Morgunblaðið - 23.11.1979, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.11.1979, Blaðsíða 8
40 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1979 Magnús Ásgeirsson: íslenzk eldsneytisverksmiðja Óvissa líðandi stundar í orku- öflun jarðarbúa er ógnvekjandi staðreynd. Verð og framboð jarð- olíuafurða er verulegt áhyggju- efni. Það er því eðlilegt, að leitað sé lausna aðsteðjandi vanda. Með- al þeirra er metanól (CH3OH) og benzín (C8H18). Fremur lítið hefur verið ritað um málið á íslenzku, enda varla von þar eð skammur tími er frá, að vandamálið skýrð- ist. S.l. sumar glímdi undirritaður við gerð eins konar módels af íslenzkri eldsneytisverksmiðju. Víst er það draumórakennd hug- mynd, hins vegar ætti óvissan um framboð og verð jarðolíuafurða í dag hvað þá í framtíðinni að hvetja menn til alvarlegra hug- leiðinga um efnið. Ef mynd 1 er skoðuð sést nútíminn vinstra meg- in. Framboð jarðolíuafurða fer minnkandi og verðið vaxandi. Síðan kemur bil (orkuskortur) og loks hátt verð eldsneytis, sem fer lækkandi og framboð sem fer vaxandi í framtíðinni. Framleiðslan Til framleiðslu metanóls eða benzíns þarf kolefni, vetni og súrefni. Hugmynd undirritaðs er, að vetnið og súrefnið fáist með „Soiid polymer electrolysis" raf- greiningu (ný aðferð), en kolefnið komi úr innfluttum kolum ellegar ísl. mó. Vandamál Meginvandamálum varðandi ríkjandi orkuskort má skipta í fimm þætti: en benzín. Sé fyrra efninu blandað í hið síðara fæst hærri oktantala. T.d. ef 5% af benzíni er burtu tekið, en orkujafngildi þess í metanóli sett í staðinn má hækka oktantölu úr 90 í 92. Niðurstöður rannsókna sýna, að jafnvel sé möguleiki á að hækka oktantöluna í 120—130. Sett hefur verið upp jafna fyrir metanólblandað banzín: BOV - Ob = Og (1 - x) BOV þýðir blending octane value Ofo er oktantala blandaða efnisins, en Og upprunalegs eldsneytis. Þjóðhagsleg markmið Eðlilegt er, að menn velti fyrir sér hvert yrði þjóðhagslegt gildi íslenzks eldsneytis. Einfaldast er þá að vísa til hugmynda um eflingu íslenzks iðnaðar. Forsendur Undirritaður studdist við spá orkuspárnefndar frá 2. febrúar 1979 að megni til. Vinnsluferillinn Rafgreining fer þannig fram, að spennu er hleypt í vatn sem er blandað 25-30% KOH. SPE raf- greining hefur ekki í dag verið sett í stóriðjuverum, en bandaríska fyrirtækið General Electric hefur Heildarvinnsluferill metanólsins veröur: ch3 OH Varmi oxíðþörf 29.800 tn., en framleiðsl- an á metanólinu yrði um 34.000 tonn. Hún myndi aukast jafnt og þétt fram til 2005, en yrði þá um 600 þúsund tonn. Fjárfesting Allar tölur eru reiknaðar í dollurum á genginu 350 kr. Stofnkostnaður vetnisverksmiðju er áætlaður 33 milljónir dollara, kolefnisvinnslu 25 milljónir doll- ara og sjálf metanólvinnslan um 30 milljónir dollara. Raforkuþörf Talsverða raforku þarf til vinnslunnar, aðallega í rafgrein- inguna. Árið 1987 yrðu það 34.9 MW pr. klst., en 2005 197 MW. í viðbót við fjárfestingu verksmiðju kæmi því fjárfesting í raforkuveri. Afgangsorka in lausn er í sjónmáli. 2. Olíulindir skiptast landfræði- lega ójafnt. 3. Eign olíulinda hefur í för með sér félagsleg, tæknileg og stjórnmálaleg vandamál. 4. Því erfiðara sem er að ná olíunni, því hærri verður vinnslukostnaðurinn. 5. Fyrirsjáanleg er geysileg aukn- ing eftirspurnar eftir orku. Markmið Mat undirritaðs er, að fjögur markmið gætu verið stefnumark- andi. 1. Lækka þarf orkukostnað. 2. Auka þarf nýtingu endurnýjan- legra orkulinda. 3. Þróa þarf tækni við orkunotk- Þykir trúlegt, að síðla á næsta áratug hafi þróun þessi náð því stigi að geta orðið nýtanleg sam- kvæmt hugmyndum GE. Vetninu og súrefninu yrði safnað í geyma. Kolunum ellegar mónum yrði brennt í súrefnislitlu lofti til að ná kolmónoxíði. Útreikningar Fyrir vali sem útreikningsmódel varð fyrirmynd frá bandarísku stofnuninni „Institute of gas tech- nology," sem aðlöguð var ísl. aðstæðum eftir frekari heimilda- söfnun hérlendis. I útreikningum er áætlað, að framleiðsla hefjist 1. janúar 1987 og þá verði benzín að 15% magni blandað metanóli. 1990 verði síðan öll ný tæki með í vinnslunni verður til talsverð afgangsorka, ef til vill mætti nota hana til upphitunar húsnæðis. Benzínframleiðsla I beinu framhaldi af metanól- framleiðslu hefur fyrirtækið Mo- bil Oil þróað tækni við benzín- framleiðsu. Jafna heildarkostnað- ar við slíkt yrði Y = 2.4X E+Z, en þar yrði Y = benzínverð pr. kg., E = metanólkostnaður pr. kg. og Z = framleiðslukostnaður pr. kg. Vísitölur Sé litið á vísitölur metanól- og benzínverðs miðað við sama orku- innihald fæst: Mannaflaþörf Áætluð mannaflaþörf er 120 í byrjun en um 600 um aldamót, en þá er miðað við óbreytta tækni sem er ef til vill ólíkleg staða. Þættir hagkvæmnis- aukningar Helztu þættir sem hugsanlega gætu aukið hagkvæmni fram- leiðslunnar og stuðlað að lægra verði eru: 1. Sala á súrefni, sem gert er ráð fyrir að sprautist út í and- rúmsloftið eftir rafgreining- una. Tekjur skapast. 2. Nýting afgangsvarmans við þéttingu CH3OH svo sem til húsahitunar. Tekjur skapast. 3. Kolmónoxíðkaup úr ísl. stóriðj- um á hagkvæmara verði en það fæst nú fyrir. 4. Aukning framleiðslumagns innan hagkvæmnismarka. * Akvarðanataka Mynztur ákvarðanatöku um hina draumórakenndu ísl. elds- neytisverksmiðju gæti litið svona út: 1979 Ákvörðun um forrannsókn 1980 Forrannsókn ca. 1.5 ár 1981-3 Ákvörðun um framhaldsrannsókn 1984 Ákvörðun á Alþingi 1 ár 1985-6 Bygging verksm. 2 ár Eldsneytið Metanól sem slíkt er vissulega ágætt sem eldsneyti, en hins vegar verður það enn betra sé það blandað öðrum alkólhólum. I síðari heimsstyrjöldinni var metanól notað á fjölda hernaðar- (mór) un. benzínvélar látin brenna metanóli. 1987 100 alls staðar. 4. Nauðsyn er á að halda uppi Árið 1987 er áætlaður bílafjöldi benzín benzín metanól r góðri boðmiðlun um vandamál- 107 þúsund og eldsneytisþörf fyrir (kol) (mór) (kol) ið. umrædda bíla um 114 þúsund 1990 168 165 169 165 HfoÝiinÁl tonn. Þetta ár yrði vetnisþörf 1995 188 166 188 166 iuclallUl 4.300 tn, súrefnisþörf 17.000 tn, 2000 245 237 244 236 Metanól er helmingi orkuminna kolefnisþörf 12.800 tn og kolmón- 2005 318 309 317 308 Stjórnakipuiog hugaanlagrar aktanaytiavarkamióju tækja í eldsneytisskorti. Um gagn- semi efnisins metanóls 'sem elds- neytis vitna bezt heimildir um notkun þessa, en einnig er sjálf- sagt að benda á, að frá marz 1975 til júlí 1976 var nokkur floti Volkswagenbifreiða af gerðunum Golf, Volkswagen bus og Audi 100 ekið á eldsneytisblöndunni 15% metanól og 85% benzín. Þjóðverj- inn dr. Wolfgang Lincke sagði eftir það: „Dieser Versuch hat gezeigt, das die Autos mit diesem Gemisch betrieben werden können." Niðurstöður Helztu kostir innlendrar elds- neytisframleiðslu eru gjaldeyr- issparnaður og óhæði gagnvart öðrum þjóðum í orkukaupum, sem skiptir verulegu máli fyrir litla þjóð eins og þá íslenzku. Það virðist full ástæða til að vera vel á verði og efna jafnvel til athugana, hvort innlendar orkulindir gætu ekki nýtzt í þágu eldsneytisfram- leiðslu. Orka ísl. fallvatna er enn að verulegu leyti óbeizluð og hafa landsmenn löngum haft horn í síðu stóriðju, sem þegar nýtir ísl. raforku. Slík afstaða sýnir einung- is skammsýni og er ekki af hinu góða því sannleikur málsins er, að íslenzka þjóðin þarf hvort sem henni líkar betur eða verr að reyna að halda iðnþróun áfram eigi lífskjör ekki að versna til muna. Það mun hafa mjög alvar- leg áhrif ef hægir verulega á hagvexti, en ein af forsendum stöðugs hagvaxtar er, að næg orka sé fyrir hendi á viðráðanlegu verði. Með innlendri eldsneytis- framleiðslu yrði einmitt stigið stórt skref til enn meira sjálf- stæðis ísl. þjóðarinnar. Það er hlutverk núlifandi kynslóðar að takast á við vandann. Sé það gert af alvöru í tíma yrði það ef til vill einn af hornsteinum að farsælu lífi ísl. þjóðarinnar í framtíðinni. Ef til vill getur ísl. þjóðin áður en næsti áratugur líður undir lok tekið undir orð Hannesar Haf- stein: „Sé ég í anda knörr og vagna knúða, krafti sem vannst úr fossa þinna skrúða, stritandi vélar, starfsmenn glaða og prúða, stjórnfrjálsa þjóð sem verzlun eigin búða.“ Verð Áætlað verð 1987 á verðlagi ársins 1979 yrði (orkuinnihald 1 kg. benzín): Metanól (kol) 358.04 kr. Metanól (mór) 323.71 kr. Benzín (k og m) 388.73 kr. Þrátt fyrir þessar ævintýralegu tölur og hugmyndir ber að hafa í huga, að annars háttar orkutækni er eins líkleg, en óvissa líðandi stundar ætti engu að síður að gefa ástæðu til hugleiðinga um aðsteðj- andi vandamál.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.