Morgunblaðið - 23.11.1979, Síða 17

Morgunblaðið - 23.11.1979, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1979 49 fclk f fréttum Með sigurbros á vör + UNDIRBÚNINGUR forsetakosninganna í Bandarikjunum er „á fullu“ eins og svo vinsælt er að komast að orði nú. Fyrir skömmu var haldinn mikill fundur i borginni Orlando i Florida. Forsetaefni repúblikana leiddu saman hesta sína. Athyglin beindist einkum að þeim Ronald Reagan fyrrum fylkisstjóra Kaliforniurikis og John Connally fyrrum ráðherra og fylkisstjóra i Texasriki. Reagan hafði farið með yfirburðasigur af hólmi á þessum fjölmenna fundi. Á myndinni eru þau hjónin Nancy og Ronald. að loknu ávarpi hans til flokksmanna sinna á fundinum. Stuðningsmenn Connallys höfðu sagt eftir fundinn að Connally hefði aldrei komist neitt nálægt því með tærnar þar sem Ronald var með hælana. Heiðraður • VESTUR-Þjóðverjar hafa nýlega heiðrað Jam- es Callaghan fyrrum for- sætisráðherra Breta, fyrir hlut að auknu samstarfi Breta og V-Þjóðverja. — Var hann sæmdur æðsta heiðursmerki þýzka sam- bandslýðveldisins og var það Helmut Schmidt kanslari sem afhenti Call- aghan orðuna. Blaðamaður framkvstj. Amnesty Intemational + SÆNSKUR blaðamaður, Thomas Hammarberg, mun verða næsti framkvæmda- stjóri hinna alþjóðlegu sam- taka, Amnesty International. Blaðamaðurinn, sem er 37 ára gamall, mun taka við af Bretanum Martin Ennals, sem verið hefur framkvæmda- stjóri frá því á árinu 1968. — Hammarberg, er fyrrum rit- stjóri við sænska stórblaðið Expressen. Mun hann taka við störfum hjá Amnesty Int- ernational i júlímánuði næstkomandi. Er gert ráð fyrir að hann verði fram- kvæmdastjóri i næstu fimm ár. Fórnarlamb + HÚN ER eitt af hinum óteljandi fórnarlamba innrásarstyrjald- ar Víetnama í Kambódiu. — Barnið er i Sa Kaew-flóttamanna- búðunum í Thailandi, 80 km frá landamærum landanna. Barnið hefur misst allt hárið af höfði sinu vegna vannæringar. Þess má geta, að forsetafrú Bandarikjanna hafði heimsótt þessar búið er hún fór i stutta könnunarferð til Thailands til þess að kynna sér flóttamannavandamálið nú fyrir skömmu. + HUÓMSVEITARSTJÓRI einnar fremstu sinfóniuhljóm- sveitar heims, Philadelphia- hljómsveitarinnar, snillingur- inn Eugene Ormandy, lætur nú af stjórn hljómsveitarinnar átt- ræður að aldri, eftir að hafa verið aðalstjórnandi hennar allt frá afinu 1936. Hann mun hætta þegar þessu starfsári hljómsveitarinnar lýkur. Við Leggur nú tónspmtann frá sér hljómsveitinni tekur þá Riccar- do Muti, 39 ára gamall hljóm- sveitarstjóri. Stjórn sinfóniu- hljómsveitarinnar hefur beðið Ormandy að gera sér þann heiður að koma fram á nokkr- um hljómleikum sem heiðurs- stjórnandi hennar eftir að hann lætur af störfum og á það hefur Ormandy fallist. Itankji irstaðakosTiing- Utankjörstaðaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins er í Valhöll, Háaleitisbraut 1, símar 39790, 39788, 39789. Sjálfstæðisfólk, vinsamlegast látið skrif- stofuna vita um alla kjósendur, sem ekki eru heima á kjördegi. Skrifstofan gefur upplýsingar um kjörskrá. Utankjörstaðakosning fer fram í Miöbæjar- skólanum alla daga 10—12, 14—18 og 20—22 nema sunnudaga 14—18. Karlmannaföt frá kr. 16.900 Hettuúlpur kr. 17.750.-. Kuldajakkar kr. 16.900 - og 18.700.-. Terylenebuxur kr. 8.670.-. Terylenefrakkar kr. 9.900.-. Velourbolir líti! nr., kr. 3.800.-. Ullar- peysur kr. 5.700 - o.fl. ódýrt. Opiö föstud. til kl. 7 og laugard. kl. 12. Andreé Skólavörðustíg 22 Samkvæmiskjólar í stærðum 36—50 Blússur í stærðum 36—50. Pils frá Gor Ray, í stærðum 36—50. Opið laugardaga frá kl. 10—12. Dragtin, Klapparstíg 37. Vörumarkaðurinn hí. Sími 86112. Vörumarkaósverð Glæsilegt úrval húsganga á Vörumarkaösverði Opið til kl. 8 föstud, laugard. 9—12. Furursófaaett 3 sæta — 2 sæta — stóll Verð frá kr. 209,600 Furursófaborö stærð 75x140 Verð frá kr. 48.100. Furuhornborð Verð frá kr. 37.900 Hornsófasett moö furugrind Verö frá kr. 226.000—300 þúsund.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.