Morgunblaðið - 23.11.1979, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.11.1979, Blaðsíða 2
34 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1979 Hólmavik og Drangsnes: Llyod Morgan, alþjóðaforseti Lionshreyfingarinnar, afhendir hér Brandi Jónssyni skólastjóra Heyrnleys- ingjaskólans gjöf Lionsklúbbanna. Fréttir frá Lionshreyfíngunni: Einvarður Hallvarðsson hlýtur æðsta heiðursmerki Lionshreyfingarinnar Eins og getið hefir verið í fjöl- miðlum, heimsótti Lloyd Morgan, forseti alþjóðastjórnar Lions, ísland nýverið. Hann ferðaðist nokkuð um landið og ræddi við ráðamenn, m.a. við forsætisráð- herra, Benedikt Gröndal, en auk þess átti hann marga fundi með FÉLAG viðskiptafræðinema Há- skóla íslands gengst fyrir fundi með fulltrúum stjórnmálaflokk- anna laugardaginn 24.11. næst- komandi í stofu 101 Lögbergi kl. 14. Framsögumenn frá stjórnmála- flokkunum munu þar kynna sjón- armið sinna flokka í um 20 mínútur hver en síðan verða fyrirspurnir, frjálsar umræður og skoðanaskipti. Umræðuefnið er: þáttur vaxta og verðtryggingar í efnahagsmálastefnu flokkanna. Lionsmönnum á íslandi, en hér eru starfandi 77 Lionsklúbbar með yfir 2.800 félögum. Þá heimsótti alþjóðaforsetinn Heyrnieysingjaskólann ásamt nokkrum félögum úr Lionshreyf- ingunni hér, og ræddi hann þar við Brand Jónsson, forstöðumann Fyrir Alþýðubandalagið mætir Svavar Gestsson fv. viðskiptaráð- herra, fyrir Alþýðuflokk Jón Hannibalsson ritstjóri. fyrir Framsóknarflokk Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur og fyrir Sjálfstæðisflokk Jónas Bjarnason efnaverkfræðingur. Gert er ráð fyrir fundarlokum kl. 16.00 í tilkynningu frá Félagi viðskiptafræðinema segir, að fundur þessi sé opinn öllu áhuga- fólki um þau málefni sem um verður rætt. stofnunarinnar. í tilefni þessarar heimsóknar höfðu 12 Lions- klúbbar lagt fé í sjóð, er nam rúmlega 1.900.000 króna, og af- henti Lloyd Morgan Brandi þessa upphæð með þeim ummælum, að fénu skyldi varið til einhvers af hinum mörgu og brýnu þörfum skólans. Brandur Jónsson skóla- stjóri þakkaði gjöfina og auðsýnd- an heiður með heimsókn alþjóða- forseta Lions. Lionsklúbburinn Týr hafði ákveðið að gefa Félagsheimili heyrnarlausra vandað sjónvarps- tæki, og notaði klúbburinn þetta tækifæri til þess að afhenda tæk- ið. Fulltrúar félagsheimilis heyrn- arlausra báru fram þakkir. Við komuna til íslands óskaði Lloyd Morgan eftir því að heiðra þann Lionsfélaga sem að hans dómi hafði unnið Lionshreyfing- unni á Islandi mest gagn. Þarna var um að ræða Einvarð Hall- varðsson, en hann var einn af stofnendum fyrsta Lionsklúbbsins á íslandi, Lkl. Reykjavíkur, sem stofnaður var 14. ágúst 1951. Allt frá stofnun Lkl. Reykjavíkur hef- ur Einvarð Hallvarðsson unnið að málefnum Lionshreyfingarinnar. Hann hefir að staðaldri innt af hendi margvísleg störf á aðal- skrifstofu Lions, auk þess sem hann hefir tvívegis verið umdæm- isstjóri hreyfingarinnar á íslandi, árið 1957-1958 og 1969-1970. Heiðursmerkið, sem var sérstak- lega áletrað, er hið æðsta sem alþjóðaforseti Lions veitir. Trausti Björns- son skákmeist- ari Austurlands Fundur um þátt vaxta og verðtryggingar í efna hagsstef nu f lokkanna SKÁKMÓT Austurlands 1979 var haldið á Fá- skrúðsfirði laugardaginn 17. nóvember. í eldri flokki voru keppendur 10, frá Eskifirði, Stöðvarfirði og Fáskrúðsfirði. Röð efstu manna varð þessi: Japan og Sovét- ríkin ætla að virða bann hval- veiðiráðsins JAPAN og Sovétríkin haía fallist á bann Alþjóða hvalveiðiráðsins við hvalveiðum frá verksmiðju- skipum, að þvi er danska blaðið Börsen sagði i síðustu viku. Á stormasömum fundum al- þjóða hvalveiðiráðsins í haust var samþykkt bann við hvalveiðum frá verksmiðjuskipum. í kjölfar þess var óttast að ríkin tvö, Sovétríkin og Japan, myndu virða bann ráðsins að vettugi og halda áfram veiðum frá verksmiðjuskip- um sínum. Trausti Björnsson, Eskifirði 8‘/z v. Ragnar Sigurjónss., Fáskrúðsf. 6 v. Viðar Jónsson, StOðvarfirði 6 v. Einar M. Sigurðss., Fáskrúðsf. 5t4 v. Gunnar Finnsson, Eskifirði 5‘/z v. í yngri flokki voru keppendur 12, frá sömu stöðum. Röð efstu manna varð þessi: Stefán Guðjónsson (11 ára). Stöðvarf. 9 v. Pétur Kristinsson (11 ára). Eskifirði 8 v. Jón Steinsson (10 ára), Eskifirði . 7 v. Björn Traustason (11 ára), Eskifirði 7 v. Björn Traustason (11 ára), Eskifirði 7 v. Hilmir Ásbjðrnsson (12 ára), Eskifirði 7 v. Aðalfundur Skáksambands Austurlands fór fram á meðan mótið stóð yfir. Kristinn Krist- jánsson, Eiðum, fráfarandi for- maður samb. gaf ekki kost á sér til endurkjörs en í hans stað var kjörinn Einar M. Sigurðsson, Fá- skrúðsfirði. Aðrir í stjórn með honum eru Gunnar Finnsson, Eskifirði og Viðar Jónsson, Stöðv- arfirði. Starfsemi Skáksambands Aust- urlands hefur verið í nokkuð föstum skorðum frá stofnun þess. Meðal fastra liða í vetrarstarfinu má nefna; Skákmót Austurlands, jólahraðskákmót, Svæðismót Austurlands, skólakeppni, 3veita- keppni milli byggðarlaga o.m.fl. Þá hefur sambandið staðið fyrir útgáfu fréttablaðs og tekið þátt í deildakeppni Skáksamb. ísl. og skákkeppni kungmennafélaganna. Frá sambandsþingi Bindindisfélags ökumann, Gunnar Þorláksson nýkjörinn myndinni. Ökuleikniskeppni BFÖ: 300 ökumenn tóku þátt Laugardaginn 10. nóvember s.l. var haldið i Reykjavík 11. sam- bandsþing Bindindisfélags öku- manna. Þingið sóttu fulltrúar deilda, stjórnarmenn og gestir. Á þinginu var lögð fram skýrsla stjórnar fyrir síðasta starfstimabil, sem náði yfir 2 ár. Fram kom í skýrslunni m.a. að á tímabilinu voru haldnar 30 keppn- ir í ökuleikni víðs vegar um landið með þátttöku 300 ökumanna. Þingið ályktaði um ýmis mál, s.s. forseti félagsins fyrir miðri í keppninni lögleiðingu bílbelta og höfuðpúða í bíla, ásamt ýmsu varðandi ura- ferðarmál. Fráfarandi forseti félagsins, Sveinn H. Skúlason, baðst undan endurkosningu og í hans stað var kosinn Gunnar Þorláksson. FYRIR hálfu öðru ári geröu Hólmvíkingar og Drangsnesingar drög að samningi við skipasmiðastöðina Stálvik um smíði skuttogara fyrir þessi byggðarlög. Þá var ýmislegt óljóst í sambandi við fjármagnsút- vegun og þrátt fyrir mikla baráttu og göngur milli manna innan kerfisins er staða þessara aðila i þessu máli litlu skárri en fyrir Vk ári. í upphafi var verð togarans áætlað 1250 milljónir króna, en yrði varla undir 2 milljörðum króna nú Þeir aðilar, sem standa að sem fyrirhugaðri skuttogarasmíði, eru Hólmavíkurhreppur, Kaldrana- neshreppur, Kaupfélag Stein- grímsfjarðar og nokkrir einkaaðil- ar. í raun vantar ekki nema 5% af verði togarans, en þau hefur ekki tekizt að útvega. Fiskveiðasjóður lánar 75%, Byggðasjóður 10% og bankaábyrgðir hafa fengizt fyrir 10%. Reynt hefur verið að fá það fé, sem á vantar úr Hagræð- ingarsjóði vegna innlends skipa- smíðaiðnaðar og sömuleiðis úr Byggðasjóði. Halldór Sigurjónsson sveitar- stjóri á Hólmavík sagði í gær, að áfram yrði haldið að berjast í kerfinu þar til þessi mál væru komin í höfn. Mjög brýnt væri fyrir þessa staði að fá skuttogara, en yfir vetrarmánuðina er atvinna mjög stopul. Á Hólmavík er rækjuvertíð í fullum gangi um þessar mundir, en um aðra at- vinnu er ekki að ræða. Vinna er því ónóg og t.d. verða nokkrir fjölskyldufeður að gera sér hálfs dags vinnu að góðu. Sagði Halldór að á Hólmavík væru nú í raun 10—12 manns atvinnulausir. Hann sagði að ástandið ætti enn eftir að versna þegar rækjuvertíð lyki væntanlega í apríl. Þá kæmi eyða í atvinnulífið fram í júní að sumarvertíð litlu bátanna hæfist. Svipaða sögu er að segja af Drangsnesi, en þó munu flestir þar hafa atvinnu af rækjuveiðum og —vinnslu. Valkostir í fisk- verndun kynntir í næsta mánuði UNNIÐ er að því i sjávarútvegsrúðuneytinu að móta heildarstefnu í fiskveiðimálum og fiskverndunaraðgerðum fyrir næsta ár og reyndar einnig fiskveiðistefnuna næstu 3-4 árin. í framhaldi af samþykkt Fiskiþings um stjórnun fiskveiðanna spurði Mbl. Kjartan Jóhannsson um ýmis atriði í samþykktinni og sagði hann að fram virtist hafa komið þar almennur vilji til að takmarka veiðar, sérstaklega yfir sumartimann. Það kæmi heim og saman við þá staðreynd að aflinn hefði ekki nýtzt nægilega vel þá, en spor hefði verið stigið í þá átt á þessu ári er takmarkanir voru að verulegu leyti fluttar yfir á sumartimann og sagði Kjartan að þaö þyrfti sjálfsagt að auka. Það atriði, að einungis sé tekinn helmingur aflans á fyrstu fimm mánuðum ársins, er í sjálfu sér góðra gjalda vert, en útfærslan á því verður vafalaust vandasöm því það má ekki gerast með þeim hætti, að menn verði allt í einu búnir með þennan fyrri hluta þegar mánuður lifir af tímabilinu, þannig að þá megi engan þorsk veiða. Sama gæti átt við um síðari hluta ársins þannig að útfærsla hugmyndarinnar er eftir. Við höfum staðið að þessu þannig í ráðuneytinu, að við erum með í undirbúningi valkosti fyrir næsta ár, sem við gerum ráð fyrir að ræddir verði við hagsmuna- aðila í desembermánuði, en einnig undirbúning fyrir stefnumörkun til lengri tíma, t.d. 3-4 ára, sagði Kjartan Jóhannsson sjávarútvegs- ráðherra. Barist við útvegun fjármagns til skut- togarasmíði í 1Vt ár

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.