Morgunblaðið - 23.11.1979, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.11.1979, Blaðsíða 11
í MORGUNBLAÐINU 15. nóvember voru birt svör flokkanna um markmið þeirra í kjördæmaskipan, varnar- og öryggismálum, orkumálum og vegamálum. Hér á eftir fara svör þeirra um markmið í efnahagsmálum, skattamálum, sparnaði í ríkisbúskapnum og kjaramálum. Ríkisfjármálin Starfsmönnum ríkisins hefur fjölgaö þrisvar sinnum hraöar en íslensku þjóöinni. Kostnaöur hefur vaxiö aö sama skapi og eftirlit meö gæðum og hagkvæmni opinberrar þjónustu er af mjög skornum skammti. Halda þarf ríkisútgjöldum innan ákveöins hlutfalls af þjóöartekjum. Fjárlög þurfa aö vera þáttur í samræmdri stefnu og aðgerðum til að ná fram ákveönum efnahagsmarkmiðum. Meö eftirtöldum aögeröum má vinna aö sparnaöi í ríkiskerfinu án þess aö þjónusta versni aö gæöum: • Allar fjárveitingar til opinberrar starfsemi veröi endurskoö- aöar frá grunni viö gerö fjárlaga. • Markmið ríkisstofnana þarf aö endurskoöa meö fárra ára fresti og skulu þær lagðar niöur ef þeirra reynist ekki brýn þörf. • Verkefni ríkisins þarf aö leysa á verkefnagrundvelli en ekki stofnanagrundvelli. Koma þarf þannig í veg fyrir uppsetningu stofnana til lausnar á tímabundnum verkefnum. • Opinber verkefni t.d. hafnar- og vegaframkvæmdir verði boöin út til einstaklinga og fyrirtækja. • Skattakerfiö veröi einfaldaö. Ríkisfjármálin Einn af mikilvægustu þáttunum í stefnu Alþýöuflokksins um gerbreytt vinnubrögö í stjórn efnahagsmála fjallar einmitt um breytt vinnubrögð viö stjórn ríkisfjármála. Fyrst veröi ákveðin hæfileg heildarumsvif í þjóðfélaginu meö því t.d. aö stjórnvöld ákveöi, hvaö þau ætii aö taka af almenningi og fyrirtækjum í landinu meö sköttum á næsta ári, og hversu mikil erlend og innlend lán eigi aö taka til opinberra framkvæmda. Eftir aö ráöstöfunarfé hins opinbera hefur meö þessum hætti veriö ákveöiö af stjórnvöldum, gangi menn síöan til þess verks aö skipta fénu niöur á hina ýmsu framkvæmda- og þjónustuliöi í rekstri hins opinbera. Meö þessum hætti eru tekjurnar ákveðnar áöur en fariö er aö eyða og útgjöldin veröa aö takmarkast af því. Viöfangsefnum verði raðað í forgangsröð eftir kröfum um hagkvæmni og arðsemi. Rekstrarútgjöldum veröi settur fastur, ákveöinn rammi, sem staöiö veröi viö og óhófseyösla skorin niður. Ríkisfjármálin f tillögum þeim um efnahagsmál sem Alþýöubandalagiö kynnti í ríkisstjórninni 19. janúar sl. voru ítarlegar tillögur um sparnað í ríkisrekstrinum, m.a. um einstök ríkisfyrirtæki og einstök málefnasvið ríkisbúskaparins. Þaö er öllum Ijóst aö unnt á aö vera að ná fram sparnaöi í ríkisrekstrinum. Flokkurinn beitir sér hins vegar gegn því aö þessi sparnaður veröi látinn koma niður á mikilvægri félagslegri þjónustu eins og sjúkrahúsum og skólum, en einmitt slík viöleitni kemur fram í tillögum Sjálfstæöisflokksins „ieiftursókn gegn lífskjörum". Ríkisfjármálin Stefnan í ríkisfjármálum byggist á því, aö ríkissjóöur beri sig. Ríkiö hætti aö safna skuldum og höggviö veröi í rtkisskuldirnar á næstu árum. Ríkisfjármálum veröi beitt til hins ýtrasta sem baráttutæki gegn veröbólgu. Ríkisumsvif á næsta ári verði 29% af þjóðarframleiöslunni og heildarskattheimta veröi ekki aukin. Veröhækkunum umfram verðbætur skal mætt meö fjölskyldubótum og tryggingagreiðslum tll hinna tekjulægstu. Fjárlög ríkisins veröi þáttur í samræmdri stefnu í efna- hagsmálum og möguleikar rtkisstjórnar veröi auknir til aö beita fjárlögunum sem hagstjórnartæki. Niöurgreiöslur veröi miöaöar viö, aö útsöluverö landbúnaö- arafurða sé sem næst veröi til framleiðanda. Starfsemi ríkissjóös og ríkisfyrirtækja veröi endurskipulögö með þaö fyrir augum aö gera reksturinn árangursríkari og einfaldari. Ríkari ábyrgö veröi lögö á ráöherra um bættan rekstur og skipulag og áöur en lög eru afgreidd liggi fyrir vönduö áætlun um kostnaöarauka ríkissjóös. Framsóknarflokkurinn vill auka ráödeild og sparnað í ríkisrekstrinum þó þannig aö ekki veröi dregiö úr félagslegri samhjálp og ekki aukiö misrétti í þjóöfélaginu. Kjaramál Meginstefna Sjálfstæðisflokksins í kjaramálum er aö stækka þaö sem til skiptanna kemur og bæta þannig kjör landsmanna allra. Þetta verður á næstu árum best gert meö stórhuga atvinnustefnu, sem byggir á nýtingu innlendrar orku fyrir stóriöju og hálaunaiönaö. Til þess aö gera þetta kleift ber nauösyn þess aö kveöa niður þá veröbólgu sem nú geisar og vegur aö stoöum atvinnuveg- anna. Sjálfstæöisflokkurinn hefur markaö stefnu, sem miöar að því aö kveöa niöur óöaveröbólguna í einni leiftursókn og gera þannig mögulegt aö framkvæma nýja atvinnustefnu á traustum grunni. Kjarasamningar eiga aö vera á ábyrgö aöila vinnumarkaöar- ins. Til þess aö þessir samningar taki nauösynlegt miö af ástandi og horfum í efnahagsmálum veröur gengi krónunnar haidiö stööugu og þaö ekki fellt til þess aö gera óraunhæfa samninga mögulega. Viöræöur um endurnýjun kjarasamninga viö alla opinbera starfsmenn fari fram samhliöa samningaviöræöum á almennum vinnumarkaöi og veröi þeim haldiö innan þeirra marka sem atvinnuvegunum eru settir. Fólki meö lágar tekjur og skerta starfsorku veröur gert kleift aö mæta stundarerfiöleikum vegna sóknar gegn veröbólgu meö tekjutryggingu en byröar þeirrar tekjuhærri veröa þyngdar. Kjaramál Ofþensla og óstööugleiki í efnahagslífinu allan þennan áratug hafa sligaö heimilin og grafiö undan framförum. Togstreita og stjórnleysi hafa stefnt málum okkar í öngþveiti, sem birtist í óöaveröbólgu, vinnuþrældómi og baktjaldagróöa forréttindahópa. í verðbólgunni verða fjármál heimilanna og atvinnufyrirtækjanna aö allsherjarkapphlaupi þar sem þeir heiðarlegu og minni máttar troöast undir. Launafólk býr viö óvissu um kaup sitt og kjör. Peningalaunahækkanir veröa jafnharöan aö engu. Launakerfi eru svo flókin, aö launafólk áttar sig tæpast á eigin launum. Hér þarf uppstokkun, því aö misrétti veröur ekki eytt né lífskjörin bætt og öryggi og jöfnuöi náö, nema vikiö verði af veröbólgubrautinni. Fólk þarf aö búa viö trygga og fyrirsjáanlega afkomu og geta gengiö aö sjálfsögöum hlutum sem vísum, dreift íbúöabygg- ingarátakinu á starfsævina og notiö fjölskyldulífsins ótruflaö af hóflausri vinnu. Samstööu veröi náö um kjaratryggingu þannig aö ábyrgö sé tekin á tilteknum kaupmætti ráöstöfunartekna heimilanna. Meö lækkun skatta, aögeröum í lífeyrismálum og á sviöi almannatrygg- inga veröi kjör hinna tekjulægstu sérstaklega vernduö. Kjaramál Alþýöubandalagiö telur aö unnt eigi aö vera aö halda þeim kaupmætti launa sem nú er og gott betur. Alþýöubandalagiö leggur megináherslu á aö lægstu laun og elli- og örorkulífeyris- bætur þurfi aö hækka frá því sem nú er. Þannig tekur Alþýöubandalagiö undir kjarnann í samþykkt kjaramálaráö- stefnu Alþýðusambands íslands. Kemur þaö til dæmis skýrt fram í samþykkt verkalýösmálaráös Alþýöubandalagsins, sem hélt fund sl. sunnudag, 11. þessa mánaöar. Jafnframt breytingum á kaupinu sjálfu launafólki í vil er brýn nauösyn aö bæta verulega félagslega þjónustu. Þaö er skoöun flokksins aö samneyslan og aukin framlög til hennar séu áhrifamesta jöfnunaraöferö lífskjara í landinu. Alþýöubandalagiö telur aö stefna eigi aö jöfnun lífskjara og æskilegast væri aö gera í þvf skyni kaupmáttarsamning sem markvisst stefndi aö því aö draga úr lifskjaramismun hér á landi — en þessi mismunur er verulegur og vex í veröbólgunni. Kjaramál Markmiö tekjustefnu er: • að tryggja sem mesta varanlega aukningu kaupmáttar launa • aö koma í veg fyrir atvinnuleysi • aö stuöla aö aukinni framleiösiu og framleiöni • aö auka heildarþjóöartekjur og taka tillit til afkomu þjóöarbúsins • aö ráöstöfunartekjur launafólks nægi til nauösynlegrar framfærslu og launamunur veröi ekki óhóflegur. Kjarasamningar veröi einfaldaöir, þannig aö allir launataxtar veröi brúttótaxtar. Meginreglan í tekjuákvöröunum veröi frjálsir samningar milli hagsmunaaöila, en áherzla lögö á heildarsamninga til tveggja ára. Opinberar aðgeröir veröi þó einnig þáttur í lausn kjaradeilna og meö samningum ríkisvalds og bænda veröi bændum tryggöar svipaöar tekjur og öörum. Samráö veröi haft viö aöila vinnumarkaöarins um kjaramálin. Gildandi vísitölukerfi hefir reynst mjög veröbólguhvetjandi. Nýtt vísitölukerfi miöist viö: • aö breytingar á óbeinum sköttum og niöurgreiöslum hafi ekki áhrif á laun • aö vísitala taki miö af breyttum viöskiptakjörum • aö tímabil veröbóta veröi fyrst um sinn lengt í sex mánuöi. Ástin er heit ÁSTARELDUR nefnist bók eftir Denise Robins, sem /Egisútgáfan gefur út og er það sögð hörku- spennandi ástarsaga frá upphafi til enda. Geti vísuorðin „Ástin er heit eins og hver einn veit“ vissulega verið forskrift bókar- innar. Þýðandi er Valgerður Bára Guðmundsdóttir. En bókin heitir á frummálinu „The chang- ing years“. Áður hafa komið út fjölmargar bækur eftir Denise Robins, á sl. 12—13 árum. Fíóna kom út 1966 og endurprentuð 1978, og í kjölfar- ið fylgdu 12 aðrar sögur höfundar, ávallt ein á ári og nú fyrir jólin kemur út Ástareldur. Setning og prentun annaðist Prentrún og Nýja bókbandið sá um bókbandið. Sagan er 219 blaðsíður og segir frá ástarraunum og ástarævintýrum Prue litlu Wayne. Kosninga- handbók Heimdallar HEIMDALLUR, samtök ungra sjálfstæðismanna i Reykjavík, hefur gefið í kosn- ingahandbók, er nefnist Val 79. í bókinni er að finna allar upplýsingar um kosn- ingarnar 2. og 3. des. næst- komandi, þar á meðal er greint frá öllum framboðslist- um í öllum kjördæmum lands- ins. Þá er einnig til samanburð- ar greint frá úrslitum alþing- iskosninga árin 1959, 1963, 1967, 1971, 1974 og 1978, og greint er frá sveitarstjórnar- kosningum undanfarinna ára. Ýmsar aðrar handbærar upp- lýsingar er að finna í bókinni, og auðar línur eru til að skrifa inn ný úrslit. Kosningahandbókin fæst í flestum blaðasölum og sölu- turnum um land allt, og einnig á skrifstofum Sjálfstæðis- flokksins. Bókin kostar 1200 krónur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.