Morgunblaðið - 28.11.1979, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 1979
13
„Það er athyglisvert, að kosn-
ingabaráttan síðustu daga hefur nær
eingöngu snúist um tillögur Sjálf-
stæðisflokksins í efnahagsmálum.
Það er góðs viti og undirstrikar, að
andstæðingar okkar taka mark á
þessum tillögum og óttast rökin
fyrir þeim. Þeir hafa rekið dæma-
lausa hræðslupólitík með upphróp-
unum um landflótta, kreppu og
atvinnuleysi þúsunda manna í þeim
tilgangi að hræða fólk frá þessari
rökföstu og skynsömu stefnu, sem er
þó ekki hættulegri en svo, að hún
hefur í aðalatriðum verið viður-
kennd um allan hinn vestræna heim.
Og ég veit ekki betur en að lífskjör
alls almennings á Vesturlöndum séu
betri en gerist nokkurs staðar í
heiminum. Það er aumkunarverð
staða fyrir heila stjórnmálaflokka
að vera að reyna að höfða til fólks að
kjósa sig, ekki vegna eigin ágætis,
heldur af tilbúnum ótta við tillögur
okkar og stefnu, sem horfir til
framfara.
„Að byrja með
hreint borð“
„Er leiftursóknin runnin út í
sandinn, eins og andstæðingar efna-
hagsstefnu Sjálfstæðisflokksins
vilja vera láta?“
„Hvers vegna spyrðu? Það hefur
ekkert reynt á hana ennþá."
„Því hefur verið haldið fram af
sumum vinstri mönnum, að þið hafið
dregið í land með stefnuna."
„Auðvitað hefur ekkert runnið út í
sandinn vegna þess að enn hefur
ekki reynt á það, hvort hægt er að
hrinda þessari stefnu í framkvæmd.
Meginforsendan fyrir því að hægt sé
að beita henni, er auðvitað sú, að
hreinsa verði til eftir vinstri stjórn-
ina. En þó umfram allt, að Sjálf-
stæðisflokkurinn fái kjörfylgi til að
framkvæma stefnu sína.“
„Hvað áttu við með að hreinsa
til?“
„Öllum vandamálum hefur hrein-
lega verið slegið á frest fram yfir
kosningar. Þær 13% verðbóta-
hækkanir, sem greiddar verða 1. des.
á kaup, auka ennþá hraða verðbólgu-
skrúfunnar og fyrir liggja um 30
verðhækkunarbeiðnir hjá einstökum
stofnunum ríkisins, svo sem raf-
magnsveitu ríkisins þar sem fjár-
vöntun nemur um 1,5 milljörðum
króna. Gengið er kolvitlaust skráð
og við blasir bullandi atvinnuleysi,
ef ekkert verður að gert. Allt er
þetta afleiðing af fráfarandi óstjórn
og ný ríkisstjórn verður að horfast í
augu við það og hreinsa til, áður en
hún getur gripið til eigin aðgerða."
„Leiftursóknin er
fráhvarf frá hefð-
bundnum leiðum“
„Hvað er leiftursókn í stuttu
máli?“
„Við höfum kallað stefnu okkar
leiftursókn til þess að leggja áherzlu
á, að hún er fráhverf frá hefðbundn-
um leiðum, sem bæði við og aðrir í
undangengum stjórnum hafa farið;
stefna, sem á að skila árangri eftir
tiltölulega stuttan tíma. Við höfum
hins vegar aldrei haldið því fram, að
það muni verða svipstundu eftir að
við höfum tekið við, en þegar á
næsta ári.
Aðalatriði stefnunnar eru þau, að
ríkissjóður sé ekki rekinn á erlend-
um lánum eða aukinni seðlaprentun,
að stjórn peningamála verði
sterkari, ranglátt vísitölukerfi verði
afnumið, skattar lækkaðir og að
lífskjör þeirra lægst launuðu verði
vernduð. Þá má nefna fasta geng-
isskráningu og heilbrigðara kerfi í
verðlags- og gjaldeyrismálum en
verið hefur.“
„Sumir gera lítið úr þessari
stefnumörkun, leiftursókninni, og
segja hana hlægilega."
„Sú dirfska sem Sjálfstæðisflokk-
urinn hefur sýnt með því að leggja
spilin á borðið og segja skýrt og
skorinort sannleikann í málinu fyrir
kosningar hefur komið mörgum í
opna skjöldu. Það er ekki verið að
lofa gulli og grænum skógum, frem-
ur en efni standa til, eins og staðan
er, en við segjum umbúðalaust, hvað
við viljum gera eftir kosningar og
beitum engum blekkingum. Það ligg-
ur fyrir að samkvæmt okkar stefnu
þurfa einhverjir að færa tímabundn-
ar fórnir, en þær eru þó smávægi-
legar miðað við það áfall sem þjóðin
verður fyrir, ef þeim leik verður
haldið áfram af einstökum stjórn-
málaflokkum að lofa öllum öllu og
láta reka á reiðanum um stjórn
landsins. En mest er í húfi fyrir
láglaunafólkið, kjör þess má ekki
skerða, enda þarf þess ekki, ef rétt er
á málum haldið. Tilraunir andstæð-
inga okkar til þess að gera lítið úr
leiftursókninni verða þeim sjálfum
til athlægis og tjóns, því að ég hef
fundið það, að kjósendur meta meira
flokka og frambjóðendur sem hafa
þrek og manndóm til þess að gera
það sem gera þarf, flokka og fram-
bjóðendur sem þora.“
„Ungt fólk á
samleið með Sjálf-
stæðisflokknum“
„Þið höfðið mjög til unga fólksins.
Hvers vegna á það að kjósa Sjálf-
stæðisflokkinn?"
„Eitt af vandamálum stjórnmála-
flokkanna er tvímælalaust það að
þeir hafa fjarlægst fólkið eða rétt-
ara sagt ýtt því frá sér vegna
lýðskrums og stöðugra blekkinga.
Ungt fólk metur miklu fremur heið-
arleika og hreinskilni. Mitt mat er,
að Sjálfstæðisflokkurinn hafi slegið
á þá strengi nú, auk þess sem
flokkurinn boðar ákveðnar en áður,
að hann muni fylgja eftir stefnu
sinni um frjálslyndi og frelsi í
mannlegum samskiptum. Ég trúi
því, að þessi tónn eigi hljómgrunn
hjá ungu fólki og það eigi því
samleið með Sjálfstæðisflokknum."
„Hvaða einstök atriði í stefnu
Sjálfstæðisflokksins höfða sérstak-
lega til ungs fólks?“
„í stefnumótun okkar höfum við
ekki sízt hugsað til þess unga fólks,
sem stendur í húsbyggingum. Því
höfum við lagt fram tillögur í
húsnæðismálum sem gera ráð fyrir
því, að ungt fólk getur fengið 80%
lán af byggingarkostnaði, við viljum
rýmka verulega reglur um ferða-
mannagjaldeyri; gefa ungu fólki
tækifæri til að ráðast í arðsaman
atvinnurekstur; efla félagsstarfsemi
ungs fólks á öllum sviðum; byggja
upp varanlegt vegakerfi um landið
að stuðla þannig að því á marg-
víslegan hátt, að ungt fólk sem aðrir
í landi okkar, geti notið þeirra
möguleika sem ísland hefur upp á að
bjóða, og ég gæti talið upp fleiri
dæmi.“
Þjóðarvakning
„Baráttan gegn verðbólgunni er þá
kjarni málsins í þessari kosninga-
baráttu?"
„Árangur í þeirri baráttu er for-
senda þess, að unnt sé að koma
öðrum málum fram. Við skulum
aðeins taka dæmi. Menntamál, listir
og menning hafa orðið afskipt í
fjárveitingum og almennum stuðn-
ingi vegna þess að þar eins og annars
staðar er verið að elta skottið á
sjálfum sér í verðbólgukapphlaup-
inu. Það er borin von að ný vakning
hefjist á þessum sviðum, meðan
þjóðin og þjóðarbúið eru að sligast
undir verðbólgubagganum.
Stefna okkar sjálfstæðismanna í
þessari kosningabaráttu boðar nýjar
aðgerðir. Hún er djörf tilraun, sem
ég er stoltur af að berjast fyrir. Og
ég er ekki sízt stoltur af öllu því góða
og dugmikla fólki, sem hefur lagt
okkur lið. Ég trúi því, að enn fleiri
eigi eftir að bætast í þann hóp, því ef
vel tekst til, getur orðið þjóðarvakn-
ing, sem mun leysa úr læðingi þann
dugnað og styrk, sem hefur alla tíð
einkennt þjóðina."
„Fólk vill gefa
okkur tækifæri“
„Ellert B. Schram sagði að lokum:
„Við frambjóðendur Sjálfstæðis-
flokksins höfðum orðið sterklega
varir við það, að fólk vill veita okkur
stuðning og Sjálfstæðisflokkurinn
hefur góðan byr. Ég hef t.d. aldrei
áður fengið eins margar upphring-
ingar eða viðtöl, þar sem fram
kemur einhugur, áhugi og starfsvilji.
Fólk vill gefa okkur tækifæri til að
hrinda tillögum okkar í framkvæmd
og skoðanakannanir hafa undir-
strikað þetta, en ég vek athygli á því,
að kosningar vinnast ekki í skoðana-
könnunum. Úrslitin ráðast í kjör-
klefanum næsta sunnudag og enn er
margt fólk óráðið í því, hvernig það
ætlar að verja atkvæði sínu. Ég heiti
á alla góða stuðningsmenn Sjálf-
stæðisflokksins að fylgja fast á eftir
á lokasprettinum til sigurs fyrir
stefnu okkar. Við erum vissulega í
sókn, en eigum ennþá eftir að skora
markið." - á.j.
TOPPURINN
frá Finnlandi
C.
Argerö
1980
^ komin
50 ara
3ara
ábyrgó
á myndlampa
Sérstakt
kynningarverð
Verö kr. 739.980-
• 26 tommur
JF 60% bjartari mynd
• Ekta viður
• Palasandar, hnota
• 100% einingakarfi
< y • Gert fyrir fjarlasgöina
S'.l". • 2—6 metrar
| • Fullkomin bjónusta I
Staðgr. 699.980-
Greiðslukjör frá
250.000 kT.ut
og rest á 6 mán
Versliðisérverslun meó
LITASJÓNVÖRP og HUÓMTÆKI
i 29800
BUÐIN Skipholti19
— /
Gunnar Tómasson:
Yerðtrygging
og verðbólga
I tilefni af skrifum Morgun-
blaðsins 4. nóvember 1979 um
verðtryggð spariskírteini ríkis-
sjóðs og með hliðsjón af stefnu-
mörkun stjórnmálaflokka vegna
komandi þingkosninga vakna eft-
irtaldar spurningar um verðtrygg-
ingu og verðbólgu:
• 1. Ef aukning bankalána og
peningamagns er orsök verðbólgu
er þá ekki skynsamlegra að draga
úr slíkri aukningu heldur en að
halda henni áfram og reyna að
hefta verðbólguáhrif hennar með
úgáfu verðtryggðra spariskírt-
eina?
• 2. Ef útgjöld ríkissjóðs umfram
tekjur eru einn meginþáttur verð-
bólgu, er þá ekki skynsamlegra að
minnka greiðsluhalla ríkissjóðs
heldur en að fjármagna hann með
úgáfu verðtryggðra spariskírt-
eina?
• 3. Ef tekjur almennra launþega
að frádregnum skattgreiðslum til
ríkis og sveitarfélaga rétt duga
fyrir brýnustu útgjöldum vegna
heimilisrekstrar, er það þá sið-
ferðilega réttlætanlegt að ríkis-
valdið bjóði þeim sem betur mega
tryggingu fyrir hönd hins al-
menna skattborgara gegn því að
verðbólguhagnaður líðandi stund-
ar skerðist af völdum áframhald-
andi verðbólgu?
• 4. Á hvaða forsendum telja
handhafar ríkisvalds það réttlæt-
anlegt að leggja á skattborgara
komandi kynslóða þá kvöð að
endurgreiða verðtryggð spari-
skírteini, sem orðið hafa til vegna
óarðbærrar umframeyðslu ríkis-
sjóðs á liðnum árum og áratug-
um?
• 5. Þótt vertðtryggð spariskírt-
eini ríkissjóðs veiti öldruðum og
vanheilum nokkurt afkomuöryggi
á komandi árum, er það ekki
skynsamlegra að slíkt öryggi sé
tryggt með félagslegum aðgerðum
heldur en að það sé fylgifiskur
efnahagslegrar óstjórnar líðandi
stundar?
Gunnar Tómasson
• 6. Ef verðtrygging almennra
launtekna er einn helzti verðból-
guhvati efnahagskerfisins, sem
ekki verður á móti mælt með
rökum, er það þá siðferðilega
réttlætanlegt að stefna að afnámi
slíkrar verðtryggingar launa án
þess að samsvarandi breyting sé
gerð á verðtryggingu spariskírt-
eina ríkissjóðs?
Kaupmannahöfn, 5. nóv. 1979.