Morgunblaðið - 23.11.1979, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 23.11.1979, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1979 39 Landssamtökin Þroskahjálp: Fjöldi þroskaheftra nýtur ekki grund- vallarmannréttinda LANDSSAMTÖKIN Þroskahjálp samþykktu á fundi sínum nýlega að senda öllum stjórnmálaflokkum kynningu á samtökunum með ábendingum um ýmis atriði er þau tclja að hafa ættu forgang á Al- þingi þegar teknar eru ákvarðanir um málefni þeirra er við sérþarfir búa. Á fundi með fréttamönnum í gær lýstu forráðamenn Þroskahjálpar yfir ánægju sinni með skjót svör stjórnmálaflokkanna varðandi spurningar frá lömuðum og blind- um. Jafnframt leyfa samtökin sér að benda á að fleiri eru fatlaðir í þjóðfélaginu en lamaðir og blindir, en með fjölmörg sameiginleg bar- áttumál. Hér fer á eftir kafli úr bréfi samtakanna er sent var stjórnmála- flokkunum: „Fjölda einstaklinga, sem verða að ganga við hækjur eða eru í hjólastól, er hægt að lækna ef til þess er sköpuð nauðsynleg aðstaða. Fjöldi einstaklinga nýtur ekki þeirra grundvallarmannréttinda, að hafa möguleika til atvinnu við sitt hæfi. Þessir þjóðfélagsþegnar verða oft ævilangt að dvelja á mismunandi þroskandi stofnunum vegna skorts á nauðsynlegri aðstöðu. Fjöldi barna og fullorðinna nýtur ekki lögboðinn- ar kennslu. Fjöldi einstaklinga nýtur ekki fullra mannréttinda. Samhjálp- in er mjög takmörkuð fyrir fjöl- mennan hóp þroskaheftra sem og aðstandendur þeirra. Á það skal bent að nú ríkir nánast neyðará- stand á mörgum stofnunum vegna þess dráttar sem orðið hefur á að núverandi og fyrrverandi ríkis- stjórnir hafi samþykkt nauðsynlegar daggjaldahækkanir til þess að eðli- legur rekstrargrundvöllur þessara stofnana sé fyrir hendi. Meðan þessi og mörg fleiri grundvallarmannréttindi eru ekki fyrir hendi í þjóðfélaginu er sú spurning áleitin hvort þessi atriði hljóti ekki að hafa forgang á Alþingi íslendinga þegar teknar eru ákvarð- anir um málefni þeirra sem við sérþarfir búa og við ákvörðun fjár- veitinga til úrbóta." Vænta samtökin svara frá stjórnmálaflokkunum um stefnu þeirra í þessum málum. Forráðamenn Þroskahjálpar lögðu á það áherslu að brýnt væri að gefa þroskaheftum kleift að njóta allra réttinda til jafns við heilbrigða og nefndu t.d. í því sambandi að nauðsynlegt væri að koma upp sérstökum vernduðum vinnustað þar sem þroskaheftum væri kleift að starfa og afla sér tekna, en með því myndu einnig lækka lífeyrisframlög hins opinbera til þessa fólks. Vetrarstarfið í Bláfjöllum hafið SKÍÐALYFTURNAR í Bláfjöllum hafa nú verið opnaðar og vetrarstarfið er hafið. í sumar hefur verið unnið að endurbótum á veginum að skíðalandinu. Hefur hann verið hækkaður verulega allt niður að Rauðuhnúkum. Einnig hefur verið borið ofan í hann allan. Tvö ný bílastæði voru gerð í sumar. Annað þeirra er suður af gömlu bílastæðunum við Kóngsgil, en hitt er austan vegarins skammt innan við Eldborg. Brekkurnar beggja vegna stóla- lyftu hafa nú verið flóðlýstar upp á brún og þær verið jafnaðar nokkuð og lagaðar. Fram að áramótum verður, eftir því sem veður leyfir, haft opið frá kl. 10—18 á laugardögum og sunnudögum, svo og frá 13—22 á þriðjudögum og fimmtudögum. Frá áramótum verða lyftur opn- ar kl. 10—18 laugardaga og sunnu- daga, kl. 13—22 þriðjudaga, mið- vikudaga og fimmtudaga og kl. 13—18 mánudaga og föstudaga. Verð aðgöngumiða er: 1 ferð fyrir fullorðna á kr. 200, 1 ferð fyrir barn á kr. 100, 8 miða kort Virkisvetur ÞETTA er önnur útgáfa verð- launaskáldsögu Björns Th. Björnssonar frá 1959, myndskreytt af Kjartani Guð- jónssyni. Er bókin 278 blaðsíð- ur að stærð, prentuð í Odda. Á þrjátíu ára afmæli Mennta- málaráðs íslands, í apríl 1958, efndi ráðið til verðlaunasam- keppni um nýja íslenska skáld- sögu. Dómnefnd skipuð þrír ritdómarar dagblaðanna. 10 skáldsöguhandrit bárust. Eftir lestur þeirra var það einróma álit dómnefndar að eitt handrit- anna bæri af, skáldsagan Virk- isvetur. Höfundur hennar reyndist vera Björn Th. Björns- son. Menningarsjóður gaf söguna út þegar haustið 1959, eða fyrir réttum 20 árum. Fyrsta prentun hennar seldist strax upp, svo og hin næsta, og hefur bókin nú verið ófáanleg um nær tuttugu ára skeið. Síðastliðið vor ákvað fyrir fullorðna á kr. 1.000, og 8 miða kort fyrir börn á kr. 500. Verð í stólalyftu er tvöfalt. Dag- kort verða seld virka daga og gilda til kl. 18 mánudaga og föstudaga en aðra daga til kl. 18.30. Dagkort fyrir fullorðna kosta 2.800, en fyrir börn kr. 1.400. Kvöldkort verða seld þriðju- daga, miðvikudaga og fimmtudaga og gilda frá kl. 18—22. Verð fyrir fullorðna er 2.000 kr., en fyrir börn kr. 1.000. Árskort sem gilda í allar lyftur Bláfjallanefndar, þ.á m. stóla- lyftu, kosta kr. 40.000 fyrir full- orðna en kr. 20.000 fyrir börn. - ný útgáfa Menntamálaráð að gefa bókina út á ný, en að þessu sinni myndskreytta, með teikningum eftir Kjartan Guðjónsson list- málara. Eftir Björn Th. Björnsson liggja nú 17 frumsamdar bækur og þýddar, einkum um menning- ar- og listsöguleg efni, en af skáldsögum, auk Virkisvetrar, heimildaskáldsagan Haustskip sem kom út 1975 og í annarri útgáfu 1976. AUGLÝSINGASTOFA MYNDAMÓTA Aóalstræti 6 simi 25810 Indriói G. Þorsteinsson UNGLINGSVETIIR Skáldsagan Unglingsvetur er raunsönn og kímin nútímasaga. Veruleiki hennar er oft mildur og viöfelidinn, en stundum blindur og ósvífinn. Hér er teflt fram ungu fólki, sem nýtur gleði sinnar og ástar, og rosknu fólki, sem lifað hefur sína gleði- daga og reynslan hefur meitlað í drætti sína. Allt er þetta fólk bráðlifandi, sama hvort það eru aðalpersónur eða hefur á hendi aukahlutverk — hvort heldur þeir heita Loftur Keldhverfingur eða Sigurður á Fosshóli. Unglingarnir dansa áhyggjulausir á skemmtistöðunum og bráðum hefst svo lífsdansinn með alvöru sína og ábyrgö. Sumir stíga fyrstu spor hans þennan vetur. En á því dansgólfi getur móttakan orðið önnur en vænst hafði verið, — jafnvel svo ruddaleg aö lesandinn stendur á öndinni. Indr iði G. Þorsteinsson á Skáldsögum Indriöa G. Þorsteinssonar hef- ur ávallt veriö tekiö meö miklum áhuga og þær hafa komiö út í mörgum útgáfum. Tvær þeirra, Sjötíu og níu á stöðinni og Land og synir, hafa veriö kvikmyndaöar og Þjófur í paradís hefur verið aö velkjast í dómskerfinu undanfarin ár. Almenna bókaf élagið Austurstræti 18 Skemmuvegi 36 sími 19707 8iml 73055 o9 rL Allt á sama stað Laugavegi 118 - Simar 22240 og 15700 EGILL VILHJALMSSON HE American Motors EAGLE Amerískur íúxusbfll með öllu líka 4x4 fjórhjóladrifi Eagle er fyrsti ameríski fóiksbíllinn, sem búinn er fjórhjóladrifi (Full-time-four-wheel-drive). Það eykur stöðugleika bílsins í hálku, bleytu og á lausu yfirborði vegar og gefur honum jeppaeigin- leika í akstri utan vega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.