Morgunblaðið - 09.08.1979, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 09.08.1979, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 1979 35 Skafti Stefánsson frá Nöf - Minning Fæddur 6. mars 1894. Dáinn 27. júlí 1979. Þegar geta skal lífsstarfs Skafta frá Nöf, þá er af mörgu að taka og margs að minnast. Skafti lagði gjörfa hönd bæði til sjós og lands, og úr sárustu fátækt sem hann kynntist á barnsaldri varð hann á tíma einn með stærstu atvinnu- veitendum hér í bæ yfir sumar- tímann. Foreldrar Skafta voru Stefán Pétursson og Dýrleif Ein- arsdóttir. Dýrleif móðir Skafta er einhver með dugmestu kvenhetj- um sem sögur greina frá nú á seinni tímum. Þá sögu kann ég ekki nema af sögum sem skráðar eru af samtíðarfólki Dýrleifar, ættartölum Skagfirðinga, fjórða bindi, og Islenskum kvenhetjum eftir Guðrúnu Björnsdóttur frá Korsá. Stefán faðir Skafta missti heils- una er börnin voru í ómegð og með samstilltu átaki tókst Dýrleif, með aðstoð barnanna, að koma öllu heilu í höfn. Það var samstillt og samhent fjölskylda sem fluttist til Siglu- fjarðar árið 1922 en það ár fluttist Dýrleif með fjölskyldu sína hingað til bæjarins og átti Skafti hér heima öll sín athafnaár eða þar til fyrir fáum árum að þau hjón fóru til Reykjavíkur. Það mun hafa verið um 1918, sem Nafarfjöl- skyldan fær hér lóð og fer að byggja íbúðarhús á henni, sem nú er Snorragata 7. Um svipað leyti eignaðist Nafarfjölskyldan mót- orbát, Úlf að nafni, og var Skafti formaður, en Pétur bróðir Skafta vélstjóri. Frá þessum tíma var Skafti tengdur útgerð á meðan hann dvaldi hér í bænum. Árið 1926, 6. mars, verða þáttaskil í lífi Skafta. Þann dag ganga þau í hjónaband Helga Jónsdóttir frá Akureyri og Skafti. Þá var hann búinn að byggja ibúð ofan á Snorragötu 7, sem var tilbúin nokkrum mánuðum eftir giftingu þeirra og bjuggu þau hjón þar alla sína búskapartíð hér í Siglufirði eða röska hálfa öld. Þeim hjónum varð fjögurra barna auðið er upp komust, þrír synir og ein dóttir. Öll hafa börnin gengið mennta- veginn og getið sér gott orð. Jón lögfræðingur og fyrrverandi al- þingismaður, Stefán læknir, Jó- hanna húsmóðir og Gunnlaugur skrifstofurnaður. Öll eru þau gift og búsett á höfuðborgarsvæðinu. Skafti rak söltun seinni árin í félagi við athafnamanninn Einar Guðfinnsson í Bolungarvík. Þá þurfti að fá margar fórnfúsar starfshendur til að koma sem mestu af á skemmstum tíma því ekki beið síldin. Venjulega var sumarfólkið sumar eftir sumar í síldinni hjá Skafta, þó var það að alltaf leitaði nokkur hópur manna á sumrin norður í síldina í von um skjót- fenginn gróða. Þá sóttu til Skafta nokkrir er ekki fengu vinnu á hinum plönunum. Ég minnist þess ekki að Skafti léti nokkurn synj- andi frá sér fara. Skafti var ávallt reiðubúinn að rétta hjálparhönd hinum fallna og styðja þá er minna máttu sín. Skafti var mikill að vallarsýn en svo vel skapi farinn að aldrei sá ég hann bregða skapi þó eitthvað færi úrskeiðis. Skafta og Helgu konu hans hitti ég síðast á 1100 ára afmælishátíð á Þingvöllum 1974, í blíðasta veðri, iðandi mannhafi og fána- borgum margra þjóðríkja, en þó gaf Skafti sér tíma til að spyrja og segja viðmælanda frá högum sín- um. Að vísu hef ég ekki komið á Þingvöll fyrr né síðar. Allt var þetta ein samfelld hátíð og þannig man ég Skafta best. Það var hverjum manni gleði að hitta hann og kynnast. Þetta er orðið lengra en ég ætlaði, þó nógu sé af að taka. Þetta átti að vera vinarkveðja fyrir liðnu árin. Ég sendi eigin- konunni sem deilt hefur með honum kjörum í 55 ár samúðar- við fermingu, komu af sjó, væri það föst venja að gefa einum eða fleirum í soðið sem kallað var, mun þetta hafa orðið föst venja hjá Skafta eftir að hann byrjaði sjálfur að róa til fiskjar, þá oftast með Pétri bróður sínum, að gefa fyrir sálu sinni, enda varð hann lánsmaður í hvívetna, einn af þeim sjómönnum er alltaf fluttu bæn er á sjó var farið, enda kynntist ég hugarfari hans á þann veg að þar væri efst rík viðleitni að gera öðrum greiða. Skafta á Nöf má telja fyrstan brautryðjanda að verulegri útgerð á Hofsósi, fyrst á árabáti en síðar á mótorbáti, hann er fyrsti maður sem leggur til að hafnarmannvirki verði reist suður af Nöfinni við Hofsós, sem þá var þó talið af sumum reglulegir loftkastalar, en 1935, þegar verulegur skriður komst á umræður og framkvæmd- ir hafnarmála á Hofsósi, þá bauð Skafti hreppsnefnd Hofshrepps Nöfina og smáspildu út með sjón- um til kaups fyrir kr. 4700, en ef hús þau, er stóðu þar, ættu að fylgja var verðið kr. 7000. Að þessu 7000 kr. tilboði var þegar gengið, og þar með var byrjað á verulegum hafnarbótum á Hofsósi sem Skafti hafði lengi haft í huga. Hann fluttist til Siglufjarðar og gerðist þar mikill athafnamaður, en alltaf kenndi hann sig við Nöf og skýrði fyrirtæki sitt og hús sitt Nöf, sem sýnir hvern hug hann bar til æskustöðvanna. Allir töldu Skafta framsýnan dugnaðar- og fyrirhyggjumann sem mat meira greiðasemi við aðra en sinn eiginn hag. Hann var trúaður á allt hið góða og naut þess í sínu starfi með því að eiga vináttu og samhug samferða- manna sinna. Eftir að Skafti fluttist til Siglufjarðar þekkti ég ekki eins vel hans mikla rekstur sem um mörg ár var samfara útgerð, bundinn við fastar áætlun- arferðir til Skagafjarðar. Aldrei vissi ég til að honum hlekktist á við erfiðar aðstæður og á hættu- legri leið sinni í þessum ferðum en það sýnir best framsýni hans og gætni. Skagfirðingar og þá sérstaklega við hér austan fjarðar sendum þessum öndvegismanni og fjöl- skyldu hans okkar innilegustu kveðjur. Hann sagði mér eitt sinn: Ég er vel giftur og á efnileg börn sem ég get aldrei þakkað eins og vert er. Það var staðreynd sem allir er til þekkja viðurkenna. Skafta frá Nöf var hér minnst með því að nefna útgerðarfélag á Hofsósi Nöf og skuttogara staðar- ins Skafta. Nafngiftin tel ég að skapi gæfu fyrir bæði fyrirtækin. Blessuð sé minning þessa mæta manns og kærar kveðjur okkar til fjölskyldu hans. „ Bjorn í Bæ. kveðjur, svo og börnum þeirra, tengdabörnum, barnabörnum og öðrum vandamönnum. Bið svo Skafta faraheilla til ljóssins landa og blessunar Guðs er hann trúði svo staðfastlega á. Siglufirði, 4.8. 1979. Ólafur Jóhannsson. Þegar Skafti Stefánsson frá Nöf er allur, finnst mér að ekki sé hægt annað en senda honum kveðju frá Skagfirðingum og þá sérstaklega frá Hofsósi og ná- grenni. Skafti var fæddur og uppalinn Skagfirðingur, alinn up á Nöfinni við Hofsós þar sem hann byrjaði sjósókn á smákænu með móður sinni, því að faðir hans, Stefán, varð snemma farlama maður og rúmfastur til æviloka. Stefán og Dýrleif, foreldrar Skafta, giftu sig á heimili afa míns, en þar voru þau vinnuhjú, þau bestu að hans sögn sem hann hafði haft. Almæli var að hvert sinn er Dýrleif og Skafti þá langt innan Jóhann T. Þ. Þorsteins- — Minningarorð son Fæddur 10. júní 1911 Dáinn 21. júní 1979 í nokkrum orðum langar mig að minnast trengdaföður míns og vinar, Jóhanns Tómásar Þorláks er lést í Borgarspítalanum 21. júní s.l. eftir langa og harða baráttu við erfiðan sjúkdóm. Fyrir þremur árum hófst stríðið við þennan vágest, og sem hetja barðist hann þar til yfir lauk. Hann fæddist að Dvergasteini við Álftafjörð og voru foreldrar hans Þorsteinn Bjarnason, en hann lést áður en Jói fæddist, og kona hans, Kristín Jónsdóttir, sem látin er, eignuðust þau fimm börn. í þá daga var erfitt fyrir ekkju að halda hópnum saman, varð úr að hún fluttist að Eyri við Seyðis- fjörð og hafði hún Jóa með sér og ólst hann þar upp öll bernskuár sín, en hinum börnunum var kom- ið fyrir á öðrum bæjum. í þessum fáu línum verður ekki gerð tilraun til að lýsa æviferli Jóa heldur stiklað á stóru. Hugur Jóa beindist að litum, fór hann til Noregs og var þar í tvö ár við myndlistarnám og við vinnu á búgarði. Einnig ferðaðist hann mikið um Suður-Noreg. Heim kom hann með Esjunni frá Petsamó í byrjun seinni styrjaldarinnar. Hugurinn heldur áfram við liti og pensla og fór hann þá í læri hjá Pétri Hjaltested málarameistara og lærði húsamálun. Einnig mál- aði hann margar fallegar myndir sem prýða mörg heimili. Árið 1947 kynntist hann eftirlif- andi konu sinni, Rebekku Guð- mundsdóttur. Veit ég, að það hefur verið mesta hamingja í lífi hans því heimiii þeirra bar vott um gleði og hamingju. Gekk Jói Ragnheiði yngri dóttur Bebbu úr PETUR PALSSON MINNINGARORÐ Fæddur 28. nóvémber 1931. Dáinn 28. júní 1979. Andlátsfregn berst úr fjarlægð, góður drengur hefur lagt upp í sína hinztu för. Hugurinn hrygg- ist — minningarnar streyma fram — góðar, glaðar stundir í návist listamanns, sem gat látið gleði — strengi óma — á hljóðfærið — með fögrum söng — í litlu ljóði — gneistandi og fullur af lífsgleði og seiðmagni söngsins, á slíkum stundum gat hann verið meistari söngs og tóna, -r- og svo var oft einnig við slík tækifæri rökrætt og brotið til mergjar eðli tilverunnar og hinztu rök lífsins, — hann var einlægur, viðmótshlýr, hug- myndaríkur, rökfastur, leitandi. Pétur var fæddur í Reykjavík 28. nóvember árið 1931, sonur hjónanna Ólafar Einarsdóttur og Páls Ólafssonar. Hann kvæntist árið 1953 Ólöfu Steinarsdóttur frá ísafirði. Börn þeirra eru: Steinar, Pétur Már og Elísabet. Þau bjuggu fyrstu búskaparár sín á ísafirði en hafa verið búsett í Reykjavík síðan árið 1959. Nú er hann burtu kallaður á bezta aldri, á 48. aldursári, en þó að vissu leyti ferðbúinn, því heilsa síðustu ára stuðlaði að því, að lífslöngunin minnkaði og þrá og hugsun til æðra lífs tók hug hans í æ ríkara mæli. Pétur var snjall á margan hátt — vel gefinn og nýtti gáfur og sjálfsmenntun vel í leit sinni að þeim verðmætum, sem hann taldi bezt duga og gefa lífinu mest gildi. Þar leit hann ekki alltaf til hagnýtra, jarðneskra hluta, held- ur til þeirra andlegu verðmæta, sem auðga sálina og gefa hug- myndafluginu byr undir báða vængi. Það má reyndar segja, a_ð það sannaðist á Pétri, að sitthvað er gæfa og gjörvuleiki, því honum var margt til lista lagt, en hinir listrænu hæfileikar hans nýttust ekki svo sem efni stóðu til, því svo fjölhæfur var hann, að hann fann sig aldrei að fullu á einu sviði, en skildi þó eftir sig listaverk, sem munu geyma nafn hans, og má þar nefna sem dæmi lög hans við Sóleyjarkvæði Jóhannesar úr Kötlum. Listin var Pétri stórt atriði í lífinu — og það að nema af nægtabrunnum skálda og hugsuða þau fræði, sem lyftu sál og huga upp frá hversdagsleikanum — var ástríða, sem var honum hugfólgin og ofan og utan við daglegt amstur. Þess vegna var hann ekki snortinn af lífsgæðakapphlaupi þessa heims, hans verðmæti voru annars eðlis — ef hann gat töfrað fram falleg lög við ljóð, sem hann mat og unni, og samið ljóð og túlkað lífsþrá sína og skoðanír í búningi listrænnar tjáningar á einn eða annan veg, þá var þrá hans fullnægt og skuld goldin við kröfur lífsins. Örlög höguðu því þannig, að við áttum samleið í mörg ár, þó fjarlægðir skildu lengst af — og ávallt fann ég, þegar leiðir lágu saman, að Pétur var sami góði drengurinn, opinn, velviljaður, hjartahlýr, einlægur og traustur vinur. Hann var trúr lífsskoðun sinni og lífsstefnu og við vorum ekki alltaf sammála, en margt áttum við þó sameiginlegt — og ljósþrá hans og trú á eilífa framvindu lífsins í ódauðlegum heimi var málefni, sem við vorum sammála um, þó hann færi þar að sumu leyti aðrar leiðir en ég í túlkun og sannleiksleit. Þess vegna get ég viðurkennt, að þrátt fyrir dapurleika og söknuð, er ég heyrði andlát hans, fann ég til gleði hið innra, því nú vissi ég, að hin sannleiksleitandi sál hans hafði fengið frelsi úr viðjum líkamans og leitaði nú á vit þeirra heima, sem bíða handan hins mikla og eilífa fljóts. Og ég er þess fullviss, að þar líður honum betur -- og hugur hans hefur fengið ráðið margar þær gátur, sem hvíldu á huga hans hér í þessu lífi. En svartsýnismaður var hann þó enginn, hann trúði á sigur ljóss og friðar, taldi sig enda hafa fengið sönnun þess, að sálin leitaði úr líkamanum og öðlaðist flug hins eilífa lífs. Og nú er lífið hafið í nýjum heimi, blessun Guðs vaki yfir honum og verndi hann á eilífð- arbraut. Hinztu kveðjur fylgja honum frá mér, konu minni og börnum — með innilegum þökkum fyrir liðnar stundir. Guð blessi eftirlifandi ástvini hans. Ingiberg J. Hannesson. Á leið í skóla gœtið að fyrra hjónabandi í föður stað og varð með þeim mikill kærleikur. Fyrir tuttugu árum missti Ingi- björg tengdamóðir hans mann sinn og fluttist Ingibjörg þá inn á heimili þeirra hjóna og býr þar enn áttatíu og átta ára gömul. Sér hún nú á bak traustum og trygg- um tengdasyni. Fyrstu kynni mín af Jóa og Bebbu hófust fyrir sautján árum með unnustu og síðar konu minni, Ragnheiði. Eins og hjá öðrum málurum er mest að gera á sumrin svo að lítið var um sumarfrí og ferðalög en af þeim hafði hann yndi. Þau ár sem ég er búinn að þekkja hann tók hann sér tvisvar frí. Síðastliðið sumar fórum við um Vestfirði og skoðuðum átthaga hans og var unun að hlusta á hann lýsa lands- lagi og sögusögnum frá þessum stöðum sem hann þekkti svo vel til. Ég held að Jói hafi verið alsæll en mjög þreyttur þegar heim var komið, því aldrei kveinkaði hann sér eða talaði um lasleika sinn, svo dulur var hann. Þegar jafn góður maður og Jói var fellur frá, þá er skarð fyrir skildi sem erfitt verður að fylla, jafnt hjá vinum sem vandamönnum. Hann var í senn vel greindur og hugljúfur persónu- leiki, og þegar kom að umræðum um alvarleg mál var vart hægt að hugsa sér dómbærari mann eða djúphyggnari en Jói var. Nú þegar Jói er horfinn yfir móðuna miklu er söknuður okkar mikill er þekkt- um hann best, en við þökkum Guði fyrir að hafa fengið að kynnast honum og umgangast hann, því við hljótum að vera betri menn af kynnum okkar við hann. Ég bið Guð að vera með þér Bebba mín og móður þinni. Minningin um hann er leiðarljós okkar. Far þú í íriöi. Friður Guðs þÍK blessi. Hafðu þökk fyrir allt ok allt. Gckkst þú með Guði. Guð þér nú fylKÍ. Hans dýrðarhnoss þú hljóta skait. (Vald. Briem) E. Engilbertsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.