Morgunblaðið - 23.11.1979, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.11.1979, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1979 35 SG-450H : ■ j ■ Al'«I.VslN(;ASÍMINN ER: 2248D ‘Oi' Einarsson * ✓ y RETTA ATT <ennslubók 1 dansi Skuggsþ Tryggvl ófeigsson. stríð við boð og bönn hins opin- bera. „Þær reglur þóttu mef einar góðar, sem ég setti sjálfur," segir þessi mikli bardagamaður, er hann hugsar til þess tíma." Bókin er 400 bls. að stærð prýdd fjölda mynda. Útgefandi er Skuggsjá. Tryggva saga Ófeigs- sonar er komin út Kennslu- bók í dansi Skuggsjá hefur gefið út bókina „Spor í rétta átt“, kennslubók í dansi. eftir Níels Einarsson danskennara. í bókinni eru skýringar, ásamt myndum af 12 mismunandi döns- um auk skýringa á undirstöðu- atriðum í dansi. Bókin er 104 bls. Acta h.f. sá um setningu, filmu- vinna og prentun frór fram hjá Prisma en Bókfell hf. sá um bókband. Komin er út ævisaga Tryggva ófeigssonar. „Tryggva saga ófeigssonar“, skráð af Ásgeiri Jakobssyni. Á kápusíðu segir m.a.: „Tryggvi Ófeigsson er engum öðrum manni líkur og þessi saga hans er engri annarri ævisögu lík. Tryggva saga Ófeigssonar er ævintýri. Hún er ævintýrið um ftaæka piltinn, sem vinnur sér fé og frama með dugnaði og hagsýni, sjálfstrausti og hyggindum. Átta aurar var fyrsta tímakaupið hans og fermd- ur átti hann ekki tíu krónur fyrir fari til róðra austur á Fjörðum. Rúmum fimm áratugum seinna átti hann fjóra stóra togara, myndarlegt hraðfrystihús og fisk- verkunarstöð og hafði mörg hundruð manns í vinnu til sjós og lands. Tryggva saga Ófeigssonar er samfelld baráttusaga frá fyrstu til síðustu blaðsíðu. Fyrst var barátt- an við sjóveikina og árina, þegar magnþrota unglingur kom úr róðri og „átti ekkert eftir nema viljann til að gefast ekki upp“, síðan barátta skipstjórans við að sjá skipi sinu og skipshöfn far- borða í stríði við náttúruöflin og fiskimiðin. Svo tók við áralöng barátta við að halda öllu gangandi á kreppu- árunum og sú barátta var oft á tíðum hörð og grimm. En erfiðust var baráttan við „kerfið", heilagt „Umleik- inn öldu- földum“ Ágrip ættarsagna Hergilseyinga SHARP Komin er út bók eftir Játvarð J. Júlíusson er nefnist ^Um- leikinn ölduföldum — Ágrip ættarsagna Hergilseyinga“. Á kápusíðu segir m.a.: „Hér er skráð mikil saga löngu lið- inna tíma, saga, sem nær óslitið yfir tvær aldir og spannar ágrip af sögu sex kynslóða. I saman- þjöppuðu máli er hér sögð saga Eggerts Ólafssonar í Hergilsey og barna hans, rakin fjölmörg drög að ættum þeim, sem að honum stóðu, og eins að konum hans. Þar koma fyrir ættleggir aftan úr öldum, víða kunnir, einnig aðrir óþekktir og nýrri. Brotum úr örlagasögu þessa fólks og flutningi ætta lands- horna á milli er hér raðað saman, svo af verður samfelld heild. Og hér er að finna staðarlýsingar, sem gera sögu- sviðið og lífsbarátttu fólksins ljóslifandi." Bókin er 184 bls. að stærð. Útgefandi er Skuggsjá. SG-450H SG 450H sambyggt steríósett Hlustaðu! - og þú heyrir mismuninn-tóngæði 66Sánd” sem ekki eiga sinn líka. Mo Proomm SSén Sy»t«m HÁTALARAR: 2 STK. 40 WÖTT R.M.S. 4 OHM SHARP hljómflutningstæki eru ekki nein eldri módel send hingaó til íslands á útsölu, heldur það allra nýjasta á sviði hljómflutningstækja. Tæki sem þú rekst á í fremstu hljómtækjaversl- unum stórborga og fríhöfnum um allan heim þar sem toppgæði eru í fyrirrúmi. SG-450H sambyggða steríósettið er tæki í toppklassa- á tækifærisverði. TÆKNILEGAR UPPLÝSINGAR: MAGNARI: 2X25 WÖTT R.M.S. ÚTVARP: 4 ÚTVARPSBYLGJUR, FM, FM STERIO, LW, MW, SW. PLÖTUSPILARI: SJÁLFVIRKUR, S-ARMUR, MAGNETIC PICKUP. SEGULBAND: [~^~[ oolbysystem með ^ APSS SJ^LFLEITARA. Djúpivogur: Erlend stöð truf laði íslenska sjónvarpið Djúpavogi 15.nóv. Sildarsöltun lauk hér 9. nóv. sl. og hefur alls verið saltað í um 8 þúsund tunnur. Um 60 tonn af sild hafa verið fryst. Slátrað var hér i haust um 15.400 fjár og lauk slátrun að mestu upp úr mánaðamótum okt.—nóv. Fallþungi dilka var 12.8 kg, rúmu hálfu kg. minni en ífyrra. í þessari viku var steyptur frystiklefi í tengslum við nýja frystihúsið og er hann um 2.200 rúmmetrar. Frystihúsið nýja verður lokað um sinn vegna breytinga sem verið er að gera. Rækja verður þó unnin, en rækjuveiðar eru í þann veginn að hefjast. Þrír bátar verða að öllum líkindum að leggja upp annars staðar vegna breytinganna í frystihúsinu. Sl. mánudagskvöld þegar við ætluðum að hlusta á kvöldfréttir sjónvarpsis heyrðum við ekkert íslenskt tal, því útlend stöð yfir- gnæfði algerlega íslensku stöð- ina. Islenska myndin sást þó nokkuð greinilega. Mörgum þótti slæmt að missa af ágætum þætti Ómars Ragnarssonar, sem mun hafa verið um vetrarakstur, en honum fylgdi að vísu ágætur rússneskur söngur, en við þykj- umst viss um hér á Djúpavogi, að Ómar hafi ekki sungið þetta kvöld, þótt honum sé annars margt til lista lagt. Ingimar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.