Morgunblaðið - 14.11.1979, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 1979
Arnarflug
festir kaup
á Twin Ott-
er flugvél
ARNARFLUG hefur
keypt flugvél af gerðinni
Twin Otter til nota í inn-
anlandsflugi félagsins.
Mun hún fara í ársskoðun
áður en hún verður afhent
og er væntanleg til lands-
ins í byrjun næsta mánað-
ar.
Frá því Arnarflug hóf innan-
landsflug í september sl. hefur
félagið notað smærri leifíuvélar
og segir í frétt frá Arnarflugi að
þær hafi á engan hátt annað
flutningum, sem farið hafi sí-
fellt vaxandi og hafi verið kann-
að hvers konar vél myndi henta
til flugs innanlands er félagið
gæti keypt. Auk vélarinnar er
keypt hefur verið leigir Arnar-
flug Twin Otter vél af Flugfélagi
Norðurlands og verða því tvær
slíkar vélar til umráða í des-
ember.
Frá starfi fiskiþings i gærdag.
Ljósm. EmiKa.
Kjartan Jóhannsson um þorskveiðitakmarkanir á næsta ári:
Miðað við sömu forsendur og í
ár verður að f jölga banndögum
Góð f ærð
á landinu
FÆRÐ á landinu var yfirleitt ágæt
í gær. Góð færð á Suður- og
Vesturlandi og á milli Reykjavíkur,
Akureyrar, Siglufjarðar, til Ólafs-
fjarðar var rutt og einnig var opið
til Húsavíkur og austur um til
Þórshafnar. Möðrudalsöræfi voru
ófær, Vatnsskarð í Borgarfirði
eystri og Fjarðarheiði voru fær
stórum bílum. Á Vestfjörðum var
Þorskafjarðarheiði ófær og Breið-
dalsheiði.
„NÚVERANDI takmörkunarað-
gerðir í þorskveiðum hafa að
ýmsu leyti reynzt ófullnægjandi
og er því unnið að undirbúningi
hugsanlegrar löggjafar í þessu
sambandi í ráðuneytinu. Þar er í
fyrsta lagi um að ræða heimild til
verðjöfnunar milli tegunda til
þess að beina sókn úr ofnýttum í
vannýttar tegundir," sagði Kjart-
an Jóhannsson sjávarútvegsráð-
herra í ræðu sinni á Fiskiþingi í
gærdag.
Sjávarútvegsráðherra sagði
ennfremur, að afli af öðrum bol-
fisktegundum en þorski hefði auk-
ist mjög á árinu og virtust þær
vera fullnýttar miðað við þá veiði
sem Hafrannsóknastofnunin hefði
mælt með. „Verðjöfnun milli teg-
unda er einmitt nauðsynlegt
stjórntæki ef hafa á stjórn á
Oliumálin:
Rússum svarað
á fímmtudagiim
„Svar til Rússa vegna olíuvið- Mbl. í gær, en hann kvað ekki
skipta mun liggja fyrir 15. þ.m.,“ liggja ljóst fyrir hvort það svar
sagði Kjartan Jóhannsson við- yrði þar sem enn væri verið að
skiptaráðherra í samtali við vinna í málinu.
„Heimspeking-
ar Vesturlanda“
Ný bók eftir Gunnar Dal
FYRIR nokkru er komin út
ný bók eftir Gunnar Dal,
„Heimspekingar Vestur-
landa". Er þetta þriðja bók-
in um þetta efni eftir
Gunnar Dal. Á undan komu
„Indversk heimspeki" og
„Grískir heimspekingar“.
Á kápusíðu segir m.a.: „Bókin
„Heimspekingar Vesturlanda"
greinir frá vestrænum heimspek-
ingum og kenningum þeirra, alls
tuttugu og fimm að tölu, frá
Ágústínusi helga til Jean-Paul
Sartre, en þá aðskilur sextán
hundruð ára reginhaf umbrota og
aldarhvarfa í andlegu lífi hinnar
vestrænu menningarheildar. í
bókinni hrannast saman mikill
fróðleikur í búningi sem er að-
gengilegur hverjum sem er, þótt
eigi hafi hann hlotið skólun í
heimspekilegu námi, enda lætur
höfundi einkar vel að ræða erfið
efni á alþýðlegan og ljósan máta.“
Víkurútgáfan gefur bókina ut.
sókninni í hinar ýmsu tegundir.
Þá er í öðru lagi í athugun að afla
ótvíræðra heimilda til að setja
bindandi hámarksafla á ofnýttar
tegundir, t.d. með útgáfu afla-
leyfa, skiptingu afla á landsvæði
eða tímabil," sagði ráðherrann
ennfremur.
Hann sagði að þessar hugmynd-
ir myndu koma til umfjöllunar
hagsmunaaðila og umræðu þegar
þær væru komnar í aðgengilegan
búning og vænti hann þess, að um
þær gætu farið fram ítarlegar
umræður þannig að sem flestum,
sem hlut eiga að máli, gæfist
tækifæri til þess að átta sig á
kostum þeirra og göllum.
Sjávarútvegsráðherra sagði
varðandi takmarkanir á þorsk-
veiðum á næsta ári, að unnið væri
að undirbúningi tillagna og val-
Éosta í þeim efnum í ráðuneytinu.
[ann taldi þó ekki tímabært að
rekja þessa valkosti að tillögum.
„Ýmsum þótti nóg um þær tak-
markanir sem togaraflotinn var
látinn sæta á þessu ári með því að
láta af þorskveiðum í alls 100
daga. Eigi að halda sig við þessa
stjórnunaraðferð er þó alveg ljóst,
að enn verður að fjölga þessum
skrapdögum, taka hluta af þeim
fyrr á árinu og binda þorskveiði-
bann við ákveðið timabil síðsum-
ars. Vetrarvertíð var stöðvuð 30.
apríl í fyrra og féllu stór orð um
það eins og fleira. Þorskafla á
komandi vetrarvertíð verður einn-
ig að takmarka, a.m.k. ef hann
stefnir út fyrir eðlileg mörk miðað
við heildartakmörk aflans. Til
álita kæmu t.d. vikulegar eða
mánaðarlegar takmarkanir eða
takmarkanir á netavertíðinni í
heild," sagði sjávarútvegsráð-
herra.
„Tímabundnar veiðistöðvanir af
því tagi sem hér hefur verið lýst
hafa þann megingalla að mjög
erfitt er að halda sig innan við
ákveðið aflalágmark. Til þess að
vera öruggir í þeim efnum, þá
duga ekki annað en þeinni tak-
mörkunaraðferðir svo sem ein-
hvers konar aflaleyfakerfi. Skipt-
ing afla getur að sjálfsögðu verið
með ýmsu móti, eftir landssvæð-
um, eftir tímabilum, eftir skipa-
flokkum og á hvert skip. Til
skamms tíma hafa fáir ljáð máls á
svonefndri kvótaskiptingu afla.
Helztu andmælin hafa verið þau,
að slíkt kerfi verðlaunaði skuss-
ana en refsaði dugnaðarmönnun-
um, gæti raskað búsetu og jafnvel
aukið tilkostnað við veiðarnar og
allt eru þetta gild rök. Ég tel mig
þó hafa skynjað, að æ fleiri séu
teknir að íhuga kosti og galla
kvótaskiptingar og aflaleyfakerfis
fordómalaust.
Úthlutun aflaleyfa eða kvóta
getur verið með margvíslegum
hætti. En ef farið er inn á þá
braut, þá verður kerfið að uppfylla
mörg veigamikil skilyrði. Það
verður t.d. að vera þannig, að
hæfileikar mikilla fiskimanna fái
að njóta sín. Það verður að taka
tillit til landfræðilegrar legu fiski-
miða og fiskvinnslustöðva. Það
verður að vera lagað að búsetu
fólks í landinu og atvinnuháttum.
Ennfremur verður að teljast mjög
æskilegt að heimamenn á hverju
svæði hafi mikinn íhlutunarrétt
og helzt úrslitaáhrif á skiptingu
innan landshluta."
Sjálfstæðisflokkurinn
með fund á Blönduósi
SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN
efnir til aimenns fundar í fé-
lagsheimilinu á Blönduósi kl. 9
á fimmtudagskvöldið. Gunnar
Thoroddsen mun m.a. mæta á
fundinn og fjalla um stefnu
flokksins. Einnig mun hann
svara fyrirspurnum.
Sjálfstæðisflokkurinn hvetur
Húnvetninga til þess að mæta á
fundinn og taka þátt í þeirri
miklu umræðu sem nú fer fram
um stefnu Sjálfstæðisflokksins.
Sveitarstjórnar-
manntal 1978-’82
KOMIÐ er út ritið Sveitarstjórn-
armanntal 1978—1982 og er það
gefið út sem Handbók sveitar-
stjórna nr. 15. Auk sveitarstjórn-
armanntals eru í ritinu upplýs-
ingar um sveitarstjórnarkosn-
ingar á seinasta ári, mannfjölda-
tölur, skrár yfir landshlutasam-
tök sveitarfélaganna, fræðslu-
stjóra o.fl.
í hreppunum eru taldir upp allir
hreppsnefndarmenn, oddviti,
sýslunefndarmaður, endurskoi
endur hreppsreikninga og hreppi
stjóri og í þéttbýlishreppum er
auk þessa taldar upp allar nefndi
helstu embættis- og trúnaða:
menn hreppsins og í kaupstöðui
er tilgreindur forseti bæjarstjóri
ar og varaforsetar, bæjarráð, bæ.
arstjóri auk allra nefnda og emt
ættismanna bæjarins. Ritið «
fáanlegt á skrifstofu Sambanc
ísl. sveitarfélaga.
Flugleiðin Ísland-Bandarikin:
1250 sæta framboð í stað 4000
Samkvæmt þeirri áætlun, sem nú
iiggur fyrir hjá Flugleiðum, um
flug vestur um haf næsta sumar
er um að ræða 11 ferðir milli
Evrópu og Bandaríkjanna i stað
16 ferða á viku s.l. sumar.
Þá voru allar ferðir á áætlun
með millilendingu á ísandi, en nú
er gert ráð fyrir að 6 ferðir af 11
verði beint með DC-10 milli Lux-
emborgar og Bandaríkjanna, en
þrjár ferðir í viku með DC-8 á
ieiðinni Lux-Keflavík-New York
og tvær ferðir í viku beint frá
íslandi til New York tengdar
ferðum til Norðurlanda. 5 ferðirn-
ar á viku um ísland verða allar
beint til New York, en Tían mun
fljúga þrjár ferðir á viku beint frá
Luxemborg til New York, tvær
beint frá Luxemborg til Chicagó
og eina Lux-Baltimore-Chicagó,
samkvæmt upplýsingum Sveins
Sæmundssonar blaðafulltrúa
Flugleiða.
Ekki er enn búið að ganga frá
því hvernig áhafnir vélanna vinna,
en með þessu fyrirkomulagi gjör-
breytist aðstaðan á starfsvett-
vangi flugliðanna þar sem Tían er
aldrei í áætlun til Islands.