Morgunblaðið - 23.11.1979, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.11.1979, Blaðsíða 14
4 6 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1979 Borgarafundur Framfarafélags Broiðholts III um framkvæmdir í hverfinu: Framfarafélag Breiðholts III efndi á dögunum til almenns borgarafundar í Fellahelli um fyrirhugað- ar framkvæmdir á vegum Reykjavíkurborgar í Fella- og Hólahverfi á ár- inu 1980. Frummælendur á fundinum voru borgar- stjórinn í Reykjavík, Egill Skúli Ingibergsson, og borgarverkfræðingur, Þórður Þorbjarnarson. Þá var öllum borgarfull- trúum boðið sérstaklega til fundarins og voru flest- ir þeirra mættir á fund- inn. Inga Magnúsdóttir formaður Framfarafélags- ins setti fundinn og skip- aði Gunnlaug B. Daníels- son fundarstjóra. Framfarafélag Breiðholts III hélt fyrir skemmstu borgarafund um fyrirhugaðar framkvæmdir i hverfinu á árinu 1980 og var fundurinn haldinn i Félagsmiðstöðinni Fellahelli. (Ljósm. Mbi. ói. K. M.) Þarf 5.8 milljarða til að ljúka fram- kvæmdum í hverfinu Þórður sagði að byrjað væri á framkvæmdum við leikskóla og dagheimili við Iðufell og væri áætlað að hann kostaði 200 mill- jónir króna. í austurdeild væri og ráðgerð blönduð stofnun fyrir börn og væri áætlað að hún kostaði 200 milljónir kr. Þá ætti að rísa gæsluvöllur við Þrastahóla og áætlaður kostnaður við hann væri 40 milljónir kr. Á vegum Framkvæmdanefndarinnar væri nú að rísa menningarmiðstöð í hverfinu, sem fjármögnuð væri með afskriftafé Framkvæmda- nefndarinnar og greiddi Fram- kvæmdanefndin 350 milljónir króna en heildarbyggingarkostn- aður væri áætlaður 750 milljónir króna. Það kæmi í hlut borgarinn- ar að greiða mismuninn, 400 milljónir kr. Borgarverkfræðingur sagði að forgangsverkefni í umferðarmál- Ilægt að ljúka við útisund- laugina í október 1980 — ef Reykjavíkurborg getur séð af 365 millj. kr. á næsta ári Sættu sig ekki við afgreiðslu borgar stjórnarmeirhlutans Gunnlaugur B. Daníelsson sagð- ist í upphafi fundarins vilja gera nokkra grein fyrir aðdraganda þessa fundar. Framfarafélagið hefði allt frá stofnun þess látið til sín taka ýmis mál, sem til betri vegar gætu horft fyrir hverfið. Þegar farið hefði verið að huga að framkvæmdum borgaryfirvalda í vor hefðu augu manna meðal annars beinst að byggingu úti- sundlaugarinnar í hverfinu. For- svarsmenn félagsins hefðu lagt ýmsar spurningar fyrir forseta borgarstjórnar í vor en hann hefði nánast svarað því til, að engar framkvæmdir yrðu í hverfinu í sumar, þar sem ekkert fjármagn væri fyrir hendi. Að fengnum þessum svörum hefði verið farið af stað með undirskriftalista með áskorun um að framkvæmdum við sundlaug- ina yrði hraðað og staðið yrði við þau fyrirheit, sem gefin voru á árinu 1977. Sagði Gunnlaugur, að ákveðið hefði verið að afhenda undirskriftalistana á sundlaugar- barminum. Því miður hefðu ýmsir borgarfulltrúar talið boðsbréf um að vera viðstaddir afhendinguna og taka við listunum ekki hafa komið nógu snemma í sínar hend- ur og hefðu því aðeins 4 borgar- fulltrúar mætt þarna á sundlaug- arbarminum. Svo einkennilega hefði viljað til að þetta hefðu allt verið fulltrúar minnihlutans í borgarstjórn og hefði oddviti minnihlutans, Birgir ísleifur Gunnarsson, tekið að sér að færa borgarstjórnarmeirihlutanum undirskriftalistana og það hefði hann gert. Gunnlaugur sagði, að íbúar í hverfinu hefðu ekki sætt sig við þessa afgreiðslu af hálfu borgar- stjórnarmeirihlutans og stjórn fé- lagsins hefði því beðið um fund með forvígismönnum borgar- stjórnarmeirihlutans. Sá fundur hefði verið haldinn og þar hefðu oddvitar borgarstjórnarmeirihlut- ans beðið um að stjórn félagsins raðaði framkvæmdum í hverfinu í forgangsröð og jafnframt hefðu þeir tekið fram að ekki mætti þetta kosta borgina mikil fjárút- lát. Þrátt fyrir að umbeðinn listi hefði verið sendur forseta borgar- stjórnar hefði ekkert gerst í sumar. Fyrir fyrsta borgarstjórn- arfund í haust hefði félagið beðið oddvita minnihlutans að vekja máls á óskum íbúa Fella- og Hólahverfis. Þá hefði komið fram að bréf félagsins til forseta borg- arstjórnar hefði verið sent borgar- stjóra og hann sent það til borgar- verkfræðings og þaðan hefði efni bréfsins farið inn í völundarhús borgarkerfisins. Sagði Gunnlaug- ur, að þessi fundur væri haldinn til að reyna að fá svar við þeirri spurningu, hvað yrði framkvæmt á vegum borgarinnar í hverfinu á næsta ári. Meirihlutans að ákveða hvað verður framkvæmt Egill Skúli Ingibergsson borgar- stjóri gerði í ræðu sinni nokkra grein fyrir því, hvernig staðið væri að gerð fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar. Egill sagði að varðandi framkvæmdir í borginni í ár hefðu verið til ráðstöfunar tæpir 3 milljarðar króna og ljóst væri að kostnaður við allar fram- kvæmdir færi sífellt hækkandi vegna verðbólgunnar. Tekjur borgarinnar væru hins vegar byggðar á tekjum borgarbúa á fyrra ári og væri föst krónutala, sem breyttist ekki þrátt fyrir verðbólguna. Við þetta bættist, að megin hluti tekna borgarinnar kæmi ekki inn fyrr en á síðari hluta ársins. Egill Skúli sagði, að það væri meirihluta borgarstjórn- ar að ákveða í hvaða framkvæmd- ir yrði ráðist. Nú í desember ætti að fara fram fyrri umræða um fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir næsta ár en síðari umræða færi ekki fram fyrr en Alþingi hefði afgreitt fjárlög, því fyrr yrði ekki ljóst hvað yrði um ýmsar fram- kvæmdir, sem fjármagnaðar væru sameiginlega af ríki og borg. Að síðustu tók Egill Skúli fram, að þó að hér væri sérstaklega verið að ræða um framkvæmdir í einu hverfi borgarinnar, þá yrðu menn að hafa í huga að fjölmargar framkvæmdir á vegum borgarinn- ar væru unnar í þágu allra borgarbúa. íbúar Breiðholts- hverfa orðnir um 19.000, verða 22.000 til 22.500 Þórður Þorbjarnarson borgar- verkfræðingur sagðist í upphafi vilja taka fram, að bréf Framfara- félagsins hefði borist sér frá borgarstjóra og hefði hann sent það áfram til þeirra starfsmanna sinna sem hlut ættu að máli. Þegar bréfið barst hefði farið í hönd tími áætlanagerðar fyrir næsta ár og hefðu þessar óskir verið skoðaðar í tengslum við þá vinnu. Sagði Þórður að flest þau atriði, sem óskir hefðu verið settar fram um, hefðu verið umhverfis- verkefni, flest tiltölulega smá en drægjust saman í tölur, þegar á heildina væri litið. Borgarverkfræðingur sagði, að íbúar Breiðholtshverfanna þriggja væru nú tæplega 19.600 en ljóst væri að Breiðholtið næði aldrei að verða 25.000 manna byggð í heild- ina heldur væri líklegra að íbúa- fjöldinn stöðvaðist við 22.000 til 22.500 manns. Breiðholt I væri komið á hnignunarstig, ef svo mætti að orði komast. Á árinu 1978 hefði fækkað þar um 224 íbúa og væri það nálægt 4% fækkun. Breiðholt III er að sögn Þórðar að komast á hnignunarstig en þar hefði íbúum aðeins fjölgað um 278 á árinu. í Breiðholti II hefði hins vegar fjölgað um 1340 manns. Varðandi Breiðholt III sagði Þórð- ur, að það væri að verða fullbyggt. íbúar þar væru nú 9.700 en gætu orðið um 12.000. Þórður vék þessu næst að ein- stökum framkvæmdum á vegum borgarinnar, sem eftir er að vinna í Fella- og Hólahverfi. Gangstígar í miðhverfinu eru nú tilbúnir undir framkvæmdir en það er verk áætlað á 290 milljónir kr. og nefndi Þórður, að til sambæri- legra framkvæmda á þessu ári hefði verið varið 50 milljónum kr. Þá sagði hann að í handraðanum væri sams konar verk í Selja- hverfi, sem áætlað væri að kostaði 500 milljónir kr. og væri þörfin fyrir gangstiga þar kannski enn brýnni. Þá sagði Þórður, að áætlað væri að tveir sparkvellir og rækt- un á ræmunni með Norðurfelli kostaði 25 milljónir kr. Varðandi framkvæmdir við skólamannvirki í hverfinu sagði Þórður, að gert væri ráð fyrir að þriðji áfangi kennsluhúsnæðis við Hólabrekkuskóla og íþróttahús kostaði 980 milljónir kr. Við Fjöl- brautaskólann væri áætlað að byggja einn áfanga til viðbótar og eina verkkennsluálmu. Væru þetta framkvæmdir, sem áætlaðar væru á 1.400 milljónir króna. Einnig væri gert ráð fyrir stóru íþrótta- húsi við Fjölbrautaskólann, 45 x 24 metra, og væri áætlað að það kostaði 600 milljónir kr. Þórður sagði að útisundlaugin, sem nú væri í byggingu í hverfinu, væri byggð sem skólamannvirki en ekki fjármögnuð af ríkinu í sama mæli og aðrar skólabyggingar, þar sem hún væri stærri en reglur segðu til um og ætlað að þjóna öllu hverf- inu. Áætlað hefði verið að ljúka henni í apríl 1978 en unnt væri nú að ljúka við hana í október 1980, ef Reykjavíkurborg gæti séð af 365 milljónum kr. á næsta ári. um Breiðholts væri að sjá fyrir fleiri en einni leið úr hverfinu. Slíkt væri ekki síst öryggisatriði. Nefndi hann í því sambandi fram- hald Arnarnesvegar eða svonefnd- an Ofanheiðarveg en hugsanlegt væri að verja einhverju af því þjóðvegafé, sem kæmi í hlut Reykjavíkurborgar á næsta ári, til að vinna við þessa vegalagningu. Annað verkefni í gatnagerð í Breiðholti, sem biði ákvörðunar, væri tenging Höfðabakka yfir á Bæjarháls. Það væri verk, sem áætlað væri á 760 milljónir og sagði Þórður að hæfilegt væri að skipta þessu verki á tvö ár. „Af þessu yfirliti telst mér til að það þurfi 5.8 milijarða króna til að ljúka þeim framkvæmdum, sem ólokið er hér, og er þá miðað við áætlaðan kostnað á verðlagi nú. Þetta er ekki óáþekk tala og Reykjavíkurborg varði til allra framkvæmda og gatnagerðar á síðasta ári, „sagði borgarverk- fræðingur að lokum. Hvenær verður hús- næðisvandi Hóla- brekkuskóla leystur? Arnfinnur Jónsson skólastjóri Hólabrekkuskóla sagði að starfs- fólk Hólabrekkuskóla hefði miklar áhyggjur af þrengslum í skólanum og aðbúnaði nemendanna. Hóla- brekkuskóli væri í- vetur annar stærsti grunnskóli borgarinnar með 1160 nemendur. Skólinn hefði til umráða 24 kennslustofur og þar af væru 6 færanlegar kennslustof- ur og 4 kennslustofur væru í kjallara fyrsta áfanga, sem upp- haflega hafði verið ætlaður fyrir geymslur og er þetta húsnæði ófullnægjandi hvað varðar gluggastærð og opnunarmögu- leika. Vöntun á íþróttahúsi sagði Arnfinnur að ylli því að nemendur fengju ekki þá leikfimikennslu, sem viðmiðunarstundaskrá menntamálaráðuneytisins gerir ráð fyrir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.