Morgunblaðið - 28.11.1979, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.11.1979, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 1979 Ólafur Mixa, formaður RKÍ: Vegna sjónvarpsþáttar um ástandið i Kampútseu vill ólaf- ur Mixa, formaður Rauða kross íslands, taka fram eftirfarandi: Allar tölulegar upplýsingar sem fram komu í þættinum eru í samræmi við upplýsingar sem fram voru lagðar í sambandi við Alþjóðafund Rauða krossins í Genf í byrjun október. Ástandið var og er ólýsanlegt og ég held að viðstöddum hafi runnið til rifja vanmáttur sinn þegar þeir hlustuðu á lýsingu fulltrúa Rauða krossfélagsins. Verið er að reyna að kom á laggirnar nýju félagi í Pnom Penh. Af 16 stjórnarmönnum gamla félags- Að athygli manna sé bundin við bátafólkið og að það fái alla hjálpina er einnig rangt. Ástæðurnar eru fyrst og fremst þessar, skv. þeim upplýs- ingum sem RKÍ hefur með höndum. Landið og þjóðin er flakandi í sárum. í landinu var talið að hernámsliðið hafi verið 400 þús. manns. Svo til allt fólk með einhverja grundvallar- menntun er horfið Samgöngu- tæki eru svo til engin. Vegakerf- ið er svo til ónothæft þar sem brýr hafa verið sprengdar. Þjóð- in er tortryggin eftir allar hörm- ungarnar og hvernig á málum Ólafur Mixa formaður R.K.Í. Hjálparstofnanir geta ekki gerst innrásarlið. Þær verða að fara að fyrirmælum yfirvalda landanna, það getur tekið langan tíma að fá þau til að samþykkja framkvæmdirnar. Á föstudag í síðustu viku voru fundir í Genf um málið og kom þar fram að innanlandsástandið hefði lítið breyst. Ríkisstjórnin hefur nú samþykkt áætlun Rauða krossins og Barnahjálp- arinnar og munu komast 20 þús. tonn af matvælum til landsins í desember og 30 þús. tonn í janúar. Einnig er stjórnin sam- þykk því að erlendar læknasveit- ir komi til landsins og telst það sigur miðað við fyrri afstöðu. í nóvember hafa verið send 14 þús. lestir, 400 eru að berast þangað þessa dagan með skipi, 86Ö tonn af lyfjum og lækningatækjum hafa verið send flugleiðis. Leyfi fyrir meira hefur ekki fengist. Það hefur komið fram að Thai- lendingar hafa opnað landamæri sín fyrir flóttafólki frá Kam- pútseu og er Alþjóða Rauði krossinn nú að undirbúa send- ingu 30 lækningasveita með 5—6 mönnum hverri til viðbótar þeim 175 heilbrigðisstarfsmönnum sem fyrir eru. í næsta áfanga er gert ráð fyrir 60 sveitum og í þeim þriðja 60 til viðbótar. Þannig verða 5000 rúma spítalar mannaðir og komið á fót neyðar- þjónustu með matargjöfum. Rauði kross íslands hefur í undirbúningi að senda eina sveit Hörmulegt að ekki hefur verið hægt að koma nægri hjálp til hinna þjáðu Rangar upplýsingar í sjónvarpsmyndinni hafa viða valdið Rauða krossinum miklum erfiðleikum. Hert verður á sókninni gegn hungri og hörm- ungum - en mikið fé þarf til hjálparstarfsins. ins lifir einn, núverandi formað- ur, við slæma heilsu. Mynd sú sem sýnd var í sjónvarpinu hefur hlotið mikla útbreiðslu og opnað augu margra fyrir hörmungunum í landinu. En það verður að segj- ast eins og er að hún hefur valdið miklum erfiðleikum fyrir Rauða krossinn víða, vegna full- yrðingar um að haldið sé aftur af hjálparstarfinu af pólitískum ástæðum. Eg leyfi mér að fullyrða að sá hluti upplýsinganna er algjör- lega rangur. Það er hörmulegt til þess að vita að ekki hafi verið hægt að koma nægri hjálp til hinna þjáðu. En ástæðurnar fyrir því eru allt aðrar en í myndinni eru taldar. hennar hefur verið tekið alþjóð- lega. Þannig má lengi telja. Mjög hefur verið erfitt að koma á samgöngukerfi flutn- ingatækja fyrir hjálpargögn. Lyf, lækningatæki og bifreiðar fara flugleiðis frá Bankok til Pnom Penh, hægt hefur verið að koma varningi sjóleiðis til Kompongsong og þaðan með einu járnbrautarlest landsins til Pnom Penh. Hungrað fólk hefur ráðist á birgðastöðvar og hjálp- arlið og er því skipulag allt erfitt. Það má til nýlundu teljast að Alþjóðaráð Rauða krossins hef- ur tekið saman höndum við Barnahjálp Sameinuðu þjóð- anna, sem hefur aðgang að World Food Program. Á næstu mánuðum er þörf á 26 milljörðum króna til hjálpar- starfa, matarkaupa og læknis- þjónustu. Algjör nauðsyn er að nauðsynlegt starfslið fylgi, í senn til að hafa eftirlit með því að hjálpin komist til skila og til að koma upp traustu innlendu dreifingarkerfi. Kampútsea er fiskauðugt og frjósamt land. Hrakningar fólksins og skortur hefur valdið því að engir bátar eða veiðarfæri eru þar að heitið getur, einföld- ustu jarðyrkjuverkfæri skortir og útsæði er ekki til. Jafnhliða matvælasendingum og lyfja- hjálp þarf að koma verkfærum til fólksins. Hins vegar þýðir ekkert að senda útsæði til lands- ins nema jafnframt séu send þangað matvæli. Starfsmaður Rauða krossins út- hlutar mjólkurdreitli til kam- bodiskra flóttabarna í Touol Leap pagóðunni, um 15 km. utan við Pnom Penh í hvern áfanga og hafa 6 boðist til að skipa fyrstu sveitina. Er beðið eftir að skipun hennar verði samþykkt og á meðan stendur kennsla yfir. Reiknað er með að hópurinn fari héðan beint til Bankok hinn 4. desem- ber. Jafnframt eru margar aðrar þjóðir að vinna að sama máli, vitað er til að 16 hópar hafa þegar fengist og sennilega 10 til viðbótar. Af þessu má Ijóst vera, þótt fátt eitt hafi verið tekið fram að allt sem Rauði krossinn megnar að gera kemst í framkvæmd á næstunni. Til þess að svo megi verða þarf stuðning. Stuðning alþjóðastofnana, ríkisstjórna og almennings. Án þess stuðnings verður ekkert gert. Við höfum þegar aflað nokkurs fjármagns, eins og áður hefur fram komið, en allt það fjármagn sem RKI hefur til umráða til þessara hluta er þegar ráðstafað og meira til. Þess vegna væntum við þess að fólk bregðist vel við og styðji félagið með því að taka þátt í kosningagetrauninni sem stendur yfir kosningadagana, en ágóða hennar verður varið til áðurgreinds verkefnis. Jón Vopni 95 ára JÓN STEFÁNSSON Vopni, verka- maður, Gránufélagsgötu 43 á Ak- ureyri, er 95 ára í dag, 28. nóvember. Jón var lengi starfs- maður Akureyrarbæjar og vann við gatnagerð fram undir nírætt. — Jón ber háan aldur vel og hyggst taka á móti afmælisgest- um á heimili sínu í dag. Kona hans var Anna Jónsdóttir, sem látin er fyrir nokkrum árum. Þau eignuð- ust fjórar dætur oe eru þrjár þeirra á lífi, tvær búandi á Akureyri og ein í Reykjavík. Ingólfur S. Ingólfsson við setningu þings FFSÍ: veiðitakmarkana og skömmtunar. Kvað hann valkosti um skömmt- unarkerfi í fiskveiðum væntanlega tilbúna fyrir jól, en hvatti jafn- framt til samvinnu við sambandið um mótun fiskveiðistefnu fram- tíðarinnar. Þingið mun standa fram á föstudag og þingforseti var kjör- inn Guðmundur H. Oddsson skip- stjóri. Forseti sambandsins, Ingólfur S. Ingólfsson, setti þingið og gat þess í upphafi, að undanfarin ár hefðu verið samfelldur tími óvissu og átaka í kjaramálum félags- manna sambandsins, ekki sízt ef litið væri til stöðugt aukinna aðgerða stjórnvalda til takmörk- unar á sókn og afla flestra fiskteg- unda. Gerði Ingólfur ráð fyrir, að veiðimálin yrðu aðalumræðuefni þingsins að þessu sinni auk ann- arra brýnna hagsmunamála sjó- manna, svo sem öryggismála, lífeyrissjóðsmála bátasjómanna, menntunarmála sjómanna, sem virðast hafa orðið úti í þeirri uppstokkun menntakerfisins sem nú stendur yfir. Sjávarútvegsráðherra, Kjartan „Síðustu ár tími óvissu og átaka í kjaramálum“ TUTTUGASTA og niunda þing Farmanna- og fiskimannasam- bands íslands hófst í Reykjavik í gær. Þingið er haldið annað hvert ár og sitja það nú 62 fulltrúar frá 14 aðildarfélögum sambandsins víðs vegar að af landinu. Jóhannsson, ávarpaði þingið við setningu þess og ræddi hann einkum um verndun þorsksins og annarra nytjastofna og nauðsyn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.