Morgunblaðið - 23.11.1979, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 23.11.1979, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1979 37 HELGI SELJAN arflokka um efndir oröa sinna fyrir síöustu kosningar. Hann baö kjós- endur aö spyrja Hjörleif um efndir hans í orkumálum Austurlands. Hann sagöi aö Tómas ætti senni- lega eftir aö koma upp og marg- nefna snöru í hengds manns húsi og tala um skattamál. „Það er undar- legt aö maöur á sextugsaldri skuli ekki kannast viö þaö máltæki," sagöi Sverrir. „Og hann setti ekki peningana í vegasjóðina þótt viö töpuöum á því að aka um vegina eins og þeir eru úr garði gerðir núna.“ Fékk hitt heftiö líka Þá sagöi Sverrir aö kratar heföu óskapast út í Framkvæmdastofnun- ina og stjórnun mála þar, sagt aö þeir Tómas heföu keypt sér atkvæöi meö því aö gefa út ávísanir á stofnunina. „En þegar þeir svo höföu tækifæriö afhentu þeir Tóm- asi ríkisfjármálin og mér fengu þeir ávísanahefti Tómasar þótt ég heföi hitt ávísanahefti Framkvæmda- stofnunarinnar fyrir.“ „Bjarni nefndi þaö ósætti sem verið hefur í Sjálfstæöisflokknum á ákveönum stööum. Ég ætla ekki aö orölengja þetta meö hann Sólnes vin minn, þaö er sorgarsaga. En sérframboö Eggerts Haukdals er ekki hægt að bera saman viö klofningsmenn á viö Tryggva Þór- hallsson eöa Hannibal og Héöin Valdimarssyni. Og þetta meö hann Ingólf á Hellu. Honum rennur auð- vitaö blóöiö til skyldunnar, og er hann bara að styöja viö bakiö á gömlum uppeldissyni sínum. En þaö er nú svo meö ellina aö hún gerir oft at (hlátur mikill í salnum). Mál Eggerts er nú samt ekki stærra en svo í sniöum, aö líkja má því viö þaö er maöur læsist inni í fataskáp heima hjá sér.“ Hér gall viö mikill hlátur. Bjarni höktir á kratahækjum „Bjarni gamli miklast út af þess- um raunum, þótt hann hafi sjálfur víða komiö við. Hann var unglingur í Heimdalli. Þá gerðist hann kommi og fór síöan í Samtökin. Þá stofnaöi hann heilan flokk og geröist for- maöur í honum, en nú höktir hann á hækjum í krataflokknum.“ Nú var mikið hlegiö, en þá sagöi Sverrir: „Þetta er ekki aöhlátursefni, þetta er sorgarsaga.“ Sverrir sagði að í sambandi viö leiftursókn þá er Sjálfstæöisflokkur- inn boöaði yröi aö fresta ýmsum nýjum byggingum og framkvæmd- um. „En því veröur ekki frestaö sem er í byggingu. Og trúir því einhver að viö getum ekki sparaö r' kerfinu, eins og haldið er fram. Ætli megi ekki spara víöa. Viö ætlum t.d. að spara meö því aö leggja slitlag á vegina, því þaö er beint þjóöhagslegt tap af því aö hafa vegina eins og þeir eru úr garöi gerðir núna. Og halda menn aö það sé ekki sparnaöur aö virkja olíu okkar íslendinga, vatnið a fjöllunum. Virkjun á Fljótsdal Viö sjálfstæöismenn ætlum að reisa tvær stórvirkjanir og ég segi ykkur þaö að þaö veröur virkjaö stórt í Fljótsdal. Og viö ætlum einnig aö reisa tvær stóriöjur, og veröur önnur þeirra hér.“ Er Sverrir fjallaöi um niöurskurö í ríkisbáknlnu sagöi hann m.a.: „Þaö er bull út í hött aö leggja eigi niöur HJÖRLEIFUR GUTTORMSSON SVEINN JÓNSSON Byggöasjóö. Þaö er öllum Austflrö- ingum ljóst.“ Alllr fulltrúarnir fjölluöu um hversu marga þingmenn hver flokk- ur fengl í komandi kosningum og hversu mikilvægt þaö væri aö styöja þeirra flokk en ekki hina. Sverrir sagöi að Framsókn gæti fengiö tvo menn miöaö viö síöustu kosningar. „Alþýöubandalagiö fær tvo. Þaö er vonlaust aö þeir fái þann þriöja því þá munar mikið um aö hafa ekki Lúlla, en þaö er eftirsjá í honum. Þiö getiö svo stuölaö aö því aö Austfirö- ingar hafi áfram sex þingmenn meö þvt að styöja Sjálfstæöisflokkinn þannig aö Egiil komi inn sem uppbótamaður.“ Mátuöu stráka og stelpur í sætin Sverrir ræddi um framboðsraunir framsóknarmanna og alþýöubanda- lagsmanna á Austurlandi. „Alþýöu- bandalagiö mátaöi ýmsa stráka og stelpur í þriöja sæti og þess á milli gengu þeir æ ofan í æ grátandi til Lúövíks, enda hefur hann tífalt fylgi á viö alla hina. En þaö kom aö því aö þeir fundu ungan og laglegan mann af Egilsstööum, af öreigaætt- um auövitaö (hlátur mikill enda frambjóöandinn af auöugu fólki kominn). Og þegar hann erfir Egils- staöatorfuna, þá gefur hann sinn skikan hvorum, Helga og Hjörleifi, og leyfir hvorum aö hafa tvö grísi og þrjár hænur eins og þeir gera austur í Rússíál (aftur mikill hlátur). Framsóknarmenn mátuöu og mátuöu. Villi vildi áfram máta fyrsta sætiö, þaö gekk ekki þar sem Halldór Ásgrímsson vildi máta ann- aö sætiö. Leitaö var um allar sveitir og þeir fundu loks Guömund á Stöövarfiröi og þiö hafið nú heyrt í honum. Ég held aö hann sé eínfasa og falli viö lítiö útslag.“ Hjörleifur vill erlend lán Hjörleifur Guttormsson fyrrver- andi ráöherra talaöi næstur, en hann er í ööru sæti á lista Alþýðu- bandalagsins. Hann byrjaöi á aö fjalla um stjórnarsamstarfiö sem nýlega leiö undir lok. Hann talaöi í sama dúr og aðrir frambjóöendur úr rööum samstarfsflokkanna í síöustu stjórn, en þeir kenndu hver öörum um aö hafa hlaupist undan merkj- um, þessi og hinn heföi ekki þoraö aö taka á vandanum o.s.frv. Hjör- leifur ræddi þaö mikiö aö Alþýöu- bandalagiö heföi haft forystu um myndanir vinstri stjórna, en um það voru framsóknarmenn auövitaö á ööru máli. Þá reyndi Hjörleifur aö klóra í bakkann þegar orkumál Austurlands voru annars vegar og kenndi krötum um hvernig fór. En hann hélt áfram að lofa, eins og stjórnmálamönnum er tamt rétt fyrir kosningar og sagöist vera hlynntur því aö reisa þyrfti stóriöju viö Reyöarfjörö eins og Sverrir heföi talaö um. „Viö Alþýöubandalags- menn erum sammála Sjálfstæöis- flokknum í þessu, og það er óhætt aö taka mikil erlend lán til aö byggja hér myndarlegt orkuver. Þá tókum viö upp viðræður í vinstri stjórninni hvort ekki væri hægt aö koma upp orkufrekum iönaöi á Austurlandi, en viö höfum áhuga á aö hann komi hér viö Reyöarfjörö." Flugvelli í alla firöi Guömundur Sigurösson talaöi næstur af hálfu Alþýöuflokks. Hann sagöl aö Guömundur á Stöövarfiröi heföi sagt krata vera einhvers konar heimskautarottur, sem hann taldi þó ekki vera til, og aö Sverrir heföi lýst krötum sem afturgöngu í líkklæöum. „Ég er aö vísu ekki vel aö mér í dýrafræöi. En ég hef veriö aö skoöa Bjarna til aö reyna aö komast nær því hvaö þeir meina, því ekki haföi ég tíma til aö líta í spegil meöan ég var aö boröa heima fyrir fundinn. Mér er nú ekki illa viö rotturnar, en verr við afturgöngurn- ar. Héöan í frá þori ég vart annaö en aö sofa viö Ijós," sagi Guömundur áöur en hann hellti sér út í aö lesa háalvarlegan boöskap af blaöi, en þaö sem helzt stakk í stúf þar var aö Guömundur vill aö byggðir veröi stórir flugvellir meö fullkomnum flugleiösögutækjum í hverjum firöi austanlands. Þá sagöi hann aö veröbólgan værl vandi sem auövelt væri aö leysa. En þaö er með veröbólguvandann eins og megrun- arkúrana. Þeir eru einfaldir en erfitt er aö fá sig til aö fara eftir þeim“. Huglítill flokkur og þreklítill Tómas Árnason fyrrverandi fjár- málaráöherra og efsti maöur á lista framsóknarmanna í kjördæminu tal- aöi næstur. Hann talaöi í svipuöum dúr og Hjörleifur, kenndi ýmist krötum, kommum eöa sjálfstæöis- mönnum um hvernig komiö væri. Hann sagöi aöstjórnarsamstarfiö heföi oft hangiö á bláþræði. Alþýöu- flokkurinn heföi viljað stela senunni og vera á undan Alþýöubandalaginu úr stjórn. Þá heföi Lúövík Jóseps- son veriö í stjórnarandstööu og ekki heföi það greitt fyrir. Hans afstaöa til margra mála og frumvarpa heföi stytt líf stjórnarinnar. „Alþýöubandalagiö var sífellt aö gera kröfur, en í viðræöum um stjórnarmyndunina vildu þeir ekki taka á sig ábyrgö. Fjármálin áttu aö falla í þeirra hlut, en þeir treystu sér ekki til þess aö fást vö þau, enda æriö óvinsæl. Þá hefur Alþýöubandalagiö hald- iö því fram aö undanförnu aö óréttlátt sé aö gera breytingar á vísitölugrundvellinum, en Lúðvík er á ööru máli. Hann segir aö núver- andi kerfi sé ótækt á krepputímum, en nú blasir vió upplausn í þjóðfél- aginu og viö m.a. komnir í sjálfheldu meö vextina. Ég viöurkenni aö veiki hlekkurinn í Ólafslögunum var aö ekki tókst aö ná samstööu um breytingu á vísitöiumálunum. Al- þýöubandalagiö er pólitískt huglítill flokkur og þreklítill til aö takast á viö veröbólguvandann og önnur vanda- mál.“ Lúövíksstælar Þaö var eftirtektarvert þegar Tómas talaöi aö þá sveiflaöi hann af og til gleraugunum líkt og Lúövík Jósepsson er þekktur fyrir. Ekki vannst tími til aö grafast fyrir um þaö hvort þetta væri nýtt kosn- ingatrix hjá Tómasi, en hann minnti þó mjög á Lúlla. Aö síöustu beindi Tómas máli sínu til Sverris sem lofaöi viöstödd- um aö Tómas mundi tala um skatta og því nefna snöru í hengds manns húsi. „Sverrir sagöi að allt heföi verið blúndulagt í efnahagsmálun- um hjá Sjálfstæðisflokknum. Sjálf- stæöisflokkurinn á þó veröbólgu- metiö, 87% frá 1942. Þáverandi formaöur flokksins sagöi aö vand- inn yröi iæknaöur meö einu penna- striki. Þaö er þó ekki fyrr en nú aö BJARNI GUÐNASON fara á aö munda pennann, en Sjálfstæöisflokkurinn ætlar aö slá allt úr í einu höggi meö leiftursókn. En ég minni á aö þaö var Sjálfstæö- isflokkurinn sem fann upp sölu- skattinn. Og þaö var Sjálfstæöis- flokkurinn sem fann upp vörugjald- iö, flugvallarskattinn, gúmmígjaldið, innflutningsgjald á bifreiðar og ýmsa fleiri skatta. Og svo leyfðu þeir krötum aö endursetja lögin mín frá í sumar.“ Komminn í kverkum Hjörleifs Egill Jónsson, annar maður á lista Sjálfstæöisflokksins, sagöi í ræöu sinni aö ástæðan fyrir kosningum núna væri sú aö vinstri stjórnin sáluga heföi náö völdum á óréttum og ósönnum grundvelli. Þjóöin heföi veriö blekkt fyrir kosningar með loforðum sem ekki heföi veriö staö- iö viö. Nefndi hann t.d. aö Hjörleifur heföi sagt fyrir síóustu kosningar aö þaö væri aumingjaskap aö kenna aö ekki væri búiö aö virkja á Fljótsdal. Nú væri annað hljóö í strokknum, komminn kominn upp í kverkar á honum og hann farinn aö tala um ákvaröanir á grundvelli landsvirkjunar til aö afsala sér ábyrgö á vanefndunum. „Sveitarstjórnarmenn af Austur- landi hafa staðið í áflogum viö þennan ráöherra viö aö fá virkjun- ina. Hann hafi öll völd í hendi sér, en þoröi ekki að gera neitt fyrr en komið var aö reikningsskilum aö hann hljóp til og fyrirskipaöi virkjun sem ekki var heimild fyrir. Nú er ekki von til aö einhverjir trúi póli- tískum hvítvoöungum sem ekki eru orönir þurrir bak viö eyrun er þeir eru setztir í ráöherrastóla.“ Krafist verður vinstri stjórnar Næstur kom Helgi Seljan í pontu. Ræddi hann þá möguieika til stjórn- armyndunar sem upp kynnu aö koma eftir kosningar. „Sverrir telur Framsóknarflokkinn tryggari en tætingsliö Alþýöuflokksins," sagöi Helgi. „Okkur lízt nú betur á ykkur, Helgi minn,“ kallaði þá Egill fram í. „Já, var þaö ekki Egill?“ svaraöi Helgi, „og þaó óttast ég innilega. Ég hef verið einlægur talsmaöur vinstri- stefnu og ef Alþýöubandalagið styrkist og vinnur á, þá verður krafan um vinstri stjórn efst eftir kosningar. Því meiri efling Alþýöu- bandalagsins, því hæfari veröur framsókn aö vinna til vinstri." Hugboð Bjarna Nú kom Bjarni Guðnason í pontu á ný, og sagöist hafa um þaö óljóst hugboð að þaö yrðu kommissarar Sverrir vinur hans og Tómas sem stæóu við stjórnvölinn eftir kosn- ingar. „En þaö er leitt til þess aö vita aö Alþýöuflokkurinn og Alþýðubanda- lag geti ekki unnið saman. Þessir flokkar hafa 28 þingmenn af 60 og unnu hvor um sig mikla sigra í síöustu kosningum, en samt er svo á meö þeim komið að þeir geta vart talaö saman. Þeir líkja okkur viö kölska, Alþýöubandalagsmenn. Þaö fer í þá aö viö skulum vera til.Þeir boöa aö viö viljum bara kreppu, atvinnuleysi og þar fram eftir götun- um. Þeir halda sem sagt bara áfram aö spila poppplötuna sína og Hjör- leifur slær alltaf sama taktinn. Viö veröum bara aö vona aö Alþýðu- GUÐMUNDUR SIGURÐSSON bandalagiö hafi tekiö sönsum eftlr svona 20—30 ár og aö viö getum talaö viö þá þá,“ sagöi Bjarni og fékk góöar undirtektir. Sami dúrinn Halldór Ásgrímsson talaöi nú af hálfu Framsóknarflokksins, en hann er í ööru sæti lista flokksins í Austurlandskjördæmi. Hann byrjaöi í sama dúr og aörir fulitrúar Fram- sóknarflokks, Alþýðubandalags eöa Alþýöuflokks, meö klögunum um aö þaö hafi verið samstarfsflokkarnir í síöustu ríkisstjórn sem allt illt var að kenna. Einkum tók hann Aiþýöu- bandalagið í karphúsiö og sagöi þaö m.a. ekki geta myndað ríkis- stjórn, þaö hafnaöi allri ábyrgö. „Og nú er komin enn ein ófreskj- an til sögunnar, Sjálfstæöisflokkur- Inn, klofstóra ekkjufrúin Líbídó, sem er eins og belja meö júgurbólgu, en eina ráöiö til aö lækna hana er aö skera. í einum matartíma eftir kosn- ingar ætlar Sjálfstæöisflokkurinn aö lækna öll vandamál meö því aö skera og skera. Þeir ætla aö spara og skera. Sverrir ætlar aö spara en ekki skera. Kappinn Sverrir eltir allar þessar kerlingar, en samt er þó ekki alveg samræmi í þessu hjá honum. Fjármagniö á víst aö veröa frjálst, en Sverrir segir aö ekki eigi aö skera burt Byggðasjóð. Þá er loforöalisti hans aöeins kosninga- plagg handa frómum íhaldsmönn- um.“ Þegar Halldór haföi veitt Sverri sinn skammt sneri hann sér aftur aö kommum og krötum, eins og hann kallaði fulltrúa samstarfsflokkanna fyrrverandi. Hann sagöi aö mikil verkefni biöu á sviöi þjóömálanna, einkum á sviöi orkumála og efna- hagsmála, eins og nærri má geta um. Fjölyrti hann um afstööu komma og krata í þeim efnum og sagði þá m.a. aö kommar væru duglegir viö aö tvístíga. „Þeir voru fyrst meö þegar verið var að ræöa um Járnblendiverksmiöju. En þegar framkvæmdir hófust á árunum '74—’78 voru þeir á móti, en þeir voru svo með og mjög ánægöir með allt saman '78—'79.“ Óskalög komma „Óskalagaþáttur komma dugar ekki hvað snertir úrbætur í sam- göngumálum. Og bókaútgáfa dugar ekki varöandi aöra málaflokka. Leiftursókn íhaldsins stoöar ekki, því hún leiðir allt í rúst. Það sem heillavænlegast er fyrir þjóöina er að flykkja sér um tillögur framsókn- armanna,” sagöi Halldór í lokin og hvatti menn til að stuöla aö kjöri Guömundar kaupfélagsstjóra á Stöövarfiröi. Sverrir Hermannsson átti síöasta orðiö á fundinum, en margt af því sem hann sagöi hefur þegar veriö minnst á. Sverrir sagöi þó aö þaö heföi verið gjöf Framsóknarflokks- ins, sem kallaöi sig bændaflokk, til bænda, að þeir gætu nú tekiö lán hjá Stofnlánadeild bænda til bygg- ingar útihúsa. „Þessi lán eru til 20 ára og þau eru verðtryggð og rheö þrjú prósent vöxtum. Þegar bóndinn þarf svo aö byrja að borga þau veröa lánin oröin 196 milljónir króna samkvæmt útreikningum færra manna.“ Þá sagði Sverrir að Al- þýöubandalagiö heföi afrekað þaö á stjórnartíöinni aö standa aö 12% kaupmáttarrýrnun, og að þeirra æðstiprestur í verkalýösmálum, Gvendur jakl, heföi bannaö aö fluttar yröu út vörur er öfluöu þjóöinni tekna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.