Morgunblaðið - 31.10.1979, Side 18

Morgunblaðið - 31.10.1979, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 1979 Telstöðunana sterka meðal sjálfstœðis- manna í Reykjavík segir EUert B. Schram „FLJÓTT á litið mætti ætla að ég hafi ekki komið vel út úr þessum kosningum, þar sem ég féll niður um tvö sæti,“ sagði Ellert B. Schram. „Ég bendi hins vegar á,“ sagði Ellert ennfremur, „að ég var allan tímann talinn einn af þeim „öruggu" og hef sennilega goldið þess í niðurröðun sæta, sem sýnist vera nokkrum tilviljunum háð, einkum í miðju hópsins. Það vantar til dæmis aðeins 120 atkvæði upp á að ég sé í fimmta sæti. Fylgi mitt hefur aukist frá því í síðustu prófkosningum, úr 64,9% í 67,1% og mér finnst ég geta vel við það unað og tel stöðu mína sterka meðal sjálfstæðis- manna í Reykjavík. Vil ég þakka þeim fyrir mikinn og góðan stuðn- ing. Enginn vafi er á því að ég hefði getað komið betur út úr kosning- unum ef ég hefði sett upp mikla kosningamaskínu. Það gerði ég ekki, enda finnst mér að þingmenn eigi að dæma af verkum sínum en ekki auglýsingum. Mér finnst miður hve Ragnhild- ur Helgadóttir fellur niður á listanum, og get ekki fundið aðra skýringu en þá sem ég nefndi um mig sjálfan: að hún hafi verið talin það örugg að fólk hafi ekki verið á varðbergi. Eins er leitt að Guðmundur H. Garðarsson er ekki meðal þeirra efstu, en eftir stendur að kjósendur hafa kveðið upp sinn dóm og nú er um að gera að standa saman í hinni hörðu kosningabaráttu sem framundan er,“ sagði Ellert að síðustu. Brautargengi kvenna minna en ég hafði vonað segir Björg Einarsdóttir „Mikil þátttaka í prófkjörinu er jákvæð fyrir það flokksstarf og kosningaundirbúning sem fram- undan er,“ sagði Björg Einarsdótt- ir. „Fjöldi ógildra atkvæðaseðla ber þe3S vott að kjósendur hafa ekki áttað sig á þeirri tilhögun að tölusetja frambjóðendur í ákvðin sæti á listanum," sagði Björg ennfremur. „Uppstokkun á sætaröð þing- manna Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík eins og hún var fyrir prófkjörið gæti bent til þess að fólk hafi ekki gert sér fyllilega ljóst að atkvæði í neðri sætum teljast ekki með í efri sæti. Einnig komust margir í „kastþröng" og töldu að velja hefði átt tíu í stað átta. Árangur minn í prófkjörinu var framar vonum, miðað við hve þekkt fólk var við að keppa, sem margt hefur árum saman verið í stjórnmálastarfi. Hins vegar þykir mér brautar- gengi kvenna í þessu prófkjöri minna en ég hafði gert mér vonir um, og sannar það enn á ný hversu harðsótt er fyrir konur á vett- vangi þjóðmála. Sú niðurstaða hlýtur að verða konum hvatning til að sækja fastar á að komast í aðstöðu til að móta það samfélag sem við byggjum nú og bíður barna okkar. Listinn eins og hann lítur út í heild er ekki nýstárlegur eða vitnisburður um löngun manna til að endurnýja framvarðalið flokks- ins, og vekur það eitt sér undrun mína. — Miklir íhaldsmenn erum vér. Vera má, að staðfesta í mannavali sé vænlegra til þeirra átaka sem óhjákvæmilega hljóta að vera framundan við stjórn landsmálanna. Því má svo bæta við, að þessar kosningar eru ef til vill enn einn vottur þess gamalkunna, að sá kemst oft langt sem hefur hátt, og vílar ekki fyrir sér aðferðir til að ná árangri," sagði Björg að lokum. Sjálfstæðis- flokknum er ekkert að vanbúnaði að vinna stóran sigur segir Jónas Bjarnason „ÞAÐ virðist svo sem þetta nýja fyrirkomulag hafi treyst frekar alþingismennina, núverandi og fyrrverandi, gagnvart öðrum frambjóðendum," sagði dr. Jónas Bjarnason. „Erfiðara virðist vera fyrir aðra að sækja þarna á brattann. í öðru lagi finnst mér það miður að efsta konan, Ragnhildur Helga- dóttir, skuli hafa fallið svo mjög niður á listanum. Hvað mína eigin útkomu varðar vil ég segja það, að ég er ánægður með hana, og ég er þarna í góðum félagsskap þar sem eru þær Elín Pálmadóttir og Björg Einarsdótt- ir. Að lokum vil ég segja það að ég tel Sjálfstæðisflokkinn hafa mik- inn meðbyr, og honum sé ekkert að vanbúnaði að vinna stóran kosningasigur, þessi útkoma á ekki að koma í veg fyrir það,“ sagði Jónas að lokum. Sjálfstœðis- flokkurinn stendur á mjög alvar- legum tíma- mótum segir Guðmundur H. Garðarsson „ÉG TEL, að Sjálfstæðisflokkur- inn standi á mjög alvarlegum tímamótum og vil engu spá um framhaldið," sagði Guðmundur H. Garðarsson, og kvaðst ekki vilja tjá sig um málið að öðru leyti að svo stöddu. Reglurnar buðu ekki upp á mikla endurnýjun segir ElínPálmadóttir „HIN mikla þátttaka í prófkjörinu er mjög uppörvandi fyrir sjálf- stæðisfólk," sagði Elín Pálmadótt- ir. „Sýnir áhuga, sem væntanlega kemur til góða í komandi kosning- um. Ljóst var um leið og nýjar og þrengdar prófkjörsreglur sáust, þar sem aðeins mátti velja 8 frambjóðendur, að þær buðu ekki upp á mikla endurnýjun í þessum sætum. Fyrir einstakling af eng- um „hópi“ telst gott að halda í horfinu og sínu 10. sæti í þeim ólgusjó, sem verður af atgangin- um í prófkjöri. Það sæti gefur að vísu ekki mikil tækifæri til góðra verka í þágu þeirra, sem treystu mef til. En hafi þeir þökk fyrir traustið,” sagði Elín að lokum. „Lít alvar- legum augum á málið ” segir Pétur Sigurðsson „ÉG LÍT alvarlegum augum á málið,“ sagði Pétur Sigurðsson, og vildi hann ekki tjá sig frekar um málið að svo stöddu. Lloyd Morgan (annar frá vinstri) ásamt Birni Guðmundssyni fyrrv. stjórnarmanni i alþjóðastjórn Lionshreyfingarinnar, ólafi Þorsteinssyni fjölumdæmisstjóra í umdæmi 109, þ.e. æðsta manni Lions á íslandi, og Þorvaldi Þorsteinssyni stjórnarmanni i alþjóðastjórninni. Ljósm. Emilia. „Reynum ad gera samfélagið að betri tilverustad” Spjallað við Lloyd Morgan, heimsforseta Lionshreyfingarinnar HEIMSFORSETI Lionshreyf- ingarinnar, Lloyd Morgan, dvald- ist hér á landi i 3 daga i síðustu viku. Morgan, sem er frá Nýja- Sjálandi, var kosinn forseti hreyf- ingarinnar s.l. sumar og mun skipa það embætti i eitt ár sem venja er innan Lionshreyfingar- innar. Mbl. ræddi stuttlega við Morgan rétt áður en hann hélt utan aftur. „Fyrst langar mig til að bera íslendingum kveðjur Ný-Sjálend- inga,“ sagði Morgan. „Þann stutta tíma sem ég hef verið hér, hef ég komist að því að þjóðirnar eiga margt sameiginlegt þótt löndin séu um margt ólík. Ég er mjög stoltur yfir því mikla starfi sem Lionsmenn á íslandi hafa unnið. Ég hef ferðast mikið um á síðustu árum en hvergi verið jafn önnum kafinn við að skoða árangurinn af starfi hreyfingar- innar. Allt það sem ég hef séð hér yljar mér um hjartarætur. Mér finnst alltaf gaman að hitta Lions- félaga, þegar ég er á ferðalögum, en besti hluti ferðarinn er alltaf að sjá árangurinn af starfsemi hreyf- ingarinnar. Hún snýst nefnilega um það að reyna að gera samfélag- ið að betri tilverustað. Við reynum að gefa gaum að þeim sem lenda utangarðs til að geta gert þeim lífið léttara. Við trúum því nefni- lega að þaö sé ósk allra að mennirnir verði að finna lausn til þess að lifa saman í friði og hamingju. Ef við getum skapað þannig hug í þjóðfélaginu erum við komin langt áleiðis. „Einhuga heimur" er slagorð Lionshreyf- ingarinnar í ár. Þetta slagorð getum við fundið í hjarta hvers einasta manns og í gegnum Lions- hreyfinguna er möguleiki á að gera þá ósk að veruleika." — Hve fjölmenn er Lionshreyf- ingin? „Lionshreyfingin starfar í 151 landi í 33.000 klúbbum. Félagar eru 1.250.000. Á íslandi eru Lionsfélag- ar 2.880 talsins. Miðað við fólks- fjölda er Lionshreyfingin á íslandi langfjölmennust í heiminum. Einn af hverjum 90 íbúum er Lionsfé- lagi. Finnar koma næstir en þar er 1 af hverjum 200 íbúum félagi í hreyfingunni. Alþjóðlegur hjálparsjóður I Lionshreyfingunni höfum við alþjóðlegan hjálparsjóð, „Hjálp- arsjóð alþjóða Lionshreyfingarinn- ar“, og er sá sjóður styrktur af öllum meðlimum hennar. Peningar sjóðsins fara í að hjálpa efnaminni þjóðum við alls konar uppbyggingu í þjóðfélaginu. Á þennan hátt hjálpar Lionshreyfingin þeim þjóðum sem minna mega sín og hefur það mikil áhrif á að skapa samhug meðal þjóða heimsins," sagði Morgan að lokum. Þess má geta að fyrsta framlag úr þessum sjóði var til Vestmannaeyjasöfn- unarinnar, 3000 dollarar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.