Morgunblaðið - 23.11.1979, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 23.11.1979, Blaðsíða 9
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1979 41 Sextugur á morgun: Jóhann G. Guðnason Það var hér á árum áður, að snáði ekki hár í loftinu hafði það að aðalstarfi að flytja mjólk frá heimilinu í veg fyrir mjólkurbíl. Yfir vatnsfall þurfti að fara og leiðin nokkuð löng. Hestagatan lá við túnfót þriggja býla austast í Landeyjum. Ekki höfðu þessir mjólkurflutningar staðið lengi, þegar drengurinn fann glöggt að á áðurnefndum bæjum átti hann óvenjugóðu viðmóti að mæta. Ósjaldan var honum kalt og þá var sundum mænt vonaraugum heim að bæjunum þrem. Hvort einhver sæist á ferli og henti það, sem oft var, var honum gefin bending að koma. Þá var fullvíst að góðgerðir fylgdu í kjölfarið. Jafnframt fann drengurinn nota- twcM' 90« • Flugdrekinn > fR «#*« j«n» Qamm M«n4ckr»<Ht «t T<*B» HuMMxff* ■■K9K Kápumynd Flugdrekans Tvær „Allt í lagi“ - bæk- ur frá Erni og Örlygi KOMNAR eru út hjá Erni og örlygi bækurnar í góðra vina hóp og Flugdrekinn, en þær eru í flokknum „Allt í Iagi“-bækur. Eru þær eftir Jane Carruth, myndskreyttar af Tony Hutch- ings og hefur Andrés Indriðason þýtt. .„Allt í lagi“ bækurnar eru sérstaklega ætlaðar ungum börn- um með það í huga að gefa einfaldar skýringar á ýmsu, sem þau kunna að óttast og velta fyrir sér á því skeiði bernskunnar, þegar hugurinn er að mótast. Tilgangurinn er að sýna fram afað það sé ekki allt sem sýnist — það sé í rauninni ALLT í LAGI. í sögunni í GÓÐRA VINA HÓP er fjallað um feimni. Ikornastrák- urinn Skotti vinnur bug á feimni gagnvart öðrum krökkum. í sög- unni FLUGDREKINN er fjallað um afbrýðisemi. Kanínustrákur- inn Tubbi rekur sig á, hvað er að vera afbrýðisamur. ÞU AUGLYSIR UM ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AUGLÝSIR í MORGUNBLAÐINU Xl'GIA SIN(, \ SIMIW KK: 22480 lega hlýju, sem fólkið átti í ríkum máli. Nokkuð er umliðið síðan þetta var. Vísast eru göturnar, sem klárarnir góðu fetuðu á þessum árum, grónar. Hitt er svo víst að æskuminningar af þessu tagi mosagróa ekki, fremur að þær skýrist eftir því sem ár líða. Hjónin í Vatnahjáleigu, Elín og Guðni, voru í hópi þessara vel- gjörðarðarmanna. Elín taldi ekki eftir sér að raða kökum og góð- gæti snyrtilega á diska og bera síðan fram fyrir gestinn, rétt eins og um einhverja merkispersónu væri að ræða. Síðan var haldið uppi samræðum eins og föng stóðu til, hjónin bæði ágætlega greind en mjólkurpósturinn fávís, hafði þó að líkindum einhvern áhuga á því að fræðast og þroskast. Yngri sonur þeirra hjóna vakti snemma athygli sendisveinsins. Hann var hár vexti og bjartur svipur hans. Ekki leyndi sér að hér fór maður, sem hægt var að líta upp til fyrir margra hluta sakir. Hann var var gáskafullur, orðheppinn, las mikið af bókum og kunni raunar skil á flestu. Það fór ekki fram hjá mjólkurpóstinum unga, að lífsreynsla og þekking þessa hávaxna og glaðværa unga manns var fjölþætt, stundum var raunar á mörkunum að hinn ungi sveinn þyrði á að hlýða orðræðu hans og færi hjá sér, einkum ætti hann orðaskipti við jafnaldra sína. En árin líða hratt. Á morgun, 24. nóvember, er Jóhann Guðna- son í Vatnahjáleigu sextugur. Ennþá er hann glaðvær sem fyrr, ljúflyndur eins og á árum áður. Ekki hefur hann, þótt ótrúlegt sé, látið neina kvenpersónu leggja á sig fjötur, ekki ennþá hvað sem síðar verður. Ungur er hann enn og allt getur gerst. Margir eiga Jóhanni gott að gjalda, skemmtileg sendibréf, að- stoð við söfnun á frímerkjum, miðlun á fróðleik og margs konar skemmtan. Undirritaður biðst afsökunar á hraðunninni afmæliskveðju, máske gefst tækifæri síðar til að bæta þar um. Jóhann verður að heiman á morgun. Sigurður E. Haraldsson. Adam fer fint i veturinn. Þvi nú er hann birgur af glæsilegum hátíðar- og hvunndagsfatnaði. Peysu-, Combi- og Tweedföt i kippum, stakar tweed- og flannelsbuxur, stakir tweed jakkar, vesti og skyrtur. Allt fatnaður „a la Adam", enda flott eftir þvi. Líttu inn og kynntu þér málið. LAUGAVEGI 47 SÍM117575 ltlitfiV tI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.