Morgunblaðið - 31.10.1979, Side 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 1979
vtíP
MOBöilK/-
KAFP/NU
i (N' y
*=■
Við sem héldum þeir væru
friðsamlegir.
Ég er sannfærður um að þessi
ungi maður á sér framtið hér
hjá fyrirtækinu?
Ég kem þó ekki með öngulinn i
rassinum, i þetta skipti.
e' 3 ríríi i í i \ m
'i r~j fu 3 { i § ' Ú . ! n i
Hvers vegna ekki
trúarleg tónlist?
Vetrardagskrá útvarpsins
hefur hafið göngu sína og margar
breytingar hafa verið gerðar.
Vissulega er alltaf kærkomið að fá
breytingu er daginn tekur að
stytta en sumar þessara breytinga
hefðu betur verið óframkvæmdar.
Vilji þeirra sem dagskrá út-
varpsins ráða hlýtur alltaf að
koma fram í einhverju en þeirra
skylda er þó að það verði í sem
minnstu. Þeir hafa t.d. tekið sig á
og viðurkennt vilja fjöldans og
fækkað útsendingartímum
klassískrar tónlistar. Þess í stað
er nú mun meira um létta dægur-
tónlist.
Einn er þó sá hópur sem hefur
verið skilinn út undan, hópur
þeirra sem hefur áhuga á kristinni
trú og þeim málum sem að henni
lúta. Messurnar eru jú enn á
sunnudagsmorgnum og morgun-
bænin skipar enn sinn sess, en svo
er afskaplega lítið annað handa
okkur í dagskrá útvarpsins í vetur.
Ég tala nú ekki um sjónvarps-
dagskrána.
S.l. vetur var tónlistarþátturinn
Gleðistund í útvarpinu á laugar-
dagskvöldum en nú í vetur virðist
ekki vera gert ráð fyrir áfram-
haldi hans. Það var þó ekkert
minnst á það að hann ætti að
hætta, þrátt fyrir að sagt var frá
BRIDGE
Umsjón: Páll Bergsson
Spilað var á sömu spil i öllum
leikjum hverrar umferðar í ný-
lokinni heimsmeistarakeppni.
Var því árangur sveitanna oft
borinn saman og i spilinu að
neðan voru reynd þrjú mismun-
andi game.
Norður gaf, austur — vestur á
hættu. Norður S. 92 H. K8543 T. KD3
Vestur L. G63 Austur
S. G S. Á8543
H. 62 H. ÁG1097
T. Á109542 T. -
L. ÁKD5 Suður L. 1042
S. KD1076
H. D
T. G876
L. 987
ítalinn Franco og Reiner frá
Ástralíu reyndu báðir við 4 hjörtu
í sæti austurs. Reiner tapaði sínu
spili eftir að út kom hjartadrottn-
ing. En gegn Franco spilaði Kuo
frá Formósu út laufníu. Ög spilið
vann hann með því að leysa
trompstöðuna. Tók útspilið,
spaðaásinn, trompaði spaða, tígul-
ás, trompaði tígul og reyndi að
trompa aftur spaða en þá tromp-
aði norður betur og spilaði trompi.
Eftir nokkra umhugsun tók
Franco á ásinn vegna a) ef svíning
mistækist væri spilið tapað með
tveim slögum suðurs á spaða og b)
ætti norður KD í trompinu mætti
samt vinna spilið með laufskipt-
ingunni, sem var fyrir hendi, þar
sem þá mætti fá nægilega marga
slagi með tígultrompunum. Og
þegar drottningin kom í spilaði
Franco aftur trompi og þar sem
norður átti ekki til spaða fékk
vörnin aðeins 3 slagi á tromp.
Gegn Brasiiíu opnaði einn sig-
urvegaranna Bandaríkjamaðurinn
Goldman á tveim spöðum veikum.
Þar með réðu Brassarnir ekki við
stígandann í sögnunum, enduðu í 5
laufum, sem fóru tvo niður eftir
útspil í spaða. En á hinu borðinu
sagði Brasiliumaðurinn í norður 1
hjarta eftir tígulopnun vesturs.
Og eftir það var ekki óeðlilegt þó
suður spilaði út hjartadrottningu
gegn þrem gröndum. Og þar með
voru 4 slagir vísir á hjartað með
sviningu og tíu í allt þegar laufin
féllu 3—3. Góður slurkur stiga til
heimsmeistaranna en þeir sigruðu
í leiknum með 20 stigum gegn -2.
I
Lausnargjald í Persíu
101
Kftir Kvelyn Anthony
Jóhanna Kristjónsdóttir
sneri á íslenzku
I
Hann myndi aldrci bakka út úr
því fyrir neinn. Nema kannski
ef Lucy hefði verið annars
vegar. Én aldrei fyrir mig.
Peters horfði á hana, hún
sneri að honum andlitinu og
tárin leituðu niður vangana.
— Hvað vita margir um
þetta? '
— Aðeins forstjóri hans í
Teheran. Ég sagði honum frá
því áður en ég fór heim.
Peteri Iyfti henni upp af
rúminu. Hann hélt henni í
armslengd frá sér.
— Ef ekki vita fleiri um
þetta þá er allt i lagi, sagði
hann. — Vel getur verið að
Logan hugsi sig tvisvar um.
Hann getur ekki lifað — vit-
andi að hann hafi látið þig
deyja. Við verðum að halda
áfram að vona — að hann gefist
upp. Og meðan okkar menn
komast ekki að því...
Ef yfirstjórnin í Damaskus
kæmist að þessu, vissi hann
hvaða skipun yrði umsvifalaust
send. Taka hana af lífi. Hann
hafði sagt við sjálfan sig, að
gengi Field að skilmálunum
myndi Eileen verða sleppt úr
haldi. En hann efaðist um að
það yrði gert. Nú var líf hennar
fullkomlega einskis vert. Hann
dró hana skyndilega að sér. En
hann greip utan um hana og
strauk hendinni um hár henn-
ar.
— Ég get ekki sleppt þér,
sagði hann. — Ég get ekki leyft
þér að fara. En ég lofa þér því,
að enginn gerir þér mein. Hver
svo sem niðurstaðan verður. Ég
skal sjá til þess, að enginn geri
þér mein. Viltu treysta mér?
Eileen hailaði sér að honum.
Hún fann til þreytu eins og
viljaþrek hennar væri þorrið,
það hafði endanlega horfið þeg-
ar flóttatilraun hennar mis-
tókst. Jafnvel áður en hún skók
rimlahliðið hafði hún vitað, að
Logan myndi aldrei greiða það
sem upp var sett fyrir hana. Og
maðurinn sem hélt utan um
hana bar umhyggju fyrir henni.
Hann var að lofa henni dálitlu
sem þýddi að hann sviki vini
sína og pólitíska sannfæringu
hans. „Enginn skal fá að gera
þér mein.“ í næstum þrjár
vikur hafði hún staðið gegn
þeirri freistingu að mynda til-
finningatengsl við þennan
mann sem hafði verið góður
henni. Hún hafði búið við ótta
dag hvern, óvissu og þolað
likamlega áreitni. En samt
haíði hún haldið f vonina og
ekki misst móðinn. Nú skynjaði
hún aðeins hlýjuna frá likama
hans og styrk hans. Hann þráði
hana og hún fann spennuna
vaxa í honum sem hann hélt
henni að sér. Hún átti engan
vin i öllum hciminum nema
kannski hann. Aðeins Peters
var raunverulegur. Peters hafði
bjargað henni úr klóm Resnais.
Hann lofaði að bjarga henni
aftur.
— Ég skal gera það eins
auðveit og ég get fyrir þig,
sagði hann.
— En þú veizt ég get ekki
látið þig sleppa. Gerðu eins og
ég bið þig og við verðum að
vona að allt takist.
Eileen lyfti höfði og leit á
hann. Það fór ekkert á milli
mála hvað hann var að meina.
— Ég verð að fara niður,
sagði hann — Ég verð að láta
hin halda að allt sé i lagi. Þau
má ekkert gruna.
Hann gekk nokkur skref aft-
ur á bak.
— Komdu aftur til mín,
sagði Eileen.
— Bara ef þú vilt það, sagði
hann. — Þú þarft ekki að
vilja... Það er ekki skilyrði í
samningnum.
— Ég hef aldrei imyndað
mér það, sagði hún. Svo bætti
hún við á ný:
— Komdu svo til mín...
Samkvæmið í franska sendi-
ráðinu var til að halda upp á
Bastilludaginn. Það var heitt f
veðri og samkvæmið var haldið
úti i garðinum. James Kelly
hafði komið snemma og var á