Morgunblaðið - 23.11.1979, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.11.1979, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1979 55 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA ,10100 KL 10—11 FRÁ MÁNUDEGI Tr MUJAmíOí'UH'u if • Um þarfir bráðþroskaðra barna Ég sá ummæli konu einnar í Velvakanda s.l. sunnudag, varð- andi þarfir bráðþroskaðra barna, og þótt ég kunni því miður ekki svar við spurningum hennar um hvaða aðilar það eru, sem sinna þörfum þessara barna og aðstand- enda þeirra, hefi ég ráð frá eigin reynslu, sem koma henni væntan- lega til góðs. í Bretlandi (og reyndar víðar í veröldinni, en reynsla mín tekur til Bretlands) er sérstakt félag áhugamanna um málefni slíkra barna, sem heitir „Tha National Association for Gifted Children". Áhugamenn eru að sjálfsögðu oftast aðstandendur bráðþroska barna, en í tölu meðlima eru einnig kennarar, sálfræðingar og aðrir sérfræðingar, sem vinna að rannsóknum á eflingu hæfileika þessara barna, er ellegar myndu ef til vill glatast vegna leiðinda barna í umhverfi, sem hentar ekki , sérþörfum þeirra. Aðal viðfangsefni félagsins er að skapa tækifæri fyrir slík börn til að hitta önnur bráðþroska börn, t.d. á laugardagsmorgnum í einhverjum skóla, og þar er þeim gefinn kostur á að sinna sínum áhugamálum að vild. Svo eru gestir boðnir á þessar samkomur, með sérþekkingu á einhverju sviði (t.d. hélt ég ræðu einu sinni um ísland, með kvikmyndum frá Loft- leiðum). Loks fara börnin í heim- sókn til t.d. lögreglustöðva, rann- sóknastofa, reiknistofa o.þ.h. Það er reynsla félagsmanna bæði í Bretlandi og viðar, að þótt vilji sé fyrir hendi til að veita andlega og líkamlega vanþroskuðu fólki alla þá aðstoð, sem kostur er á, er enginn slíkur vilji gagnvart þeim, er eiga við öfugt vandamál að stríða. Ég er hræddur um að konan og aðrir áhugamenn þurfi að gera allt sjálf, ef þau vilja að þörfum þessara barna séu sinnt sem skyldi. Virðingarfyllst, James A. Wilde, Bogahlíð 16, Reykjavík. Kassettur beztu kaup landsins 1 spóla 5 spólur 60 mínútur kr. 800.- kr. 3.800.- 90 mínútur kr. 1.000.- kr. 4.800.- Heildsölu birgöir • Fiskur undir steini Margrét Sighvatsdóttir í Grindavík hringdi: Ég átti engin orð yfir ósvífninni í Ragnari Arnalds í sjónvarpinu í gærkvöldi (20. þ.m.). Að þetta skuli vera fyrrv. alþingismaður og núverandi frambjóðandi. Hann leyfði sér að vera með svívirðingar í garð fólks sem sat heima og gat ekki svarað fyrir sig og fullyrti ýmislegt sem hann veit sama og ekkert um. Einnig var hann með dylgjur í garð okkar hér í Grinda- vík. Mér finnst það alls ekki karl- mannlegt af honum að bera sig svona illa, jafnvel þó að hann viti að hann fái aðeins örfá atkvæði hér. Og gott er ef hann missti þau ekki öll eftir sjónsvarpsþáttinn. Annars held ég að það kæmi sér best fyrir þjóðarskútuna ef Ragn- ar Arnalds kæmi hingað til Grindavíkur og fengi sér vinnu í saltfiskinum." Margeir Pétursson í sovézku Spartak keppninni í sumar kom þessi staða upp í skák stórmeistaranna Lutikovs og Georgadzes, sem hafði svart og átti leik. Síðasti leikur hvíts var 28. Hlxd6? sem gaf svörtum færi á að vinna lið. 28.... Hxb4! og hvítur gafst upp. Eftir 29. Dxb4 — Rd3+ tapar hann drottningunni. Flestum að óvörum varð Georgadze efstur á fyrsta borði í keppninni, en hann hlaut 5'/2 vinning úr 8 skákum. Roman- ishin náði sömu vinningatölu úr 9 skákum, en næst bezta hlutfallið fékk Karpov, 4‘/í> v. úr 7 skákum. HÖGNI HREKKVÍSI SIG6A V/öGA £ ‘ÍIIVE&4U Verslióísérverslun með UTASJÓNVÓRPog HLJÓMTÆKI 29800 Skiphotb19 BANKASTRÆTI 7 SlMI 29122 AÐALSTRÆTI 4 SlMI 15005 ■| ***- EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU \%(jf Vl/\ a vzífl® Gvmw mo ^oyiinú, V/MQYlAm í VjAGAHNi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.