Morgunblaðið - 14.11.1979, Síða 17

Morgunblaðið - 14.11.1979, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 1979 17 Kaupfélag ísfirðinga: Innlögðum dilkum fjölgaði um 6,65% LOKIÐ er haustslátrun hjá Kaupfélagi ísfirðinga og var slátrað 12.051 dilk og 1.379 rosknu fé eða samtals 13.430 kindum. Miðað við slátrun í fyrra fjölg- aði innlögðum dilkum um 6.65% og rosknu fé um 56.7%, en innveg- ið kjöt af dilkum reyndist 1.35% minna og kjöt af rosknu fé 47.5% meira. Meðalvigt dilka varð 14.5 kg eða 1.15 kg minni en í fyrra. Fjörtíu dilkar fóru nú í stjörnu- flokk, en 10 í fyrra. Þá er lokið stórgripaslátrun og var nú slátrað 200 nautgripum eða helmingi fleiri en í fyrra, en hrossaslátrun var að þessu sinni óveruleg. Frá ráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga á Hótel Sögu i gær. Myndina tók Emilía Bj. Björnsdóttir. Verðbólgan leikur sveitarfélögin verr en flesta aðra — sagði Jón G. Tómasson formaður Sambands ísl. sveitar- félaga við setningu ráðstefnu Sambandsins í gær „VEGNA stjórnmálaástandsins í landinu og vegna þeirrar almennu óvissu í efnahagsmál- um sem nú ríkir, til dæmis er varðar alla kjarasamningagerð og afgreiðslu fjárlaga, sem óneitanlega hafa i meira eða minna mæli áhrif á fjárhags- áætlanagerð sveitarfélaga, er þessi fundur okkar nú haldinn við aðrar aðstæður en áður, og ætla verður að margar sveita- stjórnir muni nú leita heimilda til að fresta gerð fjárhagsáætl- unar fram á næsta ár, þar til stefnumörkun i þessum efnum hefur verið tekin.“ Svo fórust Jóni G. Tómassyni, formanni Sambands islenskra sveitarfé- laga, meðal annars orð við setningu fjármálaráðstefnu Sambandsins á Hótel Sögu i Reykjavík. Jón sagði ennfremur, að allt síðasta ár hefði verið samfelldur stormur og alltaf úr sömu átt- inni, verðbólguáttinni, þótt ein- staka sviptivinda hafi einnig gætt, er varða fjármál sveitar- félaga. „Verðbólgan er enginn einkaóvinur sveitarfélaganna," sagði Jón, „en leikur þau ef til vill verr en flesta aðra. Tekjur sveitarfélaga fylgja ekki verð- lagsþróun nema að óverulegu leyti." Sagði Jón sveitarfélögin því öðrum fremur hafa þurft að takast á við verðbólguna, þar sem tekjustofnar þeirra væru miðaðir við úrelt verðlag. Sveit- arfélögin þyrftu á hverjum tíma að marka sér ábyrga stefnu í fjármálum, og væri því vissulega æskilegt ef á hverjum tíma mætti leita fyrirmyndar hjá ríkisvaldinu. A ráðstefnunni gerði Ólafur Davíðsson, hagfræðingur í Þjóð- hagsstofnun, grein fyrir ýmsum forsendum fyrir gerð fjárhags- áætlana sveitarfélaga fyrir kom- andi ár, Guttormur Sigurbjörns- son, forstöðumaður Fasteigna- mats ríkisins, skýrði frá álagn- ingu fasteignaskatta á næsta ári, Brynjólfur I. Sigurðssson, hagsýslustjóri, fjallaði um hlut- verk Fjárlaga- og hagsýslu- stofnunar við gerð fjárlaga- frumvarpsins og Þorsteinn Eih- arsson, íþróttafulltrí ríkisins sagði frá rekstri sundstaða. Eftir hádegið kynnti Hrólfur Asvaldsson, viðskiptafræðingur, nýtt form fyrir ársreikninga sveitarfélaga, sem Hagstofa Islands vinnur nú að , fjallað var um tölvunotkun við bókhald sveitarfélaga og rædd viðhorf varðandi nýja kjarasamninga við starfsmannafélög starfsfólks sveitarfélaga. Málverkasýning í nýju galleríi Magnús Þórarinsson heldur um þessar mundir málverkasýningu í nýju galleríi að Laugavegi 12. Magnús er sjálfur aðstandandi þessa gallerís sem hann hefur gefið nafnið „Nýja galleríið“. irnar eru málaðar á síðustu 36 árum, og eru flestar þeirra lands- lagsmyndir víðs vegar að af land- inu. Sýning Magnúsar stendur fram í miðja næstu viku og er opin kl. 13—18 daglega. A sýningunni eru 35 málverk, olíu- og vatnslitamyndir. Mynd- Efnahagsnefnd Ef ta: Varfærin efnahags- stefna nauðsynleg HAGVÖXTUR í Evrópu minnkar liklega úr 3% i 2% á næsta ári að óbreyttri stefnu er niðurstaða efnahagsnefndar Efta er haldinn var í Genf í byrjun mánaðarins og stafar það af vaxandi verð- bólgutilhneigingu, segir í frétt frá efnahagsnefndinni. Efnahagsnefndin athugaði hag- þróun á íslandi, í Portúgal og Sviss. Full atvinna hefur haldist á íslandi og í Sviss, en verulegt atvinnuleysi í Portúgal er mikið efnahagsvandamál. Hátt olíuverð hefur magnað sérstakan verð- bólguvanda á íslandi, þar sem nú er nauðsyn á varfærinni stefnu í stjórn á eftirspurn í því skyni að snúa verðbólguþróuninni við, kemur einnig fram í frétt nefndar- innar af fundinum. Framboðsfundir í Vesturlandskjördæmi SAMEIGINLEGIR framboðsfundir allra flokka verða haldnir í Vesturlandskjördæmi sem hér segir: Hellissandi, föstudaginn 16.11. Kl. 8.30 sd. Ólafsvík, sunnudaginn 18.11. Kl. 15.00 eh. Breiðabliki, mánudaginn 19.11. Kl. 8.30 sd. Stykkishólmi, fimmtudaginn 22.11. Kl. 8.30 sd. Búðardal, föstudaginn 23.11. Kl. 8.30 sd. Logalandi, þriðjudaginn 27.11. Kl. 8.30 sd. Borgarnesi, miðvikudaginn 28.11. Kl. 8.30 sd. Akranesi, fimmtudaginn 29.11. Kl. 8.30 sd. Jóhanna Bogadóttir i vinnustofu sinni. Ljósmynd Mbl. Emilia. Jóhanna sýnir í Eyjum JÓHANNA Bogadóttir með blandaðri tækni, alls opnar sýningu í Akoges- 32 myndir. húsinu í Vestmannaeyjum Sýningin er fimmtudaginn 15. nóv. kl. opin til sunnudagskvölds 20. Þar sýnir hún málverk, 18. nóv., daglega frá kl. grafík og „relief“, unnin 16—22. Þ j óðdansafélagið sýnir á Akureyri ÞJÓÐDANSAFÉLAG Reykja víkur er um þessar mundir á ferð um landið með eina af sínum stærri sýningum. Þessi dans- flokkur sem skipaður er 24 döns- urum ásamt fylgdarliði verður á Akureyri laugardaginn 17. nóv- ember og sýnir i samkomuhúsinu kl. 20.30. Efnisskrá sýningarinnar skipt- ist í þrjá hluta, þ.e. söngdansa, kaupstaðarball og gömlu dansana. Stjórnandi sýningarinnar er Kol- finna Sigurvinsdóttir. Þetta er fyrsta opinbera dans- sýning Þjóðdansafélags Reykja- víkur á Akureyri. Félagið hefur áður sýnt víða um heim, m.a. í Bandaríkjunum, Kanada, Þýska- landi, Norðurlöndunum og Aust- urríki. Sigurður RE aflahæstur NÍI liggur fyrir endanleg röð efstu báta á nýliðinni loðnu- vertíð. Röð fjögurra efstu báta varð sem hér segir: 1. Sigurður RE 17.580 tonn 2. Óli Óskars RE 17.053 tonn 3. Börkur NK 15.123 tonn 4. Bjarni Ólafsson AK 15.060 tonn Sigurður RE hefur margoft orð- ið aflahæsti bátur á loðnuvertíð en Óli Óskars hefur ekki áður verið svona ofarlega. Skipstjórar á Sig- urði eru Kristbjörn Árnason og Haraldur Ágústsson en skipstjóri á Óla Óskars er Eggert Þorfinns-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.