Morgunblaðið - 23.11.1979, Side 22

Morgunblaðið - 23.11.1979, Side 22
54 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1979 viep MORÖ-JM- 1 KArr/Nö Hann bað mig aðeins að hreyfa mig ekki, drengurinn! Hvilikt veður til laxveiða! Sólarupprás heitir þetta verk, — Hélt það héti sólarlag! Enn um mannýg strá BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson í úrspilsþraut hafa austur og vestur alltaf sagt pass en austur gaf og allir á hættu. Norður S. D109 H. Á76 T. Á32 L. ÁK62 Suður S. ÁKG854 H. KD43 T. 7 L. 53 Suður er sagnhafi í sjö spöðum. Útspil laufdrottning. Úrspilsáætl- un? Gera má spilið einfalt og búast við, að hjörtun skiptist 3—3. Einnig nægir, að trompin skiptist 2—2 og í þriðja lagi er hugsanlegt að trompa fjórða hjartað séu fjögur hjörtu og þrjú tromp á sömu hendi. En fjórði möguleikinn er bestur. Þá spilar þú svokallaðan „öfugan blindan". Þá eru tapslagir blinds trompaðir heima og trompslögun- um þannig fjölgað um leið og búið er til afkast. Þetta ætti að ganga vel séu ekki öll trompin fjögur á sömu hendi og laufin skiptist ekki ver en 5—2. Fyrstu tvo slagina tökum við með ás og kóng í laufi, trompum þriðja laufið með áttu og þegar lágu trompi er spilað á blindan fylgja báðir, sem þýðir, að spilið vinnst örugglega. COSPER PIB _ COPI NNACIN COSPER Enn hleypir R.Þ. fram á ritvöllinn í Velvakanda í gær (20. þ.m.) og hefur nú uppi tilburði til að vega að undirrituðum fyrir þá ósvífni að andmæla rætinni grein hans um Búkovskí fyrra sunnu- dag. Enn sem fyrr eru þó tilburðir R.Þ. klámhögg ein. Röksemdafærsla R.Þ. í hinni upphaflegu klausu hans um Búkovskí var í hnotskurn: „í lýsingu Búkovskís er greint frá votri dúklengju, sem skreppur saman þegar hún þornar. Ég (RÞ) hef hins vegar séð tjalddúk, sem slaknar þegar hann þornar." Ál- yktun: Búkovskí hlýtur að vera lygari eða annað verra. í þessu felst sú trú RÞ, að allir votir dúkar hljóti að slakna þegar þeir þorna eins og tjalddúkurinn, sem hann telur sig þekkja. Það nægir þess vegna, til að hrekja þessa niðurstöðu RÞ, að benda á fáein dæmi um aigeng og auð- fundin efni og dúka, sem hegða sér á þann hátt sem Búkivskí lýsir, og það gerði undirritaður einmitt í svargrein til RÞ þ. 13. s.l. Fáir munu efast um það í alvöru, að forráðamenn Gulag kunni að velja þá dúka, sem falla að þeirra markmiðum. Tilraunir RÞ til að hafa endaskipti á þessum stað- reyndum og byggja vörn sína á því að undirritaður hafi haldið því fram að öll efni hljóti nauðsynlega að skreppa saman við þurrk, eru gersamlega út í bláinn. Annað tveggja er RÞ ekki þess umkominn að hugsa rökrétt eða þá að hann beitir vísvitandi rangfærslum til að klóra yfir fyrri gífuryrði og er hvorugur kosturinn góður. Um skrif sín í Velvakanda gæti RÞ gert að sínum eftirmæli Steins Steinars eftir misheppnaðan tónsnilling: Oss vantaði ekki viljann þótt verkið reyndist lakt. Vér lékum Tarantella, Nocturne, La Campanella. Svo gall við hæðnishlátur: Hvað hefði Friedmann sagt? SF Vestur S. 7 H. G982 T. K10965 L. DG4 Austur S. 632 H. 105 T. DG84 L.10987 Fjórða laufið í borði trompum við með ás, spilum tígli á ásinn, trompum tígul með kóngnum og spilum trompfimmi á tíu blinds. Og framhaldið verður í sama dúr. Við trompuðum þriðja tígulinn með gosanum, sem var orðinn síðasta trompið heima. Og hjarta- ásinn verður innkoman á blindan til að taka á trompdrottninguna og láta í hana hjartaslaginn heima. Unnið spil. !_Lausnargjald í Persíu Eftir Evelyn Anthony Jóhanna Kristjónsdóttir sneri á íslenzku rekið hann skríðandi á fjórum fótum upp hliðina. Madeleine hafði farið út úr bilnum rétt fyrir slysið — þar hafði engin tflviljun ráðið. Hún hafði kraf- ist þess að þau færu Conriche- leiðina. Hún hafði komið þessu i kring ásamt Resnais. Þau höfðu saman reynt að fyrirkoma hon- um. Eileen. Hann varð að halda aftur af sér svo að hann öskraði ekki á iögreglumanninn og stykki út úr rúminu. Hann hafði verið látinn sofa á kvala- stillandi og róandi lyfjum allan daginn og hann var fullur af ægilegri angist. — Þér munið ekki heimilis- fangið Monsieur? — Nei, sagði Peters. — Ég man bara þegar bíllinn minn þeyttist yfir brúnina. En þetta er að koma. Eftir að ég hef fengið að sofa i nótt hlýt ég að geta sagt yður eitthvað fleira. — Þér voruð sannariega heppinn, sagði maðurinn og stakk minnisbókinni í brjóst- vasann. — Þessi bíll yðar var brunninn til ösku. Engum hugkvæmdist að leita að yður. Ég sendi hjúkrunarkonu inn til yðar. Hann fór út og Peters beið. Hann brosti við hjúkrunarkon- unni þegar hún kom inn. — Líður yður skúr? Gott. Ég er með töflur hérna og þér takið þær og getið þá vonandi sofið vel. Peters tók töflurnar og þótt- ist gleypa þær. — Þökk fyrir, sagði hann. — Nú sofna ég. — Hvað er klukk- an? — Rúmlega átta, sagði hún. Hún fór út og slökkti ljósið. Klukkan var átta. Tiu kiukk- ustundir. Þau höfðu getað drep- ið hana — eða pyndað hana. Hugur hans hvarflaði til Resn- ais og hann þeytti ábreiðunni af sér. Hann var allur vafinn en sársaukinn í brotnu rffbeinun- um var engan veginn óbæri- legur. Verra var með höfuðið. Hann var einnig með það reif- að. Hann klöngraðist að skápn- um við rúmið og sá að fötin hans héngu þar. Fötin voru ötuð blóði, en skórnir hans og buxurnar voru þarna. Hann gekk að glugganum og sá að hann var á fyrstu hæð. Hann ýtti til hliðar tjaldinu til varnar moskitóflugunum og paufaðist með ærnum erfiðismunum niður. Klukkan tiu kom einn af starfsmönnum slysastofunnar af vaktinni og fann ekki hílinn sinn. Lögreglan var ekki tiltak- anlega skilningsrik né samúð- arfull þegar hann viðurkenndi að hann hefði skilið lyklana eftir i bilnum. Peters ók ofurhægt. Stundum fannst honum hann vera að falla i yfirlið og ljósin frá bilunum á móti rugluðu hann stöðugt í riminu. Hvað eftir annað lá við að hann væri kominn á rangan vegarhelming og æstir bílstjórar flautuðu í sifellu. ökuferðin frá miðborg Nizza tók hann klukkustund vegna þess hann villtist og var langa hrið að finna veginn aftur. Þegar hann var kominn á strandveginn sveigði hann út af og hvíldi sig um stund. Enginn myndi búast við neinu. Þau hlutu að halda að hann væri dauður. Hann myndi að hann hafði lykla að hliðinu og fram- dyrunum og hann leitaði æðis- lega í vösum sinum en lyklar hans og skilriki og annað sem hafði verið í vösunum hafði verið tekið. Hann yrði sem sagt að brjótast inn í húsið. Hann setti bilinn í gir og ók af stað á nýjan leik. Hann mátti ekki fara of nálægt húsinu, þvi hætt var við að lögreglan færi að svipast um eftir stolnum bíl. Hann lagði bilnum töluvert fyrir neðan húsið og byrjaði að staulast i áttina þangað. Hann hafði heldur ekkert úr, svo að hann vissi ekki hvað timanum leiö. Þegar hann nálgaðist sá hann að allt var í myrkri. Hliðið var læst. Honum var lagið að stinga upp lása en hann hafði ekkert til þess. Eina

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.