upp frá þessu afgreiddi hún skó í Kaupmanna- höfn i næstum fimmtíu ár. Frá Hector fór hún yfir til Illum. Það þótti lengi fínasta skóverslunin í Höfn. Þangað kom Margrét Dana- drottning og margar tignarkonur íslenskar, sem hér skulu ekki taldar. Var Gauja jafnan söluhæst af samstarfsfólki sínu, enda sinnti hún afgreiðslunni af lífi og sál. Gauja giftist um þrítugt dönskum prentara, Sigurd Nielsen, og áttu þau tvö börn Ingólf og Lajlu. Þau fjarlægðust hvort annað með árunum og skildu eftir 25 ára sambúð. Eftir það hvíldi uppeldi barnanna á hennar herðum að mestu. Ingólfur hafði þá nýlokið stúdentsprófi, en Lajla var um tíu árum yngri. Gerði Gauja allt sem hún gat til að hvetja þau til náms. Ingólfur er nú orðinn doktor í hjartalækning- um og starfar sem yfirlæknir í sjúkraúsinu í Roskilde. Kona hans heitir Lena, er starfandi tannlæknir og eiga þau tvær dætur. En Lajla lagði fyrst stund á tungumálanám við háskólann, en sneri sér síðan að hjúkrunar- námi. Hún giftist rannsóknarlög- reglumanninum Steen Clausen og eiga þau eina dóttur. Gauja var 55 ára, þegar hún og maður hennar skildu. Margar konur hefðu orðið einmanna í hennar sporum, en það var öðru nær með Gauju. Hún átti til að bera mikinn lífsþrótt og hafði ævinlega gaman af að sýna sig og sjá aðra. Hinir fáguðu dönsku veislusiðir þar sem menn gleðjast yfir góðum mat og drykk, saman áttu mjög vel við hana. Og hún hafði yndi af tónlist og söng í íslenska kirkjukórnum til dauða- dags. Um og eftir skilnaðinn lenti hún í ýmsum ástarævintýrum. Lengi vel, alveg fram til þess að hún var orðin sjötug, skeði það alltaf öðru hvoru að karlmenn löðuðust að henni og mæltu til nánari kynna. Því er ekki að leyna að Gauja var ekkert óánægð með sig. Hún var hreykin af því að vera fjár- hagslega sjálfbjarga í eigin íbúð og engum til byrði, hún var hreykin af börnum sínum og barnabörnum, og hún var hreykin af ástareldunum sem hún hafði kveikt í ýmsu karlmannshjarta. Með henni er horfin ein af þeirri kynslóð sem voru ungmeyjar í Austurstræti á þeim dögum þegar Tómas kvað: „Gríptu dagsins dýra bikar. drekktu örugg lífsins vín.“ Rómantík þeirra kynslóðar geymdi hún í hjarta sér alla ævi og hún miðlaði okkur yngri vin- konum sínum af henni og af sinn ódrepandi bjartsýni, og síðst en ekki síst af sinni margvíslegu lífsreynslu. Vertu sæl, Gauja, og þökk fyrir margar glaðar stundir. Vinkonur. Afmœlis- og minningargreinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.