Morgunblaðið - 23.11.1979, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.11.1979, Blaðsíða 6
38 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1979 ólafur Björnsson próíessor á málþingi Félags írjálshyggjumanna: „Sósíalismi er óskynsamlegur frá hagfræðilegu sjónarmiði“ Félag írjálshyggjumanna hélt annað málþing sitt á þessum vetri sl. laugardag um kenningar austurríska hagfræðingsins Lud- wigs von Misess. Málshefjandi var ólafur Björnsson, prófessor i hagfræði i Háskóla Islands og höfundur bókarinnar Frjáls- hyggju og alræðishyggju, en að fyrirlestri hans og kaffiveiting- um loknum voru almennar um- ræður. Að sögn Friðriks Frið- rikssonar, formanns Félags frjálshyggjumanna, var aðsóknin að málþinginu vonum framar, fyrirlestur ólafs fróðlegur og umræður fjörugar. Á fyrsta málþingi Félags frjálshyggju- manna um einstakling, ríki og markað i ágúst sl. var dr. David Friedman málshefjandi, en hann er sonur nóbelsverðlaunahafans Miltons Friedmans og höfundur bókarinnar The Machinery of Freedom. Ólafur sagði, að Ludwig von Mises hefði fæðzt í Austurríki 1881 og látizt í Bandaríkjunum 1973. Hann hefði lokið doktors- prófum í lögfræði og haggræði og einkum fengizt við aðferð hag- fræðinnar og greiningu hagkerfa sem fræðimaður. Hann hefði verið í hópi „austurrísku hagfræð- inganna“ eins og Carl Menger, Eugen von Böhm-Bawerk og læri- sveinn hans, nóbelsverðlaunahaf- inn Friedrich A. Hayek. Austur- rísku hagfræðingarnir hefðu allir fært sterk rök fyrir kerfi frjálsrar samkeppni og séreignar. Meginforsenda austurrísku hag- fræðinganna væri „huglæga verð- mætiskenningin" eða notagildis- kenningin, sem til varð um 1870. Skv. þessari kenningu væri vara ekki verðmæt, vegna þess að eitthvað væri í hana lagt, heldur vegna þess að einhver kysi að kaupa hana. Verðmæti vörunnar væri með öðrum orðum huglægt, en ekki hlutlægt. Verðmæti hlutar fælist ekki í hlutunum sjálfum, heldur í mati neytandans á því, hve vel hluturinn fullnægði þörf hans. Það réðist þannig af eftir- spurninni eftir honum. Þessi kenning hefði valdið þáttaskilum í hagfræði, því að fyrir 1870 hefðu hagfræðingar trúað á „hlutlægar verðmætiskenningar". Vinnuverð- mætiskenning Karls Marx væri ein slík kenning og að sjálfsögðu úrelt. Ólafur sagði, að Mises hefði dregið tvær ályktanir af þessari „huglægu verðmætiskenningu". Fyrri ályktunin hefði verið sú, að hagfræðin væri hugvísindagrein, þannig að aðferð stærðfræðinga og eðlisfræðinga kæmu að tak- mörkuðu gagni í henni. Hagfræð- ingar reyndu að skilja atferði skynsamra manna, og þeir skildu það með því að skoða hugi sína. Hagrannsóknir væru til dæmis ekkert annað en sagnaritun, fróð- legar, er ekki fræðilegar í strang- asta skilningi. Seinni ályktun Misess hefði verið sú, að sósíalismi væri óskyn- samlegur frá hagfræðilegu sjón- armiði. Að þessari kenningu hefði Mises komið orðum í bókinni Die Gemeinwirtschaft 1922 á þýzku og Socialism 1936 á ensku. Fyrir þessa kenningu væri hann einkum kunnur, og hún væri umdeildasta kenning hans. Hver hefðu verið rök hans fyrir þessu? Hann hefði talið þar sósíalískt hagkerfi, sem valdsmennirnir tækju allar megin ákvarðanirnar um framleiðsluna. Og það hagkerfi væri ekki skyn- samlegt, því að í því væri fullnæg- ing þarfa borgaranna ekki há- mörkuð, en þess yrði að krefjast af sérhverju skynsamlegu hagkerfi. En hvers vegna væri fullnæging þarfa borgaranna ekki hámörkuð í sósíalísku hagkerfi? Vegna þess að valdsmennirnir gætu aldrei aflað sér nægilegra upplýsinga um þess- ar þarfir borgaranna og því ekki Ludwig von Mlses. Nokkrar bækur eftir Mises. í bókinni Soclalism færir hann rök gegn sóeialisma, en i bókinni Human Action ræðir hann um hagfræðina, lögmál hennar og aðferð. Pöntunarþjónusta Félags frjálshyggju- manna, pósthólfi 1334, 121 Reykjavík, útvegar mönnum bækur eftir Mises. Argerð 1980 komin! Beztu kaup sem þú gerir! Nettasta tækið frá - CROWN - 1) Stereo-útvarpstæki með lang-, mið- og FM-stereo bylgju. 2) Magnari 36 wött. Sem sagt nóg fyrir flesta. 3) Plötuspilari alveg ný gerð. Beltisdrifinn. Fyrir stórar og litlar plötur. 3 snúninga og 45 snúninga. Vökvalyfta. 4) Segulband mjög vandað, bæði fyrir venjulegar spólur og eins krómdíoxíöspólur, þannig að ekki er heyranlegur munur á plötu og upptöku. 5) Tveir mjög vandaðir hátalarar fylgja! í stuttu máli: Tæki með öllu! Verð: 272.550. Staðgreiðsluverð: 264.000.- Greiðslukjör: Ca. 130.000. aö 5 mánuði. út og rest má deila á allt Ólafur Björnsson flytur fyrirlest- ur sinn á málþingi Félags frjáls- hyggjumanna. tekið ákvarðanir um framleiðsl- una samkvæmt þeim. Ákvarðanir þeirra yrðu alltaf af handahófi. En í kerfi frjálsrar samkeppni og séreignar kysu borgararnir þær vörur á markaðnum, sem full- nægðu að þeirra mati þörfum þeirra, og framleiðendur tækju ákvarðanir sínar til þess að há- marka vörusölu sína. Markaður væri með öðrum orðum nauðsyn- legur, til þess að nægilegar upp- lýsingar fengjust um þarfir borg- aranna. ólafur sagði, að í kenningu Misess um sósíalismann væri mik- ill sannleikskjarni, eins og reynsl- an sýndi. Valdsmenn í sósíalista- ríkjunum yrðu að leyfa markað fyrir neyzluvörur og jafnvel vinnuafl, þótt hann væri miklu takmarkaðri en á Vesturlöndum. Tvisvar hefði verið reynt á þessari öld að reka fullkomið sósíalískt hagkerfi í skilningi Misess — þ.e. hagkerfi án nokkurs markaðar. Lenín hefði reynt að reka „stríðskommúnisma" í Ráðstjórn- arríkjunum, en mistekizt og hag- kerfið hrunið. ólafur sagði, að „huglæga verð- mætiskenningin" væri önnur for- senda Misess, en hin forsenda hans væri að sjálfsögðu sú skoðun frjálshyggjumanna, að venjulegir menn þekktu þarfir sínar betur en aðrir. En alræðissinnar, svo sem nasjónalsósíalistar og kommúnist- ar, höfnuðu þessari skoðun frjáls- hyggjumanna og teldu sig þekkja þarfir annarra betur en þeir sjálfir og ættu því að vera valds- menn og taka allar ákvarðanir um framleiðsluna. Mises hefði bent á, að enginn eðlismunur væri á forngjum og félögum tuttugustu aldarinnar og kóngum og keisur- um fyrri alda í þessu efni, þótt orðin, sem þeir notuðu til þess að réttiæta völd sín, væru að sjálf- sögðu ekki hin sömu. Til máls tóku Þorsteinn Páls- son, Kristján Hjaltason, Hreinn Loftsson, Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, Hannes H. Gissur- arson, Haraldur Blöndal, Auðunn Svavar Sigurðsson og Friðrik Friðriksson. Fyrirlestur Ólafs verður birtur. Á næsta málþingi Félags frjálshyggjumanna verður rætt um kenningar hins umdeilda bandaríska hagfræðings og ríkis- afskiptasinna, Johns Kenneths Galbraiths, en tvær bækur hafa komið út eftir hann á íslenzku. Málshefjendur verða Geir Haarde hagfræðingur, Hannes H. Gissur- arson sagnfræðingur og Pétur J. Eiríksson hagfræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.