Morgunblaðið - 14.11.1979, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 1979
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsíngastjóri
Ritstjórn og skrifstofur
Auglýsingar
Afgreiósla
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Baldvin Jónsson
Aðalstræti 6, sími 10100.
Aðalstræti 6, sími 22480.
Sími 83033
Áskriftargjald 4000.00 kr. á mánuöi innanlands.
i lausasölu 200 kr. eintakið.
Jafnrétti fatlaðra
Sá hópur þjóðfélagsþegna, sem fatlaður er með einum
eða öðrum hætti, er — því miður — hlutfallslega
stærri en fólk almennt gerir sér grein fyrir. Málefnum
þessa tiltölulega stóra minnihlutahóps í þjóðfélaginu hefur
ekki verið nægur gaumur gefinn, hvorki að því er varðar
heill og hamingju viðkomandi einstaklinga, né þá auðlind,
sem rétt virkjað vinnuafl þessa hóps gæti verið og ætti að
vera í þjóðarbúskapnum.
Mannréttindi fatlaðra eru takmörkuð, miðað við flesta
aðra, og þeim mun meir, sem viðkomendur eru meira
fatlaðir. Þeim hefur ekki verið sköpuð jöfn aðstaða til að
nýta námsleiðir, sem þjóðfélagið kostar; til að komast
leiðar sinnar, heim og heiman; til að njóta menningarmið-
stöðva, svo sem Þjóðleikhúss; — eða sækja lífsfyllingu í
dagleg störf í kviku þjóðlífsins. Þeir vinnustaðir eru t.d.
hverfandi, ef nokkrir, sem þann veg eru hannaðir, að
fatlaður maður í hjólastól geti starfað þar.
Forhliðin á þessu máli, sem sjáendur hafa ekki séð,
a.m.k. til skamms tíma, er sú, að þjóðfélagið þarf að gera
fötluðum kleift að njóta almennra mannréttinda: til náms,
umferðar, atvinnu og menningarlegs lífs. Meöal annars
með réttri hönnun húsa, vinnustaða, farartækja og
umferðarmannvirkja. Bakhliðin er sú, að þjóðfélagið á í
þessum minnihlutahópi lítt virkjaöa auðlind huga og
handa, sem gæti orðið virkari í þeirri verðmætasköpun, er
endanlega ber uppi lífskjör okkar sem heildar og
einstaklinga.
Morgunblaðið minnti á það í leiðara um miðjan
september á liðnu ári, að samkvæmt könnun á Norðurlönd-
um væru um 15% hverrar þjóðar fötluð og það væri
þjóðfélagsleg skylda, aö þetta fólk mætti í hvívetna njóta
jafnréttis við aðra. Nógur kross væri á það lagður þó það
þyrfti ekki að standa í stímabraki við opinbera aðila og
aðra vegna sjálfsagðs jafnréttis í samfélaginu.
Svör Sjálfstæðis-
flokksins
Sjálfstæðisflokkurinn hefur sent frá sér svör við
fyrirspurnum Sjálfsbjargar, félags fatlaðra, og
Blindrafélagsins, samtaka blindra og sjónskertra, varðandi
stöðu þessara minnihlutahópa í þjóðfélaginu. Spurn-
ingarnar varða rétt fatlaðs fólks og aðstöðu til stjórnmála-
þátttöku, setu á Alþingi, til að gegna störfum í opinberu
stjórnkerfi, til starfsaðstöðu almennt í þjóðarbúskapnum,
lífeyrismála o.fl. þátta, er móta lífsramma viðkomandi
fólks.
I svörum Sjálfstæðisflokksins kemur skýrt fram, að
hann telur að fatlaðir eigi að njóta sama réttar og aðrir til
menntunar, starfs og þjóðmálaþátttöku. Breyta þurfi
opinberum húsakynnum, starfsaðstöðu á vinnustöðum og
umferðaraðstöðu, svo þessu sjálfsagða markmiði verði náð.
Bent er á að Valhöll, hús Sjálfstæðisflokksins, sé þann veg
hannað, að fatlaðir eigi greiðan aðgang um húsið, þar sem
fundir og flokksstarf fari að mestu fram, og stefnt sé að
þeim frágangi lóðar og aðstöðu utanhúss, er auðveldi
fötluðum leið inn í húsið. Sömu sjónarmið þurfi að ríkja
um húsakynni þings og sveitarstjórna, verzlunar- og
þjónustustofnana, þann veg að fatlaðir fái eins líka
aðstöðu og frekast er unnt að skapa þeim. Setja þurfi
skýrari ákvæði í byggingarreglugerðir, til samræmis við
lagaheimildir, til að tryggja frágang bygginga í þágu
fatlaðra, þ.á m. skýr ákvæði um hönnunarstaðla.
Flokkurinn leggur í svari sínu áherzlu á, að fatlaðir eigi
í hvívetna að njóta sama réttar í þjóðfélaginu og vera
jafnir öðrum fyrir lögum landsins. Heitir hann því að
vinna að framgangi slíks réttar og telur raunar, að hann
hafi sýnt vilja sinn í þessu efni í stefnu sinni og gjörðum.
Sjálfsbjörg og Blindrafélagið hafa gert sitt til að knýja
fram stefnumörkun stjórnmálaflokka í mikilvægum mál-
um innan síns starfsramma. Slíkt framtak er lofsvert.
FJÖLLEIKAHÚSIÐ
Þegar Viöreisnarstjórnin fór
frá, var verðbólgan um 7%, aö
vísu eftir veröstöövun. Ástæöur
þess, aö. viöreisnarflokkarnir
töpuöu kosningunum þá, voru
aö sjálfsögöu ýmsar, en ekki
sízt sú, aö fólk var oröiö leitt á
þeim ráðherrum, sem svo lengi
sátu í stólunum. Þá hvarflaöi
ekki aö neinum, að verri tímar í
pólitík kæmu með nýjum herr-
um. En því miður reyndist þaö
svo. Hákarlaskiþið Ólafur Jó-
hannesson var í uppsiglingu.
íslendingar tóku áhættu og
breyttu breytingarinnar vegna
— og hafa nú uppskoriö 60%
veröbólgu. Þeir eru aö vísu á
hraöri leið inn í Guinnesmeta-
bókina fyrir bragöiö, en slíkt
„afrek" væri ekki eftirsóknar-
veröara fyrir okkur en þótt viö
slægjum fáránlegasta heims-
metiö í bókinni, t.d. hver getur
grett sig mest og geiflað lengst?
En þaö var einmitt þaö, sem
geröist, þegar vinstri stjórnin
tók viö völdum 1971. Þá upp-
hófst á íslandi pólitískur hruna-
dans sem enn stendur yfir — og
viö sjáum því miöur ekki fyrir
endann á. Þessi vinstri stjórn
gekk púöruö og plokkuö inn á
sviöiö og hóf kúnstir sínar viö
þó nokkurt lófaklapp. En þegar
Ólafur Jóhannesson og komm-
arnir tóku aö standa á höföi
runnu tvær grímur á marga,
jafnvel klapþliöiö. Sýningar-
flokkur fjölleikahúss vinstra liðs-
ins ætlaöi aö breyta öllu þjóöfé-
laginu í sirkus, en áhorfendur
stóöu þá upp, píptu þessa
skrýtnu karla niður eftir stutta
sýningu, þeir misstu pólitísku
hárkollurnar á flóttanum af sviö-
inu — og menn vörpuöu öndinni
iéttar.
Síöan uröu aftur kosningar og
pólitískir trúöar voru úr sögunni
í bili.
Sjálfstæöisflokkurinn var kall-
aöur til og haföi komiö verð-
bólgunni niöur í 26%, þegar
fjölleikaflokkur vinstra liösins
þoldi ekki viö lengur. Þjóöfélag-
iö var aö breytast aftur úr sirkus í
alvörusamfélag hugsandi fólks.
En fjölleikaflokkurinn tók þá til
sinna ráða. Hann breyttist í
skemmdarverkamenn. Undir
forystu súperstjörnu í gráu
gamni og pólitískum konstum
„Jakans mikla" var verkalýös-
rekendum sigaö á þá, sem
önnum kafnir reyndu aö lækna
veröbólgumeiniö meö aögerö-
um, sem e.t.v. heföu dugaö, en
þá heföi líka orðið aö loka
fjölleikahúsinu — og trúöarnir
missti atvinnuna. En fólkinu í
landinu — þá ekki sízt láglauna-
fólkinu —heföi verið borgiö. Allt
var notað í baráttunni gegn
ríkisstjórn Geirs Hallgrímsson-
ar, jafnvel ólöglegt útflutnings-
bann. Burt meö kaupránsflokk-
ana, var hrópaö. Margir klöpp-
uöu trúöunum lof í lófa, en
ábyrgir stjórnmálamenn hrökkl-
uöust frá völdum.
Nýr flokkur fjölleikahússins
kom nú fram á sjónarsviöiö og
notaöi fjölmiölana óspart. Sigur
vinstra liðsins lá í loftinu; síðan
á boröinu.
Ólafur Jóhannesson, sem
vann kosningarnar meö því aö
tapa þeim, hóf hrunadans aö
nýju og sat sirkus hans að
völdum í 13 mánuöi, en blómstr-
aði einkum á hundadögunum,
eins og vera bar. Nói sigraði
flóöið á 40 dögum og jafn
mörgum nóttum, en Ólafi Jó-
hannessyni og leikflokki hans
tókst aö koma verðbólgunni yfir
60% á 400 dögum og jafnmörg-
um nóttum — en kaupmátturinn
minnkaöi um 1% á mánuöi.
Stefna Ólafs og fjölleikaflokks-
ins verkaöi eins og olía á
veröbólgubáliö. Þá olíu höfum
viö fengiö ókeypis og án arö-
ráns Rússa. Eftir þetta var
Ólafur talinn hæfasti stjórn-
málamaöur landsins í skoöana-
könnun fjölleikablaösins!
Fjölleikahúsiö haföi enn sigr-
aö. En ekki leiö á löngu þar til
efna þurfti til nýrra kosninga,
m.a. til aö reyna aö breyta
sirkusnum aftur í þjóöfélag.
Ólafur á aö hafa sagt: Þaö er
stutt leið til Bessastaða — en nú
telur hann sér henta aö koma
viö í höfuðborginni eins og
Jörundur hundadagakonungur
foröum daga. En stefnan er söm
og áöur, því aö um Ólaf má
segja þaö sama og stúlkutetrið í
þjóösögunni, sem var í „fram-
boði“ þrátt fyrir gallana: aö ekki
bregöur mær vana sínum.
Brúðguminn í þjóösögunni
hafnaði „unnustunni". Og nú er
það á valdi kjósenda, hvort leið
Ólafs hákarlaformanns undir
hásætishimininn veröur stutt —
eöa ógöngur einar. Margt bend-
ir til, aö ýmsum þyki nóg komið
af svo góöu — og þakki fyrir
„skemmtunina“.
Hér í lokin er ekki úr vegi aö
minna á orö Lao Tze: Sá, sem er
ánægöur meö sjálfan sig, vekur
ekki eftirtekt. Og ennfremur
mætti minnast þess, að sá, sem
tyllir sér á tá, stendur ekki
stöðugur.