Morgunblaðið - 09.08.1979, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 1979
43
Hreinn og Oddur
menn mótsins
HÁPUNKTUR fyrri dags Reykjavíkurleikanna í frjálsum íþróttum
var hiklaust 100 metra hlaupið, þar sem mættir voru til leiks
sporléttustu menn íslands í dag. Oddur Sigurðsson, Vilmundur
Vilhjálmsson. Sigurður Sigurðsson og að auki einn brokkfær, Dani,
Frank Foli. til að veita enn frekara aðhald. Oddur sigraði glæsilega í
hlaupi þessu, hljóp á 10.48 sekúndum. Sigurður varð annar á 10,77
sekúndum. danski Foli krækti í þriðja sætið á 10,79, en Vilmundur
varð að láta sér lynda 4. sætið, er hann hljóp á 10,83 sekúndum. Nánar
er greint frá 100 metra hlaupinu á blaðsíðu 3.
Annars var fyrri keppnisdagur-
inn fremur flatneskjulegur og fátt
um fína drætti. Hreinn Halldórs-
son náði þó ágætu kasti í kúlu-
varpinu er hann þeytti kúlunni
20,48 metra í þriðju tilraun.
Annað kast átti Hreinn rétt yfir
20 metra, en önnur köst hans voru
ógild. Frammistaða Óskars
Jakobssonar í kúlunni var eftir-
tektarverð, en hann önglaði í
annað sætið með 19,27 metra
kasti. Framfarir Óskars í kúlu-
varpi eru stöðugar, þó að ekki sé
um hans aðalgrein að ræða. ítal-
inn Gropelli varð þriðji með 18,33
metra kast. Mikill skari ítala,
einir fjórir eða fimm, köstuðu
þarna kúlu, hver með sínu búk-
hljóði, en enginn veitti Hreini og
Óskari markverða keppni.
Eina met mótsins setti Guð-
mundur R. Guðmundsson í há-
stökki. Var þar um unglingamet
að ræða, er hann snaraði sér yfir
2,04 metra. Hann gerði síðan
tilraunir við 2,07 metra og munaði
svo mjóu, að eitt sinn var hann
farinn að fagna, þegar ráin skall
síðbúin í höfuðið á honum. Há-
stökkskeppnin var nokkuð spenn-
andi, þar sem Stefán Friðleifsson
(1,98 metra), Karl West (1,95
metra) og Hafsteinn Jóhannsson
(1,90 metra) veittu Guðmundi
harða keppni. Lítum svo á aðrar
greinar.
Sleggjukast
ítölsk einokun, keppendur þrír
og allir ítalir. Allir settu vallar-
met, Urlandi sigraði með 72,4
metra, Bodbersck grýtti sleggj-
unni 71,92 metra og Bianchini
70,90 metra.
Langstökk karla
íslenskur sigur, enda keppendur
allir frá Fróni. Sigurður Sigurðs-
son sigraði örugglega, sigurstökk
hans var 6,80 metrar. Sigurður
Hjörleifsson sem stökk 6,54 metra
varð í öðru sæti og Stefán Þ.
Stefánsson varð þriðji með 6,52
metra.
100 metra hlaup kvenna
Keppt var í tveimur riðlum.
Lára Sveinsdóttir skildi alla
keppinauta sína eftir og hljóp á
12,01 sekúndu. Sigríður Kjartans-
dóttir varð önnur á 12,18 sekúnd-
um og Helga Halldórsdóttir varð í
þriðja sætinu á 12,31 sekúndu.
Sigrún Sveinsdóttir hlaut besta
tímann í hinum riðlinum.
800 metra hlaup karla
Óskar Guðmundsson var hér
hlutskarpastur og hlaut tímann
2:05,4 mínútur. Bjarni Ingibergs-
son UMSB varð annar á 2:07,1
mínútu og þriðji varð Sigurður
Haraldsson FH á 2:08,3 mínútum.
1500 metra hlaup kvenna
Hér græddi FRÍ einn verðlauna-
pening, því að keppendur voru
aðeins tveir þrátt fyrir að fjórir
væru skráðir til keppni. Ragnheið-
ur Ólafsdóttir varð öruggur sigur-
vegari, hljóp á 4:42,4 mínútum, en
helsti keppinautur hennar Guðrún
Karlsdóttir UBK hljóp á 5:01,3
mínútum. FRÍ græddi líka tvo
verðlaunapeninga í 1000 metra
hlaupi sveina, þar sem Sævar
Leifsson lét sig hafa það að
skokka kílómetrann einn. Hljóp
Sævar á 3:05,4 mínútum og var
yfirburðasigurvegari í hlaupinu.
400 metra hlaup karla
Hér biðu áhorfendur (sem voru
frekar fáir) spenntir eftir því að
sjá hvort Oddur myndi leggja alla
að velli á nýjan leik. En Frank
nokkur Foli kom mjög á óvart og
sigraði örugglega á 49,09 sekúnd-
um. Oddur var þó ekki langt að
baki Fola og hlaut tímann 49,86
sekúndur. Aðalsteinn Bernharðs-
son varð þriðji, hlaut tímann 50,93
sekúndur.
400 metra hlaup kvenna
Rut Ólafsdóttir FH varð örugg-
ur sigurvegari á 58,21 sekúndu,
Helga Halldórsdóttir varð önnur á
60,32 sekúndum og Ragnheiður
Jónsdóttir varð þriðja á 62,22
sekúndum.
1500 metra hlaup karla
Þetta var hálfgert gönguhlaup
og Ágúst „gekk“ hraðast. Hann
vann örugglega á 4:02,7 mínútum.
Steindór Tryggvason var á hælum
Ágústar og hlaut tímann 4:03,2
mínútur. Sigurður P. Sigmunds-
son hafnaði í þriðja sætinu á
4:05,7 mínútum.
Kringlukast kvenna
Enginn komst nálægt sovésku
stúlkunni Elenu Kovalevu, sem
náði sínu lengsta kasti á sumrinu,
55,04 metra. Guðrún Ingólfsdóttir
tryggði sér annað sætið er hún
þeytti kringlunni 41,50 metra.
Margrét Óskarsdóttir ÍR varð
þriðja með 32,06 metra.
Kringlukast karla
Óskar Jakobsson hreppti hér
þriðja sætið með 54,98 metra
kasti. ítalarnir voru sterkir í
þessari grein eins og reiknað hafði
verið með, Malini Moreno sigraði
með 57,60 metra kast og landi
hans Filip Monforte kastaði 56,44
metra og hreppti annað sætið.
Rússinn, sem reyndist vera tug-
þrautarmaður, kastaði aðeins
46,22 metra.
Leikunum verður framhaldið í
kvöld og hefst keppnin klukkan
19.30. Er tímaseðillinn sem hér
segir.
19.30 Stangarstökk
Kringlukast karla
100 m grindahlaup kvenna
19.40 200 m hlaup karla, I-riðill
19.50 200 m hlaup karla, II-riðill
20.00 Hástökk kvenna
20.10 Spjótkast karla
1500 m hlaup karla B-hlaup
20.30 Kúluvarp karla
800 m hlaup kvenna
20.40 800 m hlaup karla A-hlaup
20.50 200 m hlaup kvenna. _ gg.,
Hreinn lialldórsson undirbýr sigurkastið í gærkvöldi.
Ljósm. Emilía.
• Ragnar Margeirs.son, hinn
bráðefnilega miðherji ÍBK, skor-
aði þrennu í Svíþjóð í gærkvöldi.
Strákarnir
töpuöu
fyrir Dönum
ÍSLENSK A drengjalandsliöiö í
knattspyrnu beiö öðru sinni ósigur
á jafnmörgum dögum, er Danir
gengu af velli sigurvegarar ’a
Norðurlandamótinu í Svípjóð í gær-
kvöldi. í fyrrakvöld töpuðu
íslendingar 2—6 fyrir Svíum, en í
gær var tapið 3—5 fyrir Dönum.
Ekki eins slæm úrslit, en staðan í
hálfleik var jöfn, 1—1.
Að sögn Gylfa Þórðarsonar,
fararstjóra íslenska hópsins, var
leikur íslensku sfrákanna gjörólíkur
þeim sem þeir sýndu gegn Svíum í
fyrrakvöld. Þá var varla heil brú í
liðinu, nú átti liðið mjög góða
leikkafla. Danir komust í 1—0 á
fyrstu mínútu leiksins, en Ragnar
Margeirsson, ÍBK, jafnaöi úr víti sem
hann fiskaöl sjálfur. Snemma í síðari
hálfleik komust Danir síðan í 3—1,
en upp úr miðjum hálfleiknum
minnkaði Ragnar enn muninn meö
marki úr víti. Og enn var það
einstaklingsframtak Ragnars sem
uppskar vítið.
Danir gerðu þó út um leikinn,
komust í 5—2 þegar 5 mínútur voru
til leiksloka en á 88. mínútu fullkomn-
aði Ragnar þrennu sína, þegar hann
skoraði fallegasta mark leiksins,
einlék upp völlinn, var felldur, reif sig
aftur upp, lék á tvo í viðbót og skaut
síðan þrumufleyg í markvinkilinn frá
vítateig, 3—5.
Auk Ragnars, sagði Gylfi að Gisli
Bjarnason, KR, hefði átt mjög góðan
leik með íslenska liðinu, „mjög
sterkur leikmaður, sérstaklega ' i
skallaboltunum“ sagði Gylfi. í hinum
riölinum sigruðu Vestur-Þjoðverjar
Finna 1—0, en íslendingar leika um
fimmta sætið annað hvort við
Norðmenn eða Finna.
-gg.
• Jóhanna Ingólfsdóttir. (s-
landsmeistari kvenna tvö síðast-
iiðin ár.
íslandsmótið í golfi á Akureyri:
Hannes og Kristín hafa forystu
HANNES Eyvindsson hefur for-
ystuna í meistaraflokki karla á
lslandsmótinu í golfi scm fram
fer á Akureyri um þessar mund-
ir, en fyrsti keppnisdagur meist-
araflokks var í gær. Leiknar
voru 18 holur, en keppnin heldur
áfram í dag.
Eftir 18 holur hefur Hannes
leikið á 74 höggum. Magnús Hall-
dórsson er með 76 högg og þrír
kappar eru jafnir á næstu grösum
með 78 högg, þeir Björgvin Þor-
steinsson, Jón Þór Gunnarsson og
Sigurður Hafsteinsson.
Kristín Þorvaldsdóttir er efst i
meistaraflokki kvenna, hefur leik-
ið á 182 höggum, (91—91). Sólveig
Þorsteinsdóttir er önnur með 183
högg (94—89). Jóhanna Ingólfs-
dóttir, sem hafði forystu eftir
fyrri daginn féll niður í þriðja
sætið með 184 höggum samanlagt.
Tryggvi Sæmundsson GA er
efstur í 3. flokki karla, hefur leikið
á 197 (93—104) höggum. Ragnar
Lárusson er í öðru sæti með 199
(98—101) högg og Jón Guðmunds-
son er í þriðja sæti með 200
(96—104) högg.
Jónína Pálsdóttir hefur foryst-
una í 1. flokki kvenna, hefur þegar
slegið 216 högg, Lóa Sigurbjörns-
dóttir hefur slegið 222 högg og
Guðný Kjærbo hefur slegið 239
högg. Keppnin í 2. flokki karla fer
fram á Olafsfirði og keppnin í 1.
flokki karla fer fram á Húsavík.
Staðan þar er nú þessi:
2. fl. karla, Ólafsfjöröur:
Friðþjófur Helgason, NK 161
Donald Jóhannesson, GK 167
Júlíus Ingvarsson, GJ 171
í KVÖLD klukkan 19.30 leikur
meistaraflokkur ÍBK gegn
stjörnuliðinu svonefnda, sem skip-
að er fyrrverandi leikmönnum
ÍBK. Verður stjörnuliðið styrkt
1. fl. karla. Húsavík:
Jóhann Benediktsson, GS 164
Guðni 0. Jónsson, GL 166
Sigurður Héðinsson, GK 169
Reynir Þorsteinsson, GL 172
Ólafur Marteinsson, GK 174
með þjálfurum IBK, þeim Tranter
og Smith. Leikurinn fer fram á
grasvellinum í Keflavík og er
hann til fjáröflunar fyrir þátttöku
ÍBK í Evrópukeppninni.
ÍBK leikur í kvöld