Morgunblaðið - 23.11.1979, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.11.1979, Blaðsíða 4
36 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1979 m SVERRIR HERMANNSSON EGILL JÓNSSON TÓMAS ÁRNASON HALLDÓR ÁSQRÍMSSON GUÐMUNDUR GÍSLASON Tómas á eft og tala um snöru í hengds manns húsi „Burt meö þennan míkrófón, ég vil ekki sjá hann. Burt með hann, og þaö sem lengst. Hann flækist bara fyrir og ekki er þörf ffyrir hann í svo litlum sal,“ sagöi Sverrir Hermannsson. „Nú viltu þaö endilega. Já, viö getum svo sem komist af án hans,“ sagöi Helgi Seljan. Nei nei, finnst ykkur þaö. Mér er alveg sama, hann má vera þarna mín vegna,“ sagöi Hjörleifur Gutt- ormsson. „Takt’ann, takt’ann,“ sagöi Sverrir enn einu sinni, en þegar enginn varð viö skipan hans setti hann sig sjálfur í steltingar og slakaöi míkrófóninum niöur af senunni og niöur á gólf í Félagslundi. Þetta var upphafiö á framboös- fundi á Reyöarfiröi á sunnudags- kvöld þar sem saman voru komnir nokkrir efstu menn af listum stjórn- málaflokkanna til að kynna stefnu- mál sín og flokka þeirra vegna þingkosninganna sem framundan eru. Reyndar fór þessi senna fram rétt áöur en fundarstjóri, Gunnar Hjaltason kaupmaður á Reyöarfirði, setti fund. En hún boðaöi það sem koma skyldi, munnlega orrahríö frambjóöenda í millum, þar sem ýmist var deilt um persónulegt eöa flokkslegt ágæti, efndir og vanefndir stjórnmálaflokkanna og fyrirheit þeirra varðandi framtíöina aö kosn- ingum loknum. Fundarstjóri skammtaöi hverjum flokki 20 mínútur í fyrstu umferö, 15 í þeirri næstu og 10 mínútur í síöustu umferö. Fyrsti frambjóðand- inn í pontu var Sveinn Jónsson, þriöji maöur á lista Alþýöubanda- lagsins í kjördæminu, sonarsonur Sveins stórbónda á Egilsstööum. Sveinn er þaö nýr í stjórnmálabar- áttunni aö ekki hratt fyndni fram af vörum hans né háö og spott um andstæöingana, eins og þeir sjóaöri áttu eftir aö bjóða upp á er á fundinn leiö. Þess í staö flutti Sveinn mál sitt grafalvarlega og þungamiöj- an í máli hans var aö í komandi kosningum yröi kosiö á milli „íhalds til hægri og alþýöufólks til vinstri". Helgi Seljan fyrsti maöur á lista Alþýöubandalagsins talaöi einnig í ræöutíma Abl. í fyrstu umferö og sagöi aö skörp skil væru á milli vinstri og hægri í íslenzkum stjórn- málum í dag og um þaö yröi kosiö. Rakti hann tilurö þriggja síöustu vinstri stjórna og sagöi aö þær heföu veriö myndaöar eftir kosn- ingasigur Abl. hverju sinnl. Alþýöu- bandalaglö heföi gegnt forystuhlut- verki viö myndun þeirra stjórna og yröi enn mynduð vinstri stjórn aö kosningum loknum kæmi þaö enn á ný í hlut Abl. aö hafa þar forystu um. „Þaö var Alþýöubandalagið sem dró Framsókn út úr íhaldsflatsænginni sem hún kúröi í 1956. Og 1978 dró Abl. Framsókn aftur út úr sömu sæng. Og þaö var ekki Abl. sem hljóp undan merkjum eins og fram- bjóöendur annarra flokka munu halda fram hér á eftir. Það var Hermann Jónasson sem sundraöi 1958, Samtökin 1971 og núna voru það aumingja kratarnir sem hlupu,“ sagöi Helgi (hlátur). Bjarni Guönason efsti maður á lista Alþýöuflokksins sagði aö óein- ing heföi verið í ríkisstjórninni um efnahagsmál. Kratar hefðu unniö mikir.n kosningasigur vegna þeirrar stefnu sem þeir hefðu boðaö og því haft skyldum aö gegna. Heföu þeir haldiö stefnu sinni til streitu en ekki hlotiö skiining samstarfsflokkanna þar sem þeir hefðu óttast aö árangur næöist með stefnu krata. „Ólafur Jóhannesson viöurkenndi sjálfur að efnahags- og veröbólgu- stefna stjórnarinnar hefði mistekist. Veröbólgan var komin langleiöina í 80%, kaupmáttur haföi rýrnaö, erl- endar skuldir aukist, gengissig, sem ekki átti hliöstæöur í sögunni, var aö veröa búiö aö gera krónuna verðlausa, atvinnulífiö stóö höllum fæti, kaupskeröing haföi átt sér staö, og þjóöfélagiö og efnahagslíf- iö stóö ótraustum fótum. Þess vegna taldi Alþýöuflokkurinn rétt aö efna til nýrra kosninga, Og viö höldum nú í raun og veru áfram þeirri kosningabarátttu sem viö héldum uppi fyrir 18 mánuöum. ir að kom LjAsm.: Kristján í hvaða Sjálfstæðisflokki art þú, 8verrir minn? Bjarni Guðnason og Sverrir Hermannsson kankast á á framboösfundinum á Reyðarfirði. Skrýtið þetta Alþýðubandalag Þaö er skrýtiö þetta Alþýöu- bandalag. Þaö kallar slg verkalýös- flokk en viöurkennir samt ekki staðreyndir atvinnulífsins. Þaö viö- urkennir ekki þá staöreynd aö nauösyn sé á stjórnun fiskveiöa, og hrópar Lúövík t.d. alltaf „Veiöum meira og meira", þrátt fyrir tillögur fiskifræöinga, og Ólafur litli Ragnar Grímsson trítlar alltaf á eftir (hlátur). Alþýöubandalagiö hefur veriö meö stööug yfirboö t.d. yfir Framsóknar- flokkinn í landbúnaöarmálum. Þá hefur Alþýöubandalagiö heimilaö milljarða millifærslur á fjármunum verkafólks og launafólks til kaup- héöna og verzlunarmanna. Þaö er eitthvað bogiö viö slíka stefnu hjá flokki sem kállar sig verkalýósflokk, en staöreyndin er aö Alþýðubanda- lagið hefur alls ekki staöiö vörö um kjör láglaunafólks. Eins og popphljómsveit Alþýöubandalagiö er eins og popphljómsveit (hlátur). Þaó er allt- af aö spila plötu sem þeir halda aó fólk vilji heyra. En Alþýöubanda- lagsmenn eru huglausir og vilja ekki takast á vió veröbólguvandann, og þeir hafa ekki skilning á efnahags- málum. Ef menn vilja lækka verö- bólguna veröur aö byrja á því aö lækka kostnað einhvers staöar. Og þaö verður aö gera þaö hægt og bítandi svo aö það komi ekki hörkulega niöur. í hvaða flokki er Sverrir? Svo er til flokkur sem heitir Sjálfstæöisflokkur. Þaö er merkilegt fyrirbæri í mörgum flokkum (hlátur). Ekki veit ég í hvaöa Sjálfstæöis- flokki Sverri er, hvort hann er í flokki Sólnesa, Haukdala eöa hvort hann er í sérflokki (hlátur). Hann fer allavega kokhraustur og sigurviss um alla Austfirði meö allt nlöur um sig (hlátur). Þeir segjast ætla aö skera niöur en nefna ekki hvar. Framkvæmdastofnunin er kannski þaö bákn sem skera á niöur og veröa þá kommiserar Sverrir og Tómas aö leita sér aö annarri vínnu? Þeim hefur ekki farnast stjórnunin svo vel úr hendi. Þá er þaö okkar ágæti Framsókn- arflokkur sem á ágætasta foringja ailra alda (hlátur). Nú er sá flokkur aö koma fram meö tillögur sem eru svipaöar tillögum Alþýöuflokksins, svo viö getum talaö svolítiö betur saman viö Tómas, en þaö er bara verst meö hann Óla Jó, sem segir aö flokkurinn sé hvorki til hægri né vinstri. Þeir framsóknarmenn geta ekki gert upp viö sig hvort þeir eru til hægri eöa vinstri, afturábak eöa áfram, út eöa suöur, noröur eöa niöur (hlátur). Flokkurinn er hér og hvar og alls staóar, allt eftir því hvaö hentar hverju sinni. Ef kjósendur kjósa framsókn þá hafa þeir ekki hugboö um hvaö þeir eru aö kjósa. Og Alþýöubandalagiö er ekki hægt aö kjósa, því þaö er stikkfrí og alltaf aö spila poppplötu.(hlátur). Guömundur Gíslason kaupfélags- stjóri á Stöövarfiröi og þriöji maöur á lista Framsóknarflokksins sté næstur í pontu og bar saman tvo síöustu áratugina sem hann nefndi viöreisnaráratuginn annars vegar og framsóknaráratuginn hins vegar. Sagöi hann aö ef næsti áratugur yröi áratugur hægri aflanna væri vinstri mönnum óhætt aö pakka sínum góöu hugmyndum framfarir niöur í umslag. Þeir vildu lifa við góð kjör, sem ekki yrðu tryggö meö leiftursókn. Guömundur ræddi um stjórnmálaflokkana og komst þá m.a. svo að oröi aö Alþýöuflokks- * A framboðs- fundi á Reyðarfirði menn væru með misheitt blóð eins og einhverjar heimskautarottur þeg- ar þjóðmálin væru annars vegar. Flugust á allan tímann Sverrir Hermannsson efsti maöur á lista Sjálfstæöisflokksins sagöi aö mlkiö gruggut pólitískt vatn hefói runniö til sjávar á því Vh ári sem liöiö væri frá því aö frambjóðendur flokkanna heföu síöast veriö á fundi meö kjósendum. „En samt láta þeir sem þingrofiö hafi komið þeim öllum í opna skjöldu. Og þaö eftir þessa 13 hörmungarmánuöi sem þeir löfðu viö stólana. Þeir flugust á allan tímann og ekki varö samstaöa um nokkur úrlausnarráö. Stjórnin sem fór frá var einsdæmi þótt leitaö væri meö logandi Ijósi meöal lýö- ræöisþjóöa um heim allan.“ Sverrir sagöi aö viöreisnarstjórn- in heföi veriö bezta stjórn sem þjóöin heföi nokkru sinni fengið. Markmiö þeirrar stjórnar heföu ver- iö aö ráöast meö leiftursókn á vandamálin og þaö heföi tekist. Þegar sú stjórn fór frá heföi verð- bólgan komist niöur í 2% á mánuöi miðaö viö 81% veröbólgu í síöasta mánuöi síöustu vinstri stjórnar. Standa eins og hundar á roði „Sjálfstæöisflokkurinn hefur því reynslu af haröri árás á vandamálin og því veröum viö aö taka á veröbólgunni með leiftursókn. Þaö þýöir ekki aö taka á henni hægt og sígandi eins og framsóknarmenn hafa sagt í kvöld, eóa mjúklega, eins og Bjarni Guöna sagöi, eóa þá í jöfnum skrefum, eins og kommarnir nefndu þaö. Þeir boöa kreppustefnu er leiöir til upplausnar. Þeir læra ekki af reynslunni og játa mistök sín og aö Ólafslögin hafi veriö vitlaus. Nei, heldur standa þeir eins og hundar á roði. Og þeir fljúgast enn á jafnt og þegar þeir löföu saman. “ Sverrir kom víöa viö í ræðum sínum og baö kjósendur óspart aö spyrja þingmenn fyrrverandi stjórn-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.