Morgunblaðið - 14.11.1979, Page 13

Morgunblaðið - 14.11.1979, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 1979 13 Friðrik Sophusson: Sala ríkisfyrirtækjanna — liður í atviimuþróim framtiðarinnar Kosningabaráttan snýst nú ein- göngu um efnahagstillögur Sjálf- stæðisflokksins, enda eru þær einu nýju tillögurnar, sem komið hafa fram, eftir að stefnu- og úrræða- leysi vinstri flokkanna opinberað- ist með stjórnarslitunum í síðasta mánuði. Í efnahagstillögum Sjálf- stæðisflokksins kveður við nýjan, ákveðinn tón, sem er ólíkur lof- orðavæli vinstri flokkanna. Tillög- urnar byggjast ekki á óskhyggju né tálvonum. Gengið er hreint til verks. Frá ástandinu er greint eins og það raunverulega er. Boðaðar eru gegn verðbólgunni harðar aðgerðir sem um stundar- sakir bitna á öllum, en síðan er lýst, hvernig bæta má lífskjörin með athafnafrelsi fólksins og nýt- ingu orkulindanna fyrir hálauna- atvinnugreinarnar. Fjármagn fyrir framtíðaratvinnu I stefnuyfirlýsingunni segir m.a. orðrétt: „Atvinnufyrirtækjum í eigu ríkisins verði breytt í hluta- félög og hlutaféð selt starfs- mönnum, almenningi eða sveit- arfélögunum að hluta eða í heild. Söluandvirði þeirra verði varið til að aðstoða við að koma á fót nýjum atvinnufyrirtækjum með hlutafjárframlögum og tii fram- kvæmda“. Með þessari yfirlýsingu er vikið að afar þýðingarmiklu máli. Ann- ars vegar er ýtt við einum þætti ríkisumsvifastefnunnar, sem allir flokkar hafa meira og minna fylgt undanfarna áratugi. Og hins veg- ar er hér bent á leið til að losa fjármagn og virkja það í því skyni að örva atvinnuþróun hér á landi. Rétt nýting fjármagns er einn mikilvægasti þátturinn í lífsbjargarviðleitni einstaklinga og þjóða. Það er því eðlilegt, að almenningur spyrji, hvort rétt sé, að fjármagn ríkisins, sem á sínum tíma var bundið í fyrirtækjunum af eðlilegum ástæðum, þurfi að vera þar til eilífðarnóns. Getur ekki verið, að það geri meira gagn annars staðar. Tækifæri fyrir almenning Sjálfstæðisflokkurinn er valddreifingarflokkur. Hann vill að sem flestir geti orðið eigna- menn. Einstaklingarnir verða því að fá tækifæri til að festa fé í fyrirtækjum, þannig að það geti með góðum rekstri skilað arði. Starfsmönnum íslenzka ríkisins hefur fjölgað þrisvar sinnum hraðar en þjóðinni í heild á undanförnum árum. Sumir telja slíka þróun vera náttúrulögmál. En það er hægt að snúa þessari þróun við, ef kjarkur og vilji er fyrir hendi. Eins og bent er á í efnahags- stefnunni, er einn þáttur þessa máls, að selja einstaklingum, fyrirtækjum og sveitarfélögum þau atvinnufyrirtæki, sem nú eru í ríkiseign. Þannig fæst fjármagn, sem nýta má til að örva atvinnu- lífið með tímabundinni þátttöku í nýjum fyrirtækjum. Fyrsta skil- yrðið fyrir því, að hægt sé að selja ríkisfyrirtækin, er að breyta rekstrarformi þeirra í hlutafé- lagsform með breytingum á hlutafélagalöggjöfinni. Fyrirtæk- in fá þannig sjálfstæða stjórn án pólitískra afskipta og starfa á venjulegum viðskiptagrundvelli án skattfríðinda eða annarra íhlutana. Næsta skrefið er svo að selja hlutabréfin á almennum markaði eða starfsmönnum fyrir- tækjanna. í þessum flokki fyrir- tækja má nefna Landssmiðjuna, Áburðarverksmiðju ríkisins, Jólamerki Framtíðar- innar komin á markað AÐ VENJU gefur Kvenfél- agið Framtíðin á Akureyri út jólamerki, sem nú er komið á markaðinn. Jól- amerkið er gert eftir merki félagsins, sem Stefán Jónsson arkitekt teiknaði fyrir mörgum árum. Jóla- merkin eru til sölu í Frímerkjamiðstöðinni í Reykjavík og á pósthúsinu á Akureyri. Allur ágóði af sölu merkisins rennur í elliheimilissjóð félagsins. manalegu lífi hennar fyllingu. Allt frá því að hann hafði verið henni til verndar, þegar skólafélagarnir gerðu gys að henni. Aftur og aftur hafði honum skotið upp í fábreyttu lífi æsku hennar. Og nú eru þau á heimleið til borgarinnar, eftir að hann hefur óvænt orðið á vegi hennar úti í sveit. Borinn slasaður heim á bóndabýli þar sem hún dvaldi. Stríðið er komið og borgin er breytt: „... Kvöldið var fagurt. Bjarkirnar handan götunnar voru allaufgaðar og ljósgrænar, og hvít blóm skörtuðu í garðinum framan við húsið. En eftir götunni brun- uðu svartir og klunnalegir bílar í Bðkmenntir eftir JENNU JENSDÓTTUR sífellu, götunni sem áður hafði verið svo kyrrlát og hljóð. Frá skóla í nágrenninu barst hávær hermannasöngur að eyrum... „ . Kitta kvíðir fyrir að koma á æskuheimili Sveins sem konuefni hans. Veit ekki hvernig faðir hans tekur henni, þar sem hún kemur úr svo ólíku umhverfi. Sveinn er einkasonur og faðir hans er ekkjumaður. Báðir hafa þeir lagt fyrir sig læknisfræði. Ástæðulaus er kvíði hennar. Henni er tekið af mikilli velvild. En það kemur á daginn að Sveinn er sjálfur ekki búinn að átta sig í ástarmálum. Kittu fellur það þungt þegar hún kemst að því. En það er samt hún sem tekur af skarið: „ ... Jú, mér er fullkomin alvara. Við skulum fara hvort sína leið, næsta áfangann að minnsta kosti... “. Kitta er skemmtilega rómantísk saga, vönduð í þýðingu og frá- gangur góður. Síldarverksmiðjur ríkisins, Ferða- skrifstofu ríkisins, Sementsverk- smiðjuna, Siglósíld og Grænfóður- verksmiðjurnar. Af hverju þessi fyrirtæki? Ríkið á hlut í fjölmörgum hluta- félögum. Nefna má íslenzka járn- blendifélagið h.f., Kísiliðjuna h.f., Þormóð ramma h.f., Álafoss h.f., FriArik Sophusson Slippstöðina h.f., Þörungavinnsl- una h.f., Eimskip h.f., Flugleiðir h.f., Olíumöl h.f., Rafha h.f., Drang h.f., íslenzku matvæla- miðstöðina h.f., Skallagrím h.f., Blikkstöðina h.f., Fóðuriðjuna h.f., Norðurstjörnuna h.f. og Iðnaðar- bankann h.f. Spyrja má: Af hverju á fremur að binda fjármagn ríkis- ins í þessum fyrirtækjum en einhverjum öðrum? Sama máli gegnir um þau sameignarfyrir- tæki, sem ríkið á aðild að. Athyglisvert er, að ríkið hefur enga stefnu gagnvart þessum fyrirtækjum, þótt það eigi jafnvel fulltrúa í stjórn sumra þeirra. Það er eðlilegt hlutverk ríkisins að stuðla að æskilegri atvinnu- þróun. Slíkt gerist fyrst og fremst með því að ríkisvaldið skapi fyrir- tækjunum eðlileg rekstrarskilyrði, en láti af blóðmjólkurstefnu sinni. Með sölu á ríkisfyrirtækjunum og hlutabréfum ríkisins í hlutafélög- unum fæst fjármagn, sem nota má til að ýta undir stofnun nýrra fyrirtækja. Ríkið getur þannig keypt hlutabréf sem það á síðan um stundarsakir enda sé eftir- taldra sjónarmiða gætt: 1. Að fyrirtækin séu arðbær eða hafi möguleika til að skila arði. 2. Að starfsemi fyrirtækjanna sé liður í þróun nýjunga í atvinnu- lífinu. 3. Að starfsemi fyrirtækjanna stuðli að heilbrigðri sam- keppni. 4. Að fyrirtækin séu í þeim stærð- ar- og áhættuflokki, að ein- staklingar eigi erfitt með að koma þeim á fót. Ávinningurinn af þeim aðgerð- um sem hér hefur verið lýst, er m.a. fólginn í eftirfarandi: 1. Hægt verður að koma opinber- um framleiðslufyrirtækjum á sama rekstrargrundvöll og einkafyrirtæki starfa á. 2. Dregið er úr pólitísku þukli með atbeina fyrirtækjanna t.d. með niðurgreiðslum á fram- leiðsluverði til að hafa áhrif á vísitölur. 3. Möguleikar á virkum verð- bréfamarkaði opnast og skiln- ingur vex fyrir eðlilegum breytingum á skattalögum, sem eru forsendur fyrir sparnaði í hlutabréfum. 4. Hætt er stöðnuðum og úreltum ríkisafskiptum af framleiðslu- starfseminni. 5. Ný, áhættusöm atvinnufyrir- tæki hafa meiri möguleika á að yfirvinna byrjunarörðugleika með tímabundinni aðstoð ríkis- valdsins. Gegn stöðnun og kreppu Efnahagsstefna Sjálfstæðis- flokksins er stríðsyfirlýsing til þeirra, sem áfram vilja hjakka í sama verðbólgufarinu og horfa úrræðalausir í gaupnir sér. Krepputal vinstri flokkanna eru táknræn viðbrögð þeirra, sem eng- ar nýjar hugmyndir hafa. Frum- kvæði Sjálfstæðismanna hefur hins vegar kveikt vonir kjósenda um að loksins verði tekið á efnahagsmálunum með krafti og kjarki. Sendu jólakortið sem þú tókst sjálfur A Sendið kort sem munað verður eftir: Fjölskyldumynd, eða skemmtilega augnabliksmynd, sem þið hafið sjálf tekið. Pantið jólakortin timanlega eftir sömu mynd. Verð á korti m/umslagi: Kr,200.- ■ Umboðsmenn um allt land ■ HANS PETERSEN HF BANKASTRÆTI S:20313 GLÆSIBÆ S: 82590 AUSTURVER S: 36161 J

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.